Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1989, Síða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 1989. Spumingin Kaupirðu íslenskar plötur? Ágústa Harðardóttir: Ég kaupi lítiö af plötum. Ég fæ þær yíirleitt í jóla- gjöf. Unnur Bryde: Já, ég kaupi Bubba Morthens. Guðrún Elín Guðmundsdóttir: Nei, ég kaupi rpjög sjaldan íslenskar plöt- ur. Þórunn Sigurðardóttir: Já, ég kaupi plötur með Bubba. Rakel Valdimarsdóttir: íslenskar plötur eru flestar mjög góðar. Ég kaupi aöallega Bubba og eins með Nýdanskri. Lesendur Óréttlæti í eftirlaunamálum: Eigin eftiriaunasjóði fagnað VR-félagi skrifar: Líklega kemur hvergi fram meiri ójöfnuður milli fólks í þessu landi og í aðild þess að lífeyrissjóðunum. Annars vegar eru opinberir starfs- menn, þ.m.t. ráðherrar, þingmenn, og forsetar hvort sem er á ríkis- stjómarstóli, þingi eða í Hæstarétti, - Hins vegar eru svo aðrir launþegar sem búa við minnstu lífeyrisréttind- in og standa að miklum hluta undir lífeyrisgreiðslum til hinna. Hjá lífeyriskerfi opinberra starfs- manna er það ríkið sem ábyrgist skuldbindingar þeirra. Stundum fá þessir aðilar margfaldan lífeyri á við venjulega launþega og fá oftar en ekki úr mörgum opinberum sjóðum. Það á t.d. við um ráðherra og al- þingismenn. Lífeyrissjóðir launþegafélaganna, a.m.k. flestra eru mjög rýrir og van- máttugir vegna smæðar sinnar, og fé þeirra hefur bnmnið upp í verð- bólgunni. En í stjóm þessara sjóða siija hins vegar menn sem oft em einnig stjómamenn í fleiri sjóðum eða nefndum, og sumir hverjir skip- aðir af ríki eða sveitarfélögum og þiggja þannig einnig laun frá al- mennum skattgreiðendum. Þær lýsingar sem maður heyrir um afdrif þess fjár sem við höfum greitt til hinna aimennu lífeyrissjóða era hrikalegar, og fólk hefur sennilega Þingmennirnir Guðni Ágústsson, Alexander Stefánsson og Stefán Guðmundsson flytja nú tillögu um eigin eftir- launasjóði fyrir einstaklinga. ekki áttað sig fyrr en nú á síðustu missemm, hvað um er að ræða. - Það er t.d. náttúrlega ekkert annað en glæpsamlegt, að við fráfall manns, hverfi spamaður einstaklings ásamt framlagi atvinnurekanda til lífeyris- sjóðsins. - Spamaöurinn gerður upp- tækur! Það er því fagnaðarefni, að þrír þingmenn Framsóknarflokks skuh nú ætla að taka á þessu óréttlæti í lífeyrissjóömálunum. Einkennilegt 'er að ekki skuli hér hafa riðið á vað- ið þingmenn annarra flokka (t.d. Al- þýðubandalags og Sjálfstæðisflokks) - en þeir hafa kannski átt einhverra hagsmuna að gæta...! Ég hygg að flestir launþegar hinna almennu lífeyrissjóða geti verið sam- mála þingmönnunum, Guðna Ágústssyni, Alexander Stefánssyni og Stefáni Guðmundssyni um að taka þurfi upp eigin eftirlaunasjóði. Það skal hins vegar bent á að skipa nú ekki í hina nýju nefnd sem um þetta á að fjalla, neina þá sem nú sitja í stjómum hinna almennu lífeyris- sjóða. Það yrði ekki til fagnaðar eða framdráttar málinu. Guðrún Hafsteinsdóttir: Já, Bubba aöallega. Ofbeldi eða atlot? Uppvaxinn unglingur skrifar: Eg var að lesa DV 6. nóv. eins og ég geri oft Og ég get ekki orða bund- ist. - Á einni síðunni var sagt frá óvenjumiklum ólátum og líkams- meiöingu í miðborginni um helgina síðustu. Ástæðuna segir lögreglan vera uppeldi og gláp bama á ofbeldis- myndir í sjónvarpinu og á mynd- böndum. - Þessari skoðun er ég alveg sammála og svo mun vera um fleiri. Á annari síðu í DV var einhver „sómakær" húsmóðir að kvarta und- an „bláu myndunum“ á Stöð 2. Hót- aði hún öllu illu, m.a. aö selja mynd- lykil sinn, ef þessu hnnti ekki. Ég vil bara spyija: hvemig væri aö skammast dáhtið út af ofbeldis- myndunum sem sýndar em á ÖLL- UM tímum, í sjónvarpi, videoi og bíó- um? Hefur það engin áhrif að horfa á súpergæjann „plaffa" niður tugi manna? Hvort er meira uppbyggjandi - að sjá menn drepna og limlesta, sýnt Andstæðurnar í myndmáli geta verið lýsandi. - Er bann réttlætanlegt? hægt og nákvæmt þegar maðurinn skýst upp í loft, blóðið spýtist í allar áttir, skelfingarsvipur, heilaslettur - og fehur svo dauður til jarðar? - eða fallegt par sem hggur og lætur vel að hvort öðra (í gríni eða alvöra) fáklætt eða nakið, með velhðunar- hljóð eða ástarorð að undirtóni - hið rétta eðh mannsins? Ég bara spyr: Foreldrar, hvort á að banna? Ættfræði á bókasöfnum Grúskari skrifar: Fyrir skömmu fór fram könnun á útlánuro bóka frá bókasöfhum. Niðurstaða þeirrar könnunar var sú að umtateverð aukning var á útiánum bóka um fræðsluefni og til tómstundaiðkana en aftur á móti minnkandi eftirspum eftir afþreyingarbókum. Bókasöfn þurfa að taka mið af þessari könnun. Margir stimda nú ættfræðirannsóknir eða eru að taka saman niðjatöl sjálfir en það er mjög dýrt aö leita til ætt- fræðinga sem að sjálfsögðu hafa öh gögn undir höndum - og era þá um leiö að selja aögang aö þeim. I Borgarbókasafni Reykjavíkur er td. ekki hægt að fá iánaöar ættfræðibækur sem hafa komiö út hjá Sögusteini undanfarin ár. Þaö má vera að fjárráð séu tak- mörituö hiá bókasöfunum en ég sá i einhveiju blaöi fyrir skömmu uppástungu um aö bæta úr því meö því aö hækka gjaldiö fýrir úöán á bókum. Snúumst gegn kattaplágunni Guðmundur Gunnarsson skrifar: Mér hefur oft blöskrað sú plága sem kattahald í fjölbýli er. Sóðaskap- urinn og viðbjóðurinn sem því fylgir fyrir aðra en eigendur kattanna er yfirgengilegur. Ég hef sjálfur lent í því að undan- fómu að keftir hafa komist í tvígang inn í íbúð mína og gert þar usla. Hef ég þó ekkert gert annað en að leyfa mér þann munað aö skiija eftir opna glugga þegar ég hef þurft að bregða mér frá. í annaö skiptið, sem köttur fór inn á meðan enginn var heima, tókst honum aö velta um búri með hamstri í og í hitt skiptið meig kött- urinn í sófa í stofunni hjá mér. Mælirinn er nú fuhur og mun ég ekki taka á slíku meö neinum vettl- ingatökum, gerist það aftur. Sá kött- ur, sem þá kemst í hendur mér, mun tapa lífinu og engu öðra. Þessi kattaplága hér á Akureyri er oröin vægast sagt þreytandi. Því eiga kettir að ganga lausir en ekki hund- ar, og skíta og míga hvar sem er? Ég skora á Akureyringa að láta þetta mál th sín taka og útrýma þeirri plágu sem kattafaraldurinn í bænum er orðinn. Orð duga vart lengur í þeim efnum, þaö þarf að grípa th róttækari aðgerða. Gullkorn Lúðvig Eggertsson skrifar: Fyrrv. prófessor í viöskipta- deild H.Í. geta komið manni á óvart með hagspeki sinni. - Þann- ig skrifar Ólafur Björnsson lang- Iokur í Morgunblaðið 27. og 28. sept. sl. um „skattlagningu spari- íjár“ (íjármagnstekna). Tilgangurinn virðist raunar vera að koma á framfæri sér- visku sinni um vexti. Þar segir hann m.a. að sparnaöur geti kom- ið fram í roörgum myndum, Ld. þeirriað „byggjafiós'* eða „kaupa bíl“. Nú vita flestir, aö ég hygg, að sparnaöur er sá hluti tekna sem ekki er eytt. Að hyggja fiós er hins vegar fiárfesting og aö kaupa bfl er neysla. Embættisbróðir hans, Gylfi Þ. Gislason, kveður í Morgunblaös- grein, 26. okt sl., að gengi krón- unnar, sem gerir fiskveiðum og vinnslu fært að starfa án haMa, sé skaðleg öðrum iðnaði og þjón- ustu. Þetta gengtir auðvitaö þvert á sannleikann. Útflutningsiönað- ur, t.d. uMin, er í sama báti og fiskvinnsian. Hann ber sig ekki nema gengið sé rétt skráö. Sama gMdir um annan iðnað, sem nú berst í bökkum vegna erfiðrar samkeppni við innfluttar vörur sem keyptar era á hágengi. Þessir tveir menn vilja hávexti, þótt þeir hafi þegar komið at- vinnuvegunum á kaldan klaka. Og þeir vMja „opna fiármagns- markaðinn" svo að unnt sé aö koma pappírsauðnum i erlendan gjaldeyri, verðbréf og fasteignir. - Hvað varöar mig um þjóðarhag, sagöi karMnn. Ég segi: Guði sé lof að til er háskóM á Akureyri! Hringið í síma 27022 rnilli kl. 14 og 16, eða skrifið. ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.