Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Qupperneq 23
FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989.
Vetrarsólstöður, stysti dagur ársins var í gær. Sólin rétt kíkti upp fyrir sjón-
deilarhringinn og svo er hún sigin. En það er ástæða til að gleðjast þar
sem frá og með deginum í dag tekur daginn að lengja og smám saman
hopar skammdegið um hænufet með degi hverjum. DV-mynd GVA
31
Fréttir
Norskir laxaútflytjendur kærðir fyrir Evrópuráðinu:
Sakaðir um að
selja langt undir
markaðsverði
Skoskir og írskir lcixeldisaðilar
hafa kært norska starfsbræður
sína fyrir Evrópuráðinu fyrir að
selja lax til EB-landanna langt und-
ir markaðsverði eða á svokölluðu
„dumping-verði“. Líkur þykja
benda til að Evrópuráðið láti fara
fram rannsókn vegna þessara
ásakana.
Norsk yfirvöld vísa ásökunum
þessum á bug. Sýnt þykir þó að
rannsókn á verðlagningu á norsk-
um laxi getur haft alvarlegar af-
leiðingar fyrir laxaútflutning
Norðmanna til EB-landanna þar
sem þeir yrðu mögulega að sæta
refsitolb yrðu þeir fundnir sekir
um „dumping-verð“.
Evrópubandalagið er aðalmark-
aðssvæði norskra laxaafurða. í
fyrra fluttu Norðmenn 50 þúsund
tonn til EB-landanna en í ár er
reiknað með að útflutningurinn
verði kominn í 70 þúsund tonn.
Norðmenn munu sjá fyrir helmingi
af neyslu lax í EB-löndunum. Þó
laxneysla hafi aukist mikið í EB-
löndunum hefur framboðið aukist
enn meira sem aftur hefur leitt til
verðfalls á laxi og vandræða laxeld-
isstöðva í kjölfarið.
Þó Norðmenn vísi ásökunum
skoskra og írskra laxeldisaðila á
bug eru þær btnar alvarlegum aug-
um. Þannig reyndi norsk sendi-
nefnd að hindra rannsókn á lax-
verðsmyndun á vegum Evrópur-
áðsins í síðustu viku en án árang-
urs.
Talsmaður norskra stjórnvalda
telur vafasamt að Norðmenn verði
fundnir sekir á grundvelli ásakana
Skota og íra en að óvíst sé um úr-
slit rannsóknar á vegum Evrópur-
áðsins. -NTB/hlh
Fjögur og hálft ár í fangelsi:
Fyrir nauðgun og líkamsárás
Hæstiréttur hefur dæmt mann í
íjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir
að hafa nauðgað og veitt konu alvar-
lega áverka á heimib hennar, í Þing-
holtunum í Reykjavík, í september
1988.
Konan hlaut alvarlega áverka
vegna árásarinnar og var í lífshættu.
Hún gekkst undir aðgerð strax og
hún kom á sjúkrahús. Sannað er að
maðurinn var valdur að áverkunum
og að hann kom fram vilja sínum.
Auk refsingarinnar er manninum
gert að greiða konunni 400 þúsund
krónur í miskabætur auk vaxta.
Dóminn kváðu upp hæstaréttar-
dómararnir Guðmundur Jónsson,
Guðrún Erlendsdóttir, Hrafn Braga-
son og Þór Vilhjálmsson og Gunnar
M. Guðmundsson, settur hæstarétt-
ardómari. sme
Dómur í nauðgunarmáli:
Tveggja ára
fangelsisdóm-
ur vegna
nauðgunar
Hæstiréttur hefur dæmt rúm-
lega tvítugan mann í tveggja ára
fangelsi fyrir nauðgunarbrot.
Maðurinn var fundinn sekur um
að hafa aðfaranótt föstudagsins
8. janúar 1988 nauðgað tæplega
þrítugri konu á heimbi hans í
Vestmannaeyjum.
Maðurinn játaði að hafa átt
mök við konuna.
í héraði var maðurinn dæmdur
í áiján mánaða fangelsi. Hæsti-
réttur þyngdi refsinguna um
hálft ár.
Þá var manninum gert að
greiða konunni 300 þúsund krón-
ur.
Guðmundur Jónsson, Bjarni
K. Bjarnason, Hrafn Bragason,
Þór VUhjálmsson og Gunnar M.
Guðmundsson kváðu upp dóm-
inn.
-sme
Landhelgisbrot:
Þrír skipstjórar
dæmdir í Hæstarétti
stað.
Annar skipstjóri var dæmdur til
að greiða 300 þúsund króna sekt eða
sæta varðhaldi í þrjá mánuði verði
sektin ekki greidd.
Þriðji skipstjórinn var dæmdur til
að greiða 180 þúsund króna sekt.
Verði sektin ekki greidd skal skip-
stjórinn sitja í varðhaldi í tvo mán-
uði.
-sme
Þrír skipstjórar, sem staðnir voru
að veiðum með ólögleg veiöarfæri,
hafa verið dæmdir í Hæstarétti. í öll-
um tilfellum reyndust möskvar í
botnvörpum skipa þeirra vera með
of htla möskva.
Sá skipstjóranna, sem hlaut
þyngsta dóminn, var dæmdur til að
greiða 450 þúsund króna sekt í ríkis-
sjóð. Verði sektin ekki greidd kemur
varðhald í ijóra mánuði í hennar
Selfossbær fagurlega skreyttur
Regína Thorarensen, DV, Selfossi:
Um síðustu helgi fór Selfossbær í
fallegan jólabúning. Ölfusárbrúin
var þá skreytt og þegar það hefur
verið gert þá fyrst er komin jólagleði
í hjörtu Selfyssinga. Brúin er tignar-
leg í ljósadýrðinni.
Verslanir eru fahegar, KÁ mikið
skreytt og mjög jólalegt í búðum síð-
an í byrjun desember. Óvenjumörg
jólatré við verslanir og ég hef ekki
séð bæinn meira skreyttan en nú.
Einnig var jólatré sett upp við Lands-
bankann um helgina, mjög hátt en
afar grannt og segja sumir að þetta
viti á mikla kreppu í sameiningu
bankanna. Alltaf áður hafa þarna
' verið bústin, há jólatré.
Stjómarandstaðan vill skýrslu um Samvinnubankakaupin:
Verður að fresta
kaupunum um sinn?
„Þess er óskað að bankamálaráð-
herra gangi ekki frá kaupunum fyrr
en hann hefur lagt fram þessa
skýrslu á Alþingi. Það væri mikil
vanvirða viö Alþingi ef þessari ósk
yrði hafnað," sagði Þorsteinn Páls-
son, formaður Sjálfstæðisflokksins,
en stjórnarandstaðan á þingi hefur
sameinast um skýrslubeiðni til við-
skiptaráðherra, Jón Sigurðssonar,
en hann er einnig ráðherra banka-
mála.
Ef fara á að ósk stjórnarandstöð-
unnár verður umræða á Alþingi um
máhð áður en gengið verður frá
kaupunum. Sú umræða gæti í fyrsta
lagi orðið í lok janúar.
I beiöninni er farið fram á upplýs-
ingar um kaupverð og kjör og um
leið skuldbindingar sem Landsbank-
in tæki á sig. Þá er farið fram á upp-
lýsingar um hlut hankaeftirhtsins.
„Það kaupverð, sem nefnt hefur
verið, þrefalt nafnverð Samvinnu-
bankans, er algerlega fráleitt og með
því væri verið að taka hundruð millj-
óna króna frá skattborgurunum og
gefa Sambandinu," sagði Þorsteinn.
-SMJ