Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Page 6
6 ÞRIÐJUDAQUR 20. FEBRUAR 1990. Viðskipti Könnun Þjóöhagsstofnunar á atvinnuástandinu: Fyrirtæki telja sig þurfa að fækka fólki - meira að segja sjúkrahúsin telja að fækka þurfi stöðugildum um 60 I skýrslu, sem Þjóðhagsstofnun hefur sent frá sér um atvinnu- ástandið og horfur á vinnumarkaði í janúar 1990, er lítið að rofa til í atvinnumálum frá því í janúar í fyrra. Einu greinamar, sem virðast vera að rétta við, eru verslun og veitingarekstur. Fyrir ári töldu fyr- irtækin í þessum greinum að fækka þyrfti starfsfólki um 350 til 550 manns. Nú er þetta breytt. Mat at- vinnurekenda í þessum greinum nú er að æskilegt væri að fækka um aðeins 70 störf. Segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar að þetta komi heim og saman við minnkandi samdrátt í verslunarveltu á undan- förnum mánuðum. Það vekur athygli að í skýrslunni kemur fram að sjúkrahúsin í landinu telja að æskilegt sé aö fækka um 60 stööugildi. í septemb- er síðastliðið haust töldu þau æski- legt að fækka um 10 stöðugildi og fyrir einu ári töldu þau æskilegt aö fjölga um 80 stöðugildi. Könnun Þjóðhagsstofnunar nær til allra atvinnugreina nema í land- búnaði, ílskveiðum og opinberri þjónustu, þar sem sjúkrahúsin eru þó undanskilin. Þegar á heildina er htið segir í skýrslu Þjóðhagsstofnunar að fyr- irtæki stefni að því að fækka starfs- fólki. Fyrirtækin telji að fækka þurfi starfsfólki um sem nemur 400 störfum. Þetta ástand er mjög svip- að því sem var fyrir ári. Eina atvinnugreinin, sem skort- ur á vinnuafli er í, er fiskvinnslan. Þannig var ástandiö líka fyrir ári. í almennum iðnaði telja atvinnu- rekendur sig þurfa að fækka um 35 störf en fyrir ári voru laus um 400 störf í iðnaðinum. Atvinnurekendur í bygginga- riðnaði telja sig þurfa að fækka um 20 störf sem er tíu sinnum minni fækkun en þeir töldu þörf á fyrir ári. í samgöngum telja atvinnurek- endur sig þurfa að fækka um fjórf- alt fleiri en þeir töldu fyrir ári. -S.dór Fundur í huseiningarverksmiðjunni Samtaki á Selfossi. DV-mynd Kristján Selfoss: Snyrtilegir vinnustaðir Kristján Einaisson, DV, Selfossi: Kýrnar á Dýrastöðum mjólka mest Þórhailur Ásmundsson, DV, Norðurl. vestra: „Það er alveg með ólíkindum hvað þau Sigurbjörg og Jón Eiríksson á Búrfelh hafa náð jafnri og góðri framleiðslu síðustu árin. Á fjögurra ára tímabili er mismunurinn innan við 100 kíló á ári. Það er alveg greini- legt að þarna er fólk sem veit ná- kvæmlega hvað það er að gera,“ seg- ir Jón Viðar Jónmundsson, naut- griparæktarráðunautur hjá Búnað- arfélagi íslands. Búrfehsbúið í Miðfirði var annað afurðahæsta kúabú landsins á síð- asta ári og hæst árið þar á undan. Kýmar hans Klemensar Halldórs- sonar, bónda á Dýrastöðum í Norð- urárdal í Borgarfirði, mjólkuðu best á síðasta ári, 5940 htra að meðaltali. Búrfellskýmar komu næstar með 5.936 htra. Kotasæla frá Búrfelli var í þriðja sæti mestu mjólkurkúa landsins, gaf af sér 8.633 htra og „íslandsmeistar- inn“ frá árinu á undan, Laufa hans Sverris í Ási í Hjaltadal, varð íjórða með 8.273. Fjóla á Hvanneyri mjólk- aði mest á síðasta ári, 8.743 lítra, og Himna frá Böðmóðsstöðum í Laugar- dal kom næst með aðeins htra minna. Eyjaijörður: Iðnþróunar- félagið á hlut í 9 fyrirtækjum Gylfi Kristjánsson, DV, Akuieyri: Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. á hlutafé í 9 fyrirtækjum, að upphæð tæplega 5 milljónir króna. Félagið keypti á síðasta ári hlutafé í fjómm fyrirtækjum fyrir rúmlega eina milljón króna. Félagið keypti hlutafé í Fiskeldi Eyjafjarðar á Hjalteyri fyrir 600 þús- und krónur, í Ferðaskrifstofunni Nonna fyrir 300 þúsund, í Dettifossi hf. fyrir 150 þúsund og í Leðuriöjunni Teru fyrir 80 þúsund. Þessi þrjú fyr- irtæki eru öll á Akureyri. Markmið Iðnþróunarfélagsins er að leggja hlutafé í ný fyrirtæki og selja það síðan þegar fyrirtækin em komin vel af stað. Vinnueftirlit ríkisins hefur verið með fundaherferð á vinnustöðum á Selfossi undanfama daga í samvinnu við Samband byggingamanna og Meistarasamband byggingamanna hér. Vinnustaðirnir, sem skoðaðir hafa veriö, eru eingöngu trésmíða- verkstæði og byggingastaðir. Að skoðunarferðum loknum var öllum byggingaiðnaðarmönnum, sem vinna hjá þeim fyrirtækjum sem könnun var gerð hjá, boðaðir til fræðslufundur. Menn voru ánægðir með þessa fundi og töldu mikið gagn að þeim. Þeir íimm menn, sem komu frá vinnueftirlitinu, sögðu okkur austanmönnum að vinnusvæði hér á Selfossi væru mun snyrtilegri en víð- ast á Reykjavíkursvæöinu. Menn hér voru stoltir með það en voru þó sam- mála um að gera mætti betur. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 4-7 LB.Bb Sparireikní ngar 3jamán. uppsögn 5-7,5 Lb 6mán. uppsögn 5-8 Ib.Bb 12mán.uppsögn 8-9 lb 18mán. uppsögn 16 Ib Tékkareikningar, alm. 1-2 Sb Sértékkareikningar 4-7 Lb.Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlánmeðsérkjörum 2,5-3,25 Sp Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6,75-7,25 Sb Sterlingspund 13,75-14,25 Ib.Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb Danskar krónur 10,25-11,0 Ib ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 20-22 Sb.Sp Viöskiptavíxlar(forv-) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 21,5-28 Ib Viöskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(vfirdr.) 25-26.5 Ib.Bb Utlán verðtryggð . Skuldabréf 7,5-8.25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl.krónur 20,5-26,5 ib SDR 10,75-11 Ib.Bb Bandarikjadalir 9,75-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Bb Vestur-þýskmörk 9,75-10 Bb Húsnæðislán 3,5 Líteyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 37,2 MEÐALVEXTIR óverðtr. feb. 90 37,2 Verötr. feb. 90 7,9 VlSITÖLUR Lánskjaravísitala jan. 2771 stig Lánskjaravísitala feb. 2806 stig Byggingavísitala feb. 527 stig Byggingavísitala feb. 164,9 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaði 1. jan. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóöa Einingabréf 1 4,674 Einingabréf 2 2,565 Einingabréf 3 3,077 Skammtímabréf 1,592 Llfeyrisbréf Gengisbréf 2,067 Kjarabréf 4,634 Markbréf 2,470 Tekjubréf 1,934 Skyndibréf 1,395 Fjölþjóðabréf 1,269 Sjóösbréf 1 2,264 Sjóösbréf 2 1,731 Sjóösbréf 3 1,584 Sjóösbréf 4 1,336 Vaxtasjóösbréf 1,5030 Valsjóösbréf 1,5975 HLUTABRÉF Söluverð aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 530 kr. Eimskip 477 kr. Flugleiðir 163 kr. Hampiöjan 174 kr. Hlutabréfasjóður 168 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 371 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagiö hf. 344 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = Iðnaðarbank- inn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um penlngamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. Sauðárkrókur: Rússum veitt tækniaðstoð Þórhailur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Tuttugu Rússar eru væntanlegir til Steinullarverksmiðjunnar á Sauð- árkróki í byrjun næsta mánaðar. Koma þeirra stendur í sambandi við að í haust hefur starfsemi stein- ullarverksmiðja Krasnoyarks í Sovétríkjunum. Ofn og vélar þar eru frá sömu aðilum og búnaður Steinullarverksmiöjunnar, frá El- kem í Noregi og Partek í Finnlandi sem er 28% eignaraðili að Steinull- arverksmiðjunni. Aö sögn Einars Einarssonar framkvæmdastjóra koma Rússarn- ir hingað á öðrum forsendum en Japanarnir sem voru hér á ferð á síöasta hausti. Þeir koma hingað í tveim tíu manna ílokkum og er reiknað með tveggja vikna viðdvöl. „í samningnum felst að þeir fái að koma hér inn og við veitum þeim allar þær upplýsingar sem þeim kynnu að koma að gagni viö rekst- ur svona verksmiðju," sagði Einar. Aöspurður sagði hann álitið að þaö skaðaði markaði Steinullar- verksmiðjunnar ekki þó verk- smiðjan léti þessa tækniaðstoð af hendi til Japana og Rússa, vegna fjarlægðar kæmu þeirra markaðir ekki til með að veita Steinullar- verksmiöjunni samkeppni. Einar vildi ekki tilgreina verölagningu þessarar þjónustu en hún borgaði sig fyrir verksmiðjuna. Það sem af er þessu ári hefur ein- angrunarsalan á innanlandsmark- aði verið heldur minni en gert var ráð fyrir. Salan erlendis hefur hins vegar aukist talsvert og í heild hef- ur steinullarsalan aukist miðað við sama tíma í fyrra. Einar sagði menn reyna að gera sér grein fyrir sölunni seinni hluta ársins og enn væri stefnt að því að taka upp þriðju vaktina í vor.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.