Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 11 Hvað segja þau uxn námskeiðið: Utlönd Fleiri styðja handtöku Marokkó: Olíubrákin Marokkóskur embættismaöur sagði í gær aö engin mengunarhætta væri vegna olíuleka úr íranska skip- inu Kharg-5 fyrir utan strönd Mar- okkó en tahö er að allt aö sjötíu þús- und tonn af hráolí u hafi flætt úr skip- inu síðustu dægrin. Franski um- hverfismálaráðherrann, Brice Lal- onde, sagði aftur á móti að enn væri hætta á miklum skemmdum á lífríki sjávar og strandar Marokkó vegna olíunnar. Olíubrák vegna lekans úr Kharg-5 er nú aðeins tólf mílur úti fyrir strönd landsins. Kharg-5 hefur verið á reki í Atl- antshafi í hálfan mánuð eða frá því að eldur kom upp í því þann 19. des- ember síðastliðinn. Áhöfn skipsins yfirgaf það strax og eldsins varð vart. færist nær Hátt í þrjú hundruð þúsund tonn af hráolíu voru í skipinu en tahð er að allt að sjötíu þúsund tonn hafi þegar flætt í sjóinn. Sumir haífræðingar telja að hætta sé á miklu mengunar- slysi, jafnvel viðameira slysi en varð úti fyrir strönd, Alaska í mars á síð- asta ári er þúsundir tonna olíu flæddu úr ohuskipinu Exxon Valdez er það strandaði í Prince Wihiam- sundi. Sérfræðingar segja að veðrið næsta sólarhring kunni að hafa úrslitaáhrif varðandi mengun í sjónum umhverf- is Marokkó og á ströndunum. Snemma í morgun virtist sem veðrið væri að versna á Atlantshafi, sterkir vindar blésu og það rigndi. Reuter © rfcTÖLVUFRÆÐSLAN Náxnskeiðs- gjaldið getnm við lánað til allt að 3 ára - aiborgunax- laust fyrstu 9 mánuðina. Guillermo Endara, forseti Panama, vill að Noriega hershöfðingi verði látinn fara frá sendiráði Páfagarðs til að bandarískir hermenn geti gripið hann. Teikning Lurie SKRIFSTOFUTÆKNI t ÞER NYJAR T UTnTD 1 j rjJLiJlJY Skrifstofutæknin er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar, viðskiptagreinar og tungumál í skemmti- legum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námið tekur 3 mánuði og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. í náminu eru kenndar m.a. eftirfarandi ereinar: Almenn tölvufræði, stýrikerfi, tölvusamskipti, ritvinnsla, gagnagrurmur, töflureiknar og áætlanagerð, tölvubókhald, toll- og verðútreikningur, almenn skrifstofutækni, grunn- atriði við stjórnun, útfylling eyðublaða, verslunarreikn- ingur, víxlar og verðbréf, íslenska og viðskiptaenska. Yfir 600 ánægðir skrifstofutæknar eru okkar bestu meðmælendur nú á fjórða kennsluári okkar. Innritun og nánari upplýsingar eru veittar í síma 687590. Hringdu strax og fáðu sendan bækling. Noriegas Hinn nýi varaforseti í Panama, Calderon, og fyrrum háttsettur emb- ættismaður Noriega hershöfðingja tóku í gær undir þær kröfur að Nori- ega yrði látinn fara frá sendiráði Páfagarðs og afhentur Bandaríkja- mönnum. Endara forseti hvatti á mánudaginn Páfagarð th að láta Noriega fara frá sendiráðinu til að bandarískir hermenn, sem um- kringja það, geti tekið hann. Ef Bandaríkin ná Noriega er það ætlunin að flytja hann th Miami á Flórída þar sem hann yrði látinn koma fyrir rétt vegna ákæru um að- Ud að eiturlyfjasölu. Tveir Panamabúar, sem ákærðir voru fyrir eiturlyijasmygl, komu fyr- ir rétt í Bandaríkjunum í gær. Lög- fræðingur annars þeirra hélt því fram að skjólstæðingur sinn hefði verið gripinn ólöglega á heimih sínu í Panamaborg og fluttiu- tU Miami. Hinn ákærði, sem neitar sakargift- um, á yfir höfði sér fimm ára fangels- isvist ef hann verður dæmdur sekur. Hinn Panamabúinn, fyrrum yíir- maður leyniþjónustu hersins í Pa- nama, sem einnig kvaðst saklaus í gær, getur átt von á sjötíu ára dómi ef hann verður fundinn sekur um fjárkúgun og um að hafa komið und- an ágóða af eiturlyfjasölu. Reuter Bílalest panamískra embættismanna fer fram hjá herbílum Bandaríkjamanna sem staðsettir eru fyrir utan sendi- ráð Páfagarðs í Panamaborg. Páfagarður hefur sent sérstakan sérfræðing til Panama til að reyna áð aðstoða sendiherrann til að finna lausn á vandanum sem skapast hefur vegna dvalar Noriega hershöfðingja i sendiráðinu. Simamynd Reuter Kristjana Guðjónsdóttir skrifstofutæknir: Skrifstofutækni- námið veitti mér mikla innsýn í tölv- ur og jók sjálftraust mitt til muna. Það er góð tilfinning að geta sýnt sjálfum sér fram á hvað maður getur mikið. Námið var skemmti- legt og kennararnir voru hreint út sagt frábærir. Garðar Gíslason skrifsxofutæknir: Síðastliðið sumar ákvað ég að drífa mig í skrifstofu- tækninám Tölvu- fræðslunnar. Það reyndist mjög góð ákvörðun því að námið var bæði gagnlegtog skemmtilegt. Nám- ið hefur nú þegar komið mér að góðu gagni því það var metið til 12 eininga í menntaskólanum sem ég stunda nú nám við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.