Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Side 13
r
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
Lesendur
Misindismenn eða
mótmælendur?
Borgari skrifar:
Ég las forystugrein í Þjóðviljan-
um sl. þriðjudag, þar sem leiðara-
höfundur var að ræða um lög og
reglu og það ofbeldi sem komist
hefur í brennidepil umræðna að
undanfomu - eins og segir í grein-
inni. Þfirna var tekið á þessu máli
á lítið eitt annan veg, fannst mér,
en venja er til.
Þarna var t.d. vitnað til ummæla
lögreglustjóra, þar sem hann segir
m.a. „að nú sé komið upp nýtt
hegðunarmunstur. Það er ráðist á
fólk upp úr þurru“. - Leiðarahöf-
undur Þjóðviljans vill leiðrétta
lögrglustjórann eilítið og talar um
að hugsanlegt sé að orsakir séu enn
ókunnar fyrir ofbeldinu og lög-
reglustjóri nefni e.t.v. sjálfur hiuta
af forsendunni í viðtah sem tekið
var við hann og vitnað er til. - En
þar segir lögreglustjóri m.a.:
„Margt fólk hefur það skítt - Við
viljum ekki viðurkenna að það er
ótrúieg neyð hjá sumu fólki.
í leiðaranum, sem alls ekki er
óskynsamleg umfjöllun um máhð
og t.d. minnst á „órólegt ungt fólk“,
er spurt: „Eru ofbeldismenn í mið-
bænum að mótmæla með óskipu-
lögðum og tilfinningalegum hætti
einhverju óréttlæti eða böh, ein-
hveiju sem ekki er eins og þaö á
að vera að þeirra dómi? - Getur það
verið, að einmitt hnífamennirnir
og sparkararnir hafi séð of vel þær
skuggahliðar sem lögreglustjórinn
í Reykjavík talar um að við vUjum
ekki vita af?“
Ég spyr hins vegar: Getur verið
að hntfamenn og sparkarar í mið-
borg Reykjavíkur og annars staðar
í heiminum séu þegar á aUt er Utið
bara mótmælendur, t.d. kerfisins?
Sá sem ók í leigubUnum um borg
og bý með brugðinn hntf við háls
bílstjórans í þeim tilgangi að leita
að eiturlyfjum - að hann sé bara
að mótmæla kerfinu; sköttum, há-
vaxtatefnu, skertum fiskkvóta eða
dýrum landbúnaðarvörum?
Ég er á móti þessu öUu. - Og hver
ekki á móti kerfmu í sjálfu sér? Ég
leyfi mér þó ekki að ráðast á sam-
borgarana á götum úti - ekki einu
sinni á þingmenn eða ráðherra,
sem eiga þó heilmikla sök á hvern-
ig komið er, bara í þessu þjóðfé-
lagi. - Eða getum við sagt sem svo:
mótmælendur á öUu landinu sam-
einumst ttf aðgeröa gegn þjóðfélag-
inu, samborgurunum? - Auðvitað
eru hér á ferðinni misindismenn,
eða öllu heldur misindismenn að
mótmæla. Þá á að taka úr umferð,
af því að þeir eru misindismenn.
Svo mörg eru þau orð.
Tenqslin við EB
H.Þ. hringdi:
Mér er farið að fmnast undarlegt
hve mikla áherslu sumir ráöherrar
leggja á að við höldum áfram viðræð-
um með þessum EFTA-ríkjum við
blokkina sem myndar Evrópubanda-
lagið. - Eftir því sem mér skUst eiga
tengsUn miUi þessara bandalaga að
verða miklu nánari en hingað til
hefur verið látið í veðri vaka.
Mér sýnist reyndar að viðræður
séu komnar miklu lengra áleiðis en
gefið er upp opinberlega og nú eigi
að knýja fram aðrar og þrengri
áherslur vegna framhaldsviöræðna.
Það er ekki furða þótt mönnum sé
heitt í hamsi hér á landi vegna máls-
ins, því mikið getur verið í húfi fyrir
okkur sem þjóð, ef við höldum ekki
öllum endum lausum, a.m.k. eitt-
hvað fram á næsta ár.
Það er ekki síst þetta yfirþjóðlega
vald sem Utið virðist mega ræða og
menn fara undan í flæmingi, þegar
spurt er um, hversu mikið og hve
víðtækt það vald muni verða. - Ég
skora á aUa þjóðholla íslendinga,
ekki síst þingmenn okkar að fylgjast
með hverju skrefl sem stigið er í
þessum viðræðum. Ég treysti ekki
aUtof vel á að alUr séu nægUega vark-
árir, ekki síst ef talað er með fagurg-
ala um sérstöðu okkar í skálaræðum
og í matarboðum, sem ekki mun
vanta í tengslum við þessar viðam-
iklu umræður.
(
\
NÆRFOT -100% ULL AF MERINO-FE
FYRIR ALLA FIÖLSKYLDUNA
HVERS VEGNA ER NÁTTÚRULÆKNINGABÚÐIN AÐ FLYTJA INN ULLARVÖRUR?
Er íslenska ullin ekki nógu góð? Jú íslenska ullin er frábær, en hún hefur einn ókost
fyrir okkur sem erum aö veslast upp í siömenningunni. Hún er í grófara lagi
og viö sem erum meö óróöúr uppi um þaö aö allir eigi aö vernda húðina og líkamann
fyrir kulda heyrum þau svör aö hún stingi. Við í NáttúrulækningabúÖinni höfum þá skoöun aö allir þeir sem unna
útiveru skuli eiga góð ullarnærföt. Því viljum við bjóöa landsmönnum öllum, kornabörnum, börnum og fólki á öllum
aldrl, ullarnærföt úr merinoull sem er fíngeröari og mýkri en nokkur önnur fjárull.
Merlnoull fyrlr: UngbamiÖ í kerru og vagni, barnið í leik og útiveru, skíðafólk, göngufólk, hestafólk, rjúpna-
veiðimenn, sjómenn, iðnaðarmenn og alla þá sem starfa sinna vegna þurfa að vinna í
kulda og vosbúð.
Það er hverjum nauösyn aö kunna og geta klætt sig réttum fatnaöi. Stundum bómull, atundum ailki og atundum ull.
KVENFATNAÐUR
í ÚRVAU - GOTT VERÐ
Jólakort með þinni eigin mynd.
Verð frá kr. 45. Pantið tímanlega.
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 - REYKJAVIK - SIMI 685811
1111111 ■■■■■!■ 11 i 1 ■ 1111 MTTfm