Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 9
.0681 HAÍJVíAt .81 H'JÐAOUTSÖ^ l’bSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.' Mótmælendur í Sofíu í Búlgaríu með grínmynd að Zhivkov. Símamynd Reuter Pólverjar, Ungverjar og Tékkar skiptum Sovétríkjanna og Pól- fara nú allir fram á það að Sovét- lands. menn kalli heri sína á brott úr Tékkar hafa þegar tilkynnt sov- löndum þeirra fyrir lok þessa árs. éskum yfirvöldum aö þeir viJjl að Auk þess stungu Ungvetjar upp á sovésku hermennimir, sem enn því að hemaðarbandalögin tvö, em í Tékkóslóvakíu, alls 75 þús- Varsjárbandalagið og Atlantshafs- und, verðir farnir fyrir árslok. bandalagiö, íhuguðu frekari fækk- Pulltrúar Tékka og Sovétmanna un í herjum sínum á erlendri grund hittust í Prag i þessari viku til að í Evrópu. ræða brottflutning sovésku her- Talsmaður Lech Walesa, leiðtoga mannanna en samkomulag var Samstöðu í Póllandi, sagði að Wal- ekki gert. Þeir munu hittast aftur esa hefði hvatt til þess í samtah við í Moskvu i febrúar. sovéskasendiherrannaðallirsové- Ungverjar segja að 50 þúsund til skir hermenn yrðu kvaddir heim 60 þúsund sovéskir hermenn séu í fyrir lok ársins. Walesa sagði að Ungverjalandi og sovéskir her- brottflutnmgur sovéskra her- menn í Póflandi eru sagðir vera 45 manna fyrir lok þessa árs ætti að þúsund. vera skilyrði fyrir bættum sain- Reuter Zhivkov handtekinn Handtökuskipun hefur verið gefin út á hendur fyrrum leiðtoga Búlgar- íu, Todor Zhivkov. Er hann sakaður um að hafa dregið sér almannafé og kynt undir hatri milli þjóðarbrota. Talsmaður ríkissaksóknara sagði í gær að Zhivkov væru undir eftirliti. Ekki er ljóst hvort hann er í fangelsi eða í stofufangelsi í einum af hinum þrjátíu opinberu bústöðum sem hann og fjölskylda hans höfðu að- gang að í valdatíð hans. Handtökuskipunin á hendur Zhivkov er enn einn liðurinn í um- bótaáætlun hinnar nýju stjórnar í Búlgaríu. Hringborðsumræöur hafa verið hafnar við stjórnina en þær fóru reyndar út um þúfur í gær þeg- ar fulltrúar stjómarandstöðunnar gengu út þar sem ekki hafði verið orðiö við kröfum þeirra um skriflega tryggingu fyrir húsnæði þeim til handa. Yfirvöld hafa í raun lofað aðalbækistöðvum og dagblaði handa stjórnarandstöðunni en hún tekur ekkert gilt nema skrifleg trygging sé fyrir hendi. Reuter Vestur-Þjóðverj- ar þrýsta á um sameiningu Vestur-þýsk yfirvöld auka nú þrýstinginn á yfirvöld i Austur- Þýskalandi um sameiningu þýsku ríkjanna að loknum kosningum í Austur-Þýskalandi í maí til þess að stemma stigu við auknum straumi Austur-Þjóðverja til Vestur-Þýska- lands. Um 340 þúsund Austur-Þjóðveijar settust að í Vestur-Þýskalandi á síð- asta ári og á fyrstu tveimur vikum þessa árs hafa 25 þúsund Austur- Þjóðverjar flust til Vestur-Þýska- lands. Mikill skortur er á húsnæði í Vestur-Þýskalandi og atvinnuleysi er tilfinnanlegt. Samtímis því sem Vestur-Þjóðverj- ar lögðu áherslu á sjónarmið sín í gær reyndi Hans Modrow, forsætis- ráðherra Austur-Þýskalands, að koma í veg fyrir stjórnarslit nú áður en kosningarnar í mcd fara fram. Hann hefur vísað á bug auknum kröfum um sameiningu þýsku ríkj- anna sem myndi að öllum líkindum hafa í for með sér endalok kommún- istaflokksins. Modrow þarfnast hins vegar efnahagsaðstoðar úr vestri og þaö vita vestur-þýsk yfirvöld. Reuter 3 -• ' ■ ■ >9 Útlönd Washington: Borgarstjórinn handtekinn Marion Barry, borgarstjórinn í Washington, hefur í mörg ár verið sakaður um eiturlyfjaneyslu. Simamynd Reuter Borgarstjórinn í Washington í. Bandaríkjunum, Marion Barry, var handtekinn í gærkvöldi á hóteli í borginni. Bandaríkjastjóm hafði fyr irskipað að fylgst yrði með borgar- stjóranum vegna margra ára ásak- ana um eiturlyfjaneyslu hans. Alríkislögreglan vildi í gærkvöldi ekki gefa neinar upplýsingar um ásakanirnar á hendur borgarstjóran- um, það er hvort hann væri sakaður um eiturlyfjanotkun og eða sölu eða kaup á eiturlyfjum. Eða hvort borg- arstjórinn hefði verið þar sem eitur- lyfja hefði verið neytt. Embættismenn vildu sem minnst segja um handtökuna en að sögn lög- reglunnar var Barry handtekinn á sjöttu hæð Vista Intemational hót- elsins en þar nálægt fara fram um- fangsmikil eiturlyfjaviðskipti. Þar í grenndinni er einnig stundað vændi. Ekki hefur verið greint frá hvert far- ið var með borgarstjórann. Þó svo að margir hafi talið Barry vera búinn að vera í stjórnmálum hafði hann í hyggju að bjóða sig fram fjórða kjörtímabilið í röð. Barry hef- ur verið borgarstjóri í Washington frá 1979. Fréttin um handtöku borgarstjór- ans vakti gífurlega athygfl í Was- hington þar sem mikill óhugnaður hefur ríkt vegna fjölda morða sem flest tengjast eiturlyfjum. Sagt er að barþjónar, gengilbeinur og gestir veitingastaða í borginni hafi hoppað, ýmist af kæti eða undrun, þegar til- kynnt var um handtöku borgarstjór- ans í sjónvarpsfréttum. Embætt- ismenn í borginni kváðust vera felmtri slegnir. Barry er einn þekktasti borgar- stjóra Bandaríkjanna, að hluta til vegna þess að hann hefur í mörg ár verið sakaður um eiturlyfjaneyslu. Það var síðast í nóvember sem eitur- lyfjasali, sem hefur verið dæmdur, sakaði borgarstjórann um að hafa neytt eiturlyíja á hóteli í borginni í desember 1988. Barry vísaði þessari ásökun á bug eins og öllum öðrum af sama toga. Á fyrsta fundi sínum með frétta- mönnum á þessu ári lýsti borgar- stjórinn í Washington því yfir að sig- ur borgaryfirvalda í stríðinu gegn glæpum, ofbeldi og eiturlyfjum væri ekkilangtundan. Reuter Gísl sleppt í Medellin Gísiinn Toro, sonur auðugs kaup- manns í Kólumbíu, sem sleppt var af eiturlyfjasölum í Medellin í gær- kvöldi. Hann fannst hlekkjaður við Hlið við hús í borginni. Slmamynd Reuter Kólumbískir eiturlyfjasalar létu í gærkvöldi lausan gísl sem kvaðst vera með skilaboð til forseta Kól- umbíu og Bandaríkjanna. Roberto Mauricio Toro, sonur eiganda versl- anakeðju í Kólumbíu, var rænt 14. desember síðastliðinn en í gærkvöldi fannst hann hlekkjaður við garðshliö húss í Medellin. Sagðist hann vera með skilaboð frá samtökum eiturlyfjasala, Hinum framseljanlegu, þar sem lofað væri að láta lausa alla gísla. í bréflnu spyrja eiturlyfjasalarnir einnig hvers vegna Virgilio Barco, forseti Kólumbíu, og George Bush Banda- ríkjaforseti leggi ekki trúnað á orð þeirra. Á miðvikudaginn slepptu kókaín- kóngar tveimur konum sem þeir höfðu haft í gíslingu. Komu þær á framfæri skilaboðum um að eitur- lyfjasalar byðust til að hætta útflutn- ingi á kókaíni og láta af hryðjuverk- um. Kólumbískir embættismenn hafa tekið tilboðinu með varfterni og innanríkisráðherra Kólumbíu, Car- los Lemos Simmonds, sagöi að eitur- lyfjasalamir þyrftu að gefa sig fram áður en stjómvöld tækju afstöðu til vopnahlés. Hinir framseljanlegu hafa tuttugu og einn gísl í fórum sínum. Meðal þeirra er sonur helsta aðstoðar- manns forsetans. Reuter M. Éf. jk: V : ;y •' KVÖLDSTUND MEÐ EDDIE SKOLLER ÍSLENSKU ÓPERUNNI | Laugardag 20. janúar kl. 20.30, fáir miðar eftir 4 Sunnudag 21.janúar kl. 20.30, fáir miðareftir Ath. Aukasýning mánudag kl. 20.30. FORSALA AÐGÖNGUMIÐA ER HAFIN # í ÍSLENSKU ÓPERUNNI ATHUGIÐ AÐ SÆTI ERU NUMERUÐ LIONSKLÚBBUHINN NJÖHDUH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.