Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1990, Side 4
4
FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990.
Fréttir
Kjarasamningagerðin hefst á sunnudag:
Ekki eining innan
verkalýðshreyfingar
iðnaðarmannafélög og nokkur félög opinberra starfsmanna andvíg núll-lausninni
Svarta hópnum svonefnda tókst aö
knýja þaö í gegn á miðvikudaginn
að vinnan viö gerö kjarasamninga á
núll-lausnar hugmyndinni heíjist á
sunnudaginn kemur. Ásmundur
Stefánsson, forseti Alþýðusam-
bandsins, haföi fram að því færst
undan aö hefja samningagerðina.
Hann bar fyrir sig aö kynna þyrfti
samninga betur innan verkalýðs-
hreyíingarinnar. Hið rétt er hins veg-
ar að hann vissi að það ríkti ekki
eining innan aðildarfélaga sam-
bandsins aö ganga til núll-lausnar-
samninga. Það voru nokkur iðnaðar-
mannafélög, einkum innan málm-
iðnaðarhópsins og rafiðnaðarhóps-
ins, sem eru þessu andvig. Eins eru
ákveðin félög innan Bandalags
starfsmanna ríkis og bæja lítt hrifm
af hugmyndinni.
Aliir verði með
Það er hins vegar algert skilyrði til
þess aö samningar, af þeirri gerð sem
menn eru að hugsa um, takist að öll
launþegahreyfingin taki þátt í henni.
Þess vegna er þessi óánægja, sem
skotið hefur upp kollinum á allra síð-
ustu dögum, mjög hættuleg samn-
ingsgerðinni.
Margir innan Verkamannasam-
bandsins óttast að þessi andstaða
geti hreinlega komið í veg fyrir að
samningar takist.
Komið var að samningum
Fyrir um það bil 10 dögum var stað-
an sú að komið var aö því að menn
settust niður og gengju frá samning-
um. Foringjar innan Verkamanna-
sambandsins voru þá svo bjartsýnir
að þeir sögðu nýja kjarasamninga
vera í sjónmáli.
Það var einmitt þá sem efasemdir
og andstaða iðnaöarmanna kom upp
á yfirborðið, en þó aöeins í þröngum
hópi innan verkalýðshreyfmgarinn-
ar. Foringjar í Verkamannasam-
bandinu og Vinnuveitendasamband-
inu urðu órólegir og töldu að menn
myndu falla á tíma ef ekki yrði haf-
ist handa við samningsgerðina. Og í
raun var staðan orðin sú á miðviku-
daginn að nálin á skákklukkunni var
alveg að falla. Þá loks var fallist á
að samningsgerðin hæfist á sunnu-
daginn.
Hugmynd svarta hópsins
Svarta hópnum var að sjálfsögðu
mikið í mun að samningar á þeim
nótum, sem ákveðnar hafa verið,
takist. Sannleikurinn er nefnilega sá
að þeir fjórmenningar, Guðmundur
J. Guðmundsson, formaður Verka-
mannasambandsins, Snær Karlsson
frá Húsavík, Pétur Sigurðsson frá
ísafirði og Bjöm Grétar Sveinsson
frá Höfn eiga hugmyndina að samn-
ingsgerðinni.
I vor er leið, þegar þrefaö var í
kjarasamningum, lögðu þeir til að
gerðir yrðu kjarasamningar til stutts
tíma, tveggja til þriggja mánaða.
Þótt skoðanir þessara heiðursmanna, Guðmundar J. Guðmundssonar og Ásmundar Stefánssonar, fari ekki alltaf
saman í verkalýðsmálapólitíkinni, eiga þeir nú fyrir höndum að leiða samningana fyrir verkalýðshreyfinguna
næstu daga. Það getur orðið erfitt verkefni. DV-mynd BG
Fréttaljós
Sigurdór Sigurdórsson
Tíminn yrði síðan notaður til að
vinna að gerð samnings til langs tíma
sem yröi mjög svipaður þeim sem
nú er fyrirhugað að gera. Þessari
hugmynd þeirra var þá hafnað og
samið var til áramóta. Eftir á sáu
menn aö það var rangt að hafna hug-
myndinni.
Þegar svo Einar Oddur Kristjáns-
son, formaður Vinnuveitendasam-
bandsins, endurvakti hugmyndina
rétt fyrir áramótin var gleypt við
henni.
Nú er bara eftir að sjá hvort and-
staðan gegn samningunum verður til
þess að ekkert verður úr þeim. Það
ætti að skýrast mjög fljótlega í byijun
næstu viku.
Um hvað á að semja?
Mikil forvinna hefur farið fram hjá
verkalýöshreyfingunni og vinnu-
veitendum vegna kjarasamning-
anna, miklu meiri en nokkru sinni
áður. Aðilar vinnumarkaðarins hafa
rætt við bankastjóra, ríkisstjóm,
talsmenn bændasamtakanna og
fleiri. Hugmyndin hjá þeim er að
stöðva verðbólguna og raunar að
koma henni niður í eins stafs tölu.
Hugmyndin er aö verð á land-
búnaðarafurðum hækki ekki á ár-
inu. Talið var að til þess að þaö tæk-
ist yrðu um það bil 400 milljónir
króna að koma úr ríkissjóði í auknar
niðurgreiðslur. Mjög þungt er fyrir
fæti hjá ríkisstjóminni með það fé.
En síðan kom ýmislegt skrýtið í ljós
þegar farið var aö reikna upp land-
búnaðardæmið. Til að mynda kom í
ljós aö inni í verðlagsgrundvelli land-
búnaðarafurða er reiknaö með
áburðarnotkun bænda uppá 12.400
lestir. Heildarframleiösla Áburöar-
verksmiðjunnar er aftur á móti um
11.000 lestir, sem fara til bænda, land-
græðslunnar, garða og í aöra áburö-
amotkun.
Áburðarnotkun bænda var sum sé
ofáætluð um 15 prósent í það
minnsta. Fleira í þessum fræga verð-
lagsgmndvelli þykir með þeim hætti
að lækka megi verö landbúnaðar-
vara stórlega án aukinnar niður-
greiðslu.
Vaxtadæmið
Verkamannasambandið er með þá
kröfu, meö fullum stuðningi Vinnu-
veitendasambandsins, að vextir
verði lækkaðir. Verkamannasam-
bandið vill að það gerist sama dag
og skrifað verður undir kjarasamn-
inga. Vinnuveitendasambandiö vill
að það gerist af sjálfu sér um leið og
verðbólgan hjaönar. Ýmsir banka-
stjórar em sama sinnis. Þetta gæti
orðið nokkurt deilumál í samningun-
um.
Þá vilja samningsaðilar fá trygg-
ingu fyrir því að opinber þjónusta
hækki ekki á árinu, eða að henni
verði haldiö í algeru lágmarki.
Launahækkun verði ekki nema 3
prósent á árinu. í sambandi við það
hafa komið fram hugmyndir um að
breyta greiðslum launþega til lífeyr-
issjóða, þannig að í stað þess að at-
vinnurekendur greiða 6 prósent en
launþegar 4 prósent, greiði atvinnu-
rekendur 10 prósent. Af þeim 4 pró-
sentum, sem launþegar hafa greitt,
komi nú 3 prósnet í launaumslagið
en eitt prósent fari til atvinnurek-
enda.
Innflutningur landbúnaðar-
vara
Unnið verði áfram aö því að fá leyfi
til þess að flytja inn kjúklinga, kart-
öflur og smjörlíki. Lagður verði 70
prósent tollur á þessar vörur og þeir
peningar notaðir til að hjálpa bænd-
um að minnka offramleiðsluna. Þrátt
fyrir þennan toll mun verð þessara
innfluttu vörutegunda lækka um-
talsvert, miðað við innlenda fram-
leiðslu. Menn vildu vinna að þessari
hugmynd strax, en Vinnumálasam-
band samvinnufélaga ljær ekki máls
á því.
Trygging kaupmáttar
Eitt allra viðkvæmasta málið verð-
ur með hvaða hætti kaupmáttur
veröi tryggður. Uppi hafa veriö hug-
/myndir um launanefnd, rauð strik,
uppsagnarákvæði í samningum og
vísitölubindingu launa. Á það síðast-
nefnda mega vinnuveitendur ekki
heyra minnst.
Nær öruggt er tahð að skipan
launanefndar verði niðurstaðan. Sú
nefnd á að fylgjast með launaþróun-
inni og gefa út aðvaranir ef eitthvað
það er að gerast sem rýra mun kaup-
mátt. Svipuð launanefnd var aö
störfum fyrir fáum árum og þótti hún
gefast nokkuð vel.
Nú er bara að bíða og sjá hvað ger-
ist í næstu viku þegar aðilar vinnu-
markaðarins setjast niður og hefja
samningagerð. -S.dór
Selja silung til Frakklands
ÞórhaBur Ásmundssan, DV, Sauðárkrókx
Stefnt er að því í þessum mánuði að
gera tilraun með útflutning á ferskri
vatnableikju til Suður-Frakklands.
Það eru um 30 veiöibændur, flestir
þeirra 1 Skagafirði og Húnavatns-
sýslum, sem standa að þessu í sam-
vinnu við Sigmar B. Hauksson, sem
sér um markaðsmálin, en afskipti
hans af þessum málum hófust þegar
hann skrifaði skýrslu um markaös-
mál vatnasilungs fyrir Byggðastofn-
un.
Ef tilraunin tekst er hér um stórt
mál að ræða þar sem talið er að veiða
megi hátt í þúsund tonn árlega af
silungi í íslenskum vötnum. Lögð
verður megináhersla á í markaðs-
setningunni aö hér sé um villibráð
að ræða og talið að á þann hátt megi
fá mun hærra verða fyrir vatnasil-
unginn en eldisfisk sem er ráðandi á
markaönum ytra en hefur fallið mjög
í verði undanfarin ár. Ársneysla á
sflungi í Frakklandi er um 25 þúsund
tonn.
Bjami Egilsson, bóndi á Hvalnesi
í Skagafirði, hefur staðið fremstur í
flokki veiöibænda í þessum málum.
„Þetta ræðst algjörlega af því hvern-
ig tekst með markaðsmálin. Til-
raunasendingarnar skera úr um
framhaldið," segir Bjarni og varar
við of mikflli bjartsýni.
Viötaliö dv
Pólitík er til-
viljunum háð
Nafn: Guðmundur Gylfi
Guðmundsson
Aldur: 32 ára
Slaða: hagfræðingur
Alþýðusambands íslands
„Hún litla dóttir mín, Arndís
Jóna, fjögurra mánaða, er þaö
sem lífið snýst um þessa dag-
ana,“ segir Guðmundur Gylfi
Guðmundsson, nýráðínn hag-
fræðingur Alþýðusambands ís-
lands.
„Annars eyði ég mestu af frí-
tima raínum í pólitík en ég sit í
stjórn Sambands ungra fram-
sóknarmanna. Það má eiginlega
segja að ég sé uppalinn í pólitík
því faðir minn, Guðmundur
Magnússon, var mjög virkur í
starfi Framsóknarflokksins aust-
ur á Egilsstööum og sat í sveitar-
stjórn fyrir flokkinn í þrjá ára-
tugi. Frá árinu 1966 til 1971 var
rekin kosningaskrifstofa fyrír
allar kosningar í kjaflaranum
heima og auk þess var mikil
umræöa um sfjórnmál á heimil-
inu. Ég komst því ekki hjá að fara
snemma aö velta stjómmálum
fyrir mér.
Sjálfur stefni ég ekki aö neinum
sérstökum framai pólitikinni. Ég
hef kynnst henni það vel aö ég
veit að það er allt meira og minna
tflviljunum háö hvemig hin póli-
tísku veður skipast á hveijum
tíma. Markmið mitt í dag er ein-
ungis aö starfa í pólitísku félagi
og vera virkur í því sem þar er
að gerast.
Próf frá Lundi
Guðmundur lauk stúdentsprófi
frá Menntaskólanum á Akureyri
1977. Aö þvi loknu stundaöi hann
nám í þjóöhagfræði við háskól-
ann í Lundi í Svíþjóð. Hann lauk
þar prófi þjóðhagfræði og var síð-
an við framhaldsnám i háskólan-
um í Gautaborg. „Ég var í sex ár
við nám í Svíþjóð. Árið 1981 fór
ég að vinna hjá Framkvæmda-
stofnun ríkisins og var þar einn
vetur. Tvö sumur á meðan ég var
í námi í Gautaborg vann ég hjá
Seðlabankanum. Árið 1985 hóf ég
svo störf hjá Fasteignamatí rikis-
ins og vann þar uns ég var ráðinn
tfl Alþýðusambandsins.
Spila körfubolta
Ég hef nú ekki verið neitt sér-
staklega duglegur við aö stunda
líkamsrækt á undanfómum
áram. Þó spila ég körfubolta öðru
hvora. Á menntaskólaárum mín-
um æfði ég með Þór á Akureyri
og á meðan ég var við nám í Sví-
þjóð voram viö íslendingarnir
með körfuboltalið. Við kepptum
á háskólamótum og urðum
nokkrum sinnum háskóla- og
bikarmeistarar.
Ég las mikið af bókmenntum á
menntaskólaárum mínum en
bóklestur hefúr orðið dálítið út
undan hjá mér á undanfórnum
árum. Laxness og Þórbergur eru
alltaf í miklu uppáhaldi hjá mér
og ég hef lesiö nánast allt sem
þeir hafa skrifaö. Af yngri höf-
undum held ég mest upp á Guö-
berg Bergsson,“ segir Guðmund-
ur Gylfi.
Eiginkona Guömundar er Anna
Maria Ögmundsdóttir kennari.
-J.Mar