Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. 11 Forsætisráðherra Japans, Toshiki Kaifu, ásamt eiginkonu sinni við Brandenborgarhliðið i gær. Símamynd Reuter Kaif u talinn munu biðla til Delors Toshifl Kaifu, forsætisráðherra Japans, kemur til Brussel í dag til viðræðna við Jacques Delors, fram- kvæmdastjóra Evrópubandalagsins, EB, um vaxandi stjórnmálalegt hlut- verk þess. Kaifu, sem í gær átti við- ræður við Helmut Kohl, kanslara Vestur-Þýskalands, og heimsótti Vestur-Berlín, mun einnig hitta að máli Wilfried Martens, forsætisráð- herra Belgíu. Embættismenn telja að Kaifu muni biðja Delors um tryggingu fyrir því að áætlun EB um innri markað eftir 1992 muni ekki loka fyrir innílutning frá öörum löndum. Í staðinn muni hann segja nánar frá hvernig Japan- ir hyggist opna sinn eiginn markað fyrir fleiri erlendum vörum. Kaifu mun einnig útskýra viðskiptasamn- inga Japana við Bandaríkin. I gær tilkynnti Kaifu að Japanir myndu veita Pólveijum og Ungverj- um eins milljarðs dollara efnahags- aðstoð. Pólverjar og Ungveijar fá hvorir um sig 500 milljóna dollara lán frá japanska útflutningssjóðnum á næstu þremur árum. Japanska ríkis- stjórnin mun einnig veita 350 millj- óna dollara ríkisábyrgð til þess að stuðla að fjárfestingum japanskra fyrirtækja í Póllandi. Ríkisábyrgð vegna viðskipta við Ungveijaland verður hækkuð í 400 milljónir eða um hundrað prósent. Áður höfðu Japanir veitt Ungverjum og Pólverj- um 200 milljónir dollara í neyðarað- stoð í nóvember síðastliðnum. Sagði Kaifu að Japanir ættu aö gegna stjórnmálalegu og efnahags- legu hlutverki í Austur-Evrópu. Japanski forsætisráðherrann fór í gær að Berlínarmúrnum þar sem hann gerði að gamni sínu við austur- þýska landamæraverði. Reuter Blóðug verkfallsátök í Suður-Afríku Verkalýðsfélög í Suður-Afríku vilja að dómstólar þar í landi sam- þykki lagaheimild er banni árásir lögreglu og starfsmanna 'sam- göngumála á verkfallsmenn. Kem- ur þetta í kjölfar þess að sex menn létust í blóðugum verkfallsátökum í gær. Þessi átök í gær eru ein verstu verkalýösátök í sögu lands- ins. Átökin áttu sér stað á lestarstöð í bænum Germiston, rétt fyrir utan Jóhannesarborg, milli starfs- manna samgöngumála, sem verið hafa í verkfalli í tíu vikur, og þeirra sem andvigir eru verkfallinu. Rúmlega tuttugu manns hafa fallið í verkfallsátökum. Talsmenn stærsta verkalýðsfé- lags Suður-Afríku sögðu í gær að þeir myndu fara fram á við hæsta- rétt að hann samþykkti lög er bönnuðu árásir lögreglu á verk- fallsmenn. Verkalýðsfélagið sakar lögreglu og yfirmenn samgöngu- mála um að hafa staðið að baki róstunum en yfirvöld hafa vísað slíkum ásökunum á bug. Reuter Roh vill ræða tillögu Kims um ferðafrelsi Roh Tae-Woo, forsætisráðherra Suður-Kóreu, hefur lýst yfir ánægju sinni með tillögu yfirvalda Norður- Kóreu um ferðafrelsi milli ríkjanna. Simamynd Reuter Forseti Suður-Kóreu, Roh Tae- Woo, spáði því í gær að umbæturn- ar, sem átt hafa sér stað í Austur- Evrópu, myndu brátt ná til Norður- Kóreu. Hvatti hann til fundar þar sem Kóreuríkin tvö gætu rætt frjáls- ar ferðir þegnanna milli ríkjanna. Roh tilkynnti einnig að yfirvöld í Seoul og Washington hefðu komist að samkomulagi um að sameiginleg- ar árlegar heræfingar, sem hafa stað- ið í vegi fyrir árangri í viðræðum um landamærin, verði umfangsminni en áður. Roh lýsti yfir ánægju sinni með til- lögu Kim II Sungs um áramótin að leyfa fijálsar ferðir milh Norður- og Suður-Kóreu sem skref í átt að sam- einingu kóresku ríkjanna sem hafa verið skipt síöan 1945. Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa harð- lega gagnrýnt heræfingarnar sem hófust 1976 og nú stendur til að hafa ekki jafn umfangsmiklar. Hafa þau sagt þær vera undirbúning undir innrás í Norður-Kóreu og auka hætt- una á öðru stríði. Um tvö hundruð þúsund hermenn hafa tekið þátt í æfmgunum sem venjulega hafa farið fram milli febrúar og apríl. Reuter Útlönd Austur-Evrópa: Umbótasinnar áhyggjufullir Umbótasinnar í Austur-Evrópu, sem velt hafa kommúnistum úr valdastóli í mörgum ríkjum, fylgjast nú náið með athöfnum og orðum nýrra valdhafa, uggandi um að lýð- ræðinu, sém þeir hafa barist fyrir, verði stungið undir stól. Fyrstu frjálsu kosningarnar í fjölmörgum ríkjum austurhluta álfunnar fara fram innan örfárra mánaða og at- kvæði milljóna Austur-Þjóðverja er það sem allir vilja fá. Margir fyrrum andófsmenn segja að kommúnistar, í dularklæðum umbótasinna, séu að reyna að halda völdum í austantjaldsríkjum með því að vinna skemmdarverk á lýðræðis- þróuninni. „Fólkið er óánægt. Dag- lega koma 'til mín verkamenn og segja .. .sérðu ekki að það er sama fólkið sem enn er við völd?“ sagði Doina Cornea, þekktur rúmenskur andófsmaður, í gær. Cornea, sem var í stofufangelsi á valdatíma harðstjórans Ceausescus, sagði að kommúnistar væru að reyna að stela byltingunni. Félagar í Þjóð- frelsishreyfingunni, sem nú fer með völd í Rúmeníu, vísuðu fullyrðingum hennar á bug. Silviu Brucan, sem er háttsettur innan hreyfingarinnar, kvað hana vera „ábyrgðarlausa og óreynda í stjórnmálum". Byltingin í Rúmeníu varð blóðug- ust byltinga Austur-Evrópu ríkja. Talið er að allt að tíu þúsund, ekki sextíu þúsund eins og áður hafði komið fram, hafi týnt lífi. Almenn- ingur í Austur-Evrópu vill að bylting fólksins, sem steypti kommúnistum, haldist í höndum fólksins. „Niður með kommúnista," hrópuöu eitt hundrað þúsund Austur-Þjóðverjar í mótmælagöngu í Leipzig á mánudag en það var einmitt þar sem umbóta- hreyfmg Austur-Þjóðverja hófst. Stjórnarandstaöan í Austur-Þýska- landi, með hugann við komandi kosningar, hefur hótað að færa bar- áttuna fyrir lýðræöi á nýjan leik út á götur borga og bæja í landinu og standa fyrir verkföllum nema hún fái aukin völd. Stjórnarandstæðingar saka kommúnista, sem enn eru við völd í Austur-Þýskalandi, um að koma í veg fyrir að andófsöflin geti háð kosningabaráttu sína. í Búlgaríu segja stjórnarandstæð- ingar að harðlínukommúnistar ýti undir þjóðernisdeilur í landinu til að beina athyglinni frá lýöræðisþróun- inni. Tugir þúsunda Búlgara hafa safnast saman á götum Sofíu, höfuð- borgarinnar, til að mótmæla ákvörð- un stjórnvalda um að veita Tyrkjum og öðrum múhameðstrúarmönnum, sem eru í minnihluta í landinu, rétt til að iðka trú sína. Stjórnarandstæðingar segja að það séu kommúnistar sem standi að baki þessum mótmælum. Vestrænir stjórnarerindrekar í Búlgaríu segja að á suma mótmælafundina hafi fólk verið flutt frá landsbyggðinni til höf- uðborgarinnar í langferðabifreiöum. í Austur-Evrópu er nú eingöngu eitt ríki sem ekki hefur aö einhverju leyti komist í snertingu við perestroj- ku Gorbatsjovs Sovétforseta en margir segja að umbótahreyfing for- setans sé undirrótin aö öllu umrót- inu. Þetta eina land er Albanía. Vest- rænir stjórnarerindrekar í landinu vísuðu í gær á bug fregnum um róst- ur og mótmæli. „Hér er allt með kyrrum kjörum," sagði einn stjórn- arerindreki í samtali við Reuter í gær. „Við höfum haft fregnir utan að af róstum en þær fregnir hafa ein- göngu borist erlendis frá. Viö höfum ekki séö neitt né heyrt um róstur hér,“ sagði hann. Reuter Umbótasinnar i Austur-Evrópu, sem hafa kynnt ibúum þessum hluta álfunn- ar lýðræðislegar hugmyndir, vilja að bylting fólksins haldist i höndum al- mennings. Þessi mynd var tekin í Búkarest, höfuðborg Rúmeníu, en þar voru miklar blóðsúthellingar áður en harðstjóranum Ceausescu var steypt. Símamynd Reuter Vandaðurbæklingurmeðupp- lýsingum og leióbeiningum á Islensku fylgir. FÆST í APÓTEKUM OG BETRI MÖRKUÐUM. EÐJANDI OG BRAGÐGOTT LLAR MATARAHYGGJUR ÚR SÖGUNNI Heildverslun. .Þingaseli 8, Slmi 77311

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.