Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 32

Dagblaðið Vísir - DV - 03.01.1990, Page 32
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Auglýsingar - Áskrift MIÐVIKUDAGUR 3. JANUAR 1990. I 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 é o Mer mikil vonbngði segir Kjartan P. Kjartansson sem lét af störfum hjá Sambandinu fyrirvaralaust „Það er rétt að ég hef látið af störf- um. Ég hef gert forstjóra ítarlega grein fyrir ástæðunum,“ sagði Kjartan P. Kjartansson, íjármála- stjóri Sambands íslenskra sam- vinnufélaga. Kjartan lét fyrirvaralaust af störfum hjá Sambandinu um ára- mót. Hann tók þá ákvörðun eftir aö bahkaráö Landsbankans gekk frá kauptilboði í hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Eins og kunnugt er hljóðar tilboðið upp á 605 milljónir króna. Kjartan hefur leitt viöræðurnar fyrir hönd Sam- bandsins. „Ég var búinn að vera lengi í þessum bankaviðræðum og fer ekki leynt með að ég varð fyrir miklum vonbrigðum með niður- stöður af þeim íjöldamörgu fund- um sem haldnir hafa verið. Ég vil ekki neita því aö þessi lok á viðræð- um við Landsbankans hafa haft áhrif á þessa ákvörðun. Annars er það varla merkilegt þó einn maður í stóru fyrirtæki láti af störfum." - Liggur ekki fyrir að þu hefur allt aðrar hugmyndir um söluverð- ið? „Ég var með rök fyrir talsvert hærri ijárhæð en 828 miiljónir. Til þess að ná samkomulagi verða menn stundum að gefa eftir. Ég vil ekkert segja um þetta frekar þar sem þetta mál verður nú í annarra höndum. Ég verö hvorki með vörn né sókn í þessu máli. Það taka aðr- ir við og Ijúka þessum viðræðum." - Ef gengið verður að þessu tilboöi þá verður það langt frá þínum hug- myndum. „Það segir sig sjálft. Ég hefði sætt mig við sölu samkvæmt því sam- komulagi sem Guðjón B. Ólafsson og Sverrir Hermannsson undirrit- uðu i september og ég var viðstadd- ekki segja og mun ekki segja meðan máhð er í þessum farvegi." Kjartan P. Kjartansson á langan starfsferil aö baki hjá Sambandinu. Þar hefur hann starfað í 36 ár, þar af sem framkvæmdastjóri í 20 ár. „Viö vitum lítið ennþar sem ekld er búið að leggja málið fyrir okk- - Ert þú aö segja að Landsbanka- menn hafi ekki staðið viö orð sín? „Það hef ég ekki sagt, það vil ég Veitsvipað og þú „Það er búið að ákveða fund á föstudag. Mér skilst að tekin verði afstaða til tilboðsins á þeim fundi,“ sagði Þorsteinn Sveinsson, vara- formaður stjórnar Sambandsins. Ólafur Sverrisson, formaður stjórnarinnar, er erlendis. - Getur þú sagt mér hver ákvörð- un stjórnarinnar verður? - Skil ég þig rétt að það sé ekki búið að kynna stjóminni tilboö Landsbankans? „Ekki formlega. Ætii ég viti ekki svipað um þetta mál og þú.“ - Telur þú að þessi ákvörðun Kjartans P. Kjartanssonar breyti einhverju um ákvörðun stjórnar- innar? „Það held ég ekki. Eg get ekki séð þaö,“'sagði Þorsteinn Sveinsson. -sme Vatnsendi: Gránges og Hoogovens: Aðeins hægt að kaupa með Vilja evrópskt samstarf í álinu eignarnami „Eignarnámið fyrir tveimur árum var gert með fullu samkomulagi beggja aðila og þannig hafa þessir hlutir alltaf verið leystir. Það sem menn voru að reyna var að ganga frá landamerkjum milli Reykjavíkur og Kópavogs á viðkvæmu deilusvæöi. Það var gert í þeirri góðu trú að við værum að ganga þannig fá málum að þau myndu standa. Það hefur aldrei gerst í sögunni að lögsögu- mörkum hafi verið breytt eins og þarna var gert um leið. Það hefur aldrei gerst nema með samþykki __beggja aðila. Annaö væri jafnóhugs- ^mdi og að Reykjavíkurborg keypti jörð í Olfusi og krefðist þess að hún yrði innan lögsögu Reykjavíkur. Þaö mundi aldrei ganga upp,“ sagði Heimir Pálsson, forseti bæjarstjórn- ar Kópavogs, í samtali við DV. Á slysstaðnum á Sandskeiði. Hvorki menn né hross slösuð- ust við áreksturinn. DV-mynd: S „Þeir hafa lýst áhuga á að láta fyrst reyna á samstarfsvilja fáeinna evr- ópskra fyrirtækja en þeir hafa einnig sagt að þeir hafi ekkert á móti nefnd- um amerískum álfyrirtækjum," sagði Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra en það hefur komið fram í við- ræðum ráðherra og fulltrúa álfyrir- tækjanna Grángers og Hoogovens að fyrirtækin vilja helst halda sig við evrópskt samstarf varðandi ál- bræðslu hér á landi. Hafa fyrirtækin í því sambandi nefnt eitt fyrirtæki öðrum fremur og mun það vera fyrir- tæki sem áður hefur komið við sögu í viðræðunum. Einn fulltrúi frá hvoru fyrirtæki er nú hér á landi til að vinna að tæknilegum undirbúningi frekari viðræðna. Er ætlunin að sýna þeim á morgun ýmsa þá staði sem koma til greina varðandi staðsetningu á álverinu. Munu þeir skoða Eyjafjarð- arsvæðið og Reyðarfjörð auk nokk- ura staöa á Reykjanesi. Það eru stað- ir sem staðarvalsnefnd hafði gefið upp á sínum tíma. -SMJ Lög um heimild Reykjavíkurborg- ar til þess að taka eignarnámi hluta af landi jarðarinnar Vatnsenda í Kópavogskaupstað voru samþykkt á Alþingi í maí 1988. Þar sem núver- andi eigandi er bundinn af ákvæöi í erfðaskrá, eins og fram kemur ann- ars staðar í blaðinu, gat hann ekki selt jörðina með frjálsum samning- um. Því varð að afla sérstakarar eignamámsheimildar með sérstök- mm lögum þar sem um fasteign í öðru ^veitarfélagi var að ræða. -hlh Árekstur á Sandskeiði: Hestarnir f óru nokkrar veltur Ladajeppi með hestakerru aftan í lenti í árekstri við annan bíl í mikilli hálku á Sandskeiði í gærkvöldi. Kerran, sem var með tveimur hross- um í, fór tvær til þrjár veltur, að sögn eiganda þeirra. Hrossin, sem eru ellefu og fjórtán vetra, sluppu ómeidd úr slysinu. Þau voru brátt farin að svipast um eftir tuggu á heiö- inni þar sem óhappið varð. Ökumenn bílanna sluppu einnig ómeiddir. Á Helhsheiðinni var nýfallin mjöll og akstursskilyrði mjög varhuga- verð. Ökumanni þriðja bíls, sem kom á eftir þeim tveimur sem lentu sam- an, tókst að afstýra enn frekara óhappi með því að beina bíl sínum út fyrir hálan veginn og út á veg- kantinn. -ÓTT Tveir árekstrar, sem höfðu slys á fólki í för með sér, urðu við brýr í Skagafirði í gær. Tvær konur, sem voru farþegar í bílum sem keyrðu saman á brú við Húseyjarkvísl við Varmahlíð, voru fluttar á sjúkrahús- ið á Sauðárkróki. Meiðsl þeirra voru ekki tahn alvarleg. Annar árekstur varð síðan er tveir bílar skuhu sam- an við Dalsárbrú á Norðurlandsvegi í austanverðum Skagafirði. -ÓTT LOKI Kannski Davíð skipti á Fossvogsbraut og Vatnsenda? Veðrið á morgun: Skúrir, rigning eða slydda Á morgun verða skil yfir norð- anverðu landinu á leið norður. Rigning eða slydda verður víða norðanlands en skúrir með suö- urströndinni. Hlýnandi veöur víðast hvar, hiti allt að 5 stig á suðvesturhominu. NYJA SENDIBILASTOÐIN 68-5000 GOÐIR BILAR ÁGÆTIR BÍLSTJÓRAR BILALEIGA v/Flugvallarveg 91-6144-00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.