Dagblaðið Vísir - DV - 10.01.1990, Blaðsíða 2
2
MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1990.
Fréttir
Elstu Grindvlkingar muna ekki annað eins:
„Þessar sjófyllur
slógu alH annað út“
Að sögn Grindvíkinga muna elstu
menn ekki eftir eins miklum sjógangi
og sjófyllum þar í höfninni og í fyrri-
nótt. Eru mönnum minnisstæð óveð-
ur frá árunum 1925 og 1977 en elstu
menn telja að fyllurnar í höfninni
núna hafi slegið allt annað út.
„Þetta var hreinlega allt á kafi
hérna,“ sögðu sjónarvottar að feikn-
armiklum sjógangi í Grindavíkur-
höfn í fyrrinótt í samtali við DV í
gær. Sjómenn, björgunarsveitar-
menn, lögregla og aðrir Grindvíking-
ar voru í óðaönn nær alla nóttina að
huga aö verðmætum við höfnina.
Þrátt fyrir að menn hafi undirbúið
sig fyrir óveðrið eins og kostur var
nam eignatjón tugum milljóna.
Engin miilibil í
bryggjuborðunum
Kvíabryggja hafði liðast til eins og
tyggigúmmí og eyðilagst eftir hol-
skeflur sem gengu inn um hafnar-
mynnið og yfir varnargarða. Töldu
menn að orsökin fyrir því að bryggj-
an lét undan og lyftist hafi verið sú
að ekkert bil er á milli bryggjuborö-
anna í „dekkinu". Fór því sem fór
þegar fyllurnar gengu inn undir
bryggjuna - sjórinn komst ekki upp
í gegnum bryggjuborðin.
Stórum og löngum rörum, sem not-
uð eru til að dæla loðnu úr bátum,
hafði skolað í sjóinn og unnu björg-
unarmenn við að ná þeim upp úr
höfninni fram eftir degi í gær. Nokk-
ur hundruð metra langur grjótgarð-
ur, sem lá ofan á klóakleiöslum á bak
viö Kvíabryggju, var horfinn. Stór-
sjórinn hafði rutt stórgrýti upp á
land úr miklum varnargarði innar-
lega í höfninni. Menn sögðu DV-
mönnum að sjór hefði aldrei gengiö
yfir þann garð áöur.
„Aðalbryggjan var meira og minna
á kafi um nóttina," sögöu sjómaður
og bryggjukarl við DV í gær. „Tveir
bátar, sem stóðu á þurru, snerust og
úr öðrum þeirra brotnaði lunningin.
Sjóskaflarnir voru mannhæðarháir
sem fóru yfir brimgarðana og í gegn-
um innsiglinguna og upp á bryggj-
una. Fjórir bílar fóru á kaf nálægt
aðalbryggjunni og einn skemmdist
vestar í bænum. Brimgarðar
skemmdust einnig vestarlega í bæn-
um og fóru tún þar á kaf. Sjór flæddi
inn í eitt húsið á þessum stað í bæn-
um.
„Ég veit ekki hvar byggðin væri
stödd núna vestarlega í bænum ef
brimgarðarnir heföu ekki verið til
staðar," sagði Sigurður Ágústsson,
varðstjóri á lögreglustöðinni. Sigurði
hafði ekki komið dúr á auga í rúman
sólarhring þegar DV-menn hittu
hann í gær.
Golfvöllurinn skemmdist
Litlu munaði að mikið tjón yrði í
Fiskeldisstöð Grindavíkur sem
Kviabryggja lyftist öll upp og skemmdist þegar sjófyllurnar ruddust inn í
höfnina í óveðrinu. Töldu Grindvíkingar viö bryggjuna í gær að þar sem
ekkert bil væri á milli borðanna i bryggjugólfinu hefði sjórinn ekki átt undan-
komuleið og því lyft bryggjunni. DV-myndir BG
„Ég var kominn hingað þegar sjófyllan hreif mig með sér. Mér skolaði svo
á land þarna hinum megin við slippinn eftir um tíu minútna volk í sjónum.
Það vissi enginn af mér fyrr en mér tókst að stöðva lögregluna hinum megin
i höfninni. Þá var ég orðinn helkaldur," sagði Ólafur Ágústsson, vélstjóri
á Reyni GK 47.
stendur við sjávarkambinn, rétt
vestan við bæinn. Starfsmaður þar
sagöi við DV aö litlu hefði munaö að
stórtjón yrði eftir að dæluhús fylltist
af sjó um nóttina. Þurfti því að gefa
súrefni úr flöskum. Starfsmaöurinn
sagði að ástandiö væri orðið slæmt á
staðnum. Sjávarkamburinn hér fyrir
framan eyöist sem nemur mörgum
metrum á ári þrátt fyrir aö reynt
hafi verið að keyra í hann grjóti,“
sagði maðurinn.
Golfvöllur Grindvíkinga skemmd-
ist mikið í flóðunum og var hann að
miklu leyti undir sjó í gær. Einnig
hafði sjór flætt mörg hundruð metra
leið yfir veginn sem liggur að Reykja-
nesvita. Þar hafði gijótgarði skolað
ofan af háspennulínum. Blöktu gulir
endurskinsborðar á háspennulín-
unni í storminum. Menn frá Vega-
gerðinni náðu síðan að gera við veg-
inn síðdegis í gær.
-ÓTT
Sjómenn í hrakningum í fyrrinótt:
Tveir menn hætt komnir
í Sandgerðishöfn
Neyðarástand ríkti hjá mörgum íbú-
um Sandgerðis í fyrrinótt. Tveir ung-
ir menn komust í hann krappan við
Sandgerðishöfn. í sannkölluðu að-
gæsluveðri börðust tugir sjómanna
við að halda bátum sínum við
bryggju. Lokuðust margir þeirra inni
við höfnina þegar sjólög lokuðu
henni á tímabUi.
Mennimir tveir sem komust í
hættu voru að bæta við landfestum
á bátnum Arney þegar mikið ólag
reiö yflr bryggjuna. Hafði annar
springurinn slitnað og voru menn-
irnir að koma upp öörum enda. Tók
annan manninn út af bryggjunni í
mikilli fyllu en hann sogaðist aftur
upp á þurrt á sömu öldu. Hinum
tókst að halda sér á svokölluðu kant-
tré á bryggjunni þar til honum barst
hjálp. Að sögn Óskars Þórhallssonar
skipstjóra sakaði hvorugan manninn
þrátt fyrir þessa lífsreynslu.
Stór plastbátur sem stóð á bryggj-
unni við innanveröan varnargarðinn
var að því kominn íjúka um koll í
óveðrinu. Greip þá eigandinn til þess
bragðs að keyra vörubílinn sinn upp
að bátnum til að styðja við hann. En
Ægir lætur ekki að sér hæða. Áður
en langt um leið hafði stöðug ágjöf
upp á bryggjuna skolað bátnum og
vörubílnum um fimmtíu metra vega-
lengd frá varnargarðinum.
Þegar DV menn skoðuðu bátinn og
bílinn í storminum í gær var þó ekki
að sjá að um mjög miklar skemmdir
væri að ræöa.
Viö höfnina og víðar í Sandgerði
hafði þangbingjum skolaö upp á
bryggjur og fjörur. Að sögn heima-
manna er þang í botni hafnarinnar
og haföi veðurofsinn og stórsjór séð
til þess að þangiö losnaði og því skol-
aði á land. Einnig voru steinar og
grjót á víð og dreif á götum og við
sjávarsíðuna. -ÓTT
Þeir héldu saman, báturinn og billlnn, þar til veðrinu slotaöi. Báturinn stóð
upphaflega upp við grjótgarðinn að baki mannanna á myndinni. Sjórinn
flutti bilinn og bátinn i einu lagi um fimmtíu metra vegalengd á bryggjunni.
„Neistaflugiö lagði yfir allan
bæinn, allt upp að Ásabraut sem
er uppi í efri byggð. Þar þurfti að
láta fólk vita ejida var þetta mikill
eldsvoði. Menn frá þremur slökkvi-
liðum á Suðumesjum börðust við
eldinn - en það dugöi ekki neitt.
Þeir gátu varla staöið í lappimar
út af veðurofsanum," sagði Eirikur
Benediktsson sem var viðstaddur
þegar slökkvistarf stóð yfir í elds-
voðanum í Sandgerði þegar tvö
fiskverkunarfyrirtæki í sama hús-
inu brunnu til kaldra kola í fyrri-
nótt.
„Slökkviiiðsmenn börðust viö
eldinn i nær fimm klukkustundir.
Björgunarsveilarmcnn reyndu að
hemja plöturnar úr fiskverkunar-
stöðvunum sem fuku út um allt,“
sagði Eiríkur. „Þarna stafaði stór- Báturinn stendur fáeina metra frá
hætta af og þeir lögöu sig í mikla brunarústum fiskverkunarstöðv-
hættu við björgunarstarf í öllu eld- anna í Sandgerði. Vindáttin var
hafinu. hagstæð og slapp hann því ásamt
Hér þurfti aö vekja upp íbúa í húsinu til hægri.
stórum hluta bæjarins og þeim sagt
að vera í viðbragösstöðu. Neistar báturinn og húsið sem standa núna
gátu borist aö húsum og innan- við hliðina á brunarústunum
stokksmunum. Auk þess barst sluppu alveg því vindáttin var þó
mikill reykur um íbúðabyggðina hagstæð hvað það snerti,“ sagöi
frá fiskverkunarstöðvunum. En Eiríkur. -ÓTT