Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Fréttir Ágreiningur um gjaldskrárhækkanir orkusölufyrirtækja: Ráðherra staðf estir ekki hækkunina í Reykjavík „Ég beindi ákveðnum tilmælum til orkufyrirtækja í desember síðast- liðnum um að fresta hækkunum á gjaldskrá. Mörg þeirra hafa farið eft- ir því en Rafmagnsveita Reykjavíkur hefur, af einhverjum einkennilegum ástæðum, ákveðið að hækka sína gjaldskrá,“ sagði Jón Sigurðsson iðn- aðarráðherra í samtali við DV. „Ég hef ekki staðfest hækkunarbeiönina enn og vona að friður verði um að fresta henni fram í mánuðinn þegar betur verður séð hver framvinda væntanlegra kjarasamninga verð- ur.“ Ráðuneytið hefur óskað eftir nán- ari skýringum frá Rafmagnsveitu Reykjavíkur og verður hækkun á gjaldskrá þeirra ekki staðfest fyrr en að þeirri rannsókln lokinni. Hækk- unin tekur ekki gildi fyrr en ráðu- neytiö hefur staðfest hana. Fjöldi orkusölufyrirtækja hefur sótt um leyfi til hækkunar á gjald- skrá. Hækkunarbeiðnimar eru mis- jafnlega háar eða allt frá 1% og upp í 20-30% hækkun. Aðilar vinnu- markaöarins hafa farið þess á leit við fyrirtækin að þau fresti hækkunum þessum og hafa ílest þeirra orðið við því. Rafmagnsveita Reykjavíkur hyggst þó hækka gjaldskrá sína um 10% en Rafveita Hafnaríjarðar hins vegar frestaði hækkun. Landsvirkj- un hefur einnig frestað ákvörðun um hækkun á sínum töxtum. Hitaveita Suðumesja ætlar ekki að hækka sína taxta og ekki Hitaveita Reykjavíkur. Iðnaðarráðuneytið þarf að stað- festa hækkanir á gjaldskrám orku- sölufyrirtækja. Ráðuneytið getur því kannað ítarlega forsendur fyrir hækkun og krafist upplýsinga um fjárhagsáætlanir fyrirtækjanna. -Pá Seyðisfjörður: Borgarafundur vegna gjald- þrots Fisk- yinnslunnar Jóhann Jónsson, DV, Seyöisfiröi; Almennur borgarafundur um end- urreisn fiskvinnslufyrirtækis í Seyð- isfiröi var haldinn í síðustu viku í félagsheimilinu Herðubreið á vegum vinnunefndar bæjarstjómar Seyðis- fjarðar vegna hins alvarlega ástands sem skapast hefur í byggðarlaginu við gjaldþrot Fiskvinnslunnar hf. Kynntar vom hugmyndir nefndar- innar um lausn vandans sem í höfuð- dráttum felast í því aö stofnað veröi almenningshlutafélag, sem hefði það að markmiði að koma eignum þrota- búsins í rekstur ásamt því að tryggja hráefnisöflun með kaupum á tog- skipi. Fundurinn var vel sóttur og mættu þar á þriðja hundrað manns. Góð samstaða var og í lok fundarins var samþykkt ályktun þar sem fundur- inn lýsti einróma yfir stuðningi við hugmyndir nefndarinnar um stofn- un almenningshlutafélags, ásamt því aö vakin var athygli stjómvalda og hlutaöeigandi viðskipabanka á því alvarlega ástandi sem skapast hefur hér í atvinnumálum. Skipasmíöastöð Þorgeirs og Ellerts á Akranesi. DV-mynd Garðar Hafrannsóknaskipinu breytt á Akranesi: Uppsagnir að mestu dregnar til baka Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi; „Við skrifuðum undir samninginn fyrir áramót og eigum von á hafrann- sóknaskipinu Ama Friðrikssyni hingað í lok janúar. Þaö var auðvitað nauðsynlegt fyrir okkur að fá svona verkefni núna,“ sagði Jósef Þorgeirs- son, framkvæmdastjóri skipasmíða- stöðvar Þorgeirs og Ellerts á Akra- nesi, í samtali við DV. Stómm hluta starfsmanna Þ & E var sagt upp í lok nóvember, en aö sögn Jósefs hafa sumar uppsagnim- ar verið dregnar til baka og aðrar verða dregnar til baka á næstunni. Þó verða einhverjar uppsagnir látnar taka gildi. Breytingarnar á hafrannsókna- skipinu munu kosta um 58 milljónir króna og á skipið að vera tilbúiö í maí. Tex-Still flytur Akraness Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi; „Við höfum ákveðið að flytja starfsemina til Akraness og von- um að allt verði komið í fullan gang þar um mánaðamótin," sagði Kristinn Sigtryggsson, stjórnarmaður í saumastofunni Tex-Stíl í Reykjavík, í samtah við DV. Viðræður saumastofumanna og bæjaryfirvalda um þetta hafa staðið yfir í nokkum tíma. Sam- komulag þessara aðila felur í sér að bærinn leigir fyrirtækinu Henson-húsið sem nú fær vænt- anlega nýtt nafn. Leigan er áætl- uð um 120-140 þúsund krónur á mánuði og reiknast sem hluta- fjáreign bæjarins. Auk þess geng- ur aðstöðugjald þessa árs upp í hlutafé. Kristinn Sigtryggsson sagði við DV að starfsmenn yrðu 12-15 fyrst í stað en framtíðin yröi að leiða í ljós hvort svigrúm yrði til þess að fjölga þeim. Starfsmenn Tex-Stíls eru nú 16 talsins og verður þeim flestum sagt upp störfum vegna flutning- anna. í dag mælir Dagfari Guðfaðir stöðvarinnar Eins og Dagfari benti á í gær, fer ekki framhjá neinum manni að for- svarsmönnum Stöðvar tvö hefur tekist að fremja bankarán aldar- innar, ef miöað er við mat þeirra sjálfra á því hvað tejjast bankarán nú á dögum. Jón Óttar Ragnarsson er víðáttufróður og vel lesinn mað- ur og veit hvenær bankarán era framin þegar hann les um þau. Hann hefur líka skriíaö um þau lærðar greinar, eins og Dagfari rifi- aði upp í gær. Aö mati Jóns Óttars fór ekki á milli mála að lánveiting- ar Útvegsbankans gamla til Haf- skips vora ekkert annaö en fúll- komið bahkarán þess tima, þar sem innstæður erfiðisvinnuinanna voru þurrkaðar upp í bankanum af snjöllum bankaræningjum. En Jón Óttar gerir meira en að lesa um svona bankarán og segja frá þeim. Hann færir sér þessa þekkingu í nyt og nú hefur komið í ljós að Stöð tvö hefur haft út úr Verslunarbankanum rúmlega þær upphæðir sem Hafskipsmenn höfðu út úr Útvegsbankanaum. Jón Óttar er hins vegar betur innrættur en þeir Hafskipsmenn vegna þess að hann réðst ekki til atlögu við banka erfiðisvinnumannanna heldur banka kaupahéðnanna og verslunargróðamannanna og fé- fletti þá um nokkur hundrað millj- ónir, ef marka má hans eigin lýs- ingu á bankaránum. Jón Ottar er þess vegna nokkurs konar Hrói höttur okkar tíma sem rænir hina ríku og gefur hinum fátæku. Því hvað annað hefur Jón Óttar gert við þessa peninga heldur en ein- mitt glatt fátækar barnafjölskyldur með skemmtilegri dagskrá kvöld eftir kvöld? Allir vita að það þarf sérstaka afraglara til að horfa á Stöð tvö og hefur ekki verið vanþörf á aö koma sérstökum afraglurum á þá Versl- unarbankamenn til að þeir gætu fylgst með bankaráninu í beinni útsendingu. Það þarf bæði allsgáða og afraglaða menn til að láta ræna sig fyrir opnum tjöldum og af ásettu ráöi. Verslunarbankinn get- ur þó alténd huggað sig við það að peningamir, sem runnu út úr bankanum þegar bankarán aldar- innar var framið, gengu til góðra málefna. Þaö hlýtur til dæmis að vera Verslunarbankanum til stolts og gleði aö hafa þannig gert Stöð tvö kleift að senda út bláar myndir á nóttunum fyrir peningana sem fengust í Verslunarbankanum. Þaö era ekki nærri allir bankar og bankastjórar sem láta ræna sig á löglegan hátt og með glöðu geði til að almenningur geti horft á klám og bömin fengiö fínar bíómyndir af dönsku kynlífi fyrir nánast ekki neitt. Þessi þjóöþrifastarfsemi Verslun- arbankans er runnin undan riijum Höskuldar Ólafssonar bankastjóra. Stöð tvö hefur loksins upplýst að hann sé guðfaðir Stöövarinnar. Höskuldur er maðurinn sem lét Jón Óttar ræna bankann eins og Jón Óttar hafði lært af Hafskips- málinu í Útvegsbankanum. Hö- skuldur Ólafsson er þannig guð- faðir bláu myndanna. Það er ekki dónalegur dómur um farsælt starf sem bankastjóri í áratugi. Höskuld- ur getur með góðri samvisku farið á eftirlaun og látið Jón Óttar afr- ugla sig. Það getur að minnsta kosti enginn óraglaður maður staðið undir þessari óvæntu upphefð. Það er ruglaður maður sem sér ekki vitglóruna í þessu. Um tíma leit út fyrir að ríkis- stjórnin gengi í sérstaka ábyrgð fyrir viðbótarlánum handa Stöð- inni til að standa straum af bláu myndunum enda hagsmunamál allra góðra ríkisstjóma að þjóðin hafi það gott á kvöldin. Almannafé er ekki betur varið með öðrum hætti, enda þarf að fylgja öllum góðum bankaránum eftir með því að styrkja þá og eíla sem sýna þá djörfung og dug að ræna banka og koma sér upp guöföður sem sér um að ránið fari löglega fram. Þvi miður era ráðherrarnir svo raglaðir fyrir að ekki var hægt að afragla þá með nægjanlegum fyrir- vara, svo ekkert varð úr því að láta almenning ábyrgjast bláu mynd- imar hjá Stöð tvö. En tilraunih var af hinu góöa og endirinn virðist raunar ætla að verða sá að Versl- unarbankinn gengur í nýja ís- landsbankann og þar mun bankar- áninu veröa háldið áfram, öllum til blessunar og skemmtunar. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.