Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Page 5
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚÁR 1990.
5
Fréttir
Sýður upp úr ef aðrir en
sjómenn ákveða fiskverð
- segir Reynir Traustason, formaður Bylgjunnar á ísafirði
Verðlagsráös sjávarútvegsins að störfum. Því tókst ekki að ná samkomulagi um nýtt fiskverð. Þess vegna var málinu vísað til yfirnefndar i óþökk full-
trúa sjómanna. Á myndinni eru frá vinstri: Magnús Gunnarsson, Ólafur B. Ólafsson, Bjarni Lúðvíksson og Árni Benediktsson, fulltrúar kaupenda, Sveinn
Finnsson, framkvæmdastjóri Verðlagsráðs, Sveinn Hjörtur Hjartarson, formaður ráðsins, Óskar Vigfússon, Guöjón A. Kristjánsson og Kristján Ragnars-
son, fulltrúar seljenda.
„Ég get fullyrt aö svo heitt er orðið
í kolunum hjá þeim sjómönnum sem
aðeins fá Verðlagsráðsverð fyrir afl-
ann að ef ákveða á nýtt fiskverð án
þátttöku sjómanna sýður upp úr,“
sagði Reynir Traustason, formaður
Skipstjóra- og stýrimannafélagsins
Bylgjunnar á ísafirði.
Reynir sagði að hásetahlutur fyrir
fullt úthald á togara, sem aflaði 3
þúsund lestir í fyrra og fékk aðeins
greitt Verðlagsráðsverð fyrir aflann,
hefði aðeins verið ein milljón króna.
Hann sagði það staðreynd að fólks-
flótti væri af þessum togurum enda
væri það ekki ætlandi neinum tog-
arasjómanni að vera með fullt úthald
á einu ári.
„Þessir menn una því ekki lengur
að vera á þessum launum á meðan
félagar þeirra á öðrum skipum fá
greitt miklu hærra verð fyrir aflann
og eru með margfóld laun fyrir sama
aflamagn," sagði Reynir.
Reynir benti á að fyrir nokkrum
árum hefði lítil hækkun á fiskverði
verið afsökuð með því að afli væri
vaxandi. Nú væru sjómenn aftur á
móti að hefja þriðja samdráttarárið
í röð. Þá ætti reglan að vera sú að
hækka ætti fiskverð með tilliti til
aflasamdráttar. Hann sagði að eftir 3
samdráttarár gæti engin núll-lausn
átt við um laun sjómanna.
„Ég er alveg sannfærður um að ef
yfimefnd ákveður þriggja eða fjög-
urra prósenta fiskverðshækkun, eins
og talað er um, verður ófriður á sjó-
mannamarkaði. Ég er fullkomlega
efins um að sú 12 prósent uppbót,
sem fulltrúar sjómanna hafa verið
að ræða um í Verðlagsráði, sé nóg.
Það eru margir sjómenn með mun
betra verð fyrir aflann en sem nemur
þessum 12 prósentum. Og ég er
hundrað prósent öruggur um að ef
fiskverð hækkar minna en sjómenn
geta sætt sig við verður tekin upp
hörð stefna í komandi kjarasamning-
um sjómanna. Það sem kann að
skorta á viðunandi fiskverð verður
þá sótt með kjarasamningunum,"
sagði Reynir Traustason. -S.dór
Sjómannasamningunum vísað til sáttasemjara
- tökum inn í kjarasamningum það sem hallar á 1 fiskverði, segir Óskar Vigfusson
Sjómannasamband íslands vísaöi í
gær kjarasamningum sjómanna til
ríkissáttasemjara. Fram tii þessa
hafa engar viðræður átt sér stað
varðandi kjarasamninga sjómanna
sem hafa verið lausir frá áramótum.
Báðir aðilar, sjómenn og útvegs-
menn, hafa verið að bíða eftir nýju
fiskverði frá Verðlagsráði sjávarút-
vegsins.
„Nú, þegar ljóst er að Verðlagsráð
ákveður ekki fiskverð, heldur yfir-
nefnd, eigum við engra annara kosta
völ en að vísa kjarasamningunum til
sáttasemjara og ná því inn í kjara-
samninga sem hallar á í fiskverði,"
sagði Oskar Vigfússon, formaður
Sjómannasambandsins, í samtali við
DV.
Bæði fulltrúar Sjómannasam-
bandsins og Farmanna- og fiski-
mannasambandsins hafa neitað að
taka sæti í yfirnefnd Verðlagsráðs.
Þar eiga því sæti fulitrúar kaupenda
og fiúltrúi útgerðarmanna. Yfir-
nefndinni er mikiU vandi á höndum
við fiskverðsákvörðun. Vitað er að
verði þaö langt frá hugmyndum sjó-
manna fer allt í bál og brand sem
gæti endað með sjómannaverkfaUi,
svo mikiU hiti er í sjómönnum um
þessar mundir.
„Við höfum haldið okkur við að
Þórður Friðjónsson, oddamaður yfimefiidar:
Okkur ber samkvæmt lögum
að ákveða nýtt fiskverð
- munum gera það þótt fulltrúar sjómanna verði ekki með
„Það er rétt að yfimefnd er ekki
fuUskipuð þar sem fulltrúar sjó-
manna neita að taka sæti í nefnd-
inni. Það breytir hins vegar engu um
það að yfimefndinni ber samkvæmt
lögum að ákveða lágmarksfiskverð
og mun að sjálfsögðu gera það. Við
ljúkum verkinu hvernig svo sem þaö
fer,“ sagði Þórður Friðjónsson, for-
stjóri Þjóðhagsstofnunar, en hann er
oddamaður yfirnefndar Verðlags-
ráðs sjávarútvegsins. Aðrir í yfir-
nefndinni eru Magnús Gunnarsson
og Bjarni Lúðvíksson, fulltrúar fisk-
vinnslunnar og Kristján Ragnarsson,
fuUtrúi útgerðarmanna.
Þórður vildi engu spá um hvenær
von væri á nýju fiskverði frá nefnd-
inni. Hann sagði það gamla sögu og
nýja að þetta gæti hrokkið saman á
stuttum tíma og eins gæti málið lent
í ströggli.
Um það hvort menn óttuðust ekki
átök á sjómannamarkaði ef fiskverð
yrði ákvarðað langt frá því sem fuU-
trúar sjómanna í Verðlagsráði hafa
viljað sagðist Þórður ekkert um það
vilja segja. Það eina sem yfimefndin
gæti gert væri að taka ákvörðun um
nýtt fiskverð samkvæmt þeim laga-
bókstaf sem henni ber að vinna eftir.
-S.dór
Grindavík orðin aðalsíldarbærinn
- Fiskimjölsverksmiöjan á Höín stærsta einstaka söltunarstöðin
Samkvæmt upplýsingum frá SUd-
arútvegsnefnd voru saltaöar 240.751
tunnu af síld á síðustu vertíð. Það
er nokkuð svipað og á næstu vertíð
á undan.
Stærsti sUdarsöltunarbærinn á
landinu á síðustu vertíð var Grinda-
vík. Þar voru saitaðar 34.789 tunnur.
Á Eskifirði var saltaö í 31.373 tunnur
og á Hornafirði, sem varð í 3. sæti,
29.917 tunnur
Á landinu öllu var söltuð síld á 47
stöðvum og stærsta einstaka síldar-
söltunarstöðin var Fiskimjölsverk-
smiðja Hornafjarðar hf. en þar var
saitað í 18.019 tunnur. Næstmest var
saltað hjá PólarsUd á Fáskrúðsfirði,
eða í 12.531 tunnu, og í 3. sæti varð
H. Böðvarsson & Co á Akranesi með
12.150 tunnur.
Sem fyrr segir var saltað í 240.751
tunnu. Árið 1988 var saltað í 241.559
tunnur en árið 1987 var saltað í
289.640 tunnur og var það mesta sölt-
un síðan veiðar á SuðurlandssUd
hófust árið 1975.
-S.dór
greitt verði 12 prósent ofan á Verð-
lagsráðsverð til þeirra sjómanna sem
landa öUum afla heima utan fisk-
markaða. Á það vUdi fuUtrúi Sam-
bandsfrystihúsanna í Verðlagsráði
ekki faUast og því var málinu vísað
tU yfirnefndar," sagði Óskar Vigfús-
son.
Það er Ijóst að tU tíðinda getur
dregið hjá sjómönnum innan tíöar.
-S.dór
#22?%
MEIRIHÁTTAR SKEMMTISTAÐUR
HLÁTUR
ÞJOÐBJORG
OG
Föstudags- og latigardagskröld.
Jóhanna Þórhallsd ™ Borðapantanir i simum 23333 og 29099.
Reykvikingar og aðrír landsmenn, útvegum gístíngu á
sértýörum hjá Hótel Esju - simi 82200 - og Hótel Geysi
- simi 26210.
ÞAR SEM FJÖRID ER MEST SKEMMTIR FÓLKID SÉR BEST