Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Qupperneq 2
Fréttir MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990. DV Eigiiikona með mikla áverka og fótbrotin eftir eiginmanninn: Lá lengi slösuð áður en hún komst á slysadeild Lögö hefur verið fram krafa í Saka- dómi Reykjavíkur um aö úrskurðaö verði gæsluvaröhald vegna' karl- manns sem veitti eiginkonu sinni alvarlega líkamsáverka á heimili þeirra á Eggjavegi í Reykjavík. Hjónin lentu í deilum aöfaranótt laugardagsins. Þær leiddu síöan til alvarlegra átaka. Síðdegis á laugar- dag hringdi maðurinn síðan eftir sjúkrabíl og kom lögreglan einnig á staöinn. Konan var þá flutt á Borgar- spítalann. Hún var fótbrotin og haföi fengið mikla áverka á andlit og ann- ars staðar á líkamanum. Ekki fer á milli mála að konan komst ekki undir læknishönd fyrr en löngu eftir að hún varð fyrir árás mannsins. Ljóst liggur fyrir að eigin- maöurinn átti sök að máli. Réttað var í málinu í Sakadómi í gærdag og var krafa lögð fram um að maðurinn skyldi úrskurðaður í gæ§luvarðhald. Dómarinn frestaði þinghaldi þar til í dag þangað til hann hefur kynnt sér málsgögn. Málið er til meðferðar hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins. -ÓTT ökumaður, sem hafði misst stjórn á bíl sinum i beygju við Stekkjarbakka, var fluttur meðvitundarlaus á slysa- deild eftir bílveltu í morgun. Bíllinn endaði langt utan vegar skammt frá knattspyrnuvelli ÍR. DV-mynd S Bílvelta við Stekkjarbakka í morgun: Fluttur laus á Ökumaöur Mercedes Benz bíls var fluttur meðvitundarlaus á slysadeild eftir að hafa ekið út af á beygju við Stekkjarbakka í Breiöholti á áttunda tímanum í morgun. BOlinn valt en ekki var vitað nákvæmlega hve meðvitundar- slysadeildina margar veltur hann fór þegar. Bíll- inn endaði langt utan vegar og lagö- ist toppurinn saman að miklu leyti eftir velturnar. Nota þurfti verkfæri tækjabíls slökkvOiðsins tO að koma manninum út. Hann skarst töluvert á höföi. Maðurinn gekkst síðan undir skoöun vegna höföumeiðslanna á Bofgar- spítalanum. Þegar síðast fréttist var ekki vitað hve alvarleg meiðsl hans voru. -ÓTT Væntanleg málaferli vegna Vatnsenda: Magnús Thoroddsen í málið fyrir Margréti? Asgeir Thoroddsen héraösdóms- lögmaður hefur farið þess á leit við Magnús Thoroddsen hæstaréttarlög- mann aö hann annist málshöfðun fyrir Margréti Hjaltested og syni hennar á í.endur Magnúsi Hjalt- ested, núverandi ábúanda á Vatns- enda. Magnús Thoroddsen er ný- kominn tíl landsins eftir dvöl erlend- is en hann íhugar nú hvort honum verður fært að annast máhð fyrir Margréti. Lögmennirnir Ásgeir Thoroddsen og Bjami Þór Óskarsson hafa síðast- hðna viku kannað málsgögn Mar- grétar Hjaltested og sona hennar ásamt erföaskránni aö Vatnsenda. í framhaldi af því sagði Ásgeir í sam- taU við DV að hann heföi talað við Magnús um að hann tæki málið að sér. Eftir aö hafa kannaö málsgögnin segir Ásgeir aö augljóslega sé verið að fara í kringum erfðaskrána að Vatnsenda með þeim samningi sem gerður hefur verið á milU Magnúsar Hjaltested og Reykjavíkurborgar. „Þarna er verið að selja stóran hlut af jörðinni sem er óheimUt ssun- kvæmt erfðaskránni. Auk þess eru forsendur fyrir búskap löngu brostn- ar. Þó svo aö menn telji sig vera fjár- bónda með því að hafa nokkrar kind- ur á jörö sem engan veginn er falUn til búskapar lengur hefur greirúlega líka verið farið í kringum ákvæði erföaskrárinnar með því atriði. Sam- kvæmt þessum staðreyndum á að fara í önnur fyrirmæU erfðaskrár- innar. En það er alveg augljóst að með samningnum við Reykjavíkur- borg er Magnús Hjaltested að bijóta í bága viö erfðaskrána," sagöi Ásgeir Thoroddsen. -ÓTT Kona hlaut höfðuðáverka á Hótel íslandi: Yfirdyravörður taldi konuna ekki slasaða Tvær konur urðu fyrir aUmikl- um meiðslum á Hótel íslandi í fyrrinótt. Önnur þeirra hlaut meiösl á höfði og var fyrst taUð að hún heföi höfuðkúpubrotnað. Svo reyndist þó ekki vera við nánari athugun. Hin konan hafði fengið þungt högg á brjóstkassa en fékk að fara heim frá slysadeUd að lok- inni skoðun. Málsatvik vegna þessara atburða eru mjög óljós. Við skýrslutöku í gær kom í ljós að konurnar eru ekki vissar um hvemig þær hlutu meiðsl sín - þær voru ekki vissar um hvað gerðist. Um nótdna voru dyraverðir á Hótel íslandi með skiptar skoðanir um hvort sú sem meiddist á höföi væri í raun og veru slösuö. Yfirdyravörður tók síðan af skarið eftir nokkra reki- stefnu og taldi aö konan þyrfti ekki að fara á slysadeild - þetta væri bara ölvun. Konan var engu að síö- ur flutt á slysadeild. Ekkert hefur komið fram ennþá sem beinir grun að neinum sér- stökum aðila sem veist hafi að kon- unum og veitt þeim þessa áverka. -ÓTT Héraðsdómarar skipaðir í samræmi við bráðabirgðalög: Bæjarfógetar skipta um umdæmi Forseti íslands skipaði þau Ragn- heiði Thorlacius fulltrúa, Adólf Adólfsson bæjarfógeta, Ólaf Olafsson fulltrúa og Ólaf K. Ólafsson bæjar- fógeta 1 gær héraðsdómara að tillögu dóms- og kirkjumálaráðherra. Utan- ríkisráöherra hefur enn ekki skipað héraðsdómara við embætti lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli. Ragnheiöur Thorlacius, fulltrúi sýslumannsins í Mýra- og Borgar- fjaröarsýslu, var skipuð héraðs- dómari við embætti sýslumannsins í Vestur-Skaftafellsýslu, sýslumanns- ins í Rangárvallasýslu, bæjarfóget- ans á 'Akranesi, sýslumánnsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslu- mannsins í Snæfells- og Hnappadals- sýslu og bæjarfógetans í Ólafsvík og sýslumannsins í Dalasýslu og mun hún mun hafa aöalaðsetur í Borgar- nesi. Adólf Adólfsson, bæjarfógeti í Bol- ungarvík, var skipaður héraðsdóm- ari við embætti sýslumannsins í Bol- ungarvík, sýslumannsins í ísafjarö- arsýslu og bæjarfógetans á ísafirði og sýslumannsins í Strandasýslu. Ólafur Ólafsson, fulltrúi bæjarfóg- eta á Akureyri, var skipaður héraðs- dómari við embætti sýslumannsins í Húnavatnssýslu, sýslumannsins í Skagafjarðarsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki, bæjarfógetans á Siglufirði, bæjarfógetans á Olafsfirði, sýslumannsins í Þingeyjarsýslu og bæjarfógetans á Húsavík. Ólafur K. Ólafsson, bæjarfógeti í Neskaupstað, var skipaður héraðs- dómari við embætti sýslumannsins í Norður-Múlasýslu og bæjarfógetans á Seyðisfirði, sýslumannsins í Suð- ur-Múlasýslu og bæjarfógetans í Neskaupstað og sýslumannsins í Austur-Skaftafellssýslu. Tveir bæjarfógetar Héraðsdómararnir eru skipaðir til 1. júní næstkomandi. Fram til þess tíma mun Alþingi fjalla um bráða- birgðalögin og stöðurnar verða aug- lýstar lausar til umsóknar. Það sem sérstaka athygli vekur í skipunum þessum er að meðal þeirra fjögurra héraðsdómara, sem skipaöir voru, eru tveir bæjarfógetar, þeir Ólafur K. Ólafsson, bæjarfógeti í Neskaupstað, og Adólf Adólfsson, bæjarfógeti í Bolungarvík. Aö sögn Óla Þ. Guðbjartssonar dóms- og kirkjumálaráðherra hafa aðrir verið skipaðir í þeirra störf. Pétur Hafstein, sýslumaður og bæj- arfógeti á isafirði, var frá og með deginum í gær skipaður bæjarfógeti í Bolungarvík og Siguröur Eiríksson, sýslumaður á Eskifirði, tók frá sama tíma við starfi Ólafs K. Ólafssonar, bæjarfógeta í Neskaupstað, og'munu þeir gegna þessum störfum til 1. júní næstkomandi. Héraðsdómaramir munu hafa að- alaðsetur sitt á þeim stöðum þar sem þeir eru búsettir nú en munu ferðast á milli embætta eftir því sem þörf er á. Dómur Hæstaréttar Tildrög þess að ákveðið var að setja bráöabirgðalög um embætti héraðs- dómara má rekja til þess að nýlega gekk dómur í Hæstarétti íslands, þar sem niðurstaðan var á þann veg að dómur, uppkveðinn í Sakadómi, var feldur úr gildi og málinu vísað heim í hérað til löglegrar málsmeðferðar og dómsálagningar. Sýslumaðurinn í Arnessýslu og fulltrúi hans voru lýstir vanhæfir til að fara með dóm- störf í málinu þar sem sýslumaður- inn sé jafnframt lögreglustjóri í sama umdæmi og hafi sem slíkur farið með lögreglurannsókn málsins. Sú staða sé uppi í tuttugu umdæm- um landsins að einn og sami maður sé í senn lögreglustjóri og dómari, án þess að sjálfstæðir héraösdómar- ar starfi við þau embætti sem geti farið með og dæmt í opinberum mál- um á eigin ábyrgð. Því hafi brýna nauðsyn borið til að breyta núgildandi lögum og munu bráðbirgöalögin standa óbreytt, ef Alþingi samþykkir þau, til 1. júlí 1992 þegar ný skipan dómstóla í héraði, samkvæmt lögum um aöskilnaö dómsvalds og umboösvalds í héraði, kemur til framkvæmda. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.