Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Fréttir Hörð samkeppni um rækjuna: Þorskurinn étur allt að 52 þúsund tonn á mánuði - á sama tíma og deilt er um hvort óhætt sé að veiða 20 eða 30 þúsund lestir á ári í grein, sem Ólafur Karvel Pálsson, fiskifræðingur skrifar í nýjasta tölu- blað Sjómannablaðsins Víkings, um fæðutengsl þorsks og loðnu greinir hann frá því aö samkvæmt rann- sóknum sé át þorsks á rækju oftast minna en 15 þúsund lestir á mánuði en mest hafi það orðið 52 þúsund tonn í október 1982 og 38 þúsund tonn í mars 1985. Sem kunnugt er var mjög lítið til af loðnu á árunum 1982 og 1983. Þótt ekki sé hægt að taka töluna 52 þúsund lestir og margfalda hana með 12 og segja að þorskurinn eti 600 þúsund lestir af rækju á ári, er ljóst að hann heggur aö jafnaði stórt skarð í rækjustofninn. Á sama tíma og þetta er vitað deila menn um hvort íslendingum sé óhætt að veiða 20 eða 30 þúsund lest- ir af rækju á ári án þess að stofninn bíði tjón af. Þetta magn sýnist heldur lítið í samanburði við það sem þorsk- stofninn étur og þá alveg sérstaklega ef lítið er um loðnu. Ólafur Karvel sagði að þessar nið- urstöður væru fengnar á grundvelli gagna um magainnihald þorsks á árunum 1980 til 1986. Hann sagði aö tölurnar um rækjuát þorskstofnsins væru ekki jafnnákvæmar og varð- andi át hans á loðnu. Meltingar- hraðinn hefði töluverð áhrif hér á. Þær tölur sem meltingarhraðinn er byggður á miðast fyrst og fremst við fisk sem fæðu þorsksins. Efasemdir væru um að hægt væri að yfirfæra hann yfir á rækju. Ólafur var spurður hvort það væri ekki út í hött að vera að deila um hvort leyfa ætti veiðar á 20 eða 30 þúsund lestum af rækju þegar þorsk- stofninn gæti tekið allt að 52 þúsund lestir á einum mánuði. „Það er auðvitað alveg Ijóst að viö erum í samkeppni við þorskinn um rækjuna og við verðum að stjórna okkar veiðum hvað sem líður áti þorsksins. Við erum vissulega einn arðræninginn í rækjustofninum, þótt okkar hlutur virðist vera minni en ýmissa annarra sem sækja í stofn- inn. Það þýðir aftur á móti ekki að við getum látið ógert að stjóma veið- unum. Ég verð hins vegar að játa að maður spyr sig, þegar maður sér þessar tölur milii veiða okkar annars vegar og þess sem fiskstofnar sækja í rækjuna, hvort eitthvað sé rangt í okkar forsendum. Og við þurfum að skoða mun betur tengslin milli rækju og þorsks, enda höfum við fyrst og fremst einbeitt okkur að tengslum þorsks og loðnu hvað fæðutengshn varðar. Eins má leiða líkur að því að það geti verið tilviljunarkennt hve mikill þorskur er á slóð djúprækj- unnar frá ári til árs þégar þorskmög- um er safnað til rannsókna. Það þyrfti bæði að rannsaka þetta yfir lengra tímabil og að skoða gögnin mun betur en okkur hefur unnist tími tU,“ sagði Ólafur Karvel Páls- son. j-" -S.dór Öll sæti voru borin út úr gamla Tónabiói á dögunum og þau keyrö á haug- ana. Þar sem menn sátu áður og sáu dollaramyndir, rúmstokksmyndir og James Bond-myndir verður nú spilað bingó. Þarna munu stórstúkumenn verða með það bingó sem hingað til hefur verið spilað í Tónabæ. Verður starfsemin rekin undir nafninu Veltubær. DV-mynd GVA Akureyri: Gísli Bragi efstur hjá krötunum Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi varð í efsta sæti í opnu prófkjöri hjá Alþýðuflokknum á Akureyri sem haldið var um helgina. Gísli Bragi er einn þriggja bæjarfulltrúa flokks- ins en hinir gáfu ekki kost á sér í prófkjörinu. Alls tóku 254 þátt í prófkjörinu. Gísli Bragi hlaut 95 atkvæði í 1. sæt- ið og alls 198 atkvæði. Hulda Egg- ertsdóttir hlaut 98 atkvæði í 1. og 2. sætið og 162 atkvæði alls. Bjarni Kristjánsson hlaut 120 atkvæði í 3. sæti og 183 alls. Jafnir í 4. sæti urðu Sigurður Oddsson og Pétur Bjarna- son. Þeir hlutu báðir 101 atkvæði í það sæti. Sigurður hlaut alls 161 at- kvæði en Pétur 152. Uppstillingarnefnd flokksins er ekki bundin af niðurstöðum þessa prófskjörs sem var opið öllum öörum en þeim sem eru flokksbundnir í öðrum flokkum. Hins vegar er talið að uppstilling listans í efstu sætin verði eins og úrslitin urðu. Hveragerði: Sama fólk á lista sjálfstæðismanna Sjálfstæðismenn í Hveragerði hafa með prófkjöri valið fólk í efstu sæti framboðslistans fyrir bæjarstjómar- kosningarnar. Prófkjörið var haldið um helgina og tóku 222 þátt í því. Sjálfstæðisflokkurinn hefur fjóra fulltrúa í bæjarstjórn Hveragerðis og þar með hreinan meirihluta. Hans Gústavsson, garðyrkjubóndi og forseti bæjarstjórnar, var valinn í fyrsta sæti listans. Hans skipaði þriðja sæti listans við síðustu kosn- ingar. Þá var Hafsteinn Kristinsson í fyrsta sæti. Hafsteinn hætti í bæjar- stjórn á þessu kjörtímabili. Alda Andrésdóttir bankafulltrúi var vahn til að skipa annað sæti listans, það er sama sæti og hún var í við síðustu kosningar. Marteinn Jóhannesson, byggingameistari og formaður bæj- arráðs, var valinn í þriðja sæti. Hann var í fjórða sæti viö kosningarnar 1986. Ólafur J. Óskarsson bygginga- meistari hlaut fjórða sæti, Erla M. Alexandersdóttir sölumaður var kjörin í fimmta sæti og Pamela Morrison ritari í það sjötta. Einn hlaut bindandi kosningu, þaö er Ólafur J. Óskarsson. Gert er ráð fyrir að þau sem fengu sex efstu sæti í prófkjörinu skipi þau við kosning- arnar. -sme í dag mælir Dagfari Þriggja bíla borgarstjjóri Dagblaðið Tíminn hefur sagt frá því að borgarstjórinn í Reykjavík hafi tvo bfia tÚ umráða í krafti embættisins. Þar að auki eigi Davíö sjálfur þriðja bílinn. Tíminn sér ástæðu tíl að öfundast út af þessari bUaeign. Gefur jafnvel í skyn aö borgastjórinn greiði ekki skatt af þessum hlunnindum og er greini- legt að blaðið er að dreifa athygl- inni frá ráðherrunum sínum sem telja það frekju og dónaskap af rík- isskattstjóra þegar hann vih að ráöherrar telji fram bUahlunnindi sín. Það er rétt fljá Tímanum að Dav- íð hefur þessa bíla tU umráða. Ann- ars vegar er um að ræða Cadihac- inn fræga og hins vegar Pajero jeppa og sjálfsagt er þaö líka rétt að þessir tveir bUar borgarinnar slaga upp í átta mUljónir í verð- mæti. Að því er varðar einkabUinn segir ekkert um það í Tímanum hvaða tegund þaö er eöa hversu mikUs virði sá bUl er. Varla getur það þó veriö nein drusla heldur. Borgarstjórinn í Reykjavík ekur ekki um á neinum druslum. Þegar aö er gáð er ahsendis ástæðulaust fyrir Tímann eða aðra óvUdarmenn borgarstjórans að gera verður út af bUaeign hans. Það ghdir það sama um bíla eins og fatnað og mat, að menn verða að klæðast og fæðast eftir aðstæðum. Ef menn eru að fara í vinnuna, klæðast þeir jakkafótum. Ef borg- arstjóri ætlar upp í sveit, klæðist hann auðvitað í sportfót. Ef hann rignir þarf regnkápu. Ef hann snjó- ar þaif úlpu. Borgarstjórínn í Reykjavík er eins og annað fólk, að hann verður að hafa margvís- legan fatnað reiðubúinn í fata- skápnum tíl að klæða sig eftir þörf- um. Það sama gUdir um bUanotkun- ina. Ef borgarstjórinn fer á finan fund er viðeigandi að hann stígi upp í KádUjákinn, svartan og gljáf- ægðan. Eftir því sem þeir segja hjá borginni þarf borgarstjóri að vera undir ófærðina búinn og þess vegna var Pajero jeppinn keyptur, til að tryggja að borgarstjórinn komist tU vinnu. Menn geta rétt ímyndaö sér ástandið á borgar- skrifstofunum ef borgarstjórinn er veðurtepptur heima hjá sér eða þá að hann sæti fastur í sköflunum í svörtum límósín. Það vita allir, sem vita viija, að Davíö ræður í Reykja- vík og stjómar þar stóru sem smáu, og ef Davíð er fastur í ófærðinni og kemst ekki á kontórinn, blasir það auðvitað við aö borgin mundi verða algjörlega stjómlaus á með- an. Borgarkerfið mundi lamast. Þess er og að geta aö borgarstjóri lætur þessa bfla borgarinnar nýtast meðan hann situr fundi og þarf ekki að komast leiðar sinnar. Bæði Kádiijákinn og jeppinn em brúkað- ir í sendiferðir enda gerir borgin vel við sendisveina sína og vUl að þeir séu almennUega akandi. Sendisveinar em löngu vaxnir upp úr því að ferðast um á reiðhjólum eða fótgangandi og þannig em þessir bílar nýttir bæöi af borgar- stjórum og sendisveinum tU skiptis og veitir ekki af. Hvers vegna skyldi þá Davíö borgarstjóri borga skatt af bílum, sem hann notar við að fara í vinn- una? Hvers vegna skyldu kjósend- ur vera að amast við því þótt borg- arstjóri hafi þijá bíla tU skiptanna? Vilja kjósendur kannski að borgar- stjóri sé alltaf í sömu fotunum eða ætlast þeir tU að hann borði alltaf sama matinn? Á þá ekki skatturinn að fara í fataskápinn hjá Davíð og rukka hann um skatt af öllum spa- rifótunum hans, vegna þess borg- arstjórar eigi að ganga um í einum og sömu fotunum í sparnaðar- skyni? Áf öllu þessu sést að borgarstjór- inn í Reykjavík hefur fulla ástæðu tU aö hafa þrjá bíla tU umráða. í raun og vem má segja að borgar- stjórinn eigi að hafa einn bíl fyrir hvern dag í vikunni. Og mismun- andi bíla eftir veðri: ekki bara einn fyrir ófærö og einn fyrir veislum- ar. Hann á að hafa bU fyrir rign- ingu og annan fyrir sólskin, helst blæjubíl sem hægt er að opna að ofan þegar sólin skín. Menn eiga ekki að vera öfundast og fjargviðr- ast út af bUaeign borgarinnar þegar borgarstjórinn er annars vegar, hvað þá að heimta að hann borgi skatt af bílaeign sem hann þarf að hafa til skiptanna. Það getur vel verið að ráðherrar þurfi ekki nema einn bíl. En við Reykvíkingar sættum okkur ekki við minna en þriggja bíla borgar- stjóra! Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.