Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. 15 Sem kálf ur innan úr kú flokksins meira en þaö hefur áður mælst - undir stjórn og formennsku Þorsteins." - Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Oft hefur ýmislegt misjafnt kom- ið úr penna Páls Péturssonar, nú síðast gréin í DV þann 7. þ.m. „Álfur úr hól“ heitir greinin. þarna tekst honum sem áður að tvinna saman óhróður um for- mann Sjálfstæðisflokksins. Til- gangur skrifanna virðist tvíþættur: annars vegar framhald þeirrar iðju ýmissa að ófrægja Þorstein Páls- son, hins vegar að kenna honum og Sjálfstæðisflokknum um flest það sem miður hefur farið í stjóm landsins. „Bara Páll“ Meðan flokkar okkar Páls störf- uðu saman var hann oft mjög gagn- rýninn og notaði þá gjaman þann orðaforða sem einkennir hann að öðm jöfnu. Ekki var það gert til að bæta sambúðina og ekki heldur sá tilgangurinn, þar sem samstarf við Sjálfstæðisflokkinn var ekki og er ekki fremur nú efst á óskalista Páls. Steingrímur sagði þá jafnan við okkur „að þetta væri nú bara Páll og því ekki efni til að taka slíkt tal alvarlega". Þetta mat Steingríms á því sem frá Páli kemur kann að vera rétt og því ekki ástæða til andmæla. Engu að síður og einkum þar sem einhveijir kunna að finnast sem taka hann alvarlega sé ég ástæðu til að setja nokkrar línur á blað. Óhróður um formann Sjálfstæð- isflokksins er svo sem ekkert nýtt fyrirbæri. Allir þeir sem því trún- aðarstarfi hafa gegnt hafa mátt þola linnulaust nagg og níð. Þor- steinn Pálsson er þar engin undan- tekning og andróðurinn gegn hon- um bar góðan árangur framan af, frá sjónarhóli gagnrýnendanna séð. En svo gerðist það að almenn- ingur fór að sjá í gegnum blekking- arvefinn og hefur nú hina mestu andstyggð á ósæmilegum vinnu- brögðum þessara manna. Kjallarinn Ólafur G. Einarsson alþingismaður Páll og allar Regínurnar Samkvæmt endurteknum skoð- anakönnunum er nú fylgi Sjálf- stæðisflokksins meira en það áður hefur mælst. Og þetta gerist undir stjóm og formennsku Þorsteins. Því sjá nú andstæðingarnir að herða þarf róðurinn. Því taka þau sér nú sæti saman á bekk, Páll og allar Regínumar, og lepja upp rugl- ið úr Jóni Baldvin og Ólafi Ragnari 'en þeir hafa nú nokkuð á annað ár haft Sjálfstæðisflokkinn algjör- lega á heilanum. - Algjört fylgis- hrun flokka þeirra undir þeirra stjórn er auðvitað ástæðan fyrir þessum fjörbrotum. „Árinni kennir illur ræðari", seg- ir talshátturinn. Svo gera andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins nú. Ekki má gleyma formanni Framsóknar- flokksins í því samhengi. Hann hefur nú verið ráðherra síðan 1978, að frádregnum 3 mánuðum, og flokkur hans í ríkisstjórn síðan 1971. Ekkert af því sem miður hefur farið í landsstjórninni er Framsókn að kenna. Nei, viðkvæðið hjá Stein- grimi er æfinlega hið sama: „Við heíöum viljað hafa þetta allt öðm- vísi, en samstarfsflokkar okkar vildu hafa þetta svona. - Þess vegna er svona illa komið fyrir okkur. - Ég verð bara að segja það.“ Þær ætla að duga framsóknar- mönnum og kommum og krötum vel, þessar gömlu Göbbels-aöferðir, aö hamra nógu lengi á lyginni til þess að almenningur trúi. Raunar eru þeir famir að trúa sjálfir eigin ósannindum. Svo sýnist t.d. að framsóknar- menn og kratar trúi því að þeir hafi hvergi komið nærri þegar verðtryggingu var komið hér á 1979. Það gerði þó ríkisstjóm Ólafs Jóhannessonar, að kröfu krata, með svonefndum Ólafslögum. Sjálfstæðisflokkurinn var í stjóm- arandstöðu. Vaxtafrelsi var svo innleitt í forsætisráðherratíð Stein- gríms Hermannssonar. Ekki til sóma Ég hef svo sem oft fyrr séð ástæðu til að andmæla orðum og skrifum ýmissa þeirra sem hafa uppi ósæmilegan áróður gegn Sjálfstæð- isflokknum og forystu hans. Yfir- leitt hef ég þó látið það vera, enda dæma svona orð sig oftast sjálf. Páll Pétursson er hins vegar nokkuð náinn samstarfsmaður minn þótt við séum í mörgum efn- um mjög ósammála um stjómmál. Vegna þessa samstarfs á ég erf- iðara með en ella að láta svona skrifum ósvarað. Páll er líka sam- starfsmaður Þorsteins Pálssonar á vettvangi þar sem ágreiningur svo sem finnst en fleira er sem samein- ar. Því eru þessi skrif hans honum ekki til sóma. Þessar línur eru settar á blað ef það mætti verða til að gefa lesend- um réttari mynd af málum en Páll gefur í sinni grein en svo sem ekki í mikilli trú á að hann láti sér segj- ast. Sagt er að sá sem lítið skilur og minna veit sé sem kálfur innan úr kú. Þetta kemur mér ævinlega í hug þegar ég les greinar sem þá er varð mér tilefni þessara skrifa. Ólafur G. Einarsson „Algjört fylgishrun flokka þeirra undir jeirra stjórn er auðvitað ástæðan fyrir jessum Qörbrotum.“ Áskorun miðstjómar A.B.: Samvinnu félagshyggjufólks Á sögulegum fundi miðstjómar Aiþýðubandalagsins nýlega var samþykkt tímamótaályktun um utanríkismál o.fl. sem rækilega umfiöllun hefur fengið í fiölmiöl- um. f henni kemur meðal annars fram að Alþýðubandalagið líti á sig sem lýðræðislegan jafnaðar- mannaflokk og telji það eitt sitt helsta hlutverk að vinna að sam- vinnu íslenskra vinstrimanna. Önnur ályktun, sem fundurinn samþykkti, er þó einnig stefnu- markandi en það er samþykkt hans um sveitarstjómarmál. Áskorun til félagshyggju- fólks í þeirri ályktun „harmar mið- stjómin langvarandi sundrungu og óeiningu meðal félagshyggju- manna“, telur að kraftar þeirra hafi deilst víðar en skyldi og að merki þess megi sjá á íslensku sam- félagi. Jafnframt hvetur miðstjórn- in „félagshyggjumenn til að bjóða fram í öllum sveitarfélögum og hefia nú þegar undirbúning að sveitarstjórnarkosningum". Það vekur athygli að í þessari ályktun, sem samþykkt var nær samhljóða, er ekki að finna beina Kjállariim Runólfur Ágústsson fulltrúi í miðstjórn Alþýðubandalagsins áskorun um G-listaframboð heldur hvatt til þess að félagshyggjumenn almennt bjóði fram. Þetta er í sam- ræmi við þá kröfu sem komið hefur fram á meðal almennings um aukið samstarf jafnaðar- og félagshyggju- fólks og um sameiningu þeirra í einni öflugri hreyfingu til mótvæg- is við Sjálfstæðisflokkinn. Samstarf í sveitarstjórnum Almennt eru menn sammála um að íslenska flokkakerfið sé ónýtt og að jafnaðar- og lýðræðissinnar þurfi að sameinast. Sem fyrsta skref í þeirri sameiningu eru sveit- arstjórnir kjörinn vettvangur. Þannig geta sameiginleg framboð við sveitarsfiórnarkosningar orðið grunnurinn að frekara samstarfi flokkanna og síðar e.t.v. samein- ingu þeirra. I kjölfar þeirrar umræðu, sem Birting hefur gengist fyrir um sam- eiginlegt framboð til borgarstjórn- ar, hefur sprottið vakning á meðal vinstrimanna. Fólk batt miklar vonir við fyrirhugað framboð og vonbrigðin urðu mikil þegar ljóst varð að af því yrði ekki. Þótt árang- urinn hafi ekki skilað sér hér í Reykjavík þá er hann nú að skila sér víða um land í sameiginlegum listum félagshyggjufólks á fiöl- mörgum stöðum. Nú er það svo að oft hafa félags- hyggjumenn sýnt þá skynsemi á vettvangi sveitarstjórna, sem þá hefur skort annars, og boðið fram sameiginlega en aldrei hafa þeir boðið fram saman á eins mörgum stöðum og nú í vor. Þannig eru það jafnvel ekki nema eitt eða tvö bæj- arfélög í sumum kjördæmum þar sem t.d. Alþýðubandalagið býður fram eitt sér. Reykjavíkurraunir Á sama tíma og þetta er að gerast víða um land, frá Selfossi til Dal- víkur, þá er annað uppi á teningn- um í höfuðborginni. Þar höfnuðu minnihlutaflokkarnir samfram- boðshugmyndum Birtingar og ætla markvisst að tapa fyrir Davíð í vor. Vegna þröngra hagsmuna ákveðinna manna, sem óttuðust um sinn hag í lýðræðislegu próf- kjöri vinstriaflanna, veröur ekkert af því að Sjálfstæðisflokkurinn missi höfuðvígi sitt. Hugmyndin um samfylkingu var endanlega kveðin niður á félags- fundi Alþýðubandalagsins í Reykjavík þar sem ABR ákvað eftir tillögu stjórnar, með stuðningi Svavars Gestssonar, að „þjappa sér saman“. Pólitískur klaufaskapur eða meö- vituð heimska fulltrúaráðs Al- þýðuflokksins í þessu máli er síðan ( kapítuh út af fyrir sig. - Eftir sitja vmstrimenn í borginni og vita vart í vonbrigðum sínum hvað þeir eiga að kjósa. Menn óttast að óvenju- margir auðir atkvæðaseðlar auki sigur Davíðs í komandi kosning- um. Runólfur Ágústsson „Fólk batt miklar vonir við fyrirhugað framboð og vonbrigðin urðu mikil þeg- ar ljóst varð að af því yrði ekki.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.