Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.1989, Side 10
10
FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 1989.
"I
Útlönd
Dalai Lama ræðir við fréttamenn eftir að tilkynnt var að hann hlyti friðar-
verðlaun Nóbels i ár. Dalai Lama situr nú alþjóölega friðarráðstefnu í Kali-
forníu i Bandarikjunum. Simamynd Reuter
kínversk yf irvöld
Aðeins nokkrum klukkustundum
eftir að Dalai Lama, andlegum leið-
toga Tíbeta, var tilkynnt í gær að
hann hefði fengið friðarverðlaun
Nóbels fyrir friðsamlega baráttu fyr-
ir frelsi þjóðar sinnar, notaði hann
tækifærið tii að gagnrýna kínversk
yfirvöld. Kvað hann þau kerfisbund-
iö brjóta niður lífsþrótt Tibeta jafn-
framt því sem hann lofaði jafnframt
mótmælendur í Kína og kallaði þá
baráttumenn fyrir frelsi.
Hvatti Dalai Lama aðra til þess að
fara að dæmi sínu og beita ekki of-
beldi hversu örvæntingarfullir sem
þeir væru.
Kínversk yfirvöld fordæmdu í gær
úthlutun friðarverðlaunanna og
sögðu hana íhlutun í innanríkismál-
efni Kína. „Dalai Lama er ekki bara
andlegur leiötogi heldur einnig pólit-
ískur útlagi sem reynir að grafa und-
an sameiningu kínversku þjóðarinn-
ar,“ var sagt í tilkynningu frá kín-
verska sendiráðinu í Osló í gær.
Úthlutun friðarverðlauna Nóbels
til Dalai Lama gæti orsakað póhtísk-
an storm, segja sérfræðingar. Vest-
rænir stjórnarerindrekar í Peking
segjast óttast meiri mótmæh í Lhasa,
höfuðborg Tíbets, vegna þess að
Dalai Lama hlaut verðlaunin. Herlög
hafa verið í gildi í Lhasa frá þvi í
mars er til óeirða kom þar.
Einnig er talið að samskipti Ind-
lands og Kína geti versnað þar sem
Dalai Lama býr á Indlandi ásamt
mörgum tíbetskum útlögum. Til-
kynningin um verðlaunin kom aö-
eins nokkrum dögum áður en vara-
forsætisráöherra Kína, Wu Xueqian,
er væntanlegur í heimsókn til Nýju
Delhí. Til að móðga ekki Kínverja
voru indversk yfirvöld því varkár í
orðalagi er þau lýstu yfir ánægju
sinni með úthlutun verölaunanna.
Reuter
Anægðir Tíbetar í flóttamannabúðum í Nýju Delhi á Indlandi með mynd
af leiðtoga sínum. Simamynd Reuter
Dalai Lama gagnrýnir
Sjaldan hafa verið jafnlitlar líkur
á því að Dalai Lama, andlegur leið '
togi Tíbet, fái að sjá aftur heimaland
sitt. Stjómin í Peking segir Tíbeta í
útlegð bera ábyrgð á óeirðunum í
Lhasa í mars síðastliðnum og það
þýðir í raun að kínversk yfirvöld
telja Dalai Lama ábyrgan.
í mars síðastliönum, þegar sextán
manns létu lífið í þriggja daga óeirð-
um og herlög voru sett á i Lhasa,
voru þrjátíu ár frá því aö Dalai Lama
flúði frá Tíbet ásamt íjölda stuðn-
ingsmanna sinna um Himalayafjöll
til Indlands.
Núverandi Dalai Lama, sem í raun
heitir Tenzin Gyatso, er sá fjórtándi
í röðinni. Hann var aðeins fimm ára
þegar hann árið 1940 var fluttur til
Lhasa og gerður aö andlegum leið-
toga Tíbet. Sextán ára gamall tók
hann að sér stjórn landsins.
Útnefndur tveggja ára
Tíbetar, sem eru búddatrúar, trúa
því að eftir dauða andlegs leiðtoga
þeirra taki sál hans sér bólfestu í
nýjum líkama. Núverandi Dalai
Lama var tveggja ára þegar munkar
frá Lhasa komu til afskekkts þorps
þar sem foreldrar hans bjuggu.
Höfðu munkarnir séö tákn speglast
í hinu heilaga Lhameu Latso vatni:
þrjá upphafsstafi, klaustur með
gylltu þaki og hús með blágrænum
þaksteini. Það var allt sem þeir höföu
til að fara eftir.
Þeir fundu klaustrið og húsið í
þorpinu. Tenzing Gyatso litli þekkti
strax bænakrans og staf hins látna
Dalai Lama. Munkarnir sannfærðust
og nokkrum árum seinna var dreng-
urinn fluttur til þúsund herbergja
hallar í Lhasa þar sem hann lærði
að stjóma landinu.
Innrás kommúnista
Árið 1950, þegar Dalai Lama var
fimmtán ára, gerðu kínverskir
kommúnistar innrás í Tíbet og lýstu
því yfir aö þaö væri kínverskt yfir-
ráðasvæði. Tíbetar mótmæltu og vis-
uðu til þess aö Dalai Lama hinn
þrettándi hefði, árið 1912, slitið öllu
sambandi við Kina í kjölfar falls keis-
arans.
Dalai Lama, sem tók við stjóminni
1951, vildi ekki grípa til vopna gegn
Kínveijum þar sem hann var mót-
fallinn ofbeldi. Hann reyndi að varð-
veita trú, menningu og þjóðfélags-
skipan Tíbeta en jjrýstingur Kínverja
jókst stöðugt. Arið 1954 fór Dalai
Lama til Peking til viðræðna við
Mao. Þar dvaldi Dalai Lama í næst-
um eitt ár og þegar hann sneri heim
hafði ástandið versnað. Kínvetjar
Þrjátíu ár
í útlegð
Tibetskar konur við bænastund í Nýju Delhi á Indlandi í gær. Um tvö hundr-
uð tíbetskir útlagar tóku þátt í bænastundinni til að minnast þeirra Tibeta
sem féllu í átökum við kinverska hermenn í Lhasa í mars síðastliðnum.
Simamynd Reuter
beindu árásum sfnum sérstaklega að
hinum mörgu klaustrum í landinu.
Dalai Lama reyndi í lengstu lög að
leita sátta en 1956 bmtust út bardag-
ar milli kínverskra hermanna og tí-
betskra skæmliða. Enn reyndi Dalai
Lama málamiðlun.
Flótti
Þann 12. mars 1959 lýsti stjórn
Dalai Lama yfir sjálfstæði Tíbet.
Uppreisnin mistókst og nokkmm
dögum seinna flúði Dalai Lama til
Indlands. Hann settist að í bænum
Dharamsala í Himalaya þar sem
hann myndaði útlagastjórn í óþökk
indverskra yfirvalda.
Starfsemi sína og stuðningsmanna
sinna hefur Dalai Lama fjármagnaö
með gulli og silfri fyrir andvirði rúm-
lega þijú hundrað milljóna íslenskra
króna sem smyglað var frá Tíbet
1951. Hann hefur einnig haft tekjur
af ævisögu sinni, Land mitt og þjóð,
auk þess sem hann hefur fengið
framlag frá indversku stjórninni.
Á ferðum sínum um heiminn hefur
hann lagt áherslu á kröfur Tíbeta um
að Kínveijar færu frá Tíbet og að
Tíbet yrði sjálfstætt ríki.
Málamiðlun
í ræðu á Evrópuþinginu í fyrra
kvaðst Dalai Lama þó fús til að sam-
þykkja málamiðlun. Hann sagðist
fallast á að Tíbet fengi sjálfsstjórn
en að Kína færi með utanríkismál
þess. Hann var einnig fús til að sam-
þykkja dvöl kínversks herliðs í
landinu þar til friðarráðstefna yrði
haldin og Tíbet lýst sem friðað og
herlaust svæði. Óeirðirnar í Tíbet í
mars og fjöldamorðin í Peking í júní
urðu til þess að ekkert varð úr samn-
ingaviðræðum.
Þjóðir, sem lagt hafa áherslu á góð
samskipti viö Kína, hafa oft tekið á
móti Dalai Lama með blendnum til-
finningum. í Noregi, þar sem í gær
var tilkynnt að hann hlyti friðar-
verðlaun Nóbels, aflýstu í október í
fyrpa kirkju- og menntamálaráð-
herra Noregs, Mary Kvidal, og for-
maöur utanríkisnefndar þingsins,
Káre Willoch, ráögerðum fundum
sínum með hinum andlega leiðtoga
Tíbet. Var það í kjölfar mótmæla frá
sendiráði Kína í Osló. Margir stjórn-
málamenn og Tíbetvinir í Noregi
mótmæltu þessu hugleysi.
Sjálfur lét Dalai sem ekkert væri.
Hann gerði að gamni sínu við frétta-
menn og vildi ekki tjá sig um máhð.
Helst vildi hann ræða um heimspeki
og um hina sex milljón landa sína
sem enn búa í Tíbet. Dalai Lama
sagði að ef skilyrði þeirra bötnuöu
ekki væri engin ástæða til að ræða
heimkomu hans.
Hann kvaðst ekki ætla að taka þátt
í stjórnmálum ef hann kæmi heim
aftur. Það gæti orðið til þess aö koma
í veg fyrir heilbrigt lýðræðislegt and-
rúmsloft. Hann myndi eingöngu
snúa heim sem trúarlegt tákn.
NTB
M or hressandi
ad komast f nýtt
umhvtrfi
Amsterdam er engu
öðru lík. Þar finnurðu
örugglega eitthvað til
þess að lífga upp á
tilveruna. Allir eiga það
inni hjá sjálfum sér að
kynnast þessari
viðskiptum í mörg
hundruð ár. Þeir vita af
reynslunni hvað gildir
þegar fólk ætlar að
versla: góð vara, góð
þjónusta og umfram
allt gott og hagstætt
verð.
Það er gott að
vera f Amsterdam
Hollendingar eru
gestrisnir, hlýlegir og