Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Qupperneq 24
'24
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990.
Menning
Steinbarn
Frá upptöku á sjónvarpsleikritinu Steinbarni. OV-mynd Brynjar Gauti
RÚV-sjónvarp sýnir:
STEINBARN
Handrit: Vilborg Einarsdóttir og Kristján Friöriks-
son.
Stjórn kvikmyndatöku: Karl Óskarsson.
Hijóð: Agnar Einarsson.
Leikmynd og búningar: Jón Þórisson.
Tónlist: Gunnar Þórðarson.
Stjórn upptöku, klipping og leikstjórn: Egill Eð-
varösson.
RÚV-sjónvarp lét gera kvikmyndina Stein-
barn síöastliðiö sumar í stórbrotnu um-
hverfi Reykjanesvita. Þaö fór eins og fyrri
daginn aö íslenskt landslag leikur lykilhlut-
verk í myndinni. Þaö eru hins vegar ekki
ljúfar myndir landkynningarbæklinga sem
valdar eru að baksviði heldur umhveríi sem
er úfiö og grett, tungllandslag og óvegir,
svartur sandur og hrikalegar klettamyndir
sem brimiö svarrar endalaust á.
Hið nána samspil hafs og lands er óijúfan-
lega tengt örlögum fólksins á þessum af-
skekkta staö viö Höfðavita. Án hafsins er
ekkert líf, en „hafið gefur og haftö tekur“
segir Bragi vitavörður í myndinni og í orðum
hans er þungur váboði.
Kvikmyndatakan er vönduö og blæbrigða-
rík, nærgöngular myndir af svipbrigöum
persónanna vega salt á móti víðum lands-
Jagsmyndum þar sem maðurinn veröur sem
örsmátt peö eða sandkorn á strönd. Lýsingin
er vel unnin, oft mjög yel, og leikmyndin er
ágætlega sannfærandi.
Handrit þeirra Vilborgar Einarsdóttur og
Kristjáns Friðrikssonar var á sínum tíma
valiö sem framlag íslands í leikritasam-
keppni evrópskra sjónvarpsstöðva og mynd-
arinnar þess vegna beðið með nokkurri eftir-
væntingu.
Myndin byrjar fremur brotakennt á vís-
bendingum í margar áttír þannig að áhorf-
andinn veit varla framan af hvaða þráður
verður helst spunninn í verkinu.
Okkur er kynnt gömul saga er segir frá
hörmulegu skipsstrandi við vitann. Ung
stúlka ætlar að skrifa kvikmyndahandrit
fyrir enska sjónvarpsstöö um sögu eina
LeiJdist
Auður Eydal
mannsins sem komst af. En Sebastian hinn
breski og grimmileg örlög hans gufa upp í
miöri mynd vegna atburða sem handrits-
höfundurinn Linda flækist í þegar hún er-
komin á staðinn.
Samskiptauörðugleikar Lindu við fyrrver-
andi eiginmann koma við sögu og þar með
togstreita ungrar konu á uppleið og staða
konunnar í nútímaþjóðfélagi. Samband
hennar við dótturina minnir á leik þeirrar
litlu með brúöuna sína, (eins gott að gleyma
henni ekki einhvers staðar úti í móa) og á
sér líka endurhljóm í vitfirrtu konunni
Margréti.
Litla dóttirin hrindir af staö atburðarás,
sem ekki verður við snúið og er að vissu leytí
endurtekning á voðaverkum fyrri tíma. Upp
kemst um sifjaspell og barnsmorð, gott ef
ekki fóðurmorð líka, og öll þessi sorgarsaga
hefur legið í þagnargildi í hálfa öld.
Þessir efnisþræðir hefðu nægt í mun lengra
verk, jafnvel fleiri en eina mynd. Vænlegra
heföi sjálfsagt verið að einbeita sér að þeim
hluta sem varð, þegar á leið myndina, aðal-
inntak hennar, en það var örlagasaga vita-
varöarins Braga.
Bragi er lifandi og brothætt persóna, sveip-
aður þumbaralegu viðmóti einbúans til að
byrja meö. Rúrik Haraldsson túlkar þennan
einræna mann með afbrigðum vel og fas
hans og svipbrigði segja meira en mörg orð.
Svipmyndir frá fyrri atburðum voru felldar
inn í myndina þar sem Bragi ungur eltir föð-
ur sinn sem ætlar að fyrirkoma barninu sem
hann hefur getið með sinni eigin dóttur.
Þessa voðaatburði endurlifir Bragi þegar hin
vitskerta systir hans ætlar að varpa Kristínu
litlu fyrir björg.
Söguþráðurinn er þannig orðinn æði reyf-
arakenndur um það er yfir lýkur og án Rú-
riks hefði orðið heldur lítið úr öllu saman.
Lilja Þórisdóttir átti ágæta kaflá í heldur lit-
lausu hlutverki Lindu sem þrátt fyrir allt var
lykilpersóna í verkinu. En hún réð ekki alls
kostar við geðshræringu hennar og örvænt-
ingu.
Litla stúlkan Klara íris Vigfúsdóttir leysti
sitt hlutverk af barnslegri einlægni óg með
eðlislægum þokka og þær Margrét Ólafs-
dóttir í hlutverki systur Braga áttu góðan
samleik í dótakofa Margrétar. Annars fannst
mér æði Margrétar og vitfirring allt of ýkt
og jaðra við fordóma.
Þeir Hallmar Sigurðsson og Sigurður
Karlsson unnu mjög vel úr sínum hlutverk-
um, þó lítil væru.
Tónlist Gunnars Þórðarsonar myndaði
góðan bakgrunn við þessa stórskornu Suður-
nesjamynd.
Karl Óskarsson stjórnaði kvikmyndatöku
og hefur fyrir löngu sannaö fagmannleg tök
sín á því sviði. Egill Eðvarðsson er stjórn-
andi upptöku, leikstjóri og annaðist klipp-
ingu myndarinnar.
Klippingarnar voru stundum nokkuð
snubbóttar og eins og áður var að vikið hefði
leikstjóri mátt draga úr ýktum leik á nokkr-
um stöðum.
En fyrst og fremst hefði þurft að þétta verk-
ið um aðalatriðin og jafnframt að fækka at-
riöum sem aðeins urðu tíl að drepa málinu
á dreif. Þá hefði verkið orðið bæði markviss-
ara og sterkara.
-AE
Þjóðarflokksfólk:
Eg skulda ykkur skýringar
Þar sem úrsögn mín úr flokknum
hefur vakið nokkra athygli finnst
mér rétt að fara nokkrum oröum
um ástæður þess og þróun þessara
endaloka.
Það hefur ekki dulist þeim er
gleggst fylgdust með þróun mála í
Þjóðarflokknum að vaxandi
spenna var á mili þeirra afla, er
vildu samstarf við aðra flokka meö
sambærilegan málefnagrunn, og
hinna sem vildu ekki fyrir nokkurn
mun blanda málefnum með öðrum
flokkum.
Þann hóp fyllir einkum sá klofn-
ingshópur úr samtökum um jafn-
rétti á núlli landshluta sem stofnaði
flokkinn í upphafi. Þessi hópur
hefur, því miður, komið sér hjá því
að taka af alvöru á pólitískum mál-
efnum ef þau hafa átt að koma til
framkvæmda. Þar er umræðan lát-
in nægja.
Landsfundur flokksins
Fyrir ári var landsfundur flokks-
ins haldinn í Ölfusborgum og var
þar ótrúlega góð mæting þrátt fyrir
slæman fundartíma, svo síðla
hausts, og ómarkvissa skipulagn-
ingu og kynningu. Það fór því svo
að á þeim fundi yfirgaf flokkinn
einn af máttarstólpum hans á Aust-
urlandi. Á þeim fundi var kosin
nefnd sem kanna áttí málefnalega
samstöðu með Borgaraflokki, Sam-
tökum um jafnrétti og félagshyggju
og Þjóðarflokknum.
Það leyndi sér ekki á fundinum,
og eftir hann, að stofnendur flokks-
Kjallariim
Guðbjörn Jónsson
fulltrúi
grunur lék á að mundu styðja
framgang þessara samstarfsum-
leitana.
Það er rétt aö taka hér fram að
einungis var rætt um samstarf en
sameining var ekkert á dagskrá,
þrátt fyrir villandi framsetningu
þeirra er spilla vildu málinu og
cinnig ýmissa fjölmiöla. Ég var t.d.
f varastjórn flokksins. - Ég fékk
ekkert fundarboð og vissi ekkert
um dagskrá fundarins fyrr en ég
mætti þar eins og hver önnur boð-
flenna, ásamt nokkrum öðrum
boöflennum.
Stjórnin gagnrýnd
Stjórn flokksins hefur verið
gagnrýnd réttilega fyrir lítið fram-
tak og áhugaleysi um raunhæfa
baráttu flokknum til framdráttar.
„Stjórn flokksins hefur verið gagnrýnd
réttilega fyrir lítið framtak og áhuga-
leysi um raunhæfa baráttu flokknum
til framdráttar.“
ins voru lítt hrifnir af þessum
málalokum, enda unnu þeir leynt
og ljóst á móti framgangi þessa
máls allan tímann. Það kom því
ekki á óvart að þegar landsfundur
var loks boðaður á þessu ári fengu
fáir fundarboð af þeim aðilum sem
Ég skal viöurkenna að ég hef trú-
lega verið hvað harðastur í þessari
gagnrýni, ekki til þess að kasta
rýrð á þær persónur, er skipuðu
stjóm flokksins, heldur til þess að
reyna að hvetja þau til þess að
breyta umræðum í verklega pólit-
íska baráttu.
Ég hef hvatt til þess að flokkurinn
færi meira með málefnin tíl fólks-
ins en gert hefur verið. Það er mín
bjargfasta skoðun að málefni þau,
sem Þjóðarflokkurinn er með á
stefnuskrá sinni, eigi mikið erindi
til fólksins í landinu. Flokkinn
vantar einfaldlega fleira fólk til
þess að útfæra þessi málefni betur
fyrir þjóðfélagið og þær breytingar
sem boðaðar eru á því.
Það er t.d. vonlítið að flokknum
takist að koma á fylkjaskipan með
þeim hætti sem boðað er af núver-
andi forystu flokksins. Það er hins
vegar hægt að ná fram afgerandi
mikilvægum þáttum í átt aö sjálf-
ræði landshlutanna í eigin málefn-
um, innan núverandi stjórnar-
skrár. En til þess að geta unnið að
þessum málefnum verður forysta
flokksins að þola meiri vídd í bar-
áttuaðferðum er nú er.
Pólitískur flokkur verður aldrei
neitt ef hann getur ekki náð til
fólksins og borið fram stefnu sína
á þann hátt að hún veki forvitni
og von um betra samfélag.
Umburðarlyndi, valddreifing
Þessi hugtök eru í stefnuskrá
flokksins en birtast í ansi skondn-
um myndum. Það hafði t.d. engin
áhrif á þær fáu sálir, sem á lands-
fund voru mættar, fyrirfram
ákveðnar í því að koma í veg fyrir
hugsanlegt samstarf, þótt lesin
væri upp áskorun um að halda
áfram vinnu við málefnalegt sam-
starf frá félagsfólki í sterkasta vígi
flokksins, Vestfjarðakjördæmi.
Sama var einnig um okkur sem
reyndum á fundinum að nálgast
málefnið frá ýmsum hliðum. Okk-
ur hefði orðið nákvæmlega jafná-
gengt með því að tala við stein-
vegg. Valddreifingin birtist í þeirri
mynd að aðeins stjórnin settíst nið-
ur skömmu fyrir fund og samdi
svokallaðar skýringar við stefnu-
skrána.
í upphafi ársins voru varastjórn-
armenn hafðir meö í umfjöllun um
málefni á stjórnarfundum. Þegar í
ljós kom að við vorum oft á nokkuð
anparri skoðun en ýmsir stjórnar-
menn var einfaldlega hætt að láta
okkur fylgjast með stjórnarfund-
um. Endapunkturinn varð svo er
einn þröngsýnasti maðurinn í
hópnum lagði fram tillögu um að
flokkurinn skyldi ekki eiga póli-
tískt samstarf við aðra flokka og
hún var samþykkt.
Þá gerði ég mér grein fyrir því
að þetta fólk vildi fá að vera í friði
í þessu hugsjónafélagi sínu. Þess-
um sama manni var svo falið að
semja stjórnmálayfirlýsingu fund-
arins eftir að fundi var lokið.
Ég óska þjóöarflokksfólki vel-
farnaðar í framtíðinni. Ég á ekki
samleið með þeim með núverandi
vinnubrögðum. - Ég hef hins vega
sömu hugsjónir og mun halda
áfram að vinna að því samfélagi
sem okkur dreymir um.
Guðbjörn Jónsson