Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990. r>v Fréttir Keflavik: Unglingar með röra- sprengjur Tveir íimmtán ára piltar og einn átján ára hafa viðurkennt að hcifa sprengt upp þrjá póstkassa á gamla Reykjanesveginum á Vatnsleysu- strönd um síðustu helgi. Póstkass- amir stóðu á staurum við veginn og sprengdu þremenningarnir þá með rörasprengjum. Notuðu þeir stjörnu- ljós fyrir kveikjuþráð. Piltarnir voru handteknir um helg- ina og játuðu þeir verknaðina eftir yfirheyrslur sem stóðu langt fram á nótt. Við leit heima hjá einum þeirra fundust fleiri sprengjur. Lögreglan í Kefiavík hefur einnig til rannsóknar annað sprengjumál þar sem rúða var sprengd á snyrti- stofu við Hafnargötu. Þar var sprengju einnig komið fyrir sem sprakk þannig að rúða í glugganum brotnaði ásamt glerborði sem stóð fyrir innan. Rannsóknarlögreglan hefur vitneskju um hverjir voru þarna að verki og á eftir að færa þá menn til yfirheyrslu. -ÓTT Þrír dómarar í klámmálinu Jón Óttar Ragnarsson, sjónvarps- stjóri á Stöð 2, hefur verið ákærður vegna sýninga á klámmyndum. Mál- ið er til meðferðar í Sakadómi Reykjavíkur. Helgi I. Jónsson saka- dómari er með málið. Hann hefur fengið tvo meðdómendur. Þau eru Kristín Jóhannesdóttir kvikmynda- gerðarmaður og Eiríkur Kjalar Em- ilsson, lektor í heimspeki viö Háskóla íslands. Eiríkur Kjalar kennir sið- fræði. Búið er að þingfesta málið. Dóms er að væntan innan nokkurra vikna. -sme Hrísey: Eyfellið líka selt Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík: í lok síðasta árs seldi Útgerðarfélag KEA hf. í Hrísey togarann Snæfell til Grindavíkur og fékk í staðinn bát sem hlaut nafnið Eyfell EA-540. Sá bátur hefur nú verið seldur vestur á Rif á Snæfellsnesi og er kaupandinn Kristján Guðmundsson hf. Kaupverð bátsins fékkst ekki upp- geflð. Báturinn var seldur með rækju- og síldarkvóta en án botn- fiskskvóta, það er að segja að selj- anda er tryggt ígildi botnfiskskvót- ans sem er 650 tonn. Það magn mun verða veitt af heimabátum að sögn Jóhanns Halldórssonar, fram- kvæmdastjóra Útgerðarfélags KEA. Vinna hófst að nýju í frystihúsinu í Hrísey fyrir viku en afli hefur verið fremur tregur. Eyfellinu verður nú gefið nafnið Kópanes SH og mun báturinn fara á línu. Skipstjóri verður Jóhann Krist- insson, áður skipstjóri á Tjaldi SH. Austfirðir: Engin eftír- mál vegna fiskverðsdeilu Ýmis kæru- og klögumál gengu á milli meðan á fiskverðsdeilu togara- sjómanna á Austfjörðum stóð á dög- unum. Meðal annars var talað um að gera sjómenn ábyrga fyrir töfum á útgerð togaranna og eins var hótað kærum á sjómannafélögin. Að sögn Emils Thorarensen, út- gerðarstjóra Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, verða engin eftirmál af fisk- verðsdeilunni. Þegar samkomulagið náðist var ákveðið að allt slíkt skyldi fallaniður. -S.dór Teppi, dúkur, parket og flísar Stórglæsilegt úrval af gólfefnum á ótrúlega lágu verði. Útsalan er á tveimur hæðum. í kjallaranum er Dúkaland með gólfdúk, flísar, parket og kork. En í Teppalandi, á fyrstu hæðinni, eru gólfteppin og motturnar í glæsilegu úrvali. Eitt glæsilegasta úrval teppa og búta á útsölu til þessa. Margir gæðaflokkar og allir verðflokkar. Bútar allt að 30 fermetrar að stærð með 50% afslætti. Dæmi: Einlit uppúrklippt teppi, 100% polyester. Óhreinindavörn. Fallegir litir. Verð áður 2126- AFSLÁTTUR 20% 1099“ Lykkjuteppi (Berber) úr gerviefni með viður- kenndri óhreinindavörn. Fallegt og efnismikið teppi í tveimur litum; Ijósgráu og „beige". Einstakt tilboð. Verð áður 1.785- AFSLÁTTUR 25% 1.339— Grimmsterkt teppi á skrifstofur, stofnanir og stigahús. Fallegir litir. Verð áður 1.495- AFSLÁTTUR 20% 1.196- Fallegt einlitt teppi með „velúr“áferð úr 80% ull og 20% nælon. Endingargott heimilisteppi í háum gæðaflokki. Verð áður 2.732- AFSLÁTTUR 22% 2.156- AFSLÁTTUR AF GÓLFTEPPUM ER 10-50% Eitt glæsilegasta úrval landsins af stökum teppum í mörgum stærðum úr bæði ull og gerviefnum. Klassísk og nýtískuleg mynstur við allra hæfi. AFSLÁTTUR 10-25% Fjölbreytt mynstur og margar þykktir. Ýmsar breiddir. Bútar á heilu herbergin með 50% afslætti. Dæmi: „Art design" 2ja metra breiður dúkur sem er 2 mm að þykkt. Verð áður 914— AFSLÁTTUR 47% 484“ „Strong super“ 2ja metra breiður dúkur sem er 2,5 mm að þykkt. Verð áður 1755- AFSLÁTTUR 55% 790“ „Tricastle11 3ja metra breiður dúkur sem er 1,8 mm að þykkt. Verð áður 1.188- AFSLÁTTUR 25% 891 “ Úrvalsparket frá ýmsum framleiðendum á lækkuðu verði. Mikið úrval af keramikflísum á gólf og veggi á lágu verði. Mikið af gólfteppum í fullri breidd í heilum rúllum sem eru allt að 70-80 fermetrar. Góðir gólfdúkabútar. Hafðu málin með þér og þú getur gert ótrúleg kaup fyrir heimilið eða vinnustaðinn. Börnin una sér í Boltalandi meðan foreldrarnir spara stórar upphæðir. Staðgreiðsluafsláttur. Góðir greiðsluskilmálar. Greiðslukort. Euro og Visa afborgunarsamningar. Teppaland • Dúkaland mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmm mmmmmmmmmmmmmmm^mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm öll verð eru uppgefin fermetrum Grensásvegi 13, sími 83577, Rvík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.