Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Blaðsíða 15
I MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. Kreppan komin til að vera Dimm, þungbúin ský eru fyrir stafni þjóðarskútunnar: minni fisk- ur, meiri efnahagsskuldir, er boð- skapur pólitískra skipstjóra og annarra yfirmanna er staðið hafa í brúnni í tvo áratugi. Þar bendir hver á annan og kenn- ir öðrum um. Allir eru sammála um að yfirbygging skútunnar er 60% of stór en samt er haldið áfram að bæta við hana þvert á heilbrigða skynsemi. Þjóðarskútan þolir litlar efna- hagslegar ágjafir því að hlutföllin eru kolröng. Kjölfesta skútunnar hefur verið lagfærð með lækkun launa um 25% á einu bretti og það verður örugglega aftur gert því að fársjúkir, vanhæfir valdhafar og vinnubrögð þeirra eru fiestum vel kunn: bráðabirgðaredding ofan á aðra bráðabirgðareddingu. Engu skiptir hvað ríkisstjórnin heitir: langtímaáætlamr í fiskveið- um ogfull vinnsla, markaðssetning nýrra afurða og nýr iðnaður hefur ekki verið rannsakaður eða kynnt- ur hér á landi. Aðrar þjóðir hafa lagt mikla áherslu á vinnukannanir og lang- tímamarkmið sem þær síðan hafa fylgt eftir með góðum árangri en bananalýðveldið ísland er eins og önnur vanþróuð ríki á flestum sviðum gagnvart iönaði. í Singapore norðursins Viö flytjum út hráefni á lág- marksverði. Við höfum aldrei kom- ist upp á lag með að koma hrognum í túpu eða fullvinna fisk til neyt- enda, tilbúinn á pönnuna eða í geislaofn. Þó að til sé íslensk fisk- réttaverksmiðja í Ameríku verður hagnaðurinn eftir þar, því miöur, og ekki fleiri en fimm stórir aðilar sem hafa einkaleyfi á útflutningi á 80% af hráefnum þessa lands. Þetta hefur þó örlítið breyst á undan- fómum ámm en það breytir því ekki aö við erum í helgreipum sam- KjaUarinn Jóhann Vísir Gunnarsson veggfóðrari tryggðra pólitískra flokka og auð- hringa þeirra. í Singapore norðursins, sem lifir á matvælaframleiðslu, hrökkva venjuleg verkamannalaun ekki fyrir fullu fæði á veitingahúsi sem ætlað er verkalýð. Átján hundrað krónur kostar slíkt fæði. í Singapore suðursins er séð um að þrælarnir fái nóg aö éta. Á ís- landi er líklega sú aldýrasta húsa- leiga, matur og rafmagn sem finnst í Evrópu, miðað við unninn tíma fyrir þessum sjálfsögðu lífsnauð- synjum. - Sextán tímar á dag er alls ekki óalgengur vinnutími. Fátæklegt lýðræði í þjóðfélagi, þar sem pólitíkusar eru með nefið í hvers manns koppi og miðstýra öllum hlutum, fjár- munum og framkvæmdum og út- hluta aðallega til gæðinga sinna er ekki við góðu að búast. Hlýtur það að teljast ein aðalsök þess stóra vandamáls sem þjóðin stendur frammi fyrir - hér koma til frama- gosar í pólitík. í framhaldi af þess- um orðum geri ég tilraun til að sjúkdómsgreina þessa aðila. Þeir blekkja og hagræða stað- reyndum sér í vil. Þeir treysta því að fólk gleymi loforðum og mánað- argamalli lygi, svara ekki beinum spumingum og fara út í aðra sálma. Kenna öðrum um vanda- málin, lofa bót og betran og sækj- ast eftir jákvæðum kynningum í fjölmiðlum. Þeir telja sjálfa sig best fallna til að stjórna og næla sér í lykilstörf í nefndum sem fara með fjármuni. Láta í það skína að þeir séu ómissandi og öllum hnútum kunnugir og keppikeflið er að sitja sem lengst í ráðherrastólum og þegar þeir detta út úr pólitíkinni sér samtrygging flokkanna um að búa til vel launað embætti eins og dæmin sýna í hundraðatali. Þetta veldur þjóðinni ómældu tjóni og hefur komið henni fram á hengiflug. Æði oft era þeir stoltir af afrekum sínum því að raunsæið er af mjög skornum skammti - sem verkin sýna. í rauninni er þetta í stóram dráttum lýsing á alkóhól- ista sem lýgur, blekkir og svíkur, skortir raunsæi. Hann skaðar sjálf- an sig mest og hann á kost á með- ferð - en pólitíkusar því miður ekki. Það er margt æði líkt með sjúklingum. í komandi framtíð verða frama- og athyglisþörf og stjórnsemi eflaust litin hornauga því að ekki veröur liðið að láta fáa ráðskast með fjöldann og valda stórskaða. Það er fátæklegt lýðræði að fá að krossa á fjögurra ára fresti við sjúklinga sem forðast þjóðarat- kvæðagreiðslu og skoðanakannan- ir sem sýni raunsanna mynd af vilja fólksins. Rétt unnin skoðana- könnun mætti gilda sem ígildi tutt- ugu þingmanna og þeim mætti fækka niöur í fjöratíu. Þá fengi þingið aðhald og yrði að kynna öll sín mál fyrir þjóðinni - og að færa /> af valdi þingsins til fólksins í formi skoðanakannana. Ekki myndi ástandið geta versnað þótt fjöldinn fengi einhverju að ráða, enda er það virkara lýðræði en það sem við búum við í dag. Jóhann V. Gunnarsson „Þó að til sé íslensk fiskréttaverksmiðja i Ameríku verður hagnaðurinn eftir þar“. - Úr fiskréttaverksmiðju i Bandaríkjunum. „Þaö er fátæklegt lýöræði að fá að krossa á fjögurra ára fresti við sjúkl- inga sem forðast þjóðaratkvæða- greiðslu og skoðanakannanir sem sýni raunsanna mynd af vilja fólksins.“ Sparnaður eða lántökur? '*7ssi° Byijaðu stiax á öruggum og reglubundnum sparnaði á einfaldan og betri hátt en áður hefur þekkst Spariskirteini ríkissjóðs eru auglýst með miklum tilþrifum - og kaupend- ur kallaðir hinir verstu okrarar og skúrkar, segir hér m.a. Er áróðurinn ekki að verða held- ur betur einhliða? Áratugum sam- an hlustuðum við á vælið í stjórn- málamönnum fyrir kosningar um þann glæp sem framinn væri gegn gömlu fólki og börnum þegar spari- fé þess væri látið brenna upp í verðbólgunni. Það er víst að þetta fólk fékk ekki lán í bönkum, enda var fé þess flutt svo milljörðum skipti til lántak- enda. Var það ekki ósiðlegt rán? Skyldusparnaði ungmenna, 16-26 ára, var komið á, 15% af launum þeirra vora geymd árum saman, án verðtryggingar samkvæmt lög- um. - Hvaða stjórnmálaflokkur stóð fyrir þeirri skattlagningu? Það var ekki farið að verðtryggja skylduspamað fyrr en hann var settur á hátekjufólk. Þá var búið að hirða stórar upphæðir af ung- mennum. Var það ekki ósiðlegt rán? Handafl á verðbólguna Tvískinnungur Ólafs Ragnars Grímssonar og annarra stjórn- málamanna er mikill. Á meðan- spariskírteini ríkissjóðs eru aug- lýst með miklum tilþrifum eru kaupendur þeirra kallaðir okrarar og hinir verstu skúrkar sem eiga sök á þeim vandræðum sem nú era í þjóðfélaginu. Stjómmálamenn tala ábúðar- miklir um spamað í ríkisbúskapn- um, m.a. í heilbrigðiskerfinu, en á sama tíma flölgar ráðherram og ráðuneyti bólgna út með leiftur- hraða. Þar er ráðið í hveija stöðuna af annarri. Það er dæmigert að þegar Stein- grímur okkar kom fljúgandi úr lax- inum austur að Kirkjubæjar- klaustri árið 1988 til að ávarpa Kjallariim Sigrún Lilja Bergþórsdóttir húsmóðir framsóknarmenn á ferðalagi sagði hann að nú þyrftum við að fara að spara og flaug síðan burt aftur. - Við höfum heyrt það fyrr „að al- menningur þyrfti að fara að spara“ - ekki ráðamenn, þeir virðast álíta sjálfa sig stikkfrí, leggja bara á nýja skatta. Stjómmálamenn ættu að sjá sóma sinn í að nota handaflið á verðbólguna og koma henni niður í núll eins og hún er í Vestur- Þýskalandi. Þá væra allir vextir raunvextir og sjálfsagt lítið mál að skattleggja þá. Það væri líka kjara- bót fyrir lántakendur sem þá þyrftu ekki að borga verðtryggingu af lánum sínum. Það er undarlegt að á sama tíma og erlent gengi er fast þá dynja yfir hækkanir á öllum hlutum hér inn- anlands. Það sjá alhr með meðal- greind að slíkt gengur ekki; ef geng- ið er fast þá verður kostnaður hér innanlands að vera það einnig. Verðtrygging átti að koma fyrr Ráðamenn ættu að hætta að hvetja fólk til lántöku og gylla slíkt fyrir fólki eins og þeir hafa gert undanfarið. Þeir eiga sök á hækk- un íbúðaverðs um tugi prósenta þegar þeir sprengdu það upp með loforðum um 90% lán með niður- greiddum vöxtum, með Alexander Stefánsson í broddi fylkingar. Hvar átti að taka peninga fyrir öllum þeásum lánum virtist vera aukaatriði. Fólk stóð eftir í biðröð með lánsloforð í höndunum og horfði upp á verð íbúða hækka með leifturhraða á meöan það beið eftir þeim lánum sem því hafði verið lofað. Það eru áhöld um hvor aðil- inn var heppnari, sá sem fékk lán langt umfram greiðslugetu eða sá sem ekkert fékk. „Við ætluðum ekki að byggja svona stórt hús en við fengum svo mikil lán að við byggðum miklu stærra en við höfðum hugsað okk- ur í byijun," sagði einn húsbyggj- andinn. Við skulum vona að unga fólkinu líði vel í stóra húsinu sínu og gangi vel að borga af stórláninu. Það hvarflar samt að mér að því liði enn betur ef það hefði byggt eins og það ætlaði sér í upphafi - og tekið minna lán. Það er verðbólgan sem er böl- valdurinn og sflórnmálamenn og lántakéndur, sem hafa tekið lán langt umfram greiðslugetu, eiga stærsta sök á henni, ekki spariflár- eigendur. Þeirra sök er að hafa nurlað saman einhverjum krónum sem Ólafur Ragnar Grímsson biðl- ar ákaft til að fá lánaðar og ræður sjálfur vöxtunum. Það eru ekki sparifiáreigendur, sem eiga sök á þenslu í þjóðfélaginu, heldur þeir sem eyða um efni fram með yfir- stjórnina í fararbroddi. Hvað höfð- ingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það. Verðtrygging átti að koma miklu fyrr, þegar hún var loks sett á voru heilu kynslóðirnar hættar aö vita hvað sparnaður er og virðast ekki nenna að læra það þegar loks var hægt að fara að safna fyrir hlutun- um. Það er ekki nógu fínt! Ég óska H.Þ. í DV 12. okt. 1989 til hamingju meö gleöi sina, það er svo sjaldgæft í þessu kvörtunarþjóð- félagi að heyra einhvern lýsa ánægju sinni yfir einhverju. - Hann eða hún hefði nú samt átt að skrifa undir nafni. Að lokum er hér gáta: Unglingur keypti íbúð, þá ódýrustu á markað- inum, átti hana í nokkur ár og borgaði hana upp. Seldi og keypti aðra helmingi dýrari án þess að fá nein lán og flutti inn í hana skuld- lausa. - Hvemig fór hann að? Ég er viss um að DV gefur rúm fyrir svarið, það er ein stutt setning. Sigrún Lilja Bergþórsdóttir „Það eru ekki spariQ áreigendur sem eiga sök á þenslu í þjóðfélaginu heldur þeir sem eyða um efni fram með yfir- stjórnina í fararbroddi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.