Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 3 dv____________________________________________________________________________Fréttir TTlraitnin til hófsamlegra kjarasammnga: Hækki opinber þjónusta þá er tilrauninni lokið - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambandsins „Þær tilraunir, sem standa yfir um að ná frairi hófsamlegum kjarasamn- ingum, með lækkun vaxta og að halda verðlagi niðri, eru búnar að vera ef ríkisstjómin leyfir hækkanir á opinberri þjónustu á næstunni. Ég tel að á næstu þremur vikum muni fást úr því skorið hvort þessi tilraun tekst eða ekki,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannasambandsins, í samtali við DV. í morgun tóku samningamenn verkalýðshreyfingarinnar og vinnu- veitenda aftur upp þráðinn og héldu með sér fund í húsakynnum Vinnu- málasambandsins í nýja Sambands- húsinu. Það er því ljóst að málið stendur ekki síst upp á ríkisstjómina. Samn- ingamönnum aðila vinnumarkaðar- ins þykir sem viðbrögð sumra ráð- herra séu langt í frá aö vera nógu jákvæð við að styðja þá tilraun til hófsamra kjarasamninga sem unnið hefur verið að um nokkurt skeið. Aðilar vinnumarkaðarins leggja mikla áherslu á lækkun vaxta og að verðlag haldist óbreytt á matvælum og opinberri þjónustu. Forráðamenn fiskvinnslunnar hafa lýst því yfir í þessum samningaviðræðum að þeir muni ekki fara fram á meira gengis- sig á næstunni. Þar í em þó tveir miklir óvissu- þættir. Annars vegar eru afdrif loðnuvertíðar, sem hefur mikið að segja, og hins vegar olíuverðshækk- un sem virðist blasa við. Bregðist loðnuvertíð og hækki olía umtalsvert er hætt við að þessar samningatil- raunir, sem unnið er að, mistakist. í samningaviöræðunum að undan- fornu er gert ráð fyrir mjög litlum eða engum beinum kauphækkunum. Þess í stað vilja aöilar ná fram kjara- bótum með skattalækkunum á al- menning. Þar hefur verið rætt um skattþrepstilfæringar sem kæmu hinum almenna launamanni til góða. Sú leið mætir nokkurri andstöðu innan ríkisstjórnarinnar, einkum hjá fjármálaráðherra, samkvæmt heimildum ÐV. Allir þeir aðilar Lukkutríó: Höfum reynt en ekki fengið - segir Birgir Ómarsson „Við höfum reynt að fá að hafa miða í lægsta vinning en fengið skýr svör um að það komi ekki til greina. Við höfum DV sem lægsta vinning, það hentar ágætlega þar sem blaðið kostar það sama alls staðar á landinu og verðlagið er stöðugt. Áður höfðum við reynt gosdrykki en þeir hækka svo mfidð í verði og eins er verðlagn- ingin misöfn eftir því hvar á landinu það er selt,“ sagði Birgir Ómarsson hjá Lukkutríó. Birgir segist viss um að þeir tapi sölu sem Happaþrenna Háskólans hafi. Hann segir að þar sem Happ- drætti Háskólans hafi einkaleyfi á peningahappdrætti seljist margir miðar þegar fólk fái lægstu vinninga. Fólk kaupi sér miða fyrir 50,100 og 200 króna vinninga. Lukkutríóið hafi hins vegar ekki möguleika á að selja miða út á lægstu vinninga. „Ég vil ekki vera setja út á embætt- ismennina í dómsmálaráðuneytinu en ég verð að segja að þeir standa sig ágætlega í að veija þetta einkaleyfi Happdrættis Háskólans." -sme vinnumarkaðarins, sem DV hefur ingar, sem nú er unnið að, takist innar. Þeir eru líka sammála um að brand á vinnumarkaði upp úr næstu rætt við, fullyrða að þeir kjarasamn- ekkinemameðatbeinaríkisstjórnar- mistakist tilraunin fari allt í bál og mánaðamótum. -S.dór STAÐGREÐSLA 1990 SKAnHLUTBmOG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRTÐT990 Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í för meö sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar # við útreikning staðgreiðslu. Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RlKISSKATTSTJÓRI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.