Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Side 14
14 MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖREiUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTjANSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (1J27022 - FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Stöð tvö í herkví Ef marka má fréttir um áramótin gekk mikið á í málum Stöðvar tvö. Verslunarbankinn leitaði í örvænt- ingu að nýjum aðilum sem vildu leggja fé í fyrirtækið og það munu eigendur Stöðvarinnar hafa einnig gert. Um tíma leit út fyrir að ríkisstjórnin hefði afskipti af máhnu með því að veita ríkisábyrgð fyrir auknum lán- um en á endanum var stofnað eignarhaldsfélag um reksturinn, þar sem Verslunarbankinn hefur hreinan meirihluta. Stöð tvö er komin í herkví. Stofnun Stöðvar tvö var og er mikið afrek. Jón Óttar Ragnarsson og félagar hans hafa unnið þrekvirki á stutt- um tíma með sjónvarpsstöð sem hefur veitt Ríkisútvarp- inu verðuga samkeppni og aukið íjölbreytni og vídd í þessum áhrifamikla fjölmiðli. Það þurfti bæði kjark og bjartsýni til að leggja í það stórvirki að hrista heila sjón- varpsstöð fram úr erminni á stuttum tíma og fáum hefði tekist það, nema einmitt stórhuga mönnum á borð við Jón Óttar. Sá heiður verður ekki af honu'm tekinn, hvað sem verður um áframhaldandi völd hans á Stöð tvö. Hins vegar þótt mörgum þetta kraftaverk hafa á sér nokkurn ævintýrablæ, með hliðsjón af því litla íjár- magni sem í upphafi var lagt fram í hlutafé. Nú hefur komið í ljós að Verslunarbankinn hefur fjármagnað fyrirtækið og veðjað á það, með þeim afleiðingum að hundruð milljóna eru í vanskilum. Stöðvarmenn sjálfir óskuðu eftir ríkisábyrgð fyrir fjögur hundruð milljón- um, svo að meira en lítið vantar upp á til að endar nái saman. Ef Verslunarbankinn hefur lent í erfiðleikum vegna mikillar fyrirgreiðslu til Stöðvarinnar er ekki við neinn að sakast nema hann sjálfan. Oft hefur því verið haldið fram að ríkisbönkunum sé stjórnað af pólitíkusum sem misnoti bankana til að hygla skjólstæðingum sínum. Ekki verður það sagt um Verslunarbankann sem er hlutafélag einstaklinga og fyrirtækja og á allt sitt undir eigin stjórn. Það hlýtur að koma viðskiptavinum bank- ans nokkuð á óvart að bankinn hafi teflt framtíð sinni og eiginfjárstöðu í hættu með jafnríflegum lánveitingum til Stöðvarinnar sem raun ber vitni. Hefði þó mátt halda að bankamenn hefðu lært sína lexíu í margháttuðum og margfrægum gjaldþrotum, þar sem lánafyrirgreiðsla hefur farið úr öllum böndum. Það er auðvitað mál Verslunarbankans ef hann hefur viljað halda rekstri Stöðvar tvö gangandi með ótak- mörkuðum lánum og hann getur við sjálfan sig sakast. Það er hins vegar óskiljanlegt með öllu þegar ríkisstjórn- inni eða einstökum ráðherrum dettur í hug að ganga í ábyrgð fyrir auknum lánveitingum. Nógu slæmt er það þegar stjórnmálamenn ráðstafa almannafé til að reka sín eigin málgögn þótt þeir fari ekki einnig að kaupa sér frið hjá óháðum fjölmiðlum með því að halda í þeim lífmu. Hvað kemur ráðherrum við hverjir eru eigendur Stöðvar tvö? Eru hugljúfir sjónvarpsþættir um líf og störf einstakra ráðherra ef til vill í einhverjum tengslum við tilætlaða góðvild? Er verið að biðja um grið í frétta- flutningi? Sú hugsun er nærtæk að sjónvarpsmenn séu góðir við stjórnvöld til að stjórnvöld verði góð við þá. Eru ekki svona vinnubrögð á útleið í Austur-Evrópu? Vonandi tekst eignarhaldsfélagi Verslunarbankans og Stöðvarmönnum sjálfum að bjarga sínu skinni. Stöð tvö er búin að sanna tilverurétt sinn, hverjir svo sem kunna að stjórna henni í framtíðinni. Ellert B. Schram í aldanna rás hefur það fallið í hlut kvenna að gæta þess að eyða ekki um efni fram en sjá jafnframt til þess að allir í íjölskyldunni fái sinn skerf og nái að dafna. Konur hafa því mikla reynslu í því að gera raunhæfar áætlanir. - Þær gæta þess að láta léttar pyngjur sínar aldrei tæmast alveg. Tómur ríkiskassi Sú saga er gömul, en virðist þó árlega ný, að nú sé ríkiskassinn tómur pg enn á ný skuli aðhalds gætt. Ár eftir ár stöndum við frammi fyrir því að stjórnvöld hafa fariö ógætilega með sameiginlega íjármuni okkar og gert áætlanir sem ekki standast. Á árinu 1989 námu útgjöld ríkis- ins 8,8 milljörðum umfram það sem áætlað var fyrir ári. Þegar líða tek- ur á árið vakna menn við vondan draum, heíja leit að nýjum tekju- hndum fyrir ríkiskassann og hefja niðurskurð á útgjöldum ríkis- ins. Sá niðurskurður getur aldrei orð- ið annað en handahófskenndur því menn viðurkenna of seint í hvert óefni stefnir. Þess vegna næst held- Olafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra virðir fyrir sér frumvarp til fjárlaga fyrir árið 1990 - lög sem greinarhöfundur segir fjarri því að bera kvenlegt yfirbragð. Ríkiskassinn og léttar pyngjur ur aldrei sá spamaður sem sífellt er talað um. Táknrænar breytingartillögur í ljósi þess að ríkissjóður er nú verr staddur en oft áður völdu kvennalistakonur að flytja aðeins örfáar breytingartillögur við afgreiðslu fjárlaga fyrir árið 1990. Tillögumar eru auðvitað engan veginn tæmandi en þær era tákn- rænar fyrir þau mál sem kvenna- listakonur bera fyrir brjósti. Fyrst ber að nefna tÖlögur um fjárframlög til að gera sérstakt átak í uppbyggingu atvinnu fyrir konur, ekki síst úti á landsbyggðinni. Eins og öllum er ljóst hefur atvinnuleysi farið vaxandi allt árið. Konur eru í miklum meirihluta atvinnulausra og því nauðsynlegt að huga að þeirra atvinnumálum sérstaklega. Tvær tillögur vom fluttar um aukinn stuðning viö Kvennaat- hvarfíð í Reykjavík og Samtök kvenna gegn kynferðislegu ofbeldi. Því miður virðist vaxandi þörf fyr- ir starfsemi sem þessa en í byrjun desember höfðu komið jafnmargar konur í Kvennaathvarflð og þang- að leituðu allt árið 1988. - Fjöldi fómarlamba kynferðislegs ofbeld- is, sem leitar stuðnings og ráðgjaf- ar, fer ört vaxandi. Er því afar mik- ilvægt að viðurkenna starf stuðn- ingshópa og siðferöileg skylda sam- félagsins aö veita þeim lágmarks- stuöning. Gerð var tillaga um örlítið fram- lag til UNIFEM, þ.e. hjálparstarfs Sameinuöu þjóðanna fyrir konur í þróunarlöndunum. Talið er að 2/3 allra fjölskyldna í þróunarlöndun- um séu á framfæri kvenna. Það er stefna þeirra landa, sem leggja metnað sinn í uppbyggilega þróun- araðstoð, aö beina aðstoðinni til kvenna. Á þann hátt er tryggt að hjálpin kemur mörgum til góða og konur í þróunarlöndunum sjá fyrst og fremst um þá matvælafram- leiðslu sem þar fer fram. Loks var gerð tillaga um aukið fjárframlag til aukinnar fræðslu varðandi kynlíf, getnaðarvarnir og barneignir en mikið skortir á aö lögboðinni fræðslu um þessi mál sé sinnt á viðunandi hátt. Afgreiðsla Alþingis Aukin útgjöld ríkissjóðs vegna tillagna Kvennalistans heföu orðið um 270 milljónir. Á síöasta ári fóru útgjöld ríkissjóðs 8,8 milljörðum fram úr áætlun. Frá fyrstu um- ræðu fjárlagafrumvarpsins nú KjáUarinn Danfríður Skarphéðinsdóttir þingkona Kvennalistans hækkuðu útgjöldin um tæpa tvo milljarða. Ekkert bendir til að áætlanir fyr- ir árið 1990 standist betur en hin fyrri ár. Kvennalistakonum hefði því ekki þótt það nein ofrausn að þingmenn hefðu greitt tillögum þeirra atkvæði sitt. Svo varð ekki. Allar tillögurnar voru felldar! Hefðbundinn niðurskurður Sá niðurskurður, sem fyrirhug- aður er á árinu 1990, er ómarkviss og kemur verst niður á þeim er síst skyldi. Því fer fjarri að fjárlög árs- ins 1990 beri með sér kvenlegt yfir- bragð. Það er t.d. andstætt hugs- unarhætti kvenna að þrengt sé að bömum með þeim hætti sem ríkis- stjórnin boðar með niðurskurði í skólakerfinu. Það virðist algjörlega hafa farið framhjá höfundum frumvarpsins að í skólum landsins eru margir einstaklingar með fjöl- breytilegar þarfir og það getur skipt sköpum um alla framtíö bamanna hvemig komið er til móts við þær þegar í bemsku. Hverjum manni ætti að vera ljóst að ekki er hægt að skera niður án minnsta tillits til þess hvers konar starfsemi fer fram innan veggja hinna ýmsu stofnana. í niöur- skurði stjórnvalda til skólamála endurspeglast sá skortur á framtíð- arsýn sem alltof lengi hefur hrjáð stjóm landsins. Handahófskenndur niðurskurður leiðir ekki til sparnaðar Stöðnunin, sjálfvirknin og for- gangsröðunin, sem birtist í fjárlög- unum fyrir 1990, er konum engan veginn að skapi. Kvennahstakonur hafa oft og iðulega minnt á að stefna hinnar hagsýnu húsmóður á ekki síður við um sameiginlega sjóði okkar allra en fjármuni hvers heimilis. Við hefðum gjarnan viljað gera tillögur um sparnað samhliða fyrr- nefndum breytingartillögum. Slíkt er þó ekki hrist fram úr erminni þegar staðið er utan stjórnarráös. Til þess að ná fram raunveruleg- um sparnaði verður að gera um hann áætlanir. Vonlaust er aö grípa til óskipulegs niðurskurðar á elleftu stundu. Það stuðlar aöeins að því að gera vandann enn illleys- anlegri en vera þyrfti. Ný vinnubrögö, breytt forgangsröðun Konur hafa enn ekki komið svo nærri ríkiskassanum að sjónarmið hinnar hagsýnu húsmóður hafi fengiö að njóta sín í þágu okkar allra. Konur hafa því hvorki átt hlutdeild í gerð áætlana um sam- eiginlega búreikninga okkar né heldur hafa þær staðið að þeirri umframeyðslu sem endurtekur sig á ári hverju. Kvennalistakonur hafa frá upp- hafi lagt áherslu á nýstárleg vinnu- brögð og breytta forgangsröðun verkefna. Með breyttri forgangs- röðun er fyrst og fremst átt við að þarfir fólksins séu ætíð hafðar að leiðarljósi þegar ákvarðanir em teknar. í breyttri forgangsröðun felast líka mikhr möguleikar til spamaðar og skynsamlegrar hag- ræöingar. Með þetta í huga þarf.að móta fjárlög í framtíðinni. Danfríður Skarphéðinsdóttir „Vonlaust er aö grípa til óskipulegs niöurskurðar á elleftu stundu. Þaö stuðlar aðeins aö því að gera vandann enn illleysanlegri en vera þyrfti.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.