Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Síða 19
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 19 Lesendur Málvillingar ólm- ast með Lorca Alfreð hringdi: Nú er verið að sýna leikrit Federico Garcia Lorca í Þjóðleikhúsinu. Nafn þessa leikrits er á frummálinu „La casa de Bernarda Alba“ sem útleggst „Hús Bernarda Alba“ (reyndar hefur „húsinu“ nú verið breytt í „heimili" og auk þess ritað með „Drakúla'- ‘letri). - Ef hins vegar við færum eft- ir hinum íslensku málvilhngum sem ég kalla svo (þeim sem hafa verið að hringla og ólmast með erlend manna- og húsanöfn og þröngva þeim inn í íslenskt málfræðikerfi) mætti í mesta lagi hugsa sér að kalla leikrit þetta á íslensku „Hús Bernöröu Alba“. Þannig er nefnilega mál meö vexti að þessi erlendu sémöfn taka ekki neinum beygingarendingum og verða því einfaldlega ekkert öðruvísi þótt þau séu borin fram á öðrum tungumálum; ekkert frekar en t.d. heitið á Reykjavík eða Akureyri breytist við það að vera notað í ein- hverju erlendu máli - og þaðan af síður að þau væru nefnd einhverju allt öðru nafni en t.d. Reykjavík eða Akureyri (kannski Bleykjavik og Fagureyri!). En þetta gerum við á íslandi. Það er ekki bara að við tökum til við fah- beygingar á frúnni Bernarda Alba heldur gefum við henni alveg nýtt og ókennilegt nafn og segjum hana nú heita Vernharða í stað Bernarda (eða Bernörðu, jafnvel Bernhörðu!). - En hvers vegna er þá ekki allt nafn- ið beygt (bæði nöfnin) og þetta hús kahað Hús Vernhörðu Ölbu? Er þaö ekki í samræmi við hin afkáraleg- heitin, sem hér eru stunduð, að fall- beygja allt, hverju nafni sem nefnist, ekki aðeins nöfn á borgum, löndum og fyrirtækjum, sem bera tvö nöfn eða fleiri, heldur líka á mönnum, sbr. Einars Thoroddsens! Já, hvað er eiginlega að ske hér í heimi íslenskra málvihinga? Eru þeir ekki bara að klikkast eins og fleiri kohegar þeirra sem þykjast vera að halda til haga íslenskum heimildum og vilja hafa tögl og hagldir í hveiju því sem snýr að tal- og skrifmáh þessa lands en gera illt verra með því að rugla alla svo í rím- inu að enginn er lengur óhultur ef hann opnar munninn, stingur niður penna eða styður flngri á lyklaborð. „Ekki trúaður á hlutverk Verðlagsstofnunar í verðlagsseftirlitinu - heldur ekki fólksins, sem er orðið þreytt á verð- hækkunum,“ segir hér m.a. Blindrabókasafn íslands Bókavörö vantar í heilt starf í útlánsdeild Blindra- bókasafns, þarf að hafa áhuga og þekkingu á bók- um. Upplýsingar í síma 686922. Tilboð óskast í að gera stálgrindarhús fokhelt, ca 900 m2. Hafið samband við auglýsingaþjónustu DV í síma 27-022. H-8723 -ekk' bara hepP01 52. leikvika - 30.desember 1989 Vinningsröðin: 111-211-X2X-1X1 HVER VANN ? 941.365- kr. 2 voru með 12 rétta - og fær hver: 329.478- kr. á röð 17 voru með 11 rétta - og fær hver: 16.612- kr. á röð Nýr hópleikur! LUKKULÍNUNNI S. 991002 Svæðameðferðog létt rafmagnsnudd ásamt acupunchurmeðferð með lacer Sérhæfing við bólgu í herðum, baki og höf- uðverk. ELSA HALL, Langholtsvegi 160, síml 68-77-02. Sú held ég veiti aðhald! Stefán Magnússon skrifar: Ég var að lesa í einhverju blaði um að Verðlagsstofnun væri ætlað að veita aðhald og upplýsingar og að hlutverk stofnunarinnar yrði að fylgja þvi eftir með þessu aðhaldi og upplýsingamiðlun að vörur og þjón- usta lækkaði í verði um áramótin næstu, eftir því sem breytingar á virðisaukaskattinum gæfu tilefni til. En í sama blaði og í sömu frétt var svo haft eftir verðlagsstjóra sjálfum aö hann vissi ekki að til stæði að setja vörur og þjónustu undir verð- lagsákvæði eða verðstöðvun. Tilefni þessara ummæla var fyrirkomulag sem talað hefur verið um að koma á í tengslum við upptöku virðisauka- skattsins. Ekki hefur hins vegar verið rætt að breyta ákvörðunum við verðlagn- ingu, t.d. með því að setja vörur eða atvinnugreinar ulídir verðlagsá- kvæði eða verðstöðvun. - Ég er því ekkert trúaður á að Verðlagsstofnun geti eða eigi að vera virkur þáttur í verðlagseftirliti hér eftir frekar en hingað til. Við höfum aldrei séð neina verð- breytingu hér nema til hækkunar og svo mun verða áfram, hvað sem Verðlagsstofnun líður. Og þótt nú sé verið að hvetja fólk til aö fylgjast með þróun verðlags í verslunum og þjónustustofnunum þá er fólkið bara orðiö svo leitt og þreytt á þessum verðhækkunum sem hafa átt sér stað, þrátt fyrir loforð um hið gagn- stæða, að þessar tilkynningar hrífa ekki. En hvernig er það, er ekki ráð, að Neytendasamtökin kaupi Verðlags- skrifstofuna og sendi inn tilboð, á sama máta og nú hefur verið sent inn tilboð frá hagsmunaaðilum um að kaupa Hafrannsóknastofnun? Verð- lagsstofnun hefur verið vita gagns- laus gagnvart almenningi til þessa og mun sennilega verða áfram eins og önnur þau apparöt sem eru undir ,stjórn hins opinbera. Kaupin á Samvinnubankanum Hallgrímur Jónsson hringdi: Margir eru þeir sem halda að hin raunverulega ástæða þess að fráfar- andi formaður bankaráðs Lands- bankans, Pétur Sigurðsson, fékk ekki stuðning flokksmanna sinna í þingflokknum (Sjálfstæðisflokki) sé sú að Pétur hafi ekki sést fyrir í ákaf- anum í að koma Sambandinu til að- stoðar um að kaupa hlut þess í Sam- vinnubankanum. Ég er einn þeirra sem telja að þetta sé rétt. - En það eru fleiri sem vilja hespa af kaupin á þeim banka, og þarf ekki sjálfstæð- ismenn til. Alveg er augljóst að fleiri háttsettir innan Landsbankans eru mjög fýs- andi að kaupin verði gerð sem allra fyrst, þ. á m. eru þeir Sverrir Her- mannsson bankastjóri og Valur Arn- þórsson bankastjóri. - Ef hins vegar kaup Landsbankans á hlutabréfum Sambandsins í Samvinnubankanum veröa útkljáö fyrir þessi áramót, án þess aö þær upplýsingar berist sem um hefur verið beöið af Landsbank- anum um stöðu Samvinnubankans og einstakra viðskiptamanna hans, bókfærðar eignir hans og annað, þá er hér um að ræða valdníðslu af hálfu þeirra sem útkljá slík kaup. Kaup Landsbankans á hlutabréf- um Sambandsins í Samvinnubank- anum eru ekkert einkamál sumra bankastjóra eða bankaráðsmanna Landsbankans, þetta mál hefur keðjuverkandi áhrif, ekki síst á af- komu Landsbankans að lokinni þess- ari ákvörðun ef af verður. - Best væri að fresta henni þar til nýtt bankaráð kemur saman. Það er líka heiðarlegast og eðlilegast, sam- kvæmt góðum og gildum viðskipta- reglum fyrirtækja. iill . Vinningstölur laugardaginn 30. des. ’89 VINNINGAR FJÖLDI | VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af5 3 896.385 o 4. 4af5^jfjP 5 93.328 3. 4af 5 169 4.763 4. 3af 5 5.507 34 í . Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.838.992 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.