Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1989, Qupperneq 28
36
FÖSTUDAQUR 24. NÓVEMBER3989.
Andlát
Kristín Hjartardóttir frá Hellissandi,
Droplaugarstöðum, Snorrabraut 59,
Reykjavík, andaðist 22. nóvember.
Svanhildur Jóhanns Þorsteinsdóttir,
Norðurbrún 26, Reykjavík, lést í
Borgarspítalanum miðvikudaginn
22. nóvember.
Þórður Þ. Þórðai-son, Kirkjubraut
16, Akranesi, lést í sjúkrahúsi Akra-
ness 22. nóvember.
Jardarfarir
Ari Magnús Ólafsson frá Helgustöð-
um, sem lést á Vífilsstöðum 20. nóv-
ember, verður jarðsunginn frá Eski-
fjarðarkirkju laugardaginn 25. nóv-
ember kl. 14.
Helgi Thorarensen, Einarsnesi 72,
Reykjavík, lést mánudaginn 13. nóv-
ember. Jarðarförin hefur farið fram.
Einar Guðjónsson bókbindari verður
jarðsunginn frá Víðistaðakirkju í
dag, 24. nóvember, kl. 13.30.
Axel V. Magnússon garðyrkjuráðu-
nautur lést 14. nóvember. Hann
Æ-eddist á Hofsósi 30. september 1922.
Foreldrar hans voru hjónin Magnús
E. Jóhannsson og Rannveig Tómas-
dóttir. Axel lauk námi frá Garðyrkju-
skólanum á Reykjum 1943. Næstu
fiögur árin vann hann á ýmsum
garðyrkjustöðvum. Hann fór til
framhaldsnáms við garðyrkjudeild
Landbúnaðarháskólans í Kaup-
mannahöfn 1947. Þaðan brautskráð-
ist hann 1950. Eftir heimkomu gerð-
ist hann kennari við Garðyrkjuskól-
ann á Reykjum og var þar fastur
kennari í 16 ár þar tíi hann réðst sem
ylræktarráðunautur til Búnaðarfé-
lags íslands árið 1967. Því starfi
gegndi hann á meðan heilsan leyfði.
Eftirlifandi eiginkona hans er Sigur-
lína Gunnlaugsdóttir. Þau hjónin
eignuðust fjögur böm. Útfór Axels
verður gerð frá Langholtskirkju í dag
kl. 15.
Tapaðfundið
Læða í óskilum
Hvít læða, ómerkt en með far eftir ól,
fannst í Leirubakka sl. sunnudagskvöld.
Eigandi hennar er vinsamlegast beðinn
að hafa samband sem fyrst í síma 76206.
Fundir
Kvenfélag Neskirkju
heldur afmælisfund sinn nk. mánudag
kl. 20.30 í sa&aðarheimili kirkjunnar.
uesctur fundarins verður Sigríður Guö-
mundsdóttir, framkvæmdastjóri Hjálp-
arstofiiunar kirkjimnar.
Tilkynningar
Minningarkort minningar-
sjóðs
félags nýrnarsjúkra
fást í Kirkjuhúsinu, Klapparstíg, hjá
Hönnu, í s. 672289 og Salome, í s. 681865.
JólakortStyrktar-
félags vangefinna
Sala er hafm á jólakortum félagsins. Þau
eru með myndum af verkum listakon-
unnar Sólveigar Eggerz Pétursdóttur.
Hefur hún gefið félaginu frummyndim-
ar, 4 talsins, og veröur dregið um þær
20. janúar 1990og vinningsnúmer þá birt
í fiölmiðlum. Átta kort verða í hveijum
pakka og fylgir spjald, sem gildir sem
happdrættismiði. Verð pakkans er kr.
400. Kortin verða til sölu á skrifstofú fé-
lagsins að Háteigsvegi 6, í versluninni
Kúnst, Laugavegi 40, Nesapóteki, Eiðis-
torgi og á stofnunum félagsins. Að gefnu
tilefni skal það tekið fram að kortin eru
greinilega merkt félaginu.
Símasýning í Kringlunni
Hjá Pósti og síma í Kringlunni, 2. hæð,
verður haldin símasýning dagana 22.-25.
nóvember. Mikið úrval símtækja verður
til sýnis og sölu, m.a. símsvarar og far-
símar og hin nýju boðtæki verða sýnd.
Kynnt verður sérþjónusta stafræna
símakerfisins og almenna gagnaflutn-
ingsnetið.
Vetrarstarf ÍUT að hefjast
Vetrarstarf ÍUT er nú að hefjast. Að venju
verður boðið upp á fiölbreytt félagslíf auk
þess sem ný félög verða stofnuð með til-
heyrandi fúndarhöldtun, námskeiðum og
ferðalögum. Sælukot, félagsmiðstöð ÍUT,
er á Barónsstíg 20 í Reykjavík og þar fara
fram helstu viðburðir vetrarins. Þeir sem
vilja kynna sér starf ÍUT eða vera þátt-
takendur geta komið við í Sælukoti eða
hringt á skrifstofuna í síma 91-21618.
Fyrsti kynningarfundur vetrarins verð-
m- fimmtudaginn 23. nóvember kl. 20 í
Sælukoti.
Áramótanámskeið í
reykbindindi
Krabbameinsfélagið mun standa fyrir
áramótanámskeiði í reykbindindi rnn
þessi áramót. Tveir undirbúningsfundir
verða í síðari hluta desember og stefnt
verður að þvi að hætta að reykja um ára-
mótin. í janúar verða síðan fimm fúndir.
Um er að ræða hópnámskeið, en auk
þess er innifalin einstaklingsráðgjöf fyrir
þá sem þess óska. Að námskeiði loknu
taka við stuðningsfúndir eins lengi og
þörf krefúr. Stuðningsfundimar eru opn-
ir öllum sem eru að glíma við að hætta
að reykja og verða framvegis á fimmtu-
dagskvöldum kl. 20. Leiðbeinendur á
námskeiðinu eru Ásgeir R. Helgason frá
Krabbameinsfélaginu, Sigurður Ámason
krabbameinslæknir og dr. Eiríkur Öm
Amarson, yfirsálfræðingur á Landspítal-
anmum. Umsjón með stuðningsfúndim-
um hefur Vigdís Esradóttir fræðslufúll-
trúi hjá Krabbameinsfélagi Reykjavíkur.
Menning
Sáðmaðurínn mikli
í þeim fjölmörgu verkum, sem birst hafa eftir Stein-
ar Sigurjónsson á síðustu 35 árum, hefur gjarnan ver-
ið mikið slarkað. Suma lesendur mun reka minni til
sjóaradrykkju og hjónavandræða á Akranesi í Ástar-
sögu (1958) og Blandað í svartan dauðann (1967). Einn-
ig má minnast Ustamannsins sem missir allt út úr
höndunum í Reykjavíkursögunni Farðu burt skuggi
(1971). Með tilliti til þess rótleysis í borgaralegu sam-
félagi, sem verk Steinars birta, er kannski ekki að
undra þótt hann hafi í síðari bókum hrakist burt frá
kunnuglegu íslensku sögusviði, fyrst í undirdjúpin í
Djúpinu (1974), tónsögu sem gerist í furðuheimum
neðansjávar, en síðan á flakk til fjarlægra landa í Sigl-
íngu (1978) og Singan Rí (1986).
Nýjasta skáldsagan, Sáðmenn, gerist að því er virð-
ist á írlandi. Hún er óvenjuleg að ytra formi, prentuð
í sjö stökum heftum en utan um þau heldur falleg
askja. Kápur heftanna eru myndskreyttar, hver af sín-
um listamanni, t.d. Pieter Holstein, Douwe Jan Bakker
og Dieter Roth. Best að hætta þessu svo að fólk haldi
ekki að ég sé að lýsa jólagjöfinni í ár. Svo mun vart
vera því að bókin er einungis gefm út í 400 eintökum
í Amsterdam, en innan á fyrstu kápu er sagt frá því
að bókin hafi ekki fengist útgefin á íslandi. Væntan-
lega er hún þó fáanleg hér á landi.
Leitað lands
í ferðaskáldsögunni Siglíngu, sem er að einhveiju
leyti sjálfsævisöguleg, kemur William nokkur James
til íslands og hvetur Steinar til að drífa sig út í heim
áður en hann veslist upp hér. Steinar er feginn að
segja skilið um sinn við þessa þjóð sem sýnir af sér
„tómleika sem mér virtist stundum að næöi yfir allt
lífið“; enda er hann vafalítið vanmetnasti rithöfundur
landsins, ljósvíkingur þessarar prentglöðu þjóðar.
Ekki fer allt röklega fram í Siglíngu frekar en öðrum
sögum Steinars, stundum er umræddur James með
Steinari í sjóferðinni en stundum ekki. Kannski eru
þeir einskonar tvífarar, ein persóna og þó tvær. Um
borð er vel að merkja líka búktalari nokkur, Herbert,
og dúkka hans, Albert.
Absúrdleikrit?
Sögur Steinars hafa oft einkennst' af hvíldarlitlum
samtölum og í nýjustu bókunum hafa samtölin oft
alveg tekið völdin af söguþræði, í upphafi Sáðmanna
dettum við inn í mitt samtal og bókin er næstum linnu-
laus samtöl, svo mjög að manni finnst úr takti þegar
segir á einum stað: „Herbert hugsaði nú um að koma
sér upp“ (105). Raunar er þó vart hægt að tala um
takt, því það er fremur að taki að suða fyrir innri
eyrum manns við allt blaðrið á blaðsíðum bókarinnar.
Og margt rennur saman ef ekki er að gætt, því sögu-
efnið virðast vart þokast áfram svo nokkru nemi með
öllu þessu tali; margt er endurtekið, sumt kann að
virðast innantómt vélrænt raus örvað af vodka-
drykkju. Þetta má ef til vill túlka í anda Samuels Bec-
kett eitthvað á þá leið að maður fylli upp í dauðavöku
sína með tali. Orðin eru þeir ullarlagðar sem maður-
inn tínir sér til hlýju af gaddavír tímans. Um leið
gæti þetta verið einhvers konar úttekt á íslenskri blað-
urmenningu. Sjálft söguformið er athyglisvert fyrir
það að þetta er eiginlega frekar leikrit en saga, absúrd-
leikrit vel að merkja, og það er ekki erfitt að hugsa
sér sviðsetningu beint upp úr bókinni.
Slarkið er ekki bara viðfangsefni Steinars heldur er
texti hans slarksamur, rásar til og frá, hjakkar og
spólar og virðist stundum genginn af vitinu. Málbeit-
ing Steinars er oftast lítt öguð og textinn almennt óhefl-
aður: í því hefur ætíð falist bæði styrkur og veikleiki
höfundarins. Fagurfræði Steinars gengur jöfnum
höndum í berhögg við finpússun málsins og oíbeldi
skynseminnar. Einsog Gilbert segir: „Guði sé lof aö
maður er eittkvað annað en bara þriflega heill“ (96).
Flug og sæði
Lesandi í lausu lofti þráir jarðbindingu - hstamaður
á jörðu þráir flugið. Það má svo sem segja að verkið
mótist af þessum andhverfum. En hvað þráir listamað-
ur á flugi?
Hábert, sem einnig er nefndur „Sky High“, er spá-
maðurinn, talsmaður háspekinnar og flugsins, æðra
tilverustigs af andlegum og jafnvel trúarlegum toga.
Hann sækist eftir að verða sem óháðastur jarðneskum
öflum og háspeki hans er orðin of háleit fyrir prent-
mál. Hann svífur út í algeim „nafnleysunnar“ en jafn-
framt inn á við í leit að sjálfum sér uns hann fer yfir
einhver mörk, fer „yfir um“ og finnur sitt tæra sjálf,
sína hreinu sál.
En lærisveinninn Gilbert - ef til vill vegna þess að
víðáttur þess upphafna og ónefnanlega eru meginland
Bókmenntir
Ástráður Eysteinsson
þar sem skáld eiga ekki heima - sést úr lofti þar sem
hann er á leið í prentsmiðju „með handrit á sér“ (164),
Háberti til mikillar armæðu. Listamaður á flugi þráir
jörðina, þráir að sá fræjum sínum í frjóan jarðveg.
Listin er tengd ásthneigðinni og líkamanum ekkert
síður en háloftunum. Gilbert á það sameiginlegt með
Ónu, hlúkonu Háberts, að fmna fyrir þunganum í blóði
sér. Gilbert er farinn að hallast að sæðiskenningunni:
Það er einmitt þess vegna sem ég hef aftur farið
að hugsa af meiri pólitískum krafti og byrjað að
dragast aftur að því sem gömlu háloftakenning-
unni er kvað óskyldast: manninum í manninum,
manninum í sínum sanna ham, manninum þegar
hann sáir í sinn eigin akur, manninum þegar hann
stamar, titrar, þvöglar og stíflast af heiðarlegri
klikkun. (87-88)
Sáningin, þetta grundvallamyndmál í hugmynda-
heimi verksins, vísar í senn til skáldskapar og mann-
legra tengsla. Það er því óljóst hversu mikil frjósemi
felst í að sá bara í eigin akur. Er það ekki sjálfsfróun,
ónanismi, og að því leyti dapurlegt að allir menn séu
eylönd? Mér finnst það svolítið ósanngjamt að konan
skuli þurfa að bera þetta táknræna nafn, Óna. Hún
reynist vera fremur skilningssljó, einskonaí óræktað-
ur akur sem þarfnast sæðis. Þar með býður Steinar
lesandanum upp á þann klassíska en vafasama skiln-
ing að sáðmennska sé hið sama og karlmennska.
En um leið má spyija hvort það sé ekki í raun Há-
bert sem er guðinn Ónan í þessu verki? Og sjálfum
Gilbert, sáðmanninum mikla, mistekst raunar að sá í
akur Ónu og ferst það svo brösulega að hann missir
út úr sér gervitennumar.
Loks má spyija hvemig Steinari hafi gengið að sá í
akur þess lesanda sem hér talar. Svona bærilega held
ég, þótt ég fái ekki á mér setið að segja að ég kann
betur við hann á meira flugi, eða þá á ferö um undir-
djúpin. Hér nær hann sjaldnar en oft áður að kveikja
augnablik þeirrar nötiu-legu rómantíkur, þeirrar
beisku póesíu jafnt hversdags sem jaðarlífs sem setur
svo merkilegan svip á einstakt framlag þessa höfundar
til íslenskra bókmennta.
Ekki ætlast ég þó til að í slíkum viðbrögðum felist
stór dómur. Ég býst við að Steinar neiti að læra af
dæmisögu Jesú um sáðmanninn annað en það að sæð-
ið hafnar víða og getur ekki allt lent í hagkvæmum
jarðvegi.
Steinar Sigurjónsson
Sáómenn
Vossforlag, Amsterdam 1989.
Ástráður Eysteinsson
Fjölmiðlar
Nú hefur Svavar Gestsson sest
niður og skrifað öllum Ijósvaka-
miðlum bréf, þar sem hann óskar
eftir skriflegri greinargerð um
menningarstefnu þeirra.
Ég hef ekki orðið þess var, að
neinn hafi mótraælt þessu tiltæki
herrann skrifað öllum dagblöðum
og tímaritum bréf og óskaö eftir
skriflegri greinargerö um menrúng-
arstefnu þeirra? Þá hefði líklega
heyr8t hfióð úr horni um árásir á
Við fslendingar lítum flestir svo á
(og höfum fest á blað 1 hinni ágætu
sfjórnarskrá okkar), að menn hafi
frelsi til að segja hvað, sem þeir
vilja, á prenti, svo framarlega sem
þeir eru tilbúnir til að bera fulla
ábyrgð á því. Það er mál blaða og
tímarita, útgefenda þeirra og les-
enda, hvaða menningarstefnu þau
fylgja. Engum heilvita manni dettur
í hug, aö opinberir aöilar eigi að
hafa afskipti af þvl Ætiar Svavar
Gestsson að stöðva útgáfu Samúels,
afþvi að þar eru myndir birtar af
fáklæddum stúlkum?
Égsé engin rök, semhnígaaðvíö-
tækara valdi ráðherra yfir ljósvaka-
miðlum en prentmiðlum. Er ekki
langeðlilegast að leyfa ólíkum,
frjálsum og fullveðja einstaklingum
að velja sjálfum um útvarpsefni?
Hannes Hólmsteinn Gissurarson