Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Síða 7
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
7
Viðskipti
Lítið um
ísfisksölur
erlendis að
undanförnu
Lítiö hefur veriö um ísfisksölur
erlendis að undanfórnu. Aðeins eitt
skip seldi í vikunni sem er að líða.
Önnur skip, sem áttu að selja afla
sinn erlendis, náðu því ekki að fiska
nægilega svo hægt væri að sigla með
aflann. Veðrátta hefur verið slæm
svo ekki hefur gefið til veiða.
Bv. Bessi seldi í Grimsby 12. janúar
alls 209 tonn sem seldust fyrir 24,889
millj. kr. Meðalverð var 116,51 kr. kg.
Þorskur seldist á 120,36 kr. kg, ýsa
var á 192,16 kr. kg, ufsi 83,21 kr. kg,
karfi seldist á 86,20 kr. kg, koli 152,07
kr. kg, grálúða seldist á 143,22 kr. kg
og blandaður flatfiskur á 193,41 kr.
kg.
Þýskaland
Bv. Margrét seldi í Bremerhaven
15.1. 1990 alls 155 tonn fyrir 18,425
millj. kr. Þorskur var á 120,32 kr. kg,
ufsi 97,80 kr. kg, karfi 136,11 kr. kg
og grálúða 107,87 kr. kg. Meðalverð
118,59 kr. kg.
Fiskveiðikreppa
í norðurhöfum
íslendingar eru ekki eina þjóðin
sem glímir við þann vanda að vera
með of stóran fiskveiðiflota. í síðasta
pistli var rakinn vandi Spánverja og
er þar kennt um bjartsýni fiskifræö-
inga um 1980 á veiöiþol flskistofn-
anna. Það sama segja Norðmenn og
fleiri þjóðir við norðanvert Atlants-
haf. Bjartsýni fiskifræðinga olli því,
segja þessar þjóðir, að smíðuð voru
skip svo gott sem á færibandi, en
reynslan af þessari bjartsýni hefur
orðið þjóðunum dýrkeypt.
Á íslandi er sömu sögu að segja,
skipin talin of mörg og takmarkanir
það miklar á veiðunum að afkoman
er í voða.
Sjálfsagt er það lánafyrirkomulagi
á íslandi að kenna hvað mikið er til
af skipum.- Menn keyptu skip og
gerðu ráð fyrir að ríkissjóður hlypi
undir bagga þegar komið væri í þrot.
Þeir höfðu rétt fyrir sér, sem þannig
hugsuðu, stofnaðir voru alls konar
sjóðir sem veittu dauðvona útgerð-
um meiri lán, sem augljóst var að
útgeröin reis ekki undir fremur en
fyrri skuldum.
Á miðunum við Kanada eru skipin
talin of mörg og er þar sömu sögu
að segja eins og við austanvert At-
lantshaf. Kanadamenn eru mjög ugg-
andi um afkomu sína nú og telja að
veiðar Portúgala og Spánverja ógni
fiskistofnunum úti fyrir ströndum
Ameríku.
Eftir allt þetta raus um minnkandi
fiskveiðar er þá ekki von um hækk-
andi fiskverð? Ekki er matarskortur
í helstu viðskiptalöndum okkar, því
verður fiskmeti aö keppa við aðrar
matvælategundir eins og hingað til.
í yfirliti, sem birt var hér í blaðinu
nýlega, kemur fram aö fiskverð hef-
ur sáralítið hækkað síðustu árin.
Með tilkomu kvótans á fiskveiðarnar
hafa orðið þær breytingar á þjóölíf-
inu að nokkrir útvaldir eiga nú allan
fiskinn í sjónum og er skammt í það
að hér myndist sama ástandið og var
á miðöldum þegar kirkjan og
klaustrin áttu öll skipin og sáu ein
um alla vinnslu og veiðar.
Sú mikla rýrnun, sem menn tala
um í útflutningi ísfisks, gæti snúist
við með því að enskir fiskkaupmenn
kæmu hingað og keyptu flskinn á
mörkuðunum hér.
Fiskmarkaður
Ingólfur Stefánsson
Madrid
Blm. Johnny Thomsen, Fiskaren:
Eftir góðan markað fyrir jóhn hef-
ur dæmið nú snúist við og sölustöðv-
un hefur orðið á laxi. Nokkru eftir
áramótin féll salan á laxi mikið og
má segja ð hún hafi stöðvast um
stund. Á markaðnum er mikið af
laxi, sem hggur undir skemmdum,
og talaö er um að fiskurinn sé farinn
að lykta sterklega.
Þrátt fyrir að vitað sé að janúar-
mánuður er frekar lélegur sölumán-
uður hafa innflytjendur ekki áttað
sig á ástandinu.
Margir eru uggandi yflr því hvað
verða muni í verðlagsmálum þegar
frosni laxinn kemur á markaðinn.
Allar hkur eru á að sá fiskur, sem
búinn er að hggja of lengi á markaðn-
um, verði seldur nánast á hvaða
verði sem fyrir hann fæst, annars fer
fiskurinn í fiskimjöl.
Lauslega þýtt og endursagt.
New York
Eftir áramótin lyftist verðið nokk-
uð en þá brá svo við að framboöið frá
Noregi var fremur lítið. Búist er við
að þegar frá líður muni eftirspurn
minnka og verðið muni ekki hækka
frá því sem verið hefur. Framleið-
endur ráðgera að draga úr framboði.
Flestir framleiðendur eru ekki bjart-
sýnir, telja þeir að hið mikla fram-
boð, sem var fyrir jól, hafi verið á
röngum tíma.
Hækkun hefur verið milh 20 og 30
sent á pund og vonast er til að það
haldist. Nokkuð mikið framboö er
af laxi frá Kanada sem nálgast verðið
á norska laxinum, svo er einnig um
verð á „Coho“ laxi frá Chile. í blaða-
grein í Seafood Leader er farið heldur
niðurlægjandi orðum um laxinn og
sagt er að hann sé ljótur, en síðar í
greininni er farið betur með laxinn
og bent á að í honum séu bestu kaup-
in, en í framtíðinni veröur mest lagt
upp úr gæðunum en ekki eins mikið
upp úr því hvaðan hann kemur.
Pólverjar og Austur-Þjóðverjar
snúa sér til Danmerkur í vandræð-
um sípum. Þeir viija leigja 15 af
stærstu togurum Borgundarhólms.
Ole Maren Hansen, blm. Fiskaren:
Hinu slæma ástandi útgerðar og
fiskvinnslu virðist nú lokið í bih.
Samningar hafa verið gerðir um að
fyrrgreindar þjóðir leigi 15 togara til
veiða í landhelgi sinni en þjóðirnar
geta ekki notfært sér til fulls þá
möguleika sem svæðin bjóða upp á.
Danskar áhafnir verða á þessum
skipum auk manna frá Póllandi og
A-Þýskalandi sem eiga að læra með-
ferð nútíma fiskleitartækja og veið-
arfæra. Eigendur vinnslufyrirtækja
eru mjög ánægðir meö þessa samn-
inga því aflinn verður lagður í land
á Borgundarhólmi. Þetta hefur einn-
ig leyst togarana frá nauðungarupp-
boði. Útgerðarmenn kenna fiski-
fræðingum um hva'ð mikið hefur
verið smíðað af skipum undanfarin
ár og þá sérstaklega í kringum 1980,
þá hafi fiskifræðingar spáð bjartari
framtíð fiskistofnanna.
ísfisksölur í Bretlandi í desember 1989
Selt magn kg Sundurliðun eftirtegundum: Verðíerl. mynt Meðalv. pr.kg Söluv. isl. kr. Kr. pr.kg
Þorskur 2.427.477,00 2.853.480,30 1,18 281.632.122,52 116,02
Ýsa 1.297.457,50 1.532.287,10 1,18 151.250.727,13 116,57
Ufsi 131.808,75 81.051,80 0,61 8.002.372,95 60,71
Karfi 76.352.50 47.148,00 0,62 4.659.546,19 61,03
Koii 245.633,75 315.166,50 1,28 31.039.943,05 126,37
Grálúða 65.475,00 62.746,40 0,96 6.195.315,40 94,62
Blandað 313.625,50 375.746,93 1,20 37.102.881,06 118.30
Samtals 4.557.830,00 5.267.624,93 1,16 519.882.700,73 114,06
Gámasölur í Bretlandi í desember 1989
Seltmagnkg Sundurliðun eftir tegundum: Verðíerl. mynt Meðalv. pr. kg Söluv. isl.kr. Kr. pr.kg
Þorskur 1.967.737,00 2.334.037,90 1,19 230.408.601,49 117,09
Ýsa 1.216.817,50 1.437.067,70 1,18 141.867.813,81 116,59
Ufsi 118.008,75 72.336,80 0,61 7.146.434,74 60,56
Karfi 74.697,50 46.055,00 0,62 4.552.056,12 60,94
Koli 201.928,75 265.329,70 1,31 26.145.739,36 129,48
Grálúða 13.580,00 11.357,00 0,84 1.121.525,83 82,59
Blandað 304.118,50 361.931,13 1,19 35.744.674,86 117,54
Samtals 3.896.888,00 4.528.113,13 1,16 446.986.638,65 114,70
P^uTARHOLTI 20 sí^T^m
MEIRI HATTAR SKEMMTISTAÐIIR
MATSEÐELE
Villibráðarsúpa með portvínsstaupi
Léttsteikt lambafillet með koníaksrjómasósu
Súkkluláðifrauð
Verð kr. 3.495.
fevöld-
ÞAR SEM FJORIÐ ER MEST SKEMMTIR FOLKIÐ SER BEST