Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990. 23 Larry Goker tókst að vinna kraftaverk á sjálfum sér. Hann léttist um 285 kóló á 15 mánuðum. Offita: Braut rúm bætti á mig 50 kílóum eftir það. Líf mitt var ömurlegt og ég reyndi marga megrunarkúra en enginn þeirra hafði tilætluð áhrif. Ég varö þunglyndur og því þunglyndari sem ég varð því meira borðaði ég. Það gerði mig enn þunglyndari og ég borðaði enn meira. Ég hafði verið feitur allt mitt líf en síðasta árið, sem ég var í mennta- skóla, blés ég út eins og blaðra og það eina sem mig langaði var að deyja. innst inni langaði mig til að líta út eins og venjulegt fólk en mig vantaði kjark til að byrja í megrun. Ég neytti um 6000 hitaeininga á dag. Ég borð- aði fjóra diska af morgunkomi og tíu ristaðar brauðsneiðar með hnetu- smjöri í morgunmat. í hádegismat borðaöi ég fjórar risasamlokur með áleggi. Á kvöldin borðaði ég yfirleitt sitt þrisvar - léttist um tugi kílóa „Ég leit út eins og skrímsli og það eina sem mig langaði til var að deyja. Þrisvar sinnum hafði rúmið mitt brotnað undan líkamsþyngd minni. Ég var aðeins 18 ára og átti enga von um eðlilegt líf,“ segir Larry Cooker. „ Alla daga klæddist ég sömu fotun- um í skólanum. Ég átti bara einn bol, risastóran Mikka mús bol, sem líktist meira tjaldi en flík, svo átti ég einar buxur sem voru um 2 metrar í mittiö. Á nótthini varð ég að^ofa á bak- inu. Ef ég reyndi að leggjast á aðra hvora hliðina stöðvaðist blóðrásin í handleggjunum og það var mjög sársaukafullt. Á hverjum morgni varð fjölskylda mín að hjálpa mér á fætur, hún togaði og ýtti í fimm mín- útur. Þá loks var ég kominn fram úr rúminu. Þá hjálpaði fjölskyldan mér að klæða mig og yngsti bróðir minn hjálpaði mér í skó og sokka því ég var allt of feitur til að geta bundið skóþveng minn. Ég gat ekki gengið upp stiga og það var á mörkunum að ég gæti keyrt sjálfskiptan bíl. Þaö alversta var þó að það leit engin stelpa við mér. Það hefði verið skrýtin stelpa sem hefði litið tvisvar sinnum í röð á annað eins skrímsh og ég var, nema til þess eins að hrylla sig. Ég skammaöist mín hræðilega fyr- ir útlitið og ég bannaði að það væru teknar af mér ljósmyndir. Eg neitaði jafnvel að láta taka af mér útskriftar- mynd þegar ég útskrifaðist úr menntaskóla. Eftir að ég útskrifaðist úr skóla fór andleg líðan mín versnandi. áður mætti ég þó reglulega í skólann og það hélt mér gangandi. Þegar honum var lokið fékk ég enga vinnu og mér fannst að framtíðin bæri fátt í skauti sér sem væri eftirsóknarvert. Ég fór að sofa fram á miðjan dag, bara til þess að þurfa ekki að takast á við sjálfan mig og lífið. Ég var um 190 cm á hæð og ég hugsa að ég hafi ver- ið um 375 kíló þegar ég var hvað þyngstur. Síðast þegar ég var vigtað- ur var það á vigt sem var notuð til að vigta vörubíla og þá var ég 321 kíló. Eftir það forðaðist ég að láta vigta mig en ég er viss um að ég Sviðsljós tvö kíló af spaghetti með kjötsósu eða álíka magn af hverju því sem var á boðstólum. ^ Á milli máltíða borðaði ég svo stöð- ugt allt mögulegt. Til dæmis borðaði ég oft fjóra 250 gramma hamborgara á milli hádegisverðar og kvöldverð- ar, nokkra poka af kartöfluílögum, tíu kleinuhringi og tvo til þrjá lítra af ís, auk nokkurra lítra af gos- drykkjum. Læknirinn minn varaði mig oft við þessu ofáti og sagði mér margsinnis að ef ég gripi ekki í taumana yrði ég dáinn úr hjartaslagi áður en ég yrði 26ára. í desember 1987 ákvað ég loks að fara í megrun en ég hélt hana ekki-**. út nema einn dag, þá gafst ég upp. Um nóttina bað ég til guðs um hjálp og aðfaranótt 4. janúar var bænum mínum svarað. Eg vaknaði upp um miðja nótt og það var eins og eitthvað hefði gerst innra með mér. Ég var viss um að nú gæti ég lést. Ég sá sjálf- an mig í anda eins og ég myndi hta út þegar mér hefði tekist að léttast um nokkur hundruö pund. Svo fór ég að hugsa um alla megr- unarkúrana sem ég hafði farið í, hvað hefði verið gott við þá og hvað hefði verið slæmt við þá. Ég ákvað að skrifa allt þetta góða niður og búá til minn eigin megrunarkúr. Svo lagðist ég grátandi til hvíldar aftur. I morgunverð næsta morgun fékk.—- ég mér tvö glös af vatni, epli og gufu- soðið grænmeti og ekkert annað. Ég ákvað héðan í frá að neyta ekki nema 600 hitaeininga á dag. Næstu mánuö- ina neytti ég einskis annars en ávaxta, grænmetis og kjúklinga og öðru hverju borðaði ég magurt kjöt. Það var allt og sumt. Þegar ég hafði verið í megrun í um það bil mánuð reyndi ég í fyrsta skipti í langan tíma að hreyfa mig. Ég fór í örstutta gönguferð. - Það liðu átta mánuðir áður en nokkur tók eftir því að ég væri farinn''* að grennast. Þá var ég orðinn um 200 kíló. í apríl 1988, þegar ég hafði verið í megrun í 15 mánuði, hafði ég loks- ins kjark th að vigta mig og þá var ég orðinn 89,5 kíló. Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum. Síöan þá hef ég ekki þyngst um eitt einasta gramm. Ég fór fljótlega að þora að fara í búðir og kaupa mér föt. Ég varð alger fatasjúklingur á nokkrum dögum. í dag á ég til að mynda 50 skyrtur og jafnmargar buxur. Ég nýt þess að klæða mig í falleg föt. En það besta var að ég fékk loksins vinnu. Nú vinn ég á ráðgjafarstöð fyrir börn sem þjást af ofíitu. Mér fmnst ég svo sannarlega hafa einhverju að miðla þeim. Ég segi gjarnan við þau: „Méi*- tókst að léttast og þér mun einnig takast þaö ef þú hefur nægan vilja- styrk," “ Gamanleikarinn Terry Thomas lést þann 8. janúar síðastliðinn 78 ára að aldri. Banamein hans var Parkinsonssjúkdómurinn en Terry hefur þjáðst af honum undanfarin 15 ár. Á löngum ferli sínum lék Terry í um 200 kvikmyndum. Þeirra frægastar eru The Last Remake of Beau Geste og Those Mangificent Men in Their Flying Machines. Batman sundfatatíska er það nýjasta fyrir sumarið, glæsileg sundföt sem ættu að henta á hvaða baðstað sem er. Eða hvað sýnist ykkur? Að visu gæti orðið dálitið erfitt að synda i þeim en hvaða máli skiptir það þegar tiskan er annars vegar. Sundföt þessi voru sýnd á tískusýningu i Tokyo ekki alls fyrir löngu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.