Dagblaðið Vísir - DV - 15.01.1990, Blaðsíða 16
16
MÁNUDAGUR 15. JANÚAR 1990.
Merniing
Eva mánans
„Þegar ég skrifa, segi ég frá lífinu eins og
ég vildi aö þaö væri.“ Þessi yflrlýsing er tek-
in úr munni Evu Lunu, sagnaþular og sögu-
manns í samnefndri sögu Isabel Allende. Eva
Luna getur sér það til frægðar aö skrifa
handrit að óvenjulegri „sápuóperu" fyrir
sjónvarpiö og reynist handritiö að megin-
uppistöðu byggt á atburöum úr lífi hennar
sjálfrar og þar meö vera sama verk og sagan
Eva Luna sem lesandinn hefur í höndunum.
Það sem hins vegar sýnist í fljótu bragöi
skjóta skökku viö er aö samkvæmt ofan-
greindri yfirlýsingu gæti maður átt von á að
hún umbreytti veruleikanum, hafnaði allri
raunhyggju og léti atburði í einu og öllu lúta
hennar eigin vilja. Svo er þó ekki heldur virð-
ist sögumaðurinn Eva leggja sig mjög eftir
að greina „satt og rétt“ frá því sem fyrir
hana ber og veigrar sér viö að hnika þar stað-
reyndum. I sögunum, sem hún er að spinna
upp allt frá blautu barnsbeini og segja fólki,
leikur ímyndunaraflið aftur á móti lausum
hala og atburðirnir lúta engum lögmálum
nema þeim sem Evu Lunu detta í hug. Það
má vitanlega velta fyrir sér hvort þetta er
skekkja sem að einhveiju leyti rýrir trúverð-
ugleik Evu eða ljær henni hina dáindislegu
vídd ósamræmisins. í annarri yflrlýsingu
skömmu síðar er hún öllu samkvæmari
sjálfri sér: „Ég reyni líka að lifa lífinu eins
og ég vildi að þaö væri ... líkt og í skáld-
sögu.“
Alviturt ívaf
Eva Luna segir sögu sína vitaskuld í fyrstu
persónu en í meðförum hennar verður frá-
sögnin einskonar fyrstu persónu frásögn
með alvitru ívafi. Henni er gefin ótrúlega
yfirgripsmikil vitneskja um hagi og jafnvel
hugsanir annarra persóna en allt er þó innan
þeirra marka sem frásagnarhátturinn setur
sögumanni - þótt stundum verði hún að
„fóöra“ vitneskju sína með sérstökum at-
hugasemdum. Á hinn bóginn gefur þessi
aöferð höfundinum frjálsari hendur og kem-
ur í veg fyrir að rennsli frásagnarinnar stöð-
vist meðan verið er að koma fyrstu persón-
unni fyrir í rökréttu samhengi.
Bókmenntir
Kjartan Árnason
Og þessi frásögn má síst við því að stöðv-
ast vegna einhverra slíkra ráöstafana því hér
er mikið á seyöi og margt með hinum furðu-
legasta hætti, fæst þó handan marka hins
trúlega.
Frá fyrstu frumu
Isabel Allende er lagið að segja langar sög-
ur. Hún kynnir helst ekki til sögu persónur
sem ekki er fylgt eftir allt frá fæðingu og
jafnvel nokkrar kynslóðir aftur sé það mögu-
legt.
I þessari sögu er Evu Lunu og Rolf Carlé,
síðar eiginmanni hennar, fylgt frá getnaði
þar til þau eru leidd saman að því er virðist
fyrir duttlunga örlaganna undir lok sögunn-
ar. Lunginn úr sögunni er frásagnir af þeim
hvoru um sig, einskonar þroskasögur, og þaö
liggur allan tímann í loftinu að þau muni
hittast. Þriðja hjólið undir kerrunni er
skæruliðinn Huberto Naranjo sem einnig er
við söguna frá barnæsku. Örlög þessara
þriggja persóna fléttast saman á ótrúlegan
og tilviljanakenndan hátt; þau þróast úr því
að vera þrír aðskildir einstaklingar í þrenn-
ingu sem skiptir lesandann æ meira máli
eftir því sem á söguna líður. Og þau eru
reyndar orðin þrenning í huga hans löngu
áður en honum er ljóst hvemig þau muni
tengjast.
Snjallar brellur
Isabel Allende er snillingur í að kynna per-
sónur sínar til sögu. Raunar skrifar hún
helst aldrei persónu inn í sögur sínar sem
ekki fær eitthvert hlutverk síðar í þeim og
oft mikilvægt þótt ekki sé það alltaf stórt.
Frásagnargleði hennar er líka söm við sig -
og þá á ég við sanna gleði: frásögnin flæðir
áfram af tilfinningahita og mannkærleik sem
jafnvel umlykur hina mestu hrotta og ill-
menni. Furðuleg atvik, þjóðfélagsátök,
gæska, illska, munúð, gleði, sorgir - allt flétt-
ast þetta saman í einn gildan þráð og á enda
þessa þráðar er skilti þar sem stendur: Liflð
er þess virði að lifa því - þrátt fyrir allt.
Bækur Isabel Allende hafa svipuð áhrif og
hún sjálf í eigin persónu: frá þeim stafar hlýj-
um - að ekki sé sagt heitum tfifinningum,
einlægni og sannfæringu.
Góð þýðing
Ég geri ekki tfiraun til að endursegja eða
gera á annan hátt grein fyrir efni þessarar
löngu sögu. Hitt verð ég þó að segja að hún
var fulllengi í gang fyrir minn smekk, það
var langur aðdragandi að hápunkti sögunnar
sem kannski var ekki eins hár þegar til kom
og ætla heföi mátt. Mér fannst eins og vant-
Isabel Allende.
aði herslumuninn upp á heilsteypta, galla-
lausa sögu. En lífleg er hún, það vantar ekki.
Þýðing Tómasar R. Einarssonar er hin
glæsilegasta: frjálsleg, fjölbreytt og lifandi
og státar af góöum orðaforða. Éf þaö er regla
að djassarar séu góðír bókmenntamenn þá
segi ég: Fleiri djassara í bókmenntirnar!
Annars væsir ekki um Isabel í íslenskum
höndum þar sem eru Thor Vilhjálmsson,
Berglind Gunnarsdóttir og áðurnefndur
Tómas - það þýða fleiri úr spænsku en Guð-
bergur ...
Isabel Allende: Eva Luna.
Skáldsaga, 256 bls.
Þýðing: Tómas R. Elnarsson.
Mál og menning, 1989.
Um hemám karla og frelsun kvenna
Bandaríkjamenn stíga á land á Islandi árið 1941.
Furðuoft heyrir maður þá sögutúlkun af
vörum leikmanna aö „ísland nútímans" hafi
orðið til úr stríðsgróða. Og þar af leiðandi
eigi nútíma íslendingar, vilji þeir halda í
núverandi þjóðfélagsmynd sína, styrjöldinni
margt að þakka. Þetta er náttúrlega alrangt.
Stríðið helltist vissulega yfir kotþjóðfélagið
með breska hemáminu 10. maí 1940 þegar
tuttugu þúsund Bretar voru allt í einu komn-
ir á götur fjörutiu þúsund manna bæjarfé-
lags, sem Reykjavík var þá. Það var stórvið-
burður í íslenskri sögu sem olli jafnvel
straumhvörfum - en bjó ekki til þjóðfé-
lag.
Þeir Hrafn Jökulsson og Bjami Guðmars-
son hafa dregið upp næsta skarpa mynd af
hemámsárunum með bók sinni Ástandið -
mannlíf á hemámsáram. Og vilji einhver
rukka þá félaga um frekari úttekt á þessum
árum, hin dýpri áhrif á þróun samfélags og
viðhorfa á íslandi, nægir höfundum að benda
á titfi bókarinnar: bókin íjallar einmitt um
mannlíf á hemámsárunum. Oft á býsna
skemmtfiegan og skýrandi hátt. Reyndar er
Ástandið svo aðgengileg bók og vel fram sett
aö manni finnst furðu gegna að svona rit
skuli ekki fyrr hafa komist á prent. En
kannski þurfti heil flmmtíu ár til að lítið
þjóðfélag næði áttum eftir skemmtigöngu
herja heimsveldanna norður hingað og ítök
útlendrar menningar.
Reykjavík var ekki sveitaþorp
„Reykjavík rétt fyrir stíð var ekki hjárænu-
legt sveitaþorp, þar sem þurrabúðarmenn
hugðu að netum sínum milli þess sem þeir
brugðu sér í danska búð að sníkja brenni-
vínsstaup og bölva hressilega. Alltof mikið
hefur að sumu leyti verið gert úr áhrifum
hersetunnar á íslenskt þjóðlíf, rétt eins og
breski herinn, og síðar sá bandaríski, hafi
kippt íslendingum í einu vetfangi aftan úr
moldarkofum miðaldanna og inn í nútímann
með tyggigúmmíi sínu og kynlífi kvenna.
Nútíminn lá nefnflega fyrir ströndu alllöngu
áöur en HMS Berwick bar að landi 10. maí
1940; sum kvöld gátu þeir sem ekki héldust
við heima valið milli þess að fara á fyrirlest-
ur um heimspeki eða lauma sér inn á búll-
umar niðri við höfn þar sem lífið lét öllu
verr að stjóm.
Reykjavík imdir lok fjórða áratugarins var
áreiðanlega uppáhald andstæðnanna; hún
bar vissulega ennþá töluvert svipmót þurra-
búðarþorpsins en búið var að reisa margra
hæða steinkastala í miðbænum, flnni borgar-
ar byggðu sér sannkallaðar villur sunnan-
vert í Þingholtunum en handan Hringbraut-
ar, í Pólunum, var komið slömm...“
Hvers konar ástand var þetta?
„Ástandið" hefur í margra munni hingað
til merkt eitthvert tiltekið ástand á kven-
fólki: að mörg heimasætan og frúin jafnvel
lét fallerast þegar útlend glæsimenni bar að
garði og buðu upp á mannasiði auk nælon-
sokka og alvöm áfengis í stað landa, fá-
skiptni og andlegrar kramar. Síöar meir hef-
ur orðið „ástand“ einnig náð yfir ástandið á
Bókmenntir
Gunnar Gunnarsson
karlþjóðinni, ástand íslendinga yfirleitt og
tilburði þeirra við að notfæra sér hin útlendu
herfylki sem hingað komu færandi vaming
og hvers kyns lúxus. Við höfum sumpart
verið eins og hver önnur þrautpínd Austur-
Evrópuþjóð á þessum árum, haldin
óslökkvandi þorsta eftir lífsins gæðum og
mannborulegri framgöngu. í þeim skilningi
kom nútíminn hingaö í formi breska og am-
eríska hersins - til alþýöu þessa lands, hinir
betur megandi höföu fyrir nokkm, eins og
þeir Bjami og Hrafn benda á í bók sinni,
þegar reist sér villur og byijað þá neyslu sem
síðar varð okkar einkenni.
Að hernema karl og frelsa konur
Þegar gluggað er í pappíra frá stríðsámn-
um er oft engu líkara en að erlendu herveld-
in hafi hneppt íslenska karla í hemámsíjötra
en frelsað konur þeirra í leiðinni úr klóm
karlpeningsins. í þeim skilningi upphófst
nútíminn í lífi flestra hér úti á íslandi, að
hermennimir innleiddu nýja mannasiði,
færðu hversdagslífið spönn nær kvikmynda-
heiminum sem kaupstaðarfólkið var fyrir
nokkm komið í tæri við.
Durtsháttur íslendingsins fékk á kjaftinn
með hemáminu og fróðlegt núna að kynna
sér móðursýkisköst ýmissa karla, ekki síst
broddborgara margra, við meintum skækju-
lifnaði kvenfólksins. Eins og þeir Bjami og
Hrafn benda á í bók sinni myndaðist hér
furöufljótt siðvæðingarhreyfing sem átti aö
bjarga ungum stúlkum úr klóm hermann-
anna og þeim saurlifnaöi sem margur virtist
reikna með aö þær stunduðu almennt. En
vitanlega var spumingin sú hvort hið voða-
lega mórahstahð hafði nokkuð lystflegra að
bjóða þeim stúlkum sem lögðu lag sitt við
dáta. Viðtal bókarhöfunda við fyrrum gleði-
konu af Hverfisgötunni í Reykjavík er fróð-
legt. Þar er dregin upp skýr mynd af strang-
heiðarlegri og kröftugri kerhngu úr sveit
sem tók það upp hjá sér að standa fyrir gisti-
stað sem undraskjótt þróaðist yfir í hóra-
kassa. Viðmælandi bókarhöfunda var í hópi
þeirra stúlkna sem tóku á móti hermönnum
þar viö Hverfisgötuna og óvíst að nokkur
félagssálfræðingur kæmist nær því að skfi-
greina ástandið en sumar þeirra sem fóru í
„ástandið“.
„Ástandið" var vitanlega bundið við herná-
mið og ótækt að halda því fram að seinni
tíma hemám bandaríska Nató-hersins á Mið-
nesheiði hafi viðhaldið því siðferði sem sum-
ir tömdu sér á stríðsárunum.
„Besti tími lífs míns“
„Þetta var besti tími lífs míns og ég vfidi
gjarnan upplifa þetta allt aftur, ég öfunda
ekki unga fólkið nú tfi dags. Auðvitað geröi
ég ýmislegt sem kannski orkar tvímæhs. En
ég var ung. Unga kynslóðin á erfitt með að
skilja þessa tíma; ég á bamabörn sem aldrei
gætu ímyndað sér hvað amma þeirra gerði!“
segir ein viðmælenda þeirra Bjama og
Hrafns í Ástandinu. Þessi orð segja furðu-
margt: hemámið var í mörgum skilningi
holskefla sem gekk yfir þjóðlífið og þegar
íjaraði vom brot og shtur og jafnvel hvalreki
á víð og dreif en þjóölífið náði sér síðan á
strik á eigin forsendum þótt nýjar væm;
hemáminu lauk. Bók Bjama og Hrafns er
upplýsandi og skemmtileg. Ef þeir félagar
taka sig til og fjalla á líkan hátt um eftir-
stríðsárin og það „ástand“ sem kalda stríðið
leiddi yfir marga á íslandi hljóta þeir að eiga
marga lesendur vísa.
Ástandið - mannlif á hernámsárunum.
Eftir Bjarna Guömarsson og Hrafn Jökulsson.
Útgefandl: Tákn.