Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Qupperneq 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Qupperneq 10
10 FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989. Utlönd Mikhail S. Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna. Teikning Lurie Litháen og Eistland ögra Moskvustjóminni Löggjafarþing sovéska Eystra- saltsríkisins Litháen samþykkti í gær, með miklum meirihluta at- kvæða, að fella úr gildi sjöttu grein stjórnarskrár lýðveldisins þar sem einræði kommúnistaflokksins á sviði stjórnmála er tryggt. Þá samþykktu þingmenn einnig að öðrum stjórn- málaflokkum en kommúnistaflokkn- um verði leyft að starfa í lýðveldinu. Þar með hefur Litháen leyft fjöl- flokkakerfi. Og í nágrannalýðveldinu Eistlandi samþykkti miðstjórn kommúnista- flokksins að leyfa þingi lýðveldisins samþykkt á sömu nótum og sam- þykktina í Litháen. Á þessar ákvarð- anir tveggja Eystrasaltsríkjanna - sem koma á tímum mikils umrót í mörgum ríkjum Austur-Evrópu - er litið sem ögrun gegn Moskvustjórn- inni. Fullvíst er að þær muni valda ólgu meðal ráðamanna í Moskvu og leiða til deilna milli stjórnvalda lýð- veldanna og alríkisstjórnarinnar. Stjórnvöld í Moskvu hafa varað Eystrasaltríkin við að pólitískur órói í lýðveldunum geti ógnað umbóta- stefnu Mikhails Gorbatsjov forseta. Samþykkt þings Litháen í gær ryð- ur í raun brautina fyrir fyrstu fjöl- flokkakosningarnar í Sovétríkjunum síðan árið 1917. Fastlega má búast við að fuiltrúar á löggjafarþingi þjóð- arinnar, æðsta handhafa löggjafar- valdsins, taki hana til umfjöllunar á fundi sínum í næstu viku. Á sunnudag eru fyrirhugaðar kosningar í Eistlandi og segja blaða- menn í lýðveldinu að í raun verði þær fyrstu fijálsu kosningarnar því mikið sé um sjálfstæða frambjóðend- ur í kosningunum. Gorbatsjov, sem hefur ekki lýst yfir andstöðu sinni við þær pólitísku breytingar sem átt hafa sér stað í mörgum bandalags- ríkjum Sovétríkjanna síðustu vikur og mánuði, hefur ítrekað að ekki verði um fjölflokkakosningar að ræöa heima fyrir. Fyrirhugað er að fram fari sveitarstjórnarkosningar í Litháen 24. febrúar nk. Reuter Jólagjafir gegn HRUKKUR Hér eru jólagjafirnar fyrir allar konur sem eru áhugasamar um frísklegt og gott útlit. Tvenns konar frábær húðnæring, svo áhrifarík að hún er skráð í Svíþjóð sem náttúrumeðal. SuperGlandin húðnæringin er einstaklega góð gjöf fyrir eiginkonur, dætur, mömmur, ömmur, tengdamömmur, vinkonur, samstarfskonur. . . eða bara allar konur sem þú veist að vilja líta vel út og viðhalda húðinni á náttúrulegan og SuperGlandin inniheldur mikið af GLA fjölómett- uðu fitusýrunni (gammalínólsýru) sem er nauðsynleg fyrir teygjanleika, viðhald og vöxt húðarinnar. Með GLA fitusýrunni byggir SuperGlandin upp frumu- veggina, eykur blóðstreymi og kemur jafnvægi á fítu og raka í húðinni. Með því að nota SuperGlandin má laga þurra og sprungna húð, auk þess að bæta mein eftir of mikla notkun sápu og hreinsikrems. SuperGlandin er náttúruleg húðnæring og inniheld- ur aðeins efni sem eru líkamanum eiginleg, eins og t.d. GLA fitu SuperGlandin gj afapakkningar 20% afsláttur sýruna sem er í móðurmjólkinni. SuperGlandin vinnur gegn ótímabærri öldrun húðarinnar vegna skorts á GLA. SuperGlandin eykur end- urnýjunarstarfsemi og mótstöðuafl húðarinnar gegn útfjólublárri geislun. SuperGlandin húðnæringin er notuð sem dagkrem enda fullnægir hún þörfum flestra kvenna fyrir raka- og mýkingarkrem yfir dag- inn. SuperGlandin Intensive Night Care inniheld- ur tvöfalt meira af GLA fitusýrunni og er ætlað sem næturkrem, eða 24 stunda krem fyrir þá sem eiga við sérstakan húðvanda að stríða. Utsölustaðir: Apótek og heilsuverslanir Kristín innflutningsv., sími 641085 Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, við komuna til Strasbourg í gær þar sem leiðtoga- fundur Evrópubandalagsríkjanna fer fram. Símamynd Reuter Leiðtogafundur EB: Samskiptin við A-Evrópu ofar- lega á baugi Frakkar og Þjóðverjar eru sam- mála um að hraða eigi samningavið- ræðunum um sameiginlegt efnahags- og myntkerfi aðildarríkja Evrópu- bandalagsins, EB, aö því er stjórnar- erindrekar sögðu í gærkvöldi í Stras- þourg en þar hefst leiðtogafundur EB í dag. Orðrómur hafði verið á kreiki um að Helmut Kohl, kanslari V-Þýska- lands, vildi seinka viðræðunum þar til sambandsþingkosningarnar í V- Þýskalandi hefðu farið fram í des- ember 1990. Ástæðan átti að vera sú að óþægilegt væri að kosningabarátt- an myndi snúast um viðræðurnar í Evrópubandalaginu. Háttsettir embættismenn í Stras- bourg sögðu hins vegar í gærkvöldi að um misskilning heföi verið að ræða. Frakkar og V-Þjóðveriar væru sammála um viðræðurnar ættu að hefjast fyrir lok næsta árs. En þrátt fyrir fullyrðingar V-Þjóð- verja um að umrótið í A-Þýskalandi og vonirnar um sameiningu þýsku ríkjanna hafi ekki breytt stöðu V- Þjóðverja í EB var stemmningin í Strasbourg rétt fyrir setningu leið- togafundarins ekki hin allra besta. í allt haust hafa menn verið þeirrar skoðunar að leiðtogafundurinn í Strasbourg yröi lokauppgjör milli Margaret Thatcher, forsætisráð- herra Bretlands, og hinna leiðtog- anna en svo fóru menn að efast um afstöðu V-Þjóðverja. Reyndar er allt óbreytt hvað varðar eitt atriði, nefnilega félagsmálapakk- ann þar sem kveöið er á um aukin réttindi hinna vinnandi stétta í Evr- ópu. Afstaða Thatcher gegn tillög- unni virðist enn jafnhörð og áöur. Þróunin í A-Evrópu og samskiptin viö löndin þar eru taiin verða eitt helsta umræðuefnið á leiðtogafund- inum. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.