Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Page 17
FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1989. Iþróttir Ársþing FRÍ verður haldið um helgina: Snjóboltakast bjargvættur frjálsra íþrótta? - Tillaga kemur fram um að taka upp íslandsmót í snjóboltakasti Ársþing Frjálsíþróttasambandsins verður haldið í Hafnarfirði um helg- ina og bíða menn þingsins með mikilli óþreyju. Búist er við mjög miklum átökum á þinginu og ekki síöur um menn en málefni. Ágúst Ásgeirsson, núverandi formaður FRÍ, verður ekki einn í kjöri til formanns því Magn- ús Jakobsson hefur gefið kost á sér. DV hefur undir höndum bréf sem sem Ágúst hefur varðandi það íelgina mun koma tillaga frá núverandi snjóboltakasti. Með því reiknar stjórnin jói vel ef tillagan veröur samþykkt. Ann- og formaður verði kosin á þinginu. Agúst Asgeirsson ritaði 5. nóvemb- er og sent var út til íþróttamanna sem stunda frjálsar íþróttir og for- ystumanna en ekki til fjölmiðla. í bréfmu segir Ágúst m.a.: „Ég er keppnismaður og uni því illa aö verða bolað frá af htlu tiiefni." í bréfinu kennir ýmissa grasa en forvitnilegast er án efa sú hugmynd hvemig lengja megi keppnistíma- bil fijálsra íþrótta og lengja þann tíma ársins sem um þær er fjallað í flölmiðlum. í bréfi Ágústs segir orðrétt: „Til þess að lengja viðveru í fjölmiðlum hefur stjómin í fyrsta lagi ákveðið að leggja til við þingið að tekið verði upp íslandsmót í snjóboltakasti (æth það sé ekki elsta íþróttagrein norrænna manna) á tímabilinu nóvember til mars. Það er grein sem hægt væri t.d. að fara með inn í skólana og ná þannig tíl mun fleiri ungmenna en eha og auka þar með áhuga á kastgreinum, ekki síst í spjótkasti.“ Óneitanlega kemur það á óvart að forysta FRÍ í dag, hvort sem hún verður við völd efhr helgi eða ekki, skuh leggja fram þessa hugmynd. Framkvæmd íslandsmóts í snjó- boltakasti gæti orðið erfið, og hvað myndu menn gera ef enginn kæmi snjórinn fyrr en í janúar eða febrú- ar? Verður fróðlegt aö sjá hvort th- laga um íslandsmót í snjóboltakasti verður samþykkt á þinginu. Ágúst lýsir því meðal annars í umræddu bréfi að hann hafi fúhan hug á því að starfa áfram og einnig þeir sem með honum hafa starfað í sljórn. Ekki munu ahir ánægðir með þá niðurstöðu og samkvæmt heimhdum DV eru mjög miklar hk- ur á því aö Magnús Jakobsson verði kjörinn formaður FRÍ um helgina og með honum starfi þá nýir menn í stjórn. -SK s í sundi: net og rangur A-sveit pilta frá Ægi sigraði í 4x50 metra skriðsundi á 1:49,75 mín. A-sveit stúlkna , frá Ægi sigraði í 4x50 metra skriðsundi á 1:59,65 mín. Óskar Guðbrandsson, ÍA, sigraði í 1500 metra skriðsundi phta á 17:17,51 mín. Gunnar Ársælsson, ÍA, sigraði 400 metra íjórsundi phta á 5:01,45 mín. og Hahdóra Dagný Sveinbjörns- dóttir, Bolungarvík, sigraði í 800 metra skriðsundi stúlkna 9:40,11 mín. Þess má geta í byrjun desember mun unglingalandshðið dvelja í æfingabúð- um í Reykjavík. Cawley Conrad lands- hðsþjálfari hefur verið með liðið í æf- ingabúðum öðru hvoru í vetur og hefur þjálfurum víðs vegar af landinu gefist kostur að vera með á æfmgunum og hefur það gefið góða raun. -JKS • Logi Kristjánsson, ÍBV, sigraði í tveimur greinum á unglingameistara- mótinu. DV-mynd Sveinn • A-sveit stúlkna frá Ægi sem setti íslandsmet í 4x50 metra fjórsundi. Sveitin bætti gamla metið um tæpa eina sekúndu. DV-mynd Sveinn Valbjörn í ÍR „Ég var orðinn leiður á lífinu í KR og margir mínir vinir eru í ÍR. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég ákvað að skipta um félag,“ sagði fijálsíþróttamaðurinn Valbjöm Þor- láiksson í samtali við DV í gær en hann hefur gengið th hðs við IR eftir aldarfjórðungs veru í KR. Valbjöm er einn sigursælasti frjálsíþróttamaður okkar frá upphafi og í seinni tíð hefur hann náð mjög góðum árangri í old boys flokki. -SK A að taka ruglinu frá aganefnd þegjandi? - þjóðemi virðist ráða þegar leikmenn úrvalsdeildar hafa gerst brotlegir Sjáið þið fyrir ykkur, lesendur góð- ir, aganefnd Körfuknattleikssam- bands íslands að störfum? Hún af- greiðir erindi sem th hennar berast og úrskurðar leikmenn, sem gerst hafa brotlegir, í leikbann eftir regl- um sem hún starfar eftir. Sjáið þið svo fyrir ykkur nefndina þegar inn á borð th hennar berst sú staðreynd að Sandy Anderson, leikmaður úr- valsdehdarliðs ÍBK, eigi að vera í leikbanni í næsta leik liðsins fyrir að hafa fengið tvö tæknivíti í síðasta leik hðsins? Sjáið þið fyrir ykkur nefndarmenn, sem voru að enda við að úrskurða íslenska leikmenn í leikbann fyrir sams konar tæknivíti, kveða upp úr með það aö erlendi leikmaðurinn sleppi við leikbannið vegna þess að honum hafi ekki verið kunnugt um þær reglur sem leikið er eftir hér á landi? Aganefndin virðist ætla að sleppa með það án athugasemda að kveða upp fáránlegan úrskurð en sam- kvæmt starfsreglum fyrir aganefnd, sem henni ber að sjálfsögðu að starfa eftir, á þessi leikmaður að vera í leik- banni í næsta leik. Það vekur furðu að leikmenn skuli ekki sitja við sama borð gagnvart nefndinni heldur skuli þjóðemi þeirra ráða þegar þeir gerast brotleg- ir. Það vekur líka furðu að dómarar skuh láta bjóða sér slík vinnubrögð. Anderson mun hafa fengið tvö tæknivíti í síðasta leik ÍBK-liðsins og því verið vikið af leikvelh. Sam- kvæmt 6. grein starfsreglna aga- nefndarinnar skal hann því úrskurð- ast í eins leiks bann vegna þess. En hvað gerði aganefndin? Jú, hún kvað upp þann úrskurð að leikmaðurinn skyldi sleppa við leik- bannið á þeim forsendum að honum hafi ekki verið kunnugt um reglurn- ar sem hann sphar eftir hér á landi! Að hann hafi ekki vitað að harin mátti ekki hanga í körfuhringnum eftir að hafa troðið boltanum í körf- una, en fyrir það fékk hann tvö tæknivíti í sama leiknum, var vikið af leikvelh og átti að fara sjálfkrafa í leikbann. Samkvæmt mínum heimhdum úr- skurðaði nefndin á sama fundi að tveir leikmenn aðrir, Sverrir Sverr- isson, Tindastóh, og Jón Örn Guð- mundsson, Þór, skyldu vera í leik- banni í næsta leik liða sinna vegna þess að þeim hefði verið vikið af leik- vehi vegna tveggja tæknivíta. Það ghda sem sagt ekki sömu regl- ur fyrir innlenda og erlenda leik- menn. Aganefndin segir að því miður hafi leikmaðurinn ekki vitað um þessa reglu og því sleppi hann við leikbann. Jafnframt mun hafa verið tekið fram að ekki verði í framtíðinni tekið neinum vettlingatökum á slík- um málum! Þessi úrskurður aganefndarinnár er hreint og klárt hneyksh og ekken annað, og aganefndinni th háborinn- ar skammar. Það þarf ekkert að bera það á borð að leikmaðurinn hafi ekki vitað að hann má ekki hanga í körfu- hringnum. Ef hins vegar svo ólíklega vhdi til að honum hafi ekki verið kynntar þessar reglur af félagi sínu á félagið auðvitað að gjalda fyrir það og missa leikmanninn í leikbann. Það er að verða ansi þreytandi að fylgjast með ýmsum gjörðum körfu- knattleiksforustunnar á síðustu árum. Ég man þó í augnablikinu ekki eftir svona áberandi glappaskoti frá aganefndinni, sem betur fer, vh ég segja. Ég ætla ekki að fara fram á það að nefndin endurskoði þetta mál, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, en ég vona, körfuboltans vegna, að annað eins rugl komi ekki frá aganefndinni í framtíðinni. Gylfi Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.