Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 5
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990.
5
Fréttir
Skilyrði í erfðaskrá sníða eiganda Vatnsendajarðarinnar þröngan stakk:
Arftaka óheimilt að selja
jörðina eða veðsetja hana
„Það hefur verið umræða um þetta
svona lauslega fram og til baka en
eins og málin standa á þessari stundu
finnst mér nyög ótrúlegt að ég taki
nokkum þátt í Stöð 2. Stöð 2 bland-
ast ekkert sölu á Vatnsendajörðinni
og það á enginn hjá Stöð 2 tilkall til
jarðarinnar. Ég skil ekki hvemig það
gat lent í fjölmiðlum. Það er eiginlega
út í hött að tengja okkur saman,“
sagði Magnús Hjaltested, fjárbóndi á
Vatnsenda, í samtah viö DV.
„Ég segi ekkert um málið og það
er ekkert um það að segja,“ sagði
Ólafur H. Jónsson, einn þriggja fyrr-
um aðaleigenda íslenska Sjónvarps-
félagsins, við DV.
Ólafur er mágur Magnúsar Hjalte-
sted, eiganda Vatnsendalandsins.
Samkvæmt heimildum blaðsins mun
Vatnsendalandið hafa komið inn í
mál Stöðvar 2 í tengslum við útvegun
þriggja fyrri aðaleigenda stöðvarinn-
ar á 150 milljón króna hlutafé í sam-
ræmi við samninga um hlutafjár-
aukningu frá því á gamlársdag.
Eins og nánar er rakið á öðram
stað í blaðinu hefur DV heimildir
fyrir því að fyrir áramótin hafi legið
fyrir starfssamningur Stöðvar 2 við
Magnús og konu hans.
Fasteignamat ekki til
Magnús sagði að öll Vatnsenda-
jörðin væri alls ekki til sölu. Hins hennar enjörðinmunalls verarúm-
vegar kæmi til greina að selja hluta lega 800 hektarar. Fasteignamat mun
Horft til Vatnsendalandsins. Það mun alls vera um 800 hektarar að stærð. Etliðavatn í forgrunni.
Kort af Vatnsendalandinu og nágrenni. Undir „Reykjavík" er Seljahverfi í
Breiðholti. Vatnsendalandið er á aöalskipulagi Kópavogskaupstaðar tit árs-
ins 2008 sem auglýst er um þessar mundir.
ekki vera til en að sögn Magnúsar
er ekki fjarri lagi að áætla að fast-
eignamat Vatnsenda geti hljóðað upp
á einn milljarð króna. Ef miðað væri
við hektaraverð Fífuhvammslands-
ins á núvirði væri verðmæti allrar
V atnsendaj arðarinnar mun meira en
einn milljarður.
Reykjavíkurborg hefur gert bind-
andi tilboð 1 hluta Vatnsendajarðar-
innar upp á um 200 milljónir. Eig-
andi jarðarinnar mun hafa frest til
fostudagsins S.janúar til að taka af-
stöðu til tilboðsins. Um er að ræða
rúmlega 300 hektara lands en þar af
em rúmir 100 hektarar byggingar-
land. Hjá Reykjavíkurborg mun vera
gert ráð fyrir um 15 þúsund manna
byggð við Vatnsenda.
Skipulag til 2008
Kópavogskaupstaður hefur for-
kaupsrétt að Vatnsendalandinu en
það er inni á aðalskipulagi Kópa-
vogskaupstaðar til ársins 2008.
Skipulagið er til auglýsingar og hefur
því ekki verið samþykkt af félags-
málaráðherra. Samkvæmt skipulag-
inu er gert ráð fyrir stórum íbúða-
svæöum á Vatnsendalandinu, land-
búnaðarsvæðum við Vatnsendabýl-
ið, útivistarsvæðum og svæði fyrir
verslun, þjónustu og iðnað. Þar sem
Kópavogskaupstaður hefur for-
kaupsrétt að Vatnsendalandinu get-
ur kaupstaðurinn gengið inn í kaup-
in gangi eigandi að kauptilboði
Reykjavíkurborgar.
Þrír hæstaréttardómar
Magnús er í dag eini eigandi Vatns-
endajarðarinnar. Það gekk ekki þegj-
andi og hljóðalaust fyrir hann að fá
eignarhald á jörðinni. Til þess þurfti
fógetaúrskurði og þrjá hæstaréttar-
dóma í lok sjöunda áratugarins. En
það er ekki nóg með aö ffæstaréttar-
dómarnir kveði skýrt á um eignar-
rétt Magnúsar á Vatnsendajörðinni
heldur em ákvæði í fógetaúrskurði,
staðfestum með hæstaréttardómi,
sem draga í efa rétt hans til að selja
eöa veðsetja eignina í dag.
Forsaga málsins er sú að faðir
Magnúsar, Sigurður Lárusson
Hjaltested, bjó á jörðinni ásamt konu
sinni, Margréti G. Hjaltested, þar til
hann lést í nóvember 1967. Áður en
Sigurður kvæntist Margréti átti
hann þrjú börn og var Magnús Hjalt-
ested þeirra elstur. Með Margréti
átti Sigurður síðan þrjú önnur böm.
Við andlát Sigurðar risu upp deilur
um skipti búsins. Afi Magnúsar,
Magnús Einarsson Hjaltested úr-
smiöur, hafði eignast Vatnsendajörð-
ina 1914. Magnús samdi erfðaskrá
1938 sem staðfest var að nýju 1940.
Við andlát Sigurðar 1967 risu deilur
um gildi þessarar erfðarskrár þar
sem því var meðal annars haldið
fram að undirskriftir hennar væru
falsaðar og forsendur fyrir gildi
hennar og framkvæmd brostnar.
Margrét krafðist þess að búinu yrði
skipt samkvæmt almennum skipta-
reglum en ekki erfðaskránni. Magn-
ús Hjaltested byggði kröfur sínar í
málinu hins vegar á því að erfðaskrá-
in væri að öllu leyti í fullu gildi.
Hann kvaðst ætla að setjast að á
Vatnsenda og hefja þar búskap. Mun
Magnús hafa haft kindur á Vatns-
enda síðastliðin ár.
Fógetaúrskurður hljóðaöi á þá leið
að Magnúsi Sigurðssyni Hjaltested
væri áskihnn réttur eftir látinn fóður
sinn til „aö taka við til ábúöar og
hagnýtingar jörðina Vatnsenda í
Kópavogskaupstað með þeim tak-
mörkunum og skilmálum sem settir
eru í arfleiðsluskrá Magnúsar Ein-
arssonar Hjaltested, dagsettri 4.jan-
úar 1938“.. Var Margrét borin af jörð-
DV-mynd Brynjar Gauti
inni ásamt öllu því er henni tilheyrði
og hveijir þeir sem dvöldu þar vegna
hennar. Var málið til umfjöUunar í
fjölmiðlum á þessum tíma.
Missir erfðaréttinda?
Samkvæmt erfðaskránni átti jarð-
eignin að ganga erfðum til elsta son-
ar Sigurðar og svo niðja hans í bein-
an karllegg. Þannig átti aðeins einn
maður að fá arfinn, sá elsti í karl-
legg. Ef einhver erfingjanna hætti
búskap á jörðinni mundi hann missa
rétt sinn samkvæmt erfðaskránni en
sá er næstur var í röðinni átti að
taka við. Var tilskilið af hálfu fógeta-
réttar að sérhver erfingi er fengi
erfðarétt samkvæmt erfðaskránni
væri skyldur til að halda öll þau skil-
yrði sem þar væru sett en vanræksla
á því ylli tafarlausum réttindamissi
fyrir hlutaðeigandi. Meðal helstu
skilyrða sem sett vom í erfðaskránni
voru þessi:
„Arftaka er óheimilt að selja jörð-
ina eða veðsetja hana fyrir meiru en
nemur 50 prósentum af fasteigna-
mati jarðarinnar og þó aðeins til
greiðslu erfðafjárskatts, ef með þarf,
eða til nauðsynlegra endurbóta á
jörðinni sjálfri eða húsum hennar.
Arftaka er heimilt að selja á leigu
lóðir úr óræktuöu landi jarðarinn-
ar.“
Samkvæmt þessum skilyrðum má
ganga út frá því að Magnús Hjalt-
ested geti hvorki selt né veðsett jörð-
ina í dag. Ef Magnús selur Reykjavík-
urborg eða Kópavogskaupstað hluta
jarðarinnar ætti hann að missa öll
erfðaréttindi samkvæmt erfða-
skránni.
í samtölum viö lögmann var DV
tjáð að það væri vafamál hvort skipu-
lagslög hrektu fógetúrskurðinn sem
staðfestur var í hæstarétti 1969.
-hlh
[tuGALffiK, SÍMl 33755