Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Qupperneq 3
MIÐVIKUDAGUR 10. JANUAR 1990. Fréttir Hafskips- og Útvegsbankamálið: Askorun um fram- lagningu reikninga - sem þrotabúið greiddi vegna vinnu fyrir RLR Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hæstaréttarlögmaöur og verjandi Björgólfs Guðmundssonar, skoraöi í gær á Valdimar Guðnason endur- skoðanda aö leggja fram afrit af þeim vinnureikningum sem þrotabú Haf- skips greiddi vegna þeirrar vinnu sem Valdimar vann fyrir Rannsókn- arlögreglu ríkisins. Eins og fram kom í DV í gær upp- lýsti Valdimar, í yfirheyrslum fyrir Sakadómi, að hann hefði þegi^ð laun frá þrotabúi Hafskips vegna þeirrar vinnu sem hann vann fyrir Rann- sóknarlögreglu ríkisins við rann- sókn Hafskipsmálsins. Guðmundur Ingvi sagði að sig grunaði að afskipti Valdimars vegna Hafskipsmálsins, meðan málið var hjá Rannsóknarlögreglu, væru meiri en Valdimar hefði sagt til þessa. eigna en Hafskipsmenn hafa haldið hinu fram. Þá kom fram að Valdimar vissi ekki, á sínum tíma, hvernig bretti Hafskip átti. Gámar voru líka talsvert umræðuefni - það er hvort I dómsáLnum Sigurjón M. Egilsson Hafskip hefði haft gáma á venjulegri leigu eða kaupleigu. Jón Steinar benti á að 100 gámar heföu orðiö eft- ir í eigu þrotabúsins og að það benti til þess að um kaupleigu hefði veriö aö ræða. Mótmæli og mótmæli Talsvert var um aö málsaðilar mótmæltu við dómarana. Þegar Jón Steinar vildi spyrja vitnið um vinnu- brögð hans vegiia á'rsreikninga Mjólkurfélags Reykjavíkur neitaði Valdimar aö svara. Hann sagðist ekki geta rætt mál einstakra við- skiptavina sinna. Þá óskaði Jón Steinar þess að réttarhaldinu yrði lokað. Hann taldi nauðsynlegt að Valdimar svaraði.þessu til að sýna fram á að hann notaöi ekki alltaf sömu reikningsskilaaðferðir. Áður var búið að spyrja hann tals- vert um reikningsgerð sína fyrir Skagstrending. Þar eignfærði Valdi- mar aðkeyptan kvóta. Hann mun vera fyrstur endurskoðenda til að gera slíkt. Eins bókfærði hann verð skipa félagsins samkvæmt 90 pró- sentum af vátryggingarverðmæti. Reikningsskilanefnd Félags löggiltra endurskoðenda gerði athugasemdir við þá aðferð. -sme 1990 Opið í dag frá ki. 13-17. *Auto Motor und Sport Fimm ár í röð \Ju m JÖFUR HF NÝBÝlAVEGi 2. KÖPAV0GI, SfMi (91)42600 Ragnar Kjartansson, fyrrum stjórn- arformaður Hafskips, í Sakadómi. Þar mun hann verða tíður gestur næstu vikurnar. DV-mynd GVA Guðmundur Ingvi spurði í framhaldi af því hvort Valdimar vildi breyta framburði sínum. Valdimar sagðist ekki vilja gera það. Því næst skoraði Guömundur Ingvi á Valdimar aö leggja fram afrit vinnureikninganna. Því neitaði Valdimar. Er þetta þín skrift? Guðmundur Ingvi sýndi Valdimar handskrifað blað, á bréfsefni frá Endurskoðunarmiðstöðinni þar sem Valdimar starfar, og spurði hann hvort hans skrift væri á blaðinu. Valdimar sagði svo ekki vera. Það sem var skrifað á blaðið var upptaln- ing á möppum sem hald var lagt á við húsleit hjá Björgólfi Guðmunds- syni. Einn lögmannanna sagöist þekkja skriftina og sagði að Markús Sigur- björnsson væri eigandi hennar. j Gamlir skólabræður Guðmundur Ingvi spurði Valdimar hvort honum hefði verið kunnugt um að handtaka ætti forráðamenn Haf- skip- og fá þá úrskurðaða í gæslu- varðhald. Valdimar sagði svo ekki vera. Aðspurður sagðist Valdimar hafa þekkt tvo ákærðu áður. Það eru Helgi Magnússon og Björgólfur Gúð- mundsson en þeir sátu saman þegar þeir voru við nám í Verzlunarskól- anum. Veit ekki til þess Jón Steinar Gunnlaugsson spurði Valdimar mikið um hvernig hann hefði hagað vinnubrögðum sínum við úttekt á efnahag Hafskips eftir að fyrirtækið varð gjaldþrota. Meðal annars var rætt um verðmæti skipa- stóls félagsins. í ljós kom að Valdi- mar hafði meðal annars stuðst við blaðagreinar í mati sínu. Um hvort vörubretti gætu talist til eigna urðu líka talsverðar umræður. Valdimar taldi að bretti gætu ekki talist til r I Hvíldu þig nú á skammdeginu Nú gefst einstakt tækifæri til að hvíla sig dálítiö á íslenska skammdeginu og bregða sér í stutta ferð yfir pollinn. Þú getur valið um tvær af skemmtilegustu borgum Evrópu tii að slappa af og láta þér líða vel. Þetta tilboð gildir fyrir janúar og febrúar en athugaðu aö aóeins er selt í þessar ferðir í janúar þannig að þótt þú ætlir ekki að leggja land undir fót fyrr en í febrúar verður þú aö tryggja þér miða fyrir mán- aðamótin. Útsölutíminn í Amsterdam Útsölurnar eru þegar hafnar í Amsterdam. Þar er verðlag að vísu hagstætt allt árið en þó best á þessum tíma. Not- aóu tækifærið. En jafnvel þótt þig langi ekkert til aó versla getur þú fundið þér nóg að gera í Amsterdam. Veturinn er sá tími sem menningar- og skemmtana- líf er í hvaö mestum blóma. Heimsfrægar hljómsveitir, bæöi popp- og sinfóníu-, heilla hvorar sinn aðdáenda- hópinn og Rembrandt og van Gogh eru á næstu grös- um. Og láttu endilega eftir þér aó fara á indónesiskan veitingastaó og fá þér 26 rétta „rijstaffel". Það kostar ótrúlega lítið. Hamborg allra árstíða Útsölumar í Hamborg hefjast 29. janúar og standa í tvær vikur. Hamborg er fræg fyrir að þar er hægt að fá mjög „vönduð merki“ á sérlega góðu veröi. En Hamborg er ekki síður borg menningar, lista og skemmtana. Þú átt Hamborgar allt árið. | erindi til Har Amsterdam eða Hamborg Kr. 18.300 ARNARFLUG Lágmúla 7, sími 84477, Austurstræti 22, sími 623060

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.