Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Síða 8
8 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989. Utlönd Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu sagði af sér í gær: Ný stjórn í dag - Verður Vaclav Havel næsti forseti? Hinn nýi forsætisráðherra Tékkósló- vakiu, kommúnistinn Marian Calfa. Simamynd Reuter Marian Calfa, sem í gær var út- nefndur forsætisráðherra Tékkósló- vakíu, mun eiga viðræður við full- trúa stjómarandstæðinga um nýja stjóm í landinu í dag. Koma þær við- ræður í kjölfar þess að Ladislav Ad- amecs sagði af sér embætti forsætis- ráðherra í gær. í fréttum hinnar op- inberu fréttastofu Tékkóslóvakiu í gær var skýrt frá því að Calfa, sem gegndi embætti aðstoðarforsætisráð- herra þar til forseti útnefndi hann arftaka Adamecs, myndi kynna nýja ríkisstjóm í dag. Fulltrúar Vettvangs borgaranna, breiðfylkingar stjómarandstæðinga, sögðust í gær reiðubúnir til að styðja stjómarmyndunartilraunir Calfa og veita honum hæfilegan tíma til að koma á laggimar starfhæfri stjóm. Stjórnarandstaðan hefur farið fram á að næsta stjóm landsins verði skipuð til helminga mönnum úr röð- um stjómarandstæöinga og krefst m.a. að embætti utanríkis-, fjármála- og vinnumálaráðherra fahi í skaut andófsmanna. En það var ekki bara Adamec sem hvarf af sviði stjómmálanna í Tékkó- slóvakíu í gær. Fyrrum leiðtogi kommúnista, harðlínumaðurinn Mi- los Jakes, og Miroslav Stepan, fyrr- um leiðtogi Prag-deildar flokksins, hafa verið reknir úr flokknum. Sfjómarandstaðan heldur fast í þá kröfu sína að Gustav Husak forseti láti af embætti eigi síðar en á sunnu- dag. Að mati fréttaskýrenda er Vac- lav Havel, leikritaskáldið og einn helsti leiðtogi Vettvangs borgaranna, einn hugsanlegra arftaka. Þá hefur einnig verið nefndur sá möguleiki að Aiexander Dubcek, fyrrum leið- togi kommúnista, taki við forseta- embættinu. Reuter Jólin nálgast! Ertu búinn aö skrifa óskalistann í ár? Láttu draumana rœtast Geföu fjölskyldunni gleðileg jól JÚWTItBOÐ "ísrssss* M-370CD hljómtækjastæða m/geislaspilara Tvofalt kassettutæki með stillanleg • p_- ■ .. . upptökuhraða + raðspi Geislaspilan - forritanlegur fyrir 16 minn • Fiarcrú • þrLBS.,a 9B,sla -■0versamplin Fjarstyring fynr utvarp/hljóðstyrk/on- Venjulegt verð 59.51 jjolatiiboð 49.900 stgi ORION VMC-206 Video- töku- vél omin videotökuvél jTOCUa fvirk stilling á lýsingu ir aðgerðir i glugga lanleg lengd á upptöku nleg í tösku með axlaról gt að stilla upp á þrífót ilegt verð 98.100 atilboð 71.900 stgr. hljóm- tækja- stæða m/stafrænu útvarpi Venjulegt verð 28.900 9m upp,dkuhr Jólatilboð 23.300 stgr. Silver með Schneider CDP-7tnn geislaspilara: Jólatilboð 44.900 stgr. Bjóðum einnig: Tagra - Tratec - Bosch gervihnattasjónvarp - Einstaklings- og fjölbýlishúsabúnaður - ýmsir möguleikar. ^ Kapaltækni hf. föstudaga til 18 *--------- 11 — laugardaga til 18 B9— ARMULA 4. SIMI 680816 GRUnDIG 53-330 CTi 25" litsjónvarp 25" hágæða litsjónvarp með fjarstynngu. Gerir ráð fyrir Teletext-sendingum. injulegt verð 93.700 ólatilboð 79.900 stgr, Vaclav Havel hefur verið nefndur sem hugsanlegur arftaki Husaks, forseta Tékkóslóvakíu, en stjórnarandstæðingar fara fram á afsögn hans. Simamynd Reuter A-þýski kommúmstaflokkurmn: Víðtækrar uppstokk- unar að vænta Austur-þýski kommúnistaflokkur- inn mun í dag segja skilið við stalín- ismann fyrir fullt og allt á neyðar- þingi flokksins sem hefst í Austur- Berlín í dag, að því er margir sér- fræðingar fullyrða. Sagt er að fulitrúarnir á þinginu muni ætla að endurskipuleggja flokkinn og þykir ekki ólíklegt að hann leggi niður nefndir sem al- menningur tengir ósjálfrátt komm- únistáflokkum. Er jafnvel talið að flokknum veröi breytt til samræmis við vestræna jafnaöarmannaflokka. Bæði stjómmálaráðið og miöstjóm flokksins hafa sagt af sér til að auð- velda uppstokkunina á flokksþing- inu. Fuiltrúar stjómvalda og stjómar- andstöðu komu saman í gær í fyrsta skipti í sögu landsins og á fundinum var samþykkt að fyrstu fijálsu kosn- ingamar í landinu yrðu haldnar eigi síðar en 6. maí á næsta ári. Einnig var hvatt til að öryggislögreglan yrði lögð niður. Hún hefur verið sökuð um að hafa njósnað um óbreytta borgara og dregið sér fé úr opin- berum sjóðum til einkanota. Yfirmaður öryggislögreglunnar sagði í gær að loka hefði þurft bygg- ingum öryggislögreglunnar í ýmsum borgum þar sem almenningur hefði reynt aö komast inn í byggingar til að leita sönnunargagna um spilhngu og misnotkun á valdi. Embættismaöur öryggislögregl- unnar sagði í gær að Alexander Schalck-Golodkowski, yfirmaður ut- anríkisviðskipta A-Þýskalands, sem á miðvikudaginn gaf sig fram viö v- þýsku lögregluna, hefði verið í sam- bandi við a-þýsku leyniþjónustuna. Schalck flúði frá A-Þýskalandi eftir að upp komst um gjaldeyrisbrask hans og ólöglega vopnasölu. Hann tjáði v-þýsku lögreglunni að hann hefði tekið 34 mifljónir dollara af bankareikningum í Sviss og afhent a-þýskum yfirvöldum. Reuter og Ritzau A-þýskur lögreglumaður reynir að koma i veg fyrir að óbreyttir borgarar fari inn I aðalstöðvar öryggislögreglunnar i A-Berlín í gær. Sfmamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.