Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Page 14
14
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JONAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JONSSON
Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 )27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF., ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
íslandsmet í gjaldþrotum
Á því ári, sem senn er á enda, hafa fleiri fyrirtæki
og einstaklingar veriö lýstir gjaldþrota en áöur hefur
þekkst. Fjöldinn skiptir þúsundum og á Reykjavíkur-
svæöinu einu hafa sjö hundruö fyrirtæki verið tekin til
gjaldþrotaskipta. Skuldir þessara fyrirtækja námu
nærri tíu milljörðum króna og minnst af þeim fæst
greitt úr þrotabúunum.
Allir sjá hvílíkt reiöarslag þessi gjaldþrot eru fyrir
atvinnulífiö. Ekki er nóg meö aö eigendur tapi eignum
sínum, heldur hafa gjaldþrot keðjuverkanir vegna þess
að stærstu töpin eru kannske þeirra sem ekki fá skuld-
ir greiddar og rísa ekki undir því tekjutapi. Eitt gjald-
þrot leiðir af ööru. Starfsmenn missa vinnu og standa
uppi atvinnulausir meö börn og buru. Þjónusta leggst
niður og ýmis hhöarstarfsemi missir viðskipti. Hring-
ekja tekna og gjalda, framleiðslu og atvinnu, arðs og
eyðslu fer úr skorðum og afleiðingarnar eru samdráttur
og kreppa.
Því hefur stundum verið haldið fram að atvinnulíf á
íslandi sé að mörgu leyti reist á brauðfótum. Lengi vel
fleytti verðbólgan fyrirtækjunum áfram meðan skuldu-
nautar gátu látið verðbólguna éta upp skuldir sínar og
eyða þeim út. Eipnig hefur hið opinbera verið óspart á
styrki og lán með neikvæðum vöxtum og dulbúið at-
vinnuleysið með þeim hætti. Arðsemi margra fyrir-
tækja hér á landi hefur verið lítil sem engin í skjóh
opinberrar verndar og með því að hfa á veltunni.
Sú þensla, sem hér ríkti í fuhri atvinnu og hahabú-
skap ríkisins, skapaði óeðlhegt ástand á vinnumarkaðn-
um, launaskrið og kaupmátt langt umfram þjóðartekj-
ur. Fyrirtækin stóðu ekki undir kaupkröfum og þegar
við bættist fjármagnskostnaður, sem bundinn var vísi-
tölum og verðbólgu, var sýnt að hveiju stefndi. Stjórn-
völd hjálpuðu ekki til með rangri skráningu gengis og
varla er blöðum um það að fletta að fastgengisstefnan
var óðs manns æði meðan ekki var hafður hemih á
verðbólgunni innanlands.
íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur gengið í gegn-
um mikinn hreinsunareld á þessu ári. Þótt það sé kald-
hæðnislega sagt, þá hefur sú grisjun að ýmsu leyti ver-
ið óhjákvæmheg og nauðsynleg. Sá rekstur heltist úr
lestinni sem ekki getur borið sig. Erfiðleikarnir knýja
forsvarsmenn atvinnuhfsins th endurhæfingar, upp-
stokkunar og jafnvel sameiningar. Sameiningfyrirtækja
í tengdum viðskiptum hefur verið nokkuð algeng og
hefur yfirleitt skhað góðum árangri.
Um leið má með sanni segja að fjöldamörg fyrirtæki
hafi verið knúin th gjaldþrotaskipta á röngum eða
ósanngjörnum forsendum, þar sem forsvarsmenn þeirra
hafa skyndheg-staðið ffammi fyrir vanda sem að htlu
leyti var þeim sjáífum að kenna. Má þar nefna vaxta-
stefhu, sem ekki var séð fyrir, hrun á mörkuðum eða
þetta hvort tveggja, eins og loðdýrabændur hafa mátt
þola. Sá atvinnurekstur hefur það sér th afsökunar að
bændur voru beinhnis hvattir th breyttra búskapar-
hátta af stjómvöldum. Þeim var att á foraðið.
Því miður em engar líkur á því að þessum hmna-
dansi sé lokið. En vonandi er það versta afstaðið. Menn
em ahavega reynslunni ríkari. Gjaldþrot em rothögg.
Þau segja það eitt að menn missa aleiguna. Við sjáum
afleiðingarnar í hnípnu samfélagi og bjargarlausum ein-
stakhngum. Ef við stöndum af okkur þessa hrinu getur
risið úr öskustónni hehbrigðara og traustara atvinnulíf.
Ehert B. Schram
Allt frá stríöslokum 1945 hefur
heimurinn skipst í tvær andstæðar
fylkingar, með eða móti öðru hvoru
risaveldanna tveggja, og þetta hef-
ur að miklu leyti létt þeirri þörf af
hveiju einstöðu ríki að hafa sjálf-
stæða utanríkisstefnu í öðru en því
með hvoru risaveldinu skyldi stað-
ið.
Meðan stríðshætta var talin vofa
yfir var skiptingin algjör og af-
dráttarlaus: sá sem er ekki með
mér er á móti mér. Svokölluð hlut-
laus ríki voru htin homauga og
tortryggð af báðum. Ríki eins og
Svíþjóð eða Júgóslavía lágu undir
ásökunum um svik, hvort við sinn
málstað. Á hðnum áratugum og
aht fram á síðustu ár hefur þetta
einfaldað heimsmynd almennings
úr öllu hófi.
Allur ágreiningur, hversu stað-
hundinn sem hann var í eðh sínu,
svo sem borgarastríð og þjóð- Á fundinum á Möltu voru þeir Bush og Gorbatsjov sammmála um að
flokkarígur í Afriku, var skil- sameining Þýskalands væri ekki á dagskrá.
Um svart,
hvítt og grátt
greindur í afdráttarlausum and-
stæðum kommúnisma og kapítal-
isma, góðs og ihs. Risaveldin fyrir
sitt leyti gerðu staðbundin átök um
ahan heim að styrkleikaprófi sín á
mihi, th dæmis í Nicaragua og
Angóla. Þessi smástríð um ahan
heim viðhéldu.síðan spennunni og
firringunni mhh risaveldanna og
styrktu skiptingu heimsins í
tvennt.
Meðan risaveldin bundu heiður
sinn og hagsmuni við baráttu skjól-
stæðinga sinna, hvort sem var í
Eþíópíu, Kambódíu, Afganistan
eða E1 Salvador, urðu fylgiríki
þeirra að taka afstöðu hvert með
sínu risaveldi. Stuðningur risa-
veldanna gerði flest þessara stríða
möguleg, án þess stuðnings væru
þau annað hvort útkljáð fyrir löngu
eða hefðu aldrei hafist. Þessari
skiptingu heimsins fylgdi viss stöð-
ugleiki, alhr vissu hvar þeir stóðu.
Hlutlausu ríkin svoköhuðu höfðu
líka sitt gagn af þessari skiptingu,
þau gátu leitað eftir sem hag-
kvæmustu samningum við aðra
blökkina með samninga við hina í
bakhöndinni. Nú er þessi þæghega
skipting í svart, hvítt og grátt end-
anlega að ghðna og við blasir að
veröldin er miklu flóknari og tor-
skhdari en hún var í þá gömlu góðu
daga fyrir fáeinum árum.
Forn fjandskapur
Sú gjörbreyting sem orðin er í
samskiptum risaveldanna leiðir til
þess að einstök ríki heims þurfa að
fara að velja og hafna í utanríkis-
stefnu sinni. Það þarf ekki endilega
að tákna að friðvænlegra verði ahs
staðar í heiminum. Margs konar
mihiríkjadehur og fom fjandskap-
ur hefur legið í láginni mihi ríkja,
sem nátengd voru annarri hvorri
blökkinni, meðan forysta risaveld-
anna var algjör.
Því fer th dæmis fjarri að sá gamh
fjandskapur þjóðanna á Balkan-
skaga, sem hleypti fyrri heims-
styrjöldinni af staö, hafi verið
útídjáður. Mörg þeirra hundrað
þjóðabrota sem eru innan Sovét-
ríkjanna hugsa sér lika th hreyf-
ings. Eftir því sem utanaðkomandi
ógnun minnkar eykst hættan á
innri upplausn.
Þetta hefur þegar sést innan Sov-
étríkjanna, í Armeníu, Azerbajdz-
han og Georgíu. Það er heldur eng-
in vinátta mihi Grikkja og Tyrkja
þótt bæði ríkin séu í Nato. Né held-
ur er við því að búast aö hætti að
krauma í þeim suöupotti sem Mið-
austurlönd em þótt rígur risaveld-
anna um ítök þar minnki. Þvert á
móti hafa menn vaxandi áhyggjur
af spennu mihi ríkjanna við Persa-
flóa.
Þaö er vel hugsanlegt að bætt
samskipti risaveldanna og minnk-
KjaUarinn
Gunnar Eyþórsson
fréttamaður
andi hemaðarleg yfirdrottnun leiði
einstök ríki út í ævintýramennsku
og yfirgang gagnvart nágrönnum
sínum. Þetta er alveg aðskihð því
sem er á seyði í Austur-Evrópu en
sú ólga sem fyrirsjáanleg er í þeim
ríkjum á næstimni gæti vel leitt th
nýrrar tegundar af spennu í Evr-
ópu sem risaveldin tvö hafa lítil
áhrif á.
Hagsmunir og Malta
Fyrir nokkrum mánuöum gengu
menn út frá því sem vísu að risa-
veldin tvö drottnuðu yfir heimin-
um. En atburðirnir í Evrópu komu
þeim jafnmikið og öðrum í opna
skjöldu. Bush Bandaríkjaforseti sá
ekki frekar en aðrir hvað var að
gerast og hafði lítið sem ekkert th
þeirra mála að leggja. Gorbatsjov
lét þessa hluti gerast eða ýtti undir
þróunina án þess að hafa nokkra
stjóm á henni.
Hitt er svo annað mál að þetta
hefði aldrei getað gerst ef risaveld-
in tvö hefðu ekki undirbúið jarö-
veginn. Það sem gerst hefur er að
þau hafa þróast frá því að standa
grá fyrir jámum andspænis hvort
öðru yfir í það að vinna að sameig-
inlegum hagsmunum.
Það em hagsmunir Sovétríkj-
anna að vinna að sem nánustu
tengslum við vestræn ríki. Þeir
hagsmunir em meiri en hagur
þeirra .af því að viðlialda heims-
veldi sínu í Austur-Evrópu. Svo
hlýtur aö vera, annars hefði Gor-
batsjov barið byltinguna þar niður.
Þaö era hagsmunir vestrænna
ríkja að breytingamar í Sovétríkj-
unum og Austur-Evrópu gangi sem
friðsamlegast fyrir sig og valdi sem
minnstri ólgu og röskun, annars
hefði Bush ekki lýst yfir fullum
stuðningi við perestrojku Gor-
batsjovs og gefið fyrirheit um að
binda enda á efnahagslegar refsiað-
gerðir gegn Sovétríkjunum á fund-
inum á Möltu.
Þaö er í þágu jafnvægis og skipu-
legrar þróunar að breytingarnar
verði ekki svo örar að enginn hafi
stjóm á þeim. Þess vegna vom
Bush og Gorbatsjov sammála um
það á Möltu að sameining Þýska-
lands sé ekki á dagskrá og sam-
þykkt Helsinki-ráðstefnunnar frá
1975 um óbreytt landamæri í Evr-
ópu sé í ghdi.
Það era hagsmunir beggja að
draga úr útgjöldum til hermála,
þess vegna á að undirrita víðtæka
afvopnunarsáttmála á næsta ári.
Risaveldin geta sem sé komið sér
saman um hagsmunamál sín en
þau hafa ekki sömu stjórn á skjól-
stæðingum sínum og áður var.
Skjólstæðingar
Þaö eru óstýrilátir skjólstæðing-
ar risaveldanna sem ógna friðinum
núna, ekki risaveldin sjálf. Dauða-
sveitir hægri manna í E1 Salvador
eru stuöningsmönnum sínum í
Washington th lítillar sæmdar og
ekki er það málstað Sovétríkjanna
th framdráttar á alþjóðavettvangi
að styrkja blóðuga ógnarstjóm
Mengistus í Eþíópíu.
í áranna rás hafa bæði risaveldin
komið sér upp shkum skjólstæð-
ingum aht frá Kambódíu th Guate-
mala sem þau hafa nú orðiö htía
stjóm á. Risaveldin hafa heldur
ekki nema takmarkaða stjóm á
írökum, Sýrlendingum eða Israels-
mönnum.
Minnkandi ítök risaveldanna
hafa aftur ef th vih þau áhrif að
stríð af þessu tagi verða leyst á
þeim forsendum sem fyrir era í
herju tilviki án þess að taka stöð-
ugt mið af raunverulegum eöa
ímynduðum hagsmunum risaveld-
anna. Hitt má ljóst vera að batn-
andi sambúð risaveldanna leysir
ekki allan vanda. Heimurinn hefur
aldrei verið svartur og hvitur. Nú
þegar þessar andstæður era að
dofna má búast við að aht htrófiö
þar á mihi, sem alltaf hefur verið
th staðar, komi glöggt 1 ljós.
Gunnar Eyþórsson
„Sú gjörbreyting sem orðin er 1 sam-
skiptum risaveldanna leiðir til þess að
einstök ríki heims þurfa að fara að
velja og hafna 1 utanríkisstefnu sinni.“