Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. 7 Sandkom Fréttir ífréttabréfi Öryrkjabanda- lagsinser brandaraslða þar M’inso.-'ber saga afÁrna Helgasyni, bmdindisfröm- uðiogMogga- skribent úr Stykkishólmi MimArnihala legiðásjúkra- húsitilrann- sóknar fyrír skömmu og kom góðvin- ur hans að heimsækj a hann. Vinur- inn er viðutan vel og fór villur vegar á sjúkrahúsinu. Kemur hann inn á deild eina og spyr þar konu h vort Árna Helgason sé þar að finna. Kon- an verður mj ög brosleit og svarar: „Áttu nú helst von á honum hér? Þetta er nú göngudeild fyrir áfengis- sjúklinga.“ m» »x Nu riður á að þrasa Mikilfunda- höldfórufram íÞjóðleikhús- inu í vikunni umframtíðar- skipulaghúss- ins Þarvar mætturráð- lierra mennta- mála, sem svndivist niiktl tilþrifásvið- inu, og aragrúi leikaraogann- arra sem starfa í þessu merka húsi. Sýndist sitt h verjum utn brevting- arnar sem standa fyrir dyrum og var þráttað um þær lengi vel. Flosi mun vera einn þeirra sem aðhyllast breyt- ingar þær sem verið hafa kynntar og var greiníiega farið að leiðast þófið þegar liann mælti þessi orð: „Núrið- ur á aö þrasa sagði kerlingin þegar hún fékk happdrættisvinninginn.', Flosi hefur þarna átt við að loksins þegar Þjóðleikhúsfólk hafi fengið „vinninginn'' með komandi breyting- um riði mest á að þrasa sem mest og láta helst ekki neitt verða úr neinu. Gesturnokk- ursatákaffi- húsiíParísog dreyptiávín- glasiþegar fanatískur bindindismað- urréðstaðhon- um meðlátum. „Wrskuluð ekkidrekka þennan óþverra. Iáfr- arsjúkdómar eru fimm sinnum algengari í Frakk- landien nokkru öðru landi, þökk sé drykkjunni. Meðalaldurinn er sjö sinnum laégri í Frakklandi en Vest- ur-Þýskalandi, þökk sé drykkjunni. Frakkar nota helraingi fleiri veik- indadaga en Hollendingar, þökk sé drykkjunni," sagði sáfanatíski og þóttist aldeilis hafa sett kaffihúsa- gestinn út af laginu. „Hvað varðar mig um það, ég erislendingur," svar- aði gesturinn þá og dreypti á. Meðguðiáferð Ogannarúr blnöi Ör\rkja- bandalagsins. Prestureinn varaöfaraað hcimanogeig- inkonanhafði áhyggjuraf honumþarsem liann þurfliað þvælasteinní bíl i leiðinda- veðriognátt- myrkri.Vin- kona prestsfrúarinnar var hiá henni og reyndi að telja í hana kjark. Kvað hún prestinn aldrei vera einan þ ví guð væri alltaf með honum h vað sem á gengi. EkM virtist vera mikil hugg- un í þessura orðum vinkonunnar þvi prestskonan svaraði með angíst í röddinni: „Ja;þaðheldégségagní þ ví og hvorugur kann svo mikið sem skiptaumdekk.'* Umsjón: Haukur L Hauksson Kjarasamningamir: Rætt um 3 prósent kauphækkun á árinu - öll launþegahreyfingin verður að vera með ef samningar eiga að takast „Ef kjarasamningar eiga að takast á þeim nótum, sem menn hafa verið að ræða um að undanfórnu, þarf það að gerast strax. Ekki seinna en í þess- ari viku eða byijun þeirrar næstu. Ég er aftur á móti hræddur um að fiskverðsdeila sjómanna geti sett strik í reikninginn, því miður,“ sagði Guðmundur J. Guömundsson, for- maður Verkamannasambandsins, í samtali við DV. Samkvæmt heimildum DV er í þeim samningaviðræðum sem átt hafa sér stað, rætt um 3 prósent kauphækkun á þessu ári í tvennu lagi. Þá er rætt um að við undir- skrift kjarasamninga lækki banka- vextir og loks að verð á landbúnaðar- afurðum verði óbreytt út þetta ár. Rætt er um að samningurinn gildi til vorsins 1991 og að annaðhvort verði í honum uppsagnarákvæði ef kaup- máttur rýrnar eða svo kölluð rauð strik. Það sem þó skiptir höfuðmáli, vaiðandi þessa kjarasamninga, sem oft eru nefndir núll-lausnin, er að allir aðilar á vinnumarkaðnum verði með. Þá er verið að ræða um Banda- lag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna hjá ríkinu og að sjálfsögðu Alþýðusamband ís- lands. Enn liggur ekki fyrir hvort opinberir starfsmenn verða með og ólíklegt er talið að háskólamenn gefi eftir þær kauphækkanir, sem þeir fengu eftir 6 vikna verkfall í fyrra. Einar Oddur, formaður Vinnuveit- endasambandsins, hefur gefið í skyn að nauðsynlegt sé að koma í veg fyr- ir með einhverjum hætt að launa- hækkanir háskólamanna nái fram að ganga á árinu. Einn af samningamönnum verka- lýðshreyfingarinnar, sem DV ræddi við, sagði að ef menn helltu sér út í samningagerðina væri hægt að ljúka henni um næstu helgi, ef allir eru smmála um að fara þessa leiö. Það sem á stæði væri að sumir verkalýðsforingjar væru efins og jafnvel hræddir við kjarasamninga af þessari gerð. Þeir telja það alls ekki öruggt að hægt sé að koma þess- um samningum í gegn. Það séu litlar líkur til að fólk samþykki þá eftir þá kjaraskerðingu sem það hefur orðið fyrir. Meðan þessi ótti væri fyrir hendi myndi að sjálfsögðu ekkert gerast í málinu. Fyrirhugaður er miðstjórnarfund- ur hjá Alþýðusambandinu, jafnvel í dag, miðvikudag. -S.dór Pattstaða í fiskverðsdeilimni á AustQörðum: Einhvers staðar var kippt í spotta - segir Hrafnkell A. Jónsson, formaður Árvakurs „Það er alger pattstaða í fiskverðs- deilunni hér eystra og ekkert hefur gerst síðan fyrstu tvo dagana. Ég er ekki í nokkrum vafa um að merkir menn hafa kippt í spotta og ég er heldur ekki í vafa um að það tengist þeim kjarasamningaviðræðum sem nú eru í gangi,“ sagði Hrafnkell A. Jónsson, formaður Arvakurs á Eski- firði, í samtali við DV. Hann sagði að sjómenn væru ekki tilbúnir til að taka við þeim kjara- samningum sem nú væri verið að tala um. Þeir hefðu dregist aftur úr öllum öðrum og ætluðu sér að vinna þann mun upp. Hann sagðist ekki sjá að þaö skipti máli fyrir komandi kjarasamninga aðila vinnumarkað- arins hvort sjómenn næðu þessum kjarabótum beint, eins og reynt er nú á Austfjörðum, éða hvort það ger- ist í gegnum Verðlagsráð sjávarút- vegsins um næstu mánaðamót. Ann- að hvort mundi gerast. Sú hugmynd hefur verið nefnd að fiskmarkaður, til að mynda fjar- skiptamarkaður, gæti leyst fisk- verðsdeiluna á Austfjörðum. Hrafn- kell sagðist draga það í efa að þeir aðilar sem bæði eiga skipin og fisk- vinnsluna hefðu áhuga fyrir fisk- markaði. „Við könnuðum það á sínum tíma hvort áhugi væri fyrir því að koma upp fjarskiptamarkaði hér en þá var enginn vilji fyrir því. Ég held hins- vegar aö fiskmarkaður gæti orðið til þess að leysa fiskverðsmálin hér til frambúðar," sagði Hrafnkell. Hann benti einnig á að hrein tilvilj- un hefði ráðið því að fiskverðsdeilan braust upp á yfirborðið á Eskifirði. Hann sagði að allt frá Vestfjörðum norður um til Austfjarða kraumaði undir og aðeins tímaspursmál hve- nær óánægjan brytist fram á öörum stöðum með sama hætti og á Eski- firöi. -S.dór Hrafnkell A. Jónsson á Eskifirði segir að fiskverðsdeilan á Austfjörðum sé komin í pattstöðu, merkir menn hafi kippt í spotta. Hann segir einnig að kjör sjómanna verði annaðhvort leist í Verðlagsráði um næstu mánaðamót eða með frjálsum samningum milli sjómanna og útgerðar. DV-mynd S Fjölbreytt námskeiðahald fyrir alla hefst í næstu viku. Hvaða hópur hentar þér? Unnur Arngrímsdóttir, framkvæmdastjóri. 1 Ungar konur á öllum aldri Snyrting Hárgreiðsla Framkoma Borðsiðir Fataval Hreinlæti Gestaboð Mannleg samskipti 2 Ungar stúlkur og 13-16 ára Snyrting Framkoma Fataval Hreinlæti Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 3 Bjóðum fyrirtækjum námskeið fyrir starfsfólk sitt Framkoma Kurteisi Símaþjónusta Hreinlæti Klæðnaður Snyrting Mannleg samskipti 4 Sérhópar Starfshópar Saumaklúbbar Snyrting Framkoma Borðsiðir Gestaboð Mannleg samskipti 5 Nýtt - Nýtt 1. Föt og förðun Litgreining Litakort 2. Andlitssnyrting Litakassar 6 Stutt snyrtinámskeið Handsnyrting Húðhreinsun Andlitssnyrting 7 Herrar á öllum aldri Framkoma Fataval Hreinlæti Snyrting Hárgreiðsla Borðsiðir Mannleg samskipti Ganga 8 Módelnámskeið fyrir verðandi sýningarfólk 1. Ganga Snúningar o.fl. Sviðsframkoma o.fl. 2. Upprifjun, framhald Sif, snyrtifræðingur Karl, hárgreiðslumeistari Innritun alla daga í síma 36141 frá kl. 16-19. Unnur Arngrímsdóttir. Þórunn, snyrtifræðingur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.