Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
25
Iþróttir
Sigurður Einarsson spjótkastari 1 samtali við DV:
Ég gat ekki hugsað um
spjðtkast í tvo mánuði“
- Sigurður „rosalega bjartsýnn“ á næsta keppnistímabíl
r Vilhjáimsson en þeir félagarnir skipa
spjótkasti.
„Ég bjóst alveg eins viö því að
ég yrði einhvers staðar fyrir ofan
miðju. Ég var búinn að reikna þetta
nokkurn veginn út en þriðja sætið
kom mér samt nokkuð á óvart. Ég
stóð mig vel á stórmótum á síðasta
ári og það lagði grunninn Öðru
fremur að þessu þriöja sseti,“ sagði
Sigurður Einarsson spjótkastari í
samtaii við DV í gær en hann dvel-
ur nu við nám og æfingar í Ala-
bama í Bandaríkjunum. Eins og
skýrt var frá í DV á dögunum hafh-
aði Sigurður í þriðja sæti á heims-
lista hins virta bandaríska tímarits
Track and Field News yfir bestu
spjótkastara heims á síðasta ári.
„Þetta sæti breytir miklu fyrir
mig ,á næsta keppnistíraabili. í
fyrra átti ég í mestu erfiðleikura
raeð að fá að keppa á stærstu mót-
unum. Ég varð að borga mikla pen-
inga til að fá að vera með og þetta
var mikil barátta. Það eru ekki
margir spjótkastarar sem fá að
keppa á hverju stórmóti, þetta tíu
til iimmtán. Eg komst aðeins inn á
fimm síðustu stórmótin á síðasta
ári. Samkeppnin er mjög hörö. Með
því að hafna í þriðja sæti á heims- »
listanum hjá Track and Field News
hef ég skipað mér sess meðal bestu
spjótkastara heims. Það ætti því að
verða auðvelt að komast að á stór-
mótum í sumar en spjótkastið verð-
ur þó ekki Grand Prix grein á þessn
ári.“
„Gat ekki hugsað um
spjótkast í 2 mánuði"
- Hvernig gengur undirbúningur-
inn fyrir næsta keppnistímabil.
„Ég er kominn vel af stað og hef
lagt aðaláhersluna á að byggja upp
kraft og eins á alhliða uppbygg-
ingu. Þaö skiptir miklu máli að
maður geti komist sem fyrst í gott
form líkamlega og síðan hafið
tæknilegar æfmgai-. Það tók 'mig
reyndar mjög langan tíma að fá
áhugann aftur á spjótkastinu að
loknu síðasta keppnistímabili.
Tímabilið var mjög erfitt og gífur-
leg ferðalög ekki hvaö síst. Það tók
mig tvo mánuöi að fá löngunina
aftur en í allan þann tíma gat ég
ekki hugsað um spjótkast. I des-
ember hóf ég síðan æfingar og í dag
bíður maður spenntur eftir næsta
keppnistímabili.“
„Mjög slæmtað
hafa ekki þjálfara“
- Nú er þjálfarinn þinn, Stefán Jó-
hannsson, hér á Islandi en þú í
Bandaríkjunum. Gengur það upp.
„Þetta er hiö versta mál. Ég þarf
á honum að halda hér en peninga-
skortur kemur í veg íyrir að hann
geti komið til mín og aðstoðað raig.
Stefán hefur hjálpað mér mjög
mikið og hann á mikinn þátt í vel-
gengni minni í spjókastinu. Það er
þvi grátlegt að hann skuli ekki geta
veriö hér. Það er draumurinn að
einhver geti styrkt okkur íjárhags-
lega og aðstoðað Stefán tfi að kom-
ast hingað.
- Færð þú einhverja styrki frá
íþróttayfirvöldum á íslandi.
„Ég fæ styrk úr afreksmanna-
sjóði ÍSÍ en það eru um 40 þúsund
í fimm mánuöi. Auðvitað er þetta
ekki mikið en þaö munar samt
mikið um þetta.
Ert þú bjartsýnn á næsta keppn-
istímabil og telur þú líkur á því aö
þú getir bætt árangur þinn enn
frekar.
„Ég er rosalega bjartsýnn og mér
hefur gengið mjög vel við æfin-
gaundirbúning. Ég hef sett mér
ákveðið takraark fyrir næsta
keppnistímabil. Það er einfaldlega
að halda þriðja sætinu á heimslista
Track and Ffid News og kasta
lengra en ég gerði á síðasta ári. Til
þess að síðara markmiðið náist
þarf ég að kasta lengra en 82,82
metra og ég er bjartsýnn á að það
takist,“ sagði Sigurður Einarsson.
-SK
C
Stúf ar frá
Noregi
Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi:
Norska landsliðið í handknattleik,
sem lék hér á landi fyrir skömmu,
undibýr sig nú að krafti fyrir C-
heimsmeistarakeppnina sem fram
fer í Finnlandi í apríl nk. Liðið tekur
um þessar mundir þátt í Lottó Cup,
handknattleiksmóti, ásamt landslið-
um frá Finnlandi, Vestur-Þýska-
landi, Austurríki og Danmörku. í
fyrrakvöld sigraði norska landsliðið
lið Austurríkis, 20-15. Norska lands-
liðið hefur verið í mikilli sókn und-
anfarið og þakka menn þeim þremur
atvinnumönnum sem leika í Vestur-
Þýskalandi þeim Roger Kjendalen,
Rune Erland og Östyn Havang en
þeir þremenningar hafa verið í mjög
góðu formi í landsleikjum Norð-
manna.
Vildi fá Höllu í landsliðið
Halla Geirsdótir, sem leikur með liði
Junkeren í 2. deild í Noregi, hefur
vakið mikla athygli fyrir góða
frammistöðu í marki liðsins. Norski
kvennalandsliðsþjálfarinn í hand-
knattleik sá Höllu í leik með Junker-
en fyrir skömmu og eftir leikinn
hafði hann tal af þjálfara liðsins, ís-
lendingnum Sveinbirni Sigurðssyni,
og vildi hann fá Höllu tfi aö æfa með
landsliðinu. Sveinbjörn þjálfari sagði
„því miður, hún er íslendingur".
Þjálfari Vestar, eins besta kvennaliðs
í Noregi, hefur einnig hrifist af
frammistöðu Höllu í marki Junkeren
og sagði að hann gæti vel hugsað sér
að fá hana til félagsins. Junkeren er
í 5. sæti í 2. deildinni en liðiö lék í
3. deild á síðasta keppnistímabili.
Þórir að gera góða hluti
Þórir Hergeirsson, sem lék með
Breiðabliki í handknattleik á síðasta
keppnistímabili, er að gera góða hiuti
sem þjálfari sem þjálfari 3. deildar
liðs Elferun. Liðið, sem var eitt af
bestu liðum Noregs fyrir nokkrum
árum, áður en það féll í 3. deild. er
nú í efsta sæti 3. deildar og hefur
Þórir náð að byggja upp mjög sterkt
lið. Bróðir Þóris, Grímur Hergeirs-
son hefur leikið mjög vel fyrir liðið
Lakers óstöðvandi
- hefur enn bætt stöðu sína í NBA-deiIdinni
• Otis Thorpe, leikmaður með Houston Rockets, er stöðvaður af Sedale
Threatt og Xavier McDaniel hjá Seattle Supersonics í leik liðanna i vik-
unni. Seattle vann sigur í hörkuleik, 105-101. Simamynd Reuter
Los Angeles Lakers hefur enn bætt
stöðu sína í bandarísku NBA-deild-
inni í körfuknattleik með þremur
sigrum undanfama daga. San An-
tonio Spurs mátti hins vegar sætta
sig við tvo ósigra um síðustu helgi
en bætti það upp í fyrrakvöld með
því að sigra New York Knicks.
Lakers hefur unnið 27 leiki en tap-
að 8, Knicks unnið 26 og tapað 11 en
Spurs unnið 24 og tapað 10 og standa
þessi þrjú lið best að vígi í deildinni.
Úrslit undanfarna daga hafa orðið
á þessa leið:
Föstudagur:
Boston-SA Spurs...........90-97
Indiana-New York..........96-101
76ers-Cleveland..........102-113
Charlotte-Chicago.........95-107
Detroit-Minnesota.........97-86
Milwaukee-LA Clippers.....94-95
Phoenix-Sacramento.......111-96
LA Lakers-Houston........107-98
Laugardagur:
MiamiHeat-Boston..........96-105
Indiana-Milwaukee........111-109
New York-SA Spurs........107-101
Cleveland-New Jersey......98-96
Detroit-Portland.........111-106
Washington-76ers...........101-120
Chicago-LAClippers.......117-111
Dallas-Utah Jazz..........99-109
Denver-Phoenix...........111-119
Seattle-Atlanta..........113-106
Golden State-Orlando.....138-127
Sunnudagur:
New Jersey-Portland.......90-99
Mánudagur:
New York-Chicago..........109-106
Cleveland-SA Spurs........92-89
Denver-Dallas.............101-90
LA Lakers-Sacramento......111-91
Indiana-Golden State.....144-105
Washington-Miami Heat....105-111
Phoenix-Charlotte........118-108
Seattle-Houston..........105-101
Þriðjudagur:
Milwaukee-Golden State....134-126
LA Clippers-Charlotte...:.106-98
Sacramento-Atlanta.......108-91
Portland-Denver...........120-115
Miðvikudagur:
MiamiHeat-Indiana........121-111
New Jersey-Washington.....121-111
Orlando-Boston...........111-133
76ers-Detroit............112-108
SA Spurs-New York........101-97
Dallas-Phoenix............88-108
Houston-Cleveland.........107-98
Utah Jazz-Atlanta..........95-88
LA Lakers-Seattle.........100-90
-JKS/VS
og á hann stóran þátt í velgengni fé-
lagsins.
Steinar farinn að spila á ný
Steinar Birgisson sem leikur með 1.
deildar liðinu Runar er nú byrjaður
að leika með liði sínu á ný eftir
meiðsli sem hrjáð hafa hann. Steinar
missti af nokkrum leikjum liðsins og
gekk þá liðinu ákaflega illa og tapaði
hverjum leik á fætur öðmm. En eftir
að Steinar hóf að leika á ný hefur
liöið náð að rétta úr kútnum og hefur
liðið unnið síðustu leiki sína og er í
4. sæti deildarinnar.
Martyn Knipe
Golfkennari
H.S. 79321
Þann 22. jan. nk. verður opnaður nýr golfskóli í Skeifunni
11 B, kjallara, sími 689085. Bæði verður hægt að fá golf-
kennslu og æfingatíma og einnig verður selt kaffi, gos og
samlokur í setustofu.
Opið verður á þessum tímum:
Mánudaga-föstudaga frá kl. 12-14 og 16-23.
Laugardaga frá kl. 10-17.
Sunnudaga frá kl. 12-16.
Verð á æfingatímum er kr. 350 pr. klst. og kr. 900 á kennslu-
stund sem er hálf klst. Einnig hóptímar fyrir byrjendur og
lengra komna.
Sérstakt kynningartilboð verður á æfingatímum frá 19. jan.
til 10. febr., kr. 1.800 fyrir 6 tíma.
Verð einnig með viðgerðir á golfkylfum.
Afsökunarbeiðni fá þeir sem fengu bréf þess efnis að golf-
skólinn yrði opnaður 19. jan.
Verið velkomin.
MÁNAÐ rftÆKJ ARKORT ítöftWfi
j—Jii J i ÍIUL |: !* j j ú í n—f
rWTO HR.T5TO.. ; :
4 i! ! ji ! | |j |:=i|
GULISPORT VIÐ GULUNBRI STÓRHÖFÐA 15 - SÍMI 672270 r J