Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 22.12.1989, Síða 24
32 FÖSTUDAGUR 22. DESEMBER 1989. Fréttir Akranes enn í myndinni hjá Tex-Stíl: Sérhæfða starfs- fólkið ástæðan Gardar Guöjónsson, DV, Akxanesi: „Ég á von á aö viö ákveðum þaö fljót- lega hvort af flutningum til Akraness verður. Ef til kæmi hygg ég að viö myndum fara varlega í sakirnar og hafa um 15 manns í vinnu til að byrja með," sagði Kristinn Sigtryggsson, stjórnarformaður í saumastofunni Tex-Stíl, í samtali við DV. Forráðamenn Tex-Stíls hafa átt í viðræðum við bæjaryfirvöld á Akra- nesi um hugsanlega þátttöku bæjar- ins í flutningum fyrirtækisins frá Reykjavík. Að sögn Gísla Gíslasonar bæjarstjóra hefur bærinn lýst sig reiðubúinn að leggja starfseminni til húsnæði í Henson-húsinu og láta leigu fara upp í hlutafé, að minnsta kosti í byrjun, Þó á eftir að ganga formlega frá kaupum bæjarins á húsinu en það komst í hendur Iðn- lánasjóðs á uppboði. „Meginástæða þess að við erum að hugsa um flutninga er sú að á Akra- nesi er sérhæfður vinnukraftur fyrir hendi en við höfum átt í erfiðleikum með að fá starfsfólk hér í Reykjavík, þrátt fyrir þetta slæma árferði," sagði Kristinn. Sambærilegar viðræður bæjaryfir- valda og Tex-Stíls fóru fram fyrr í haust en bærinn dró sig út úr þeim í september. Metfjölgun hjá Skagfirðingum - 17 konur þá skráðar á fæðingardeild sjúkrahússins Þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkróki: Svo virðist sem afleiðingar kaldrar veðráttu síðasta vor séu nú heldur betur að koma í ljós og það á skemmtilegan hátt. Á fæðingardeild Sjúkrahúss Skagfirðinga eru skráðar 17 konur í janúar næstkomandi. „Þetta er óvenjumikið, reyndar man ég eftir 11 konum héma inni á sama tíma 1980 en þá hafði einmitt verið einstaklega kalt vor árið á und- an. En þó þetta margar konur séu skráðar hjá okkur núna er ekki víst að fæðingar verði svona margar héma. Ef einhver vafi er, keisara- skurður eða annað slíkt, þá fæða konurnar á fæðingardeildum á Ak- ureyri eða í Reykjavík,“ sagði Fjóla Þorleifsdóttir, ljósmóðir á Sjúkra- húsi Skagfirðinga. Að sögn Fjólu era fæðingar á sjúkrahúsinu orönar tæplega 70 á þessu ári. í fyrra fæddust þar 65 börn og það virðist því hið sama uppi á teningnum í Skagafirði sem annars staðar á landinu að bameignum Qölgar. Þau eru orðin sjaldgæf á götum bæjarins, þessi gömlu, svörtu sendisveina- hjól. Pétur Pétursson,kaupmaður í Kjötbúri Péturs lét sérsmíða þetta glæsi- lega hjól fyrir sig í Danmörku og fékk það i sumar. Hann fer allra sinna ferða á hjólinu í vinnunni og líkar það betur en að þeysa um á bíl. DV-mynd Brynjar Gauti Ótrúlegt verö fyrir karfa: Karfinn fór á 205 krónui kílóið í Þýskalandi í gær Sæmilegt verð hefur fengist fyrir fisk að undanfómu í Englandi og hefur þorskur komist í 137,50 kr. kg og ýsa í 147,73 kr. kg. Þýskaland Aðeins tvö skip hafa selt í Þýska- landi þessa viku og hefur verðið ver- ið þokkalegt. Bv. Már seldi í Bremer- haven 14.-15.12. 1989 alls 200 tonn fyrir 18,8 millj. kr. Verð á þorski var 105,40 kr. kg, í aflanum vora rúm 4 tonn af þorski. Tæp 2 tonn af ýsu seldust á 133,39 kr. kg. Grálúða seld- ist á 110,96 kr. kg. Bv. Gnúpur seldi afla sinn í Brem- erhaven 18.12.1989 alls 153 lestir fyr- ir 15,497 millj. kr„ meðalverð 101,18 kr. kg. Lítið var í aflanum af þorski og ýsu og það litla sem var af þorski seldist á 114,79 kr. kg og smáslatti af ýsu seldist á 138,53 kr.kg. Rúm 500 kg af grálúðu seldust á 178,99 kr. kg, karfi seldist á 131,59 kr. kg og ufsi á 79,83 kr. kg. Bv. Sunnutindur seldi í Bremer- haven 19.12.1989 alls 153 lestir fyrir 17,427 millj. kr„ meðalverð 113,88 kr. kg. Þorskur 118,85 kr. kg, ýsa 147,79 kr. kg, grálúða 122,37 kr. kg, karfi 137,24 kr. kg og ufsi 72,59 kr. kg. Seldur var afli úr tveim gámum fimmtudaginn 21.12.1989. Meðalverð á karfa var 145 kr. kg en fór upp í 205 kr. kg. Aöeins var um tvo gáma að ræöa frá Miðnesi hf. Hollendingar og EB Takmarkanir era famar að hafa áhrif, segir sjávarútvegsráðherra Hollands. Flotinn hefur tekið sig á og mun að mestu fylgja þeim reglum sem settar hafa verið af EB hvað kvóta varðar. Mjög fljótlega fara tíu hollenskir bátar til Suður-Ameríku og hafa þeir samflot í gegnum Panamaskurðinn og síðan til veiða við Suður-Ameríku. Þetta lætur nærri að sé fjórðungur þess flota sem ákveðið var að taka úr umferð árið 1990. Samkvæmt reglum EB greiðir sam- eiginlegur sjóður fyrir þau skip sem hætta þarf að gera út. Hollenski fiski- skipaflotinn er alls með 170.000 hest- öfl og er gert ráð fyrir að minnka hann að minnsta kosti um 50.000 hestöfl á næsta ári. Gert er ráð fyrir frekari niðurskurði og verði alls um 70.000 hestöfl aö ræða. Úthaldsdagar Skammtaður verður úthaldstími skipa eftir hestaflafjölda. Þau skip, sem eru með 600 hestöfl og meira, fá að veiða í 154 daga á ári en þau skip, sem era með minna en 600 hestöfl, fá 134 daga á ári. Öll ákvæði varðandi fiskveiðiflot- ann eiga að vera til fyrir áramótin 1991-92. Áhrif þessara ákvarðana fyrir flotann era þau að árið 1988 var afkoman góð en í ár er fyrirsjáanlegt tap á honum og eru menn heldur daprir yfir þessum ákvörðunum. Fiskmarkaðir Ingólfur Stefánsson Nú era aðeins 12 frystiskip gerð út frá Hollandi en voru orðin 35 þeg- ar þau vora flest. Þróunin hefur ver- ið sú aö skipin hafa stækkað og þeim fækkað. Tvö stærstu skipin, Koronel Violijk FZN og Fransiska, era 390 fet að lengd. Eitt skip hefur verið við Falklandseyjar að fiska, tvö við Mar- okkó og önnur dreifð. Perú Verkfall fiskimanna hófst í lok september, rétt tveimur vikum eftir að aflétt var veiðibanni á ancovata og pilcard. Talið er að verkfallið muni kosti í minnkandi framleiðslu 1,5 millj. doll- ara á dag. Fiskimenn í Paitahöfn, sem er í Norður-Perú, afléttu verk- falli 10. október en allir aðrir sjó- menn halda verkfallinu áfram. Deil- an snýst um skiptareglur og verð. í fyrsta lagi hafa útgerðarmenn nýrra skipa viljað fá að draga frá 25% af brúttóverðmæti til að leggja í sjóð til kaupa á nýjum skipum. Sjómenn- imir segja aftur á móti að ástæðu- laust sé hjá útgerðarmönnum að krefjast þessa, því skipin afli mun meira en verr búin skip og meiri vinna sé á þessum stóra skipum en áður var á minni skipunum. í öðru lagi krefjast þeir hærra verðs fyrir aflann. Verksmiðjan Pesca Peru, sem er ríkisverksmiðja, greiðir mun hærra verð fyrir aflann en verk- smiðjur sem reknar eru af einstakl- ingum. Um þetta hefur staðið stríð allan þennan tíma. Nýr sjávarút- vegsráðherra tók við störfum í sept- ember, Juan Rebaza að nafni. Juan Rebaza var stjómarformaður Sudra- peska. Hann var formaður Pesca Pera þangað til hann varð sjávarút- vegsráðherra, eins og fyrr segir. Alls höfðu veiðst á fyrrihluta þessa árs 4,8 millj. tonna og var verðmæti þess afla 257 millj. dollara. Árið 1988 var á sama tíma búið að veiða 3,5 millj. tonna að verðmæti 159,7 millj. doll- ara. Úr verkföllum fór að draga upp úr miðjum nóvember en búist er við að þau skelli á aftur eftir áramótin. Búist er viö að heildarveiði verði um 6,4 millj. tonna. Sá samdráttur, sem oröið hefur í veiðunum, gæti orðið til þess að verð á mjöli hækkaði. Eins er ekki ólíklegt að lýsi hækki einnig. Bv. Stapavík seldi 1 Grimsby 18.12. ’89 Sundurliðun eftirtegundum: Selt magn kg Verðíerl. mynt Meðalv. pr. kg. Söluv. ísl. kr. Kr. pr. kg Þorskur 17.950,00 24.050,00 1,34 2.375.081,80 132,32 Ýsa 19.690,00 23.542,00 1,20 2.324.913,75 118,08 Koli 1.445,00 2.218,00 1,53 219.040,81 151,59 Blandað 477,00 2.116,00 4,44 208.967,70 438.09 Samtals 39.562,00 51.926,00 1,31 5.128.004,06 129,62

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.