Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Udönd Kontrar myrtu nunnur Nicaraguabúar meö kistu annarrar nunnunnar sem beiö bana t árás kontraskæruliöa í gær. Símamynd Reuter Kontraskæruliöar í Nicaragua, sem njóta stuðnings Bandaríkjastjóm- ar, myrtu í gær tvær nunnur, aöra bandaríska, í árás í Zelayahéraði í norðausturhluta Nicaragua. Bandarískur biskup og prestur og nunna frá Nicaragua særöust í árásinni, Þau voru öll á ferð í bíl þegar ráöist var á þau. Ekki hefur veriö greint frá ástandi hinna slösuðu. Bandaríski biskupinn heíUr búið.í nokkur ár í Nicaragua. Móðir og ungbarn í fangelsi Breskur dómari, sem áður hefur vakið deilur vegna dóma sinna, dæmdi í gær nitján ára gamla stúlku og tíu vikna gamla dóttur hennar í sex mánaöa fangelsisvist í stofnim íyrir unga afbrotamenn. í fyrstu ætlaði hann ekki að senda móðurina í fangelsi til þess að móðir og bam yrðu ekki aðskilin. En þegar honum var tilkynnt af innanríkisráðuneytinu að slíkt myndi hvort sem er aldrei verða ákvaö hann að dæma stúlkuna til fangelsisvistar til að vara ungar stúlkur við því aö verða bamshafandi til að komast hjá fangelsisvist. Stúlkan hafði verið ákærð fyrir aðild að þjófhaði í stórmarkaði sem hún vann þar sem hún hafði látið sem hún tæki eftir þegar viðskiptavinirnir voru að stela. Dómarinn, sem sagði að ekkert mál hefði valdið sér jafn- miklum áhyggjum, taldi augljóst að barnið heföi verið getiö eftir að stúlk- an var yfirheyrð af lögreglunni. Hann vildi þó ekki fullyrða að hún hefði orðiö bamshafandi til að komast hjá fangelsisvist. í fyrra sætti dómarinn harðri gagnrýni fiölmiöla og stjómmálamanna fyrir að hafa dæmt til stuttrar fangelsisvistar konu sem þorði ekki að vitna gegn manni sem ráðist haföi á hana. Hann sætti einnig gagnrýni í fyrra fyrir að hafa ekki dæmt 1 fangelsi mann sem sýnt hafði sex ára gamálli telpu kynferðislega áreitni. Vísaá bug skýrslu Amnesty ísrelsk yfirvöld vísuöu í gær á bug skýrslu mannréttindasamta- kanna Amnesty Intemational og kváðu hana hreina vitleysu. I skýrslunni em israelsk yfirvöld sökuð ura að hvetja hermenn til að myrða Palestínumenn I óeiröunum á herteknu svæðunum. í henni seg- ir'einnig aö rannsókn á ofbeldi sé ófúllnægjandi. Frá því að uppreisnin hófst fyrir tveimur ámm hafa fimm hundruö og sextíu Palestínumenn verið skotnir til bana samkvæmt Amnes- tyskýrslunni. Sjötíu hafa látist af völdum táragass og fimmtán em sagðir hafa látist af völdum bar- smíða ísraelskra hermanna. Pjöru- tíu og fiórir ísraelar era sagðir hafa beðið bana í uppreisninni. Marisa Mannot dei Pinto, ítölsk kona sem var í sendinefnd frá Hal- fu i ísrael, missti auga i Jerúsalem á gamlársdag þegar israeiskir hermenn beittu vatnsþrýstibyssum gegn friðargöngumönnum. Rúða í glugga á hótelherbergi hennar brotnaði af völdum vatnsbyssunn- ar. Simamynd Reuter IRA myrðir leigubílstjóra Félagar í írska lýðveldishernum, IRA, myrtu í gær leigubílstjóra, sem var á leið með dóttur sína í skólann, í Belfast. Höfðu IRA-menn komiö fyrir sprengju í bílnum. Dóttir Ieigubílsfjórans slasaöist litillega. IRA sögöu í yfirlýsingu eftir tilræðiö að maðurinn hefði tilheyrt samtök- um öfgasinnaðra mótmælenda. Þeir neita þvi hins vegar öllum tengslum við leigubílstjórann. Tambo á sænskt sjúkrahús jinimnQi prrs Oliver Tambo, forseti Afríska þjóðarráðsins, mun leggjast inn á endurhæfingarheimili fyrir heila- skaðaöa í Svíþjóð. Tambo fékk heilablæðingu í ágúst síöastliðnum og hefur dvahst á einkasjúkrahúsi í Englandi síðan. Nú á að loka því sjúkrahúsi. Tambo er sagður vera á batavegi en á erfitt meö að tala. Hann á einn- ig í erfiöleikum með að hreyfa ann- an handlegginn. Mikil leynd hvílir yfir komu Tambos til Sviþjóðar og samkvæmt Forseti Afríska þjóðarráðsins, Oliver sænsga blaðinu Aftonbladet er gert Tambo. Sim*mynd Reuier ráð fyrir að hann ferðist ekki undir eigin nafhi. Fiölskylda Tambos mun dvelja á hóteli í Stokkhólmi. Oliver Tambo, sem nú er 71 árs, heiúr veriö forseti Afríska þjóðarráðs- ins frá 1967. Hann hefur frá þeim tíma búið í Lusaka í Zambíu þar sem aðalstöövar ráðsins era. Ungur piltur fær að sitja i hjá rúmenskum hermanni á Lýðveldistorginu i Búkarest. Ró rikir nú í borginni. Símamynd Reuter Kommúnistar í Rúmeníu: Stjórnmálaráðið á bak við lás og slá Talsmenn rúmenskra stjómvalda skýrðu frá því í gær að allir félagar í stjómmálaráði rúmenska komm- únistaflokksins hefðu verið settir í gæsluvarðhald. „Allir aðilar er sæti áttu í stjómmálaráðinu hafa verið handteknir," sagði talsmaður utan- ríkisráðuneytisins. Hann sagði ekki hversu margir þeir væm né á hvaöa ásökunum þeir gætu átt von. Samkvæmt opinberum upplýsing- um áttu um fjörutíu menn sæti í stjómmálaráðinu. Meðal þeirra voru Nicolae Ceausescu og Elena kona hans, fyrram forsetahjón, en þau voru skotin til bana á jóladag eftir að hafa verið fundin sek um mis- beitingu valds, fjöldamorö og fjár- drátt á aldafjórðungslöngum valda- tíma. Háttsettur félagi í kommúnista- ílokknum, Andrei Vela, sagði í gær að í raun væri flokkurinn búinn að vera. Vela sagðist vera í hópi um sextíu kommúnista sem vildu reyna að byggja upp vinstri hreyfingu á rústum kommúnistaflokksins. Kommúnistaílokkur Rúmeníu var eitt sinn fjölmennasti kommúnista- flokkur Austur-Evrópu með 3,8 mill- jónir félaga. í Rúmeníu búa um 23 milljónir manna. Rúmenar eiga fyrir höndum upp- byggingu þjóðfélagsins og efnahags- lífsins eftir tuttugu og fjögurra ára ógnarstjóm Ceausescus. Kosningar eiga að fara fram í landinu á næsta ári og eru stjómmálaflokkar nú í óðaönn að undirbúa það. Aðildarríki Evrópuráösins, en þar á ísland full- trúa, hafa boðið rúmenskum yfir- völdum stuöning til að byggja upp lýðræöi í landinu. Reuter Mótmæli í Búlgaríu Þúsundir reiðra Búlgara komu saman í bænum Kurdzhali í gær og hrópuðu slagorö gegn Tyrkjum til að mótmæla ákvörðun kommúnista- flokksins um að koma aftur á réttind- um minnihlutahóps Tyrkja í Búlgar- íu. Meöal annars á að leyfa Tyrkjum að nota aftur tyrknesk nöfn sín. Fyrri stjórn landsins, undir forystu Todor Zhivkov, sem steypt var í nóv- ember síðastliðnum, haíði neytt Tyrki til að taka upp búlgörsk nöfn auk þess sem lagðar vom hömlur á að þeir iðkuðu trú sína, Múhameðs- trú. Andrei Lukanov, meðlimur stjórn- málaráðsins, fór til Kurdzhali til þess að reyna að lægja mótmælaöldumar þar og hvatti hann til þjóöarsáttar. í höfuðborginni Sofiu höfðu um þús- und íbúar Kurdzhali safnast saman fyrir utan þinghúsið til mótmælaað- gerða. Sögðu þeir ákvörðunina um aukin réttindi Tyrkja hafa verið tekna án þess að tekið væri tillit til aðstæðna í bæ þeirra. Reuter Landamæri Sovétríkjanna og írans: Azerar mótmæla Mótmæli og róstur við landamæri Sovétríkjanna og írans síðustu þrjá daga hafa ýtt undir vangaveltur um aö þjóðemissinnaðir múhameðstrú- armenn í sovéska lýðveldinu Az- erbajdzhan vilji nánari samskipti viö írani. í stuttri frétt í Tass, hinni opin- bem sovésku fréttastofu seint í gær- dag, var skýrt frá því að hópur Azera hefði daglega stáöið fyrir mótmælum á hinum 80 kílómetra löngu landa- mærum Sovétríkjanna og írans frá því á sunnudag og þar til í gær. Óljóst er hvaö varð kveikjan að þessum róstum. Ekki er vitað um mannfall. Fólkið, sem sumt hvert var undir áhrifum áfengis eöa vímuefna, að því er skýrt var frá í Tass, réðst m.a. aö landamærastöðvum og reyndi að Skýrt hefur verið frá róstum og mót- mælum við landamæri Sovétríkj- anna og írans. kveikja í þeim og hótaði landamæra- vörðum. Sumir reyndu að komast yfir landamærin til írans, sagöi í frétt Tass. Flestir Azerar eru shíta-múha- meðstrúar líkt og meirihluti írana en suðurhluti Azerbajdzhan var hluti af íran þar til árið 1920. Fréttir af róstunum á landamær- unum komu aðeins örfáum mínútum eftir að Tass skýrði frá því að einn maður hefði látist og að minnsta kosti þrír aörir slasast er ráðist var á fólksflutningabifreið Azera í hérað- inu Nagorno Karabakh. Talið er að Armenar hafi staðið aö baki árás- inni. Ekki virðast vera.tengsl milli þessa atviks og róstanna við landa- mæri Sovétríkjanna og írans. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.