Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 25
MIÐVIKUDAGUR 3. JANÚAR 1990. 25 LífstOl Fiskverðslækkun í vaskinn „Miöaö viö þaö verð sem gilt hefur á fiskmörkuöum undanfarnar vikur getur fiskverð til neytenda alls ekki lækkaö þrátt fyrir viröisaukaskatt," sagði Guðmundur J. Óskarsson, fisk- sali í Sæbjörgu, í samtali viö DV. „Viö keyptum 475 kíló af óslægðri ýsu á Faxamarkaði 2. janúar og greiddum 130 krónur fyrir kílóiö. Þetta er talsvert hærra verð en í gildi var fyrir áramót og miðað við það hækkar kílóið af ýsuflökum í rúmar 500 krónur út úr búð í stað þess að lækka eins og hið opinbera auglýs- ir,“ sagði Guðmundur. Algengt verð á ýsuflökum með roði var um 350-400 krónur fyrir áramótin. í auglýsingum fjármálaráðuneytis og viðskiptaráðuneytis um giidi- stöku virðisaukaskatts er fullyrt að allur neyslufiskur muni lækka. í auglýsingunni eru taldar upp 13 fisk- tegundir sem þetta er sagt eiga að gilda um. Ýsa, sem er ótvírætt vin- sælasti fiskur sem landsmenn neyta, hefur samkvæmt því verði sem gildir í dag engar forsendur til þess að lækka. í stað þess bendir flest til þess að veruleg hækkun verði. Fiskur ber 24,5% virðisauka til fisksala sem síð- an eiga aö fá endurgreidd 19,33%. Fisksalar sem DV ræddi við vegna þessa máls fóru mjög höröum orðum - getum alls ekki lækkað, segja fisksalar um framkvæmd gildistöku virðis- aukskatts og töldu hið opinbera vera að lofa fiskverðslækkun upp í ermina sína og blekkja neytendur sem síðan kenndu fisksölum um að verðið lækkaði ekki. „Við fengum ekki að sjá reglugerð- ina fyrr en daginn fyrir gamlársdag og ég get engan veginn séð að fisk- verð geti lækkað,“ sagði Bárður Neytendur Steingrímsson, formaður Landssam- bands fisksala, í samtali við DV. „Ríkið eða ráðuneytið ræður ekki við fiskverð á frjálsum markaði," sagði Mörður Ámason, upplýsinga- fidltrúi íjármálaráðuneytis, í samtali viðDV. „Við þessu er ekkert að gera. Ég vek hins vegar athygh á því að það sem gerist er að ríkiö tekur til sín minni hlut af fiskverði en áður en hinn frjálsi markaður meira. Þess vegna stendur það sem ráðuneytið lofaði í þessum efnum, aö því marki sem því var lofað,“ sagði Mörður. -Pá Fisksalar telja ómögulegt að lækka fiskverð þrátt fyrir laegri virðisauka en söluskatt og telja talsverða hækkun líklegri vegna hækkunar markaðsverðs. Hækkanir vegna vasksins: Símtöl til útlanda og burðargjöld hækka Virðisaukskattur leggst af fullum þunga á alla ijarskiptaþjónustu við Útlönd sem hækkar því um 15,8% en bar 7,5% söluskatt áöur. Hver mín- úta til Norðurlanda kostar nú 69,50 krónur en kostaði 60 krónur áður. Hver mínúta til Bretlands og Þýska- lánds hækkar úr 73 krónum í 84,50 krónur. Hver minúta til Bandaríkj- anna kostar nú 128,50 krónur en kostaði 111 krónur áður. Gjöld fyrir þessa þjónustu hækk- uðu um 11-12% í byrjun desember þannig að heildarhækkun hefur orð- ið um 30% á tæpum mánuði. Burðargjöld fyrir almenna böggla og forgangspóst innanlands og fyrir heimsendingarþjónustu hækka. Eft- ir þessa hækkun kostar 245 krónur undir böggul undir 5 kílóum en kost- aði 195 krónur áður. 250 gramma for- gangssending til Evrópu kostar 1.500 krónur efdr hækkun en 1.800 krónur til Bandaríkjanna. -Pá Þjónustugreinar í virðisauka - standa í stað eða lækka Þjónustugreinar sem áður báru söluskatt bera flestar virðisauka- skatt og ætti því verð þeirra að standa í stað eða lækka. Þó telja menn að iðgjöld tryggingafélaga ættu að lækka þrátt fyrir að tryggingafé- lögin telji sig bera meiri kostnað af virðisaukanum en í fyrstu var talið. Þetta er samkvæmt upplýsingum embættis ríkisskattstjóra sem sett hefur upp sérstakan þjónustusíma til þess að upplýsa fólk um áhrif vasks- ins. Verð á verkstæðisþjónustu ætti að haldast óbreytt og sömuleiðis verð á þjónustu hárgreiöslustofa, heflsu- ræktarstöðva, gufubaðs- og nud4- stofa. Þjónusta heilsuræktarstöðva ætti að lækka þar sem þær bera ekki virð- isaukaskatt en báru áður 25% sölu- skatt. Þjónusta iðnaðarmanna ber virðis- aukaskatt en hann verður endur- greiddur sé um nýsmíði að ræða eða viðhald sem nemur 7% af fasteigna- matsverði. Viðhald undir þeim mörkum verður dýrara eftir en áður. -Pá Virðisaukaskatturinn: Mjólkurlítrinn lækkar úr 71,70 krónum í 65,40 krónur við gildis- töku virðisaukaskatts um áramót. Léttmjólk lækkar jafnmikið og ný- mjólk og kostar lítrinn nú 65,40 krónur. Undanrenna lækkar úr 48,60 krónum í 44,30 krónur. Þetta er 8,8% lækkun. Aðrar mjólkurvörur lækka um tæplega 0,5%. Þannig kostar kfló af smjöri nú 541,60 kró'nur en kost- aði áður 543,70. Sama lækkun verð- ur á rjóma, ostum, jógúrt, skyri og smjörva. Dilkakjöt í heilum og hálfum skrokkum lækkar um 8,7%. Kfló af D-I-A sem er algengasti verö- flokkurinn lækkar úr 462,30 krón- um í 422 krónur. En skilar sú lækk- un sér tfl fullnustu í unnum kjöt- vörum, s.s. lærissneiðum, kótelett- um og fleiru? „Þaö er ekki hægt að gera ráð fyrir því að unnar kjötvörur lækki um sama hlutfall," sagði Guð- mundur Sigurðsson, fulltrúi hjá Verölagsstofnun, í samtali við DV. Ástæðan er fyrst og fremst sú að 24,5% virðisaukaskattur verður áfram á öðrum kostnaðarliðum eins og pökkunarkostnaði, umbúð- um o.þ.h. Auk þess er frjáls álagn- ing á unnum kjötvörum og því erf- itt að áætla hver lækkunin verður. fslensktgræn- meti lækkar um 8,45% íslenskt grænmeti lækkar um Mjólk er það eina sem þegar hefur lækkað við tilkomu virðisauka- skatts. Aðrar lækkanir eru ekki komnar til framkvæmda að neinu ráði. DV-mynd BG 8,45% í heildsölu. Þannig kostar 2 kílóa poki af kartöflum frá Ágæti nú 170 krónur í stað 185 króna áð- ur. Kíló af gulrófum lækkar úr 79 krónum í 73 krónur, kíló af gulrót- um úr 120 krónum í 110 krónur og kíló af hvítkáli lækkar úr 83 krón- um i 76 krónur. Fleiri tegundir af íslensku grænmeti eru ekki á markaðnum eins og er. Reiknaö er með aö verð á innfluttu grænmeti haldist aö mestu óbreytt. Smásöluálagning er misjöfn en reiknað er með að lækkunin eigi að skila sér með sama hlutfalli í smásölu. Þannig ætti kfló af gulrót- um að kosta um 170 krónur út úr búð í stað 188 króna áður. Kíló af rófum ætti að lækka úr ca 123 krón- um í 113 krónur og kíló af hvítkáli ætti að lækka úr ca 130 krónum í 118 krónur. Kaupmenn bíða átekta „Það hefur ekkert breyst hjá okk- ur nema mjólk og kartöflur enn sem komið er,“ sagði Sveinn Sigur- bergsson, kaupmaður í Fjarðar- kaupum, í samtali við DV. „Við vitum ekkert um það hvernig þessi lækkun á kjötinu kemur út fyrr en við tökum inn nýjar birgðir sem verður trúlega ekki fyrr en undir helgi.“ Sveinn taldi að almennt myndi vöruverð frekar standa í stað en lækka. Hann benti á að margir kaupmenn hefðu frestað hækkun- um á mörgum vörutegundum í jólaösinni og því væru margar teg- undir sem óhjákvæmilega myndu hækka þegar það yrði leiðrétt. Fjarðarkaup er, eins og fleiri stór- markaðir, með mjólk á lægra verði en opinberu smásöluverðiu og sel- ur því lítrann á 63 krónur eftir lækkun. -Pá HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆni HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Stöndum saman um landsliðið okkar 25 BILAR ríei: mnaöii

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.