Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Side 25
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. 33 DV kannar verð á þorramat: Ódýrasti þorra- bakkinn á 716 krónur kílóið Fyrsti dagur þorra er í dag og verslanir keppast viö aö bjóða þorra- bakka á sem hagstæðustu verði. Lægsta verð, sem DV fann í könnun sem náði til 19 verslana alls, var 716 krónur kílóið í Miklagarði. Verðið sveiflast á bilinu frá 716 krónum til 1.000 króna kílóið eftir því hve bakk- inn er vel útilátinn. Þeir sem ekki kjósa að kaupa staðl- aðan bakka geta keypt þær tegundir sem þá fýsir í lausri vigt sem allar verslanir bjóða. Dýrari bakkarnir eru með hálkarli, hangikjöti, smjöri og rúgbrauði en ódýrari bakkarnir samanstanda nær eingöngu af 7-10 tegundum af súrmat. „Það er þverrandi sala í þessum sérstæðu tegundum eins og hákarli og súrum hrútspungum,“ sagði Sóf- us Sigurðsson, kjötmeistari í Hag- kaupi, í samtaii við DV. Hann taldi að fólk vildi frekar kaupa hverja teg- und fyrir sig en bakkana. „Mér fmnst yngra fólk sýna súrmat og þess háttar meiri áhuga en það gerði fyrir nokkrum árum,“ sagði Guðjón Sveinsson í Fjarðarkaupi í samtali við DV. Þorramatur á veitingastöðum Kjósi menn að fara frekar á veit- ingastaði og snæða þorramat er um nokkra kosti að velja. Veitingahúsið Naust býður þorrabakka fyrir 1.990 krónur á mann. Múlakaffi býður 1.200 gramma hjónakassa á 1.350 krónur. Veitingastofan Árberg býð- ur trog á 950 krónur á mann og Pott- urinn og pannan býður nú í fyrsta sinn upp á þorramat. Þar kostar skammturinn 1.300 krónur á mann og er salatbar og eftirréttúr innifalið í verðinu. Hvernig sem menn kjósa að fagna þorranum eru valkostirnir margir og hægt að gera hagstæð kaup með verðsamanburði. -Pá Verslun Verð á bakka Þyngd Verð á kg Hagkaup ca500 845 Míkligarður 590 680 g 842 Mikiigarður 1120 1.230g 910 Nóatún 498 570 g 876 Grundarkjör 1075 1.500 g 716 Fjarðarkaup 650 600-700 g 1.000 Fjarðarkaup 450 728 Innflutt hundabein: Þarfnast nánari rannsóknar - flutt inn án vitundar yfirdýralæknis „Mér var ekki kunnugt um þennan innflutning," sagði Brynjólfur Sand- holt yfirdýralæknir í samtali við DV. „Hitt er ljóst að þetta mál þarf að rannsaka sérstaklega. Mér sýnist í fljótu bragði að þarna séu þverbrotin lög um varnir gegn gin- og klaufa- veiki sem banna innflutning á bú- fjárafurðum." Eins og kom fram í fréttum DV í gær voru flutt inn á síðasta ári 985. kíló af nagbeinum fyrir hunda. Bein þessi eru framleidd annars vegar úr nautshúðum og hins vegar steypt úr beinasagi úr nautabeinum. Innflutn- ingurinn fór fram án vitundar yfir- dýralæknis og Rannsóknastofnunar landbúnaðarins en þessir aðilar hafa allajafna yfirumsjón með innflutn- ingi á gæludýrafóðri. Þar liggur hundurinn grafmn að þessi bein eru flutt inn á allt öðru tollnúmeri en venjulegt gæludýra- fóður og flokkuð sem leðurvörur. Strangt eftirlit og miklar hömlur eru venjulega á hvers kyns innflutn- ingi á búfjárafurðum vegna hættu á sjúkdómum. Fréttir hafa borist frá Finnlandi um mikla salmonellumengun í bein- um af þessu tagi, sérstaklega þeim sem koma frá Thailandi. Alls voru flutt til íslands á síðasta ári 150 kíló af nagbeinum frá Taiwan og Thai- landi. -Pá Virðisaukaskattur endur- greiddur til vamarliðsins - telst til útlanda Reiknað er með að virðisauka- skattur verði að fullu endurgreidd- ur til varnarliösins á Keflavíkur- flugvelli til samræmis við það fyr- irkomulag sem áður var á haft með söluskatt. í fjármálaráðuneytinu er nú unn- ið að því að semja vinnureglur um þetta mál. Það sem er í raun gert er að færa eldri reglugerðir um endurgreiðslu söluskatts til þess- ara aðila í nýtt horf miðað við virð- isaukaskatt. „í skattalegu tilliti tilheyrir yfir- ráðasvæði varnarliðsins útlönd- um. Virðisaukaskattur er því að fullu endurgreiddur af öllum vör- um sem aðilar innan þess kaupa,“ sagði Mörður Árnason, upplýs- ingafulltrúi fjármálaráðuneytis, í samtali við DV. -Pá Lífsstm Þorri gengur í garð og við hæfi að fagna honum með þvi nasla kæstan hákarl, spikfeita bringukolla og súra hrúts- punga að fornum sið. Bankamir taka alhr gjöld af lánum umfram lögboðna vexti og dráttar- vexti. Þetta kemur hárðast niður á þeim sem ekki standa í skilum og getur verið jafnmikið eða hærra en hin föstu stimpilgjöld og lántöku- gjöld. Maður fær lánaðar 100 þúsund krónur í Landsbankanum til 6 mán- aða. Hann greiðir 1.500 krónur í stimpilgjald, sem rennur í ríkissjóð, en bankinn tekur 1.200 krónur í lán- tökugjald og 630 krónur í vélritunar- kostnað. Viðskiptavinurinn fær af- ganginn, 96.670 krónur, í hendur. Lendi viðkomandi í vanskil áskilur bankinn sér rétt til þess að taka 2% aukagjald vegna vanskila. Það þýðir að bankinn tekur af umræddum við- skiptavini 2.000 krónur í aukagjald umfram lögleyfða vexti og dráttar- vexti. í íslandsbanka þarf að greiða af sömu upphæð til sama tíma 1.500 krónur í stimpilgjald, 1.800 krónur í lántökugjald og 750 krónur í vélrit- unarkostnað. Viðskiptavinurinn fær það sem eftir verður, 95.950 krónur. Neytendur Sé um vanskil að ræða tekur ís- landsbanki sérstakt vanskilagjald, 600 krónur, fyrir að senda út ítrekun um greiðslu. Að auki áskilur bank- inn sér rétt til þess að taka 1.500 krónur einu sinni í sérstakt van- skilagjald og aðrar 1.500 krónur í skuldbreytingargjald sé skuldbreyt- ingar þörf. Islandsbanki tekur því allt að 3.600 krónur af vanskilamanni í þessu dæmi umfram það sem vextir og dráttarvextir heimila. Búnaðarbankinn tæki af sama láni 1.500 krónur í stimpilgjald, 1.200 krónur í lántökugjald og 600 krónur í vélritunarkostnað. Fari lánið í vanskil tekur Búnaðar- bankinn 300 króna ítrekunargjald á áttunda degi vanskila og gjaldið tvö- faldast svo eftir mánuð. Sé um lang- varandi vanskil að ræða hefur bank- inn heimild til að taka 1.000 krónur í sérstakt vanskilagjald og 1.000 krónur í skuldbreytingargjald. Alls mætti bankinn því taka af þessu ein- staka láni 2.600 krónur vegna van- skila umfram dráttarvexti. -Pá Hækkanir bíða hj á Verðlagsráði Á fundi Verðlagsráðs á mánudag er gert ráö fyrir að afgreiddar verði nokkar hækkunarbeiðnir sem bíða afgreiðslu ráðsins. Flugleiðir vilja hækka fargjöld í innanlandsflugi um 10% og farmgjöld um tæp 24%. Leigubílstjórar fara fram á 11% hækkun en taxti þeirra var síðast hækkaður í september. Sendibíl- stjórar fara fram á 15,3% hækkun en þeirra gjaldskrá var siðast hækk- uð í september. Guðmundur Sigurðsson hjá Verð- lagsstofnun sagði í samtali við DV að virðisaukaskattur sem legðist á farmgjöld gerði það að verkum að í raun þyrftu fyrirtæki ekki að sækja formlega um hækkun vegna hans. Það hefðu t.d. önnur flutningafyrir- tæki en Flugleiðir ekki gert. Hins vegar væri aðeins hluti hækkunar- beiðnar Flugleiða tilkominn vegna skattsins og því þyrfti að afgreiða umsóknina. Verði umsókn Flugleiða um 10% hækkun fargjalda innanlands sam- þykkt kostar eftir hækkun 9.920 krónur að fljúga fram og til baka frá Reykjavík til ísafjarðar en kostaði 9.046 krónuráður. -Pá

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.