Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1990, Blaðsíða 26
34 FÖSTUDAGUR 16. FEBRÚAR 1990. Afmæli Helga Sigurgeirsdóttir Helga Þórunn Kristín Sigurgeirs- dóttir hjúkrunarfræðingur, Smiðju- götu 7, Isafiröi, verður fimmtug á sunnudaginn, 18. febrúar. Helga er fædd á ísafirði og þar ólst hún einnig upp. Hún lauk prófi frá Hjúkrunarskóla íslands í nóv- ember 1962. Frá þeim tíma hefur hún unnið við almenn hjúkrunar- störf, að mestu við skurðhjúkrun. Nú starfar hún sem deildarstjóri við skurðdeild Fjórðungssjúkrahúsinu áísafirði. Eiginmaöur Helgu er Jörundur Sigurgeir Sigtryggsson sjómaður, f. 29.6.1942. Hann er sonur Sigtryggs Jörundssonar á ísafirði og Hjálm- fríðar Guðmundsdóttur. Bam Helgu fyrir hjónaband er Eygló Harðardóttir, f. 18.1.1961, skrifstofustjóri, gift Runólfi Kristni Péturssyni, f. 7.9.1960, stýrimanni, og er sonur þeirra Pétur, f. 20.11. 1981. Börn Helgu og Jörundar eru: Sigríður Hrönn, f. 14.9.1963, hús- móðir, gift Hálfdáni Óskarssyni, f. 22.7.1962, mjólkurstarfsmanni, og em böm þeirra: Óskar Öm, f. 17.8. 1984; og Ama María, f. 2.7.1987. Linda, f. 9.8.1967, hárgreiðslu- dama, og er fósturdóttir hennar Heiða Dögg Guðmundsdóttir, f. 18.10.1983, en dóttir hennar er Helga Kristín Guðmundsdóttir, f. 8.1.1987. Martha, f. 12.11.1969, nemandi. SystkiniHelgueru: Guðmundur Hafsteinn, f. 16.9. 1930, sjómaður, búsettur í Þorláks- höfn, kvæntur Hróðnýju Gunnars- dóttur, f. 11.5.1936, og á hann sex börn og 12 barnabörn. Jóna Friðgerður Ingibjörg, f. 14.5. 1932, verkakona, búsett á Siglufirði, gift Þorgrími Guðnasyni, f. 17.9. 1933, og á hún tvö börn, fjögur bamabörn og tvö barnabarnaböm. Sigrún, f. 23.4.1935, húsmóöir, búsett í Ísafirðí, bjó fyrst meö Jóni Gunnari Sigfúsi Björgólfssyni, f. 29.9.1931, d. 10.4.1971, síðar gift Sverri Haraldi Sigurðssyni, f. 6.9. 1936, en þau skildu og á hún átta böm og 12 barnabörn. Sæunn Marta, f. 12.11.1936, hús- móðir, búsett í Reykjavík, gift Þóri Bent Sigurðssyni, f. 2.2.1934, ogá hún tvö börn og tvö barnaböm. Garðar Ingvar, f. 15.11.1938, bif- reiðarstjóri, búsettur í Reykjavík, kvæntur Ingibjörgu Birnu Jóns- dóttur, f. 8.4.1943, og á hann fjögur börn og sjö barnabörn. Halldór, f. 7.2.1943, verkamaður, búsettur á ísafirði, var fyrst kvænt- ur Þóru Ólafsdóttur, síðar kvæntur Flóm Sigríði Ebenesardóttur, f. 26.11.1933, og á hann eitt barn. Margrét, f. 23.8.1944, starfar við aðhlynningu á Borgarspítalanum, búsett í Reykjavík, gift Eðvarði Jó- hannessyni, f. 2.11.1941, ög á hún þijú börn og tvö bamaböm. Lilja, f. 3.3.1946, aðstoðarmatráðs- kona á FSÍ, búsett á ísafirði, var fyrst gift Marthen Elvari Ólsen, f. 23.7.1945, d. 4.5.1973, býr nú með Herði Sævari Bjarnasyni, f. 21.2. 1948, og á hún sjö börn, fjögur fóst- urbörn, eitt barnabarn og þrjú fóst- urbarnabörn. Hafþór, f. 28.6.1949, sjómaður, búsettur á Akureyri, kvæntur Helgu Sigríði Sigurðardóttur, f. 3.9. 1952, og á hann fjögur börn. Sveinsína Sigurveig, f. 13.7.1950, starfar við aðhlynningu á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á ísafirði, búsett á ísafírði, og á hún þijú börn og tvö bamaböm. Foreldrar Helgu voru Sigurgeir Bjarni Halldórsson, f. 2.3.1908 að Minni-Bakka í Skálavík í Hóls- hreppi, d. 31.3.1972, sjómaður og verkamaður á ísafirði, og Sveinsína Björg Guðmundsdóttir, f. 17.5.1908 í Bolungarvík, d. 11.9.1983. Helga tekur á móti gestum á af- mæhsdaginn milli kl. 15 og 19 í kaffi- sai Norðurtangans á ísafirði. Til hamingju með afmælið 16. febrúar afthpimanidag Qfl Ara GelrÖmIngimarsson, «*»ci KeUusíðu 110. Akurevri. SghrammfÍ.HMrði. Ulugagötu 14, Vestmannaeyjiim. 85 ára 50 ára r». Elín Guðrún Þorsteinsdóttir, Hinrik Johannsson, Yrwfplli Rpvkiavík Helgafelli 2, HelgafeUssveit. Yrsuiem 5, KeyKjaviK. ÞorkeuKjartansson, , Fellsenda,Skilmannahreppi. 80 ára Hermann Bjaraason, « a ' Auösholtil.HrunamannahreppL aia Elín Lára Sigurðardóttir, , Bjamastööum, Grímsneshreppi. #0 ára Eydís Lúðviksdóttir, Asi, Bi úai landi, Musfellbbæ. Björgheiður Andrésdóttir, Kristján E. Kristjánsson, Snotrunesi 1, Borgarfiarðarhreppi. Digranesvegi 101, Kópavogi. Magnús Guðmundsson, Margrét Hjaltadóttir, Kvígindisdal, Reykdælahreppi. Lyngholti 26, Akureyri. Óiafur Eysteinsson, Páll Hjultason, Vesturgötu 17, Kefiavik. Hann tek- Ásgarði 49, Reykjavík. ur á móti gestum á heimili sínu Sigurður Hafsteinn Pálsson, eförkl.l9ídag. Hálsaseli 1, Reykjavík. óiafur Samúeisson, Sveinbjörn Ragnarsson, Breiðási2, Garöabæ. Völusteinsstræti 4, Bolungarvík. Þórunn Þórhallsdóttir, Viðar Eiriksson, Hjaröarhlíö 1, Egilsstöðum. Heiðargerði 2B, Húsavík. Þorgils Þorgilsson, Cfi ára Þorsteinn Kjurtansson, ° Fífuhvammi31.KÓDavo£i. Aðalheiður Maimquist, Dalbraut 55, Akranesi. Hún verður Það er þetta með bilið milli bíla... \ Andlát_____________________ Guðmundur Daníelsson Guðmundur Daníelsson rithöf- undur, Þórsmörk 2, Selfossi, lést þriðjudaginn 6. febrúar sl. Jarðarfór hans fer fram frá Selfosskirkju í dag, fóstudaginn 16.2., klukkan 13.30. Guðmundur fæddist að Guttorms- haga í Holtum 4.10.1910 og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann stund- aði nám við Laugarvatnsskóla 1930-32, lauk kennaraprófi 1934 og stundaði síðan framhaldsnám við Lærerhöjskole í Kaupmannahöfn 1948-49. Þá fór hann fjölda náms- ferða austur yfir haf og vestur. Guðmundur var kennari frá 1934, skólastjóri á Suðureyri 1938-43, kennari á Eyrarbakka 1943-44, skólastjóri þar 1945-68 og kennari við Gagnfræðaskólann á Selfossi 1968-73. Hann stundaði ritstörf með kennslunni til 1973 og sinnti síðan eingöngu ritstörfum en hann er í hópi virtustu rithöfunda þjóðarinn- ar. Guðmundur sat í yfirkjörstjóm SuðurlandsKjördæmis 1959-74, var formaður skólanefndar Héraðsskól- ans á Laugarvatni 1960-72, sat í hreppsnefnd Selfoss 1970-74, var formaður stjómar Héraðsbókasafns Ámesinga 1970-80, formaður Félags íslenskra rithöfunda 1970-72, sat í rithöfundaráði 1974-78. Hann naut heiðurslauna listamanna frá 1974. Rit Guðmundar: Ég heilsa þér, ljóð 1933; Bræðurnir í Grashaga, skáld- saga 1935; Ilmur daganna, skáldsaga 1936; Gegnum listigarðinn, skáld- saga 1938; Á bökkum Bolafljóts, I-II, skáldsaga 1940; Af jörðu ertu kom- inn. Eldur, skáldsaga 1941; Sandur, skáldsaga 1942; Landiö handan landsins, skáldsaga 1944; Heldri- menn á húsgangi, smásögur 1944; Það fannst gull í dalnum, leikrit 1946; Kveðið á glugga, ljóð 1946; Á langferðaleiðum, ferðabók, 1948; Mannspilin og ásinn, skáldsaga 1948; Sumar í suðurlöndum, ferða- bók 1950; í fjallskugganum, skáld- saga 1950; Musteri óttans, skáldsaga 1953; Vængjaðir hestar, smásögur 1955; Blindingsleikur, skáldsaga 1955; Hrafnhetta, skáldsaga 1958; í húsi náungans, viðtöl og þættir 1959; Sonur minn Sinfjötli, skáldsaga 1961; Verkamenn í víngarði, viðtöl og þættir 1962; Húsið, skáldsaga 1963; Drengur á íjalli, smásögur 1964; Þjóð í önn, viðtöl og þættir 1965; Tuminn og teningurinn, skáldsaga 1966; Landshomamenn, sönn saga í há-dúr, 1967; Staðir og stefnumót, viðtöl og ferðaþættir 1968; Elliðaárnar, Perla Reykjavík- ur, veiðibók 1968; Dunar á eyrum - Ölfusá - Sog, veiðibók 1969; Vötn og veiðimenn. Uppár Árnessýslu, veið- bók 1970; Spítalasaga, skáldverk ut- anflokka í bókmenntunum 1971; Járnblómið, skáldsaga 1972; Skák- einvígi aldarinnar - í réttu ljósi, 1972; Vefarar keisarans, í tilefni 20 ára ritstjórnar og endaloka hennar 1973; Óratóría 74, saga úr sjúkrahúsi 1975; Bróðir minn Húni, skáldsaga 1976; Skrafað við skemmtilegt fólk, viðtöi og þættir 1976; Vestangúlpur garró, skáldsaga 1977; Dómsdagur. Heimildarskáldsaga um langafa, Sigurð Guðbrandsson 1979; Jarlinn af Sigtúnum og fleira fólk, 1980; Bókin um Daníel. Heimildarskáld- saga um afa, 1981; Tapað stríð, smá- sögur, 1981; Dagbók úr Húsinu, 1982; Á vinafundi. Sautján samtöl, 1983; Krappur dans. Jarðvistarsaga Jóa Vaff, 1984; Tólftónafuglinn. Skop- hryggðarskáldsaga um Valdimar og vini hans, 1985; Vatnið, skáldsaga 1987; Óskin er hættuleg, heimilda- skáldsaga um Guðmund Daníelsson ogfleirafólkl989. Auk þess hefur Guðmundur þýtt sex bækur. Nokkur verk hans hafa verið þýdd á önnur tungumál. Guð- mundur var ritstjóri Suðurlands 1953-73. Guðmundurkvæntist, 27.7.1939, eftirlifandi konu sinni, Sigríði Arin- bjarnardóttur, f. 2.3.1919, dóttur Arinbjörns Jónssonar, b. í Vestur- hópshólum, síöar smiðs á Hvamms- tanga, og konu hans, Mörtu Ágústs- dótturráðskonu. Börn Guðmundar og Sigríðar eru Iðunn, f. 1940, kennari í Reykjavík, gift Asbjörn Hildremyr, rithöfundi og á Iðunn þrjú uppkomin börn frá fyrra hjónabandi; Heimir, f. 1944, kennari á Selfossi, kvæntur Sól- veigu Björnsdóttur kennara og eiga þau einn son, og Arnheiður, f. 1949, kennari í Reykjavík, gift Sverri Kristinssyni fasteignasala og bóka- útgefanda og eiga þau þrjár dætur. Foreldrar Guðmundar: Daníel Daníelsson, f. 12.11.1880, d. 1932, bóndi í Guttormshaga, og kona , hans, Guðrún Sigríður Guðmunds- dóttir, f. 12.9.1886, d. 1977, húsfreyja. Daníel var sonur Daniels, b. á Kaldárholti á Rangárvöllum, Þor- steinssonar, b. þar Árnasonar, b. þar, Þorsteinssonar. Móðir Daníels í Kaldárholti var Guðrún Daníels- dóttir. Móðir Daníels í Guttorms- haga var Guðrún Sigurðardóttir, b. á Gaddastöðum á Rangárvöllum, Guðbrandssonar, bróður Sæmund- ar, b. í Lækjarbotnum, ættfóður Lækjarbotnaættarinnar, fööur Guð- Guðmundur Daníelsson. brandar, afa Hauks Morthens og Kristins, föður Bubba Morthens. Annar sonur Sæmundar var Sæ- mundur, afi Guðrúnar Erlendsson- ar hæstaréttadómara. Dóttir Sæ- mundar var Guðrún, langamma Guðlaugs Tryggva Karlssonar hag- fræðings. Guörún Sigríður var dóttir Guð- mundar, b. í Miðkrika í Hvolhreppi, Steinssonar, b. á Efra-Hvoli, bróður Guðmundar, b. í Eystri-Kirkjubæ, föður Ástríður, ömmu Þorsteins Pálssonar alþingismanns og langömmu Kjartans Lárussonar, forstjóra Ferðaskrifstofu ríksins. Steinn var sonur Steins, b. á Skeiði í Hvolhreppi, Jónssonar, b. á Skeiði, Pálssonar. Móðir Guðmundar var Þuríöur Magnúsdóttir, b. á Lang- reku í Hvolhreppi, Höskuldssonar. Móðir Guðmundar var Valgerður Sigurðardóttir, b. í Langagerði, Snorrasonar, og konu hans, Val- gerðar Bergsteinsdóttur, b. á Árgils- stöðum, Guttormssonar, ættföður Árgilsstaðaættarinnar, fóður Þuríð- ar, langömmu Jóhönnu, ömmu Gunnars Arnar Gunnarssonar list- málara. Önnur dóttir Bergsteins var Guðrún, langamma Salvarar, langömmu Björns, afa Björns Th. Björnssonar. Móðir Valgerðar Berg- steinsdóttur var Guðrún Sigmunds- dóttir, b. á Forsæti í Landeyjum, Bjarnasonar, og konu hans, Elínar Högnadóttur prófasts, síðast á Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðs- sonar, Presta-Högna, langafa Þuríð- ar, langömmu Vigdísar Finnboga- dóttur. Móðir Guðrúnar Sigríðar var Guðrún Guðmundsdóttir, b. á Strandarhöfða, Sigurðssonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.