Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Side 12
12 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. Spumingin Lesendur Hvernig líst þér á komu Havels hingað til lands? Edda Kristín Jónsdóttir húsmóðir: Mér Mst vel á hana og að fyrrverandi fangi skuli vera kominn í embætti. Mér finnst öll þróun í Tékkóslóvakíu jákvæð í sambandi við samskipti og frelsi. Magnús Th. Magnússon: Mjög vel. Vinstri stefnan er á Uppleið hér á landi, samanborið Svavar og Stein- grím J., og því er heimsóknin vel tímasett. Eiður Arnarsson tónlistarmaður: Mjög vel, ég samgleðst honum og finnst gaman að þetta skyldi hafa verið ákveðið áður en hann varð for- seti. Þórður Þórsson skrifstofumaður: Ég veit það ekki. Ef hann fær frítt inn í leikhús er það ágætt. Eyþór Borgþórsson, starfar hjá Rik- isendurskoðun: Mjög vel. Fyrrv. þingmaður sérfræðingur Landsbankans: Starfsfólk er furðu lostið Bankastarfsmaður skrifar: Ráðning fyrrum þingmanns Al- þýðubandalagsins í starf sérfræðings bankastjórnar Landsbankans, sér- fræðings í vanskilum afurðalána, hefur valdið blaðaskrifum og tals- verðri úlfúð hjá bankastarfsmönn- um. Og ekki bara hjá starfsmönnum við þann banka, sem fyrrum þing- maðurinn er orðinn sérfræðingur hjá, heldur bankastarfsmönnum al- mennt. Og það sem meira er, það átti ekki að auglýsa þessa stöðu sem svo brýnt var að fylla. En samkvæmt kjara- samningum við bankastarfsmenn á að auglýsa allar þær stöður, sem losna eða kunna að verða opnaðar, og það fiórum vikum áður en ráðið er. - Þessi ráðning fyrrverandi þing- mannsins í starf sérfræðings banka- stjórnar kemur í kjölfar ráðninga annarra manna, sem sóttir hafa ver- iö út í bæ, nú síðast í starf forstjóra Landsbréfa hf. sem Landsbankinn stofnaði á sl. sumri. Þar var að vísu ráðinn sérfróður maður en samt sem áður ekki úr röðum bankamanna. - Ráðningin sýnir ennfremur það við- horf sem hinir pólitískt kjömu og ráðnu yfirmenn ríkisbankanna til- einka sér og hafa ávallt gert og minnir á ekkert annað en austan- tjaldsvinnubrögð. Nú er enginn að tala um að þessi margnefndi þingmaður sé vanhæfur til bankastarfa almennt talað, síður en svo. Það er bara þetta sem sífellt angrar okkur og finnst vera niður- lægjandi gagnvart okkar hópi, að í honum er einmitt að finna fólk með meiri þekkingu, t.d. á þessu sviði sem hér er um að ræða, og hefur mun meiri reynslu af bankamálum yfir- leitt, fólk sem búið er að starfa árum saman og í ýmsum deildum bankans. Nú hefur Starfsmannafélag Lands- bankans sent bréf til bankastjórnar bankans til að biðja um skýringar á ráðningu í starf sérfræðings banka- stjórnar svo og því hvers vegna geng- ið var fram hjá reyndum banka- mönnum sem sóttu um þetta starf. Ég veit ekki til þess að svar við þessu bréfi hafi borist ennþá. - Þegar það bréf berst finnst mér að birta ætti það opinberlega vegna umfiöllunar sem þessi ráðning hefur fengið í fiöl- miðlunum og fólk því fylgst með málinu frá byrjun. Samkvæmt þeim upplýsingum, sem Lesendasíða DV fékk hjá formanni Starfsmannafélags Landsbankans, hefur ekki borist svar frá banka- stjórn Landsbankans. Berist svar ekki næstu daga mun beiðnin verða ítrekuð. Gætum ekki einu sinni haldið úti slökkviliði á Keflavíkurflugvelli ef við þyrftum skyndilega taka við rekstrinum. Rekstur Keflavíkurflugvallar Lárus Jónsson hringdi: Ég vil svo sannarlega taka undir með Gunnar Kristjánssyni ög reynd- ar líka Sæmundi Guðvinssyni um skrif þeirra um Keflavíkurflugvöll í DV (bæði í lesendabréfi í gær og í kjallaragrein 7. febr. sl.). - Auðvitað er allt rétt sem þarna er sagt um varnarliðið og greiðslur þess til ís- lensks samfélags vegna veru þess hér, ekki síst vegna flugumferðar um sjálfan völlinn bæði á vegum varnar- liðsins og venjulegs millilandaflugs. Rekstur Keflavíkurflugvallar er beinlínis allur í höndum varnarliðs- ins og kostaður af skattborgurum Bandaríkjanna. Ekki ein króna er greidd úr íslenskum ríkiskassa fyrir rekstur flugvallarins, þessa eina millilandaflugvallar á íslandi. - Allt þetta nemur milljónum króna á dag og er mikill rekstur og dýr. Ef við tækjum þetta yfir skyndilega, gætum viö ekki einu sinni haldið úti slökkvi- liði, sem skylda er að halda úti þarna á vellinum. Ég reikna því með að hér yrði allt að því þjóöargjaldþrot ef brottför varnarliðsins yrði ákveðin í náinni framtíð. En um þetta vilja fáir tala, og helst ekki vita, og eru þar stjórn- málamenn fremstir í flokki. Þeir minnkast sín fyrir að viðurkenna staðreyndir. Samningamir og ríkisvaldið: Trúi ekki að þeir haldi Oddur skrifar: Ég vil lýsa ánægju minni með ný- gerða kjarasamninga og samþykkt þeirra í flestum launþegafélögum og þeirri von minni að fólk standi sam- an um að koma verðlagi og verðbólgu niður í það horf sem tíðkast hjá mörgum þjóðum sem búa við hvað mesta hagsæld, t.d. á meginlandi Evrópu. Þetta er okkur algjört lífs- spursmál ef við ætlum hreinlega ekki að kollsigla okkur f atvinnu- og efna- hagsmálum og missa svo sjálfstæðið í leiðinni. En ég hef vissar efasemdir, vegna ríkisstjómarinnar, sem er ekki enn búin að ákveða til hvaða ráða hún grípur til að ná saman endum á móti niðurskurði sínum í nokkrum ráðu- neytum. Á Alþingi kom fram hjá ein- um þingmanninum, Guðmundi H. Garðarssyni, gagnrým á hugmyndir um að lífeyrissjóðir keyptu ríkis- skuldabréf fyrir allt að 4 milljaröa króna til að standa straum af þeim kostnaði sem ríkið þarf að bera Alþingismaðurinn Guðmundur H. Garðarsson hefur gagnrýnt ríkis- stjórnina fyrir hugmyndir um að líf- eyrissjóðirnir kaupi ríkisskuldabréf fyrir allt aö 4 milljarða til að standa straum af kostnaði sem ríkið þarf að bera vegna samninganna. vegna samninganna. Þessi gagnrýni er ekki út í bláinn. Ef það gengur eftir að ríkisstjómin fer að krukka í lífeyrissjóði launþeg- anna þá er kominn nýr farvegur fyr- ir hana til að ganga lengra og takast smám saman, eftir þvi sem líður á árið, að veita fiármagni til þeirra framkvæmda sem skornar verða niður nú í byrjun ársins. Ef ekkert verður skorið niður í raun og ekki verður þvingaður fram umtalsverð- ur samdráttur í framkvæmdum hins opinbera fer ekki hjá því að það bitn- ar á samningunum og þensla hefst á ný með venjulegum og alþekktum afleiðingum. Ég held að aðilar vinnumarkaðar- ins (sérstaklega sterkustu aðilamir, ASÍ, VSÍ og BSRB) verði í samein- ingu að taka höndum saman og fylgj- ast náið með aðgerðum ríkisstjórnar- innar frá mánuði til mánaðar svo að þessir nýgerðu kjarasamningar geti leitt það af sér sem ætlast var til í upphafi. Ég trúi ekki, því miður, að þeir haldi nema ríkisstjómin sé beitt aðhaldi í eyðslu og þaö meira að segja mjög ströngu aöhaldi. Við - heyrnar- skertir... Ragna Guðrún Magnúsdóttir skrifar: Nú er nóg komið. Ég er orðin hundleið á hvernig stjórnendur þessa lands fara með okkur, hina heymarskertu. Eigum við ekki sama rétt og allir aðrir til að horfa á og skilja áramótaskaupið, og aðra íslenska þætti í sjónvarp- inu? - Ég veit ekki betur en við borgum skatta eins og aðrir í þessu landi! Þess vegna fyndist mér að hluti af þessum peningum gæti farið í að texta íslenskt efni. Það er allt- af talað um hve dýrt sé að texta sjónvarpsefni. Það virðist ekki dýrt þegar um er að ræða glæpa- myndir eða óperur fyrir heyrend- ur. Hvers vegna eru íslendingar ekki skikkaðir til að skilja ensku? Þá þyrfti engan texta. Við borgum fullt afnotagjald. í því fáum við um fimm mínútna fréttir á táknmáh, á meðan heyr- endur fá fréttir í hálftíma! Og er ekki verið að byggja og endur- bæta leikhús og styrkja íslenskan kvikmyndaiðnað sem viö höfum ekkert við að gera? - Samt fara peningar okkar líka í þetta! Mér hefur jafnframt skilist að það sé ekki hægt að afgreiða heymartæki til fólks vegna þess að það vanti fiárveitingu til þess. Það verður gaman fyrir næstu kosningar þegar þessir stjóm- málaaular koma til okkar að betla atkvæöi og lofa öllu fögru sem þeir vita sjálfir að þeir ætla að svíkja um leið og þeir snúa sér við til að ganga í embættin. „Fáum fimm mínútna fréttir á táknmáli - en borgum fullt af- notagjald." Hringid í síma 27022 milli kl. 14 og 16 eða skrifið ATH.: Nafii og sfini verður að fylgja bréfum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.