Dagblaðið Vísir - DV - 08.12.1989, Síða 17
FÖSTUDAGUR 8. DESEMBER 1989.
33
- .
elaginu ösp var í gær útnefnd íþróttamaður
i. Sigrún er 19 ára gömul og varö fimmfaldur
árinu, einnig fimmfaldur Norðurlandameistari,
>ínum flokki. Sigrúnu var afhentur glæsilegur
ærdag. DV-mynd S
Golfklúbbur Akureyrar:
Tvö golfmót
um helgina
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Kylflngar á Akureyri láta mikið að sér
kveða þessa dagana í veðurbliðunni fyrir
norðan og nú hefur verið ákveðið að halda
tvö mót á Jaðarsvelh um helgina.
Mótin verða styrkt af Coca Cola og heita
Jóla Coca Cola mótin. Bæði verða þau 18
holur og verða veitt verðlaun fyrir efstu
sætin og einnig fjöldi aukaverðlauna.
Ef veður breytist ekki fram að helginni
mun verða reynt að leika á sumarflötum
að verulegu leyti. Mótin hefjast á laugar-
dag og sunnudag kl. ll og er skorað á fé-
laga klúbbsins að fjölmenna.
Fram sigraði
Framarar eru með flmm stiga forystu í
2. deild karla í handknattleik eftir sigur á
B-liði Vals, 26-21, í Laugardalshöllinni í
gærkvöldi. Fram hefur nú hlotið 15 stig
eftir 8 leiki en næst koma Haukar með 10
stig eftir 7 leiki, Þór og B-lið FH með 8
stig eftir 7 leiki og B-lið Vals með 8 stig
eftir 8 leiki.
í 3. deild féll niður leikur Víkings B og
Hveragerðis þar sem dómarar mættu ekki,
og síðan fékk Reynir úr Sandgerði sín
fyrstu stig með því að sigra B-lið Armanns
í Hölhnni, 23-28.
-VS
Fellibylurinn
leikur gegn
Davis á Islandi
- Heimsmeistarmn í snóker, Steve Davis, leikur gegn
Tveir af bestu snókerleikurum heimsins eru væntanlegir til íslands í
næsta mánuöi. Hér er um að ræða heimsmeistarann undaníarin þijú ár,
Steve Davis, og Alex Higgins, sem varð heimsmeistari 1972 og 1982. Þeir
kappar munu leika hér á landi í l. umferö Matchroom keppninnar sem
er eitt stærsta mótið ár hvert hjá snókermönnum.
a
Leikur þeirra Higgins, sem oft
hefur verið nefndur „feUibylurinn“
vegna þess hve hratt hann leikur,
og Davis fer fram hér á landi þann
31. janúar. Ekki hefur enn verið
ákveöið hvai- leikurinn fer fram en
leitað er að nægUega stóru húsi
fyrir hann. Aðstandendur leiksins
eru þeir Óskar Kristjánsson í bill-
iardbúðinni, Guðbjartur Jónsson
og Stöð 2. Steve Davis hefur tviveg-
is áður komiö tíl íslands en Higgins
aldrei. Aldrei hafa svo þekktir
kappar leikið alvöruleik hér á
landi. Þess má geta aö Higgins er
nýkominn úr 6 mánaða banni sem
hann hlaut fyrir að heUa úr bjór-
glasi yfir dómara en hann er núk-
U1 skapmaður og vinsæll meðal
áhorfenda. Davis er hæstlaunaði
íþróttamaðmBretlandseyja oghef-
ur þegar unniö sér inn yfir 300
milljónir króna á árinu. Þá má geta
þess aö fyrirspumir hafa borist frá
evrópskum sjónvarpsstöðvum sem
hyggjast sýna frá viðureigninni.
Þarf vart að taka það fram að um
verður að ræða langstærsta viö-
burð í snóker hér á landi hingað tfi.
-SK
i steve Davis, heimsmeistari i snóker, tii hægri og Alex Higgins.
Islandsmótið í blaki:
Efstu liðin
standa betur
- HK-ingar komnir í fjórða sæti
Það var töluvert um að vera hjá
blakmönnum á miðvikudag. Fiórir
leikir voru háðir, tveir í Digranesi
og tveir í Hagaskóla.
ÍS-Þróttur 3-0
Kvenna- og karlaUð þessara erki-
fjenda mættust í Hagaskólanum og
lyktaði báðum viðureignum á sama
veg. Sigur Stúdína var aldrei í hættu
(15-10,15-10,15-9) enda við hálfgert
varahð Þróttar að etja. Bergrós Guð-
mundsdóttir, uppspilari ÍS, er aftur
mætt til leiks eftir fjarveru vegna
meiðsla. Hún lék vel og hjá Þrótti
átti Sólveig Kjartansdóttir ágætan
leik.
Karlaleikurinn var öllu meira
spennandi og voru allar hrinur hníf-
jafnar lengst af og sú síðasta alveg
fram á hinsta stig, (15-12, 15-11,
17-16), og satt að segja voru Þróttarar
óttalegir klaufar að kreista ekki fram
sigur í neinni hrinu. Hjá Þrótti léku
félagarnir Leifur Harðarson og Ja-
son ívarsson oft vel saman en hjá ÍS
bar mest á Sigurði Þráinssyni, sem
reyndar fékk að sjá rautt spjald, og
Bjama Þórhallssyni.
HK-HSK 3-0
Það var allt annað að sjá til Laug-
vetninganna nú en þegar þeir næst-
um sigruðu ÍS um síðustu helgi. í hð-
ið vantaði Sigfinn Viggósson og
Andrés Guðmundsson, þeirra besti
maður, meiddist í þriðju hrinu og
varð að fara út af. HK-ingar léku hins
vegar ágætlega á köflum með Vigni
„Steirfa" Hlöðversson bestan ásamt
Karh Sigurðssyni. Fyrstu hrinurnar
voru tvísýnar, 15-13 og 16-14, en sú
þriðja var HK-ingum létt, 15-6.
HK-Víkingur 0-3
Um þennan leik er htið að segja. Sig-
urinn var Víkingum afskaplega auð-
veldur, 15-3,15-12,15-2, ogfáttgladdi
augað annað en stórgóðir vamar-
taktar Jónu Lindar Sævarsdóttur
sem lék vel í annars þokkalegu hði.
Staðan í deiidunum
Stöðuþyrstum lesendum er það að
segja að staðan efstu hða er óbreytt.
Helst em tíðindi af slagnum um
fjórða, sætið í karladeildinni, sem
HK-ingar verma nú eftir að hafa lagt
Laugvetninga að velh.
Staðan í 1 . deild karla
ÍS ....9 9 0 27 7 18
KA ....6 5 1 17-5 10
ÞrótturR ....7 3 4 13-16 6
HK ....6 2 4 10-13 4
HSK ....6 2 4 9-14 4
ÞrótturN ....8 2 6 11-20 4
Fram ....6 1 5 5-17 2
StaðanM. deiid kvenna
Víkingur ....6 6 0 18-4 12
Breiðablik ....6 5 1 16-5 10
ÍS ...8 5 3 20-12 10
KA ....6 4 2 14-8 8
ÞrótturN. .{.. ....8 2 6 10-21 4
ÞrótturR ....6 1 5 3-16 2
HK ....6 0 6 3-18 0
-gje
íþróttamaður ársins 1989
Nafn íþróttamanns: íþróttagrein:
1._____________________________________
2. w___________________________________
3. ____________________________________
4. ____________________________________
5.
Nafn:_____________________________________ Sími: _____
Heimilisfang:_______________________________________________
Sendið til: íþróttamaður ársins - DV - Þverholti 11-105 Reykjavík.
Heimsmeistarakeppnln 1 knattspymu:
Englendingar
í efsta flokki
- dregið 1 riðla
Framkvæmdanefnd heimsmeist-
arakeppninnar í knattspymu ákvað
á fundi í gær að England og Belgía
yrðu í fyrsta styrkleikaflokki þegar
dregið yrði í riðla lokakeppninnar á
laugardaginn. Þriðja þjóðin sem kom
th greina, Spánn, verður að sætta sig
við að vera í öðmm flokki.
Um leiö var frá því gengið að Eng-
lendingar myndu leika aha leiki sína
í riðlakeppninni í Caghari á eynni
Sardiníu, en þar er betra en annars
staðar á ítahu að hafa stjóm á skríln-
um sem jafnan fýlgir enska landshð-
s inu.
Styrkleikaflokkamir fjórir eru sem
hér segir, en dregið verður eitt lið
úr hveijum flokki í hvem riðil:
1. flokkur: Argentína, ítaha, Brash-
ía, Vestur-Þýskaland, Belgía og Eng-
á laugardaginn
land.
2. flokkur: Kólombía, Umguay,
Hohand, Skotland, Sovétríkin og
Spánn.
3. flokkur: Austurríki, Tékkósló-
vakía, írland, Rúmenía, Svíþjóð og
Júgóslavía.
4. flokkur: Kamerún, Egyptaland,
Suður-Kórea, Sameinuðu fursta-
daemin, Costa Rica og Bandaríkin.
ítaha verður í A-riðh og leikur í
Róm, Argentína í B-riðh í Mflanó og
Napólí, Brasiha í C-riðli í Tórínó,
Vestur-Þýskaland í D-riðh í Mílanó,
Belgía í E-riðh í Verona og England
í F-riðh í Cagliari. Kólombía og Ur-
uguay verða ekki dregin í sömu riðla
og nágrannar þeirra frá Suður-
Ameríku, Brasilia og Argentína.
-VS