Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1990, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 20. FEBRÚAR 1990. Afmæli Egill Bjamason Egill Bjarnason, Sunnuhlíð, Kópa- vogsbraut 1A, Kópavogi, er sjötíu ogfimmáraídag. Egill er fæddur að Hjaltabakka í Torfalækjarhreppi og ólst upp 1 Svarfaðardalnum fram að tvítugu. Hann lauk prófi frá Héraðsskólan- um á Laugum 1934 og var við nám í Samvinnuskólanum 1936. Egill starfaði við dagblaðið Tímann 1936—'41, rak fornbókasölu í Reykja- vík 1941-58, og var auglýsingastjóri við Tímann 1958-’62 er hann hóf aftur fornbókasölu. Hann var bú- settur í Reykjavík 1936-’53, en í Kópavogskaupstað frá 1953. Egill sat í fyrstu stjórn SUF og í stjóm Vöku- mannahreyfingarinnar. Hann hefur alla tíö verið mikill áhugamaður um tónhst og sungið í mörgum kórum, m.a. í Tónlistarfélagskórnum, Fíl- harmoníukómum, Útvarpskórnum og Pólýfónkómum. Hann hefur sungið í kirkjukórum frá 16 ára aldri og syngur enn í Kirkjukór Kópavogs. EgiU hefur þýtt óperettur og ópemr: Don Pasquale, Ulla Vin- blad (söngvar), Kysstu mig Kata (söngvar), Sígaunabaróninn, Ráðs- konuríki, My fair lady (söngvar), Dáður dómari, Ævintýri Hoíf- manns, Betlistúdentinn, Sardas- furstinnan, Oklahoma, Fiðlarinn á þakinu, einnig tvísöngvarnir Glunt- amir eftir Wennerberg ogfjöldi texta við kór- og einsöngslög. Egill er einn af útgefendum tímaritanna Straumhvarfa og Vöku. Egill kvæntist þann 22.7.1939 Gyðu Siggeirsdóttur póstmanni, f. 11.9.1918. Foreldrar hennarvoru Siggeir Einarsson, póstfulltrúi í Reykjavík, og Hrefna Einarsdóttir. Böm Egils og Gyðu em: HrafnkeU, f. 24.6.1940, kvæntur Önnu Sigurjónsdóttur. Ólafía, f. 5.5.1943, var fyrst gift Njáli Sigurjónssyni, f. 14.5.1944, en þau skildu, og eru börn þeirra: Eg- Ul, f. 14.10.1962; ogHrefna, f. 15.7. 1964, gift Steindóri Gunnlaugssyni verslunarmanni, og er barn þeirra Bryndís Dögg. Seinni maður Ólafiu er Jóhann Gunnar Friðjónsson, f. 24.5.1941, og era börn þeirra: Gyða, f. 15.1.1973; og Friðjón Veigar, f. 14.9.1976. Soffía Stefanía, f. 7.3.1953, gift Gunnari Jakobi Haraldssyni, f. 13.5. 1953, og eru börn þeirra: Hrafnkell, f. 22.9.1977; Haraldur, f. 8.2.1980; og Hildur Björg, f. 10.7.1986. Hálfsystir Egils er Soffía Bjarna- dóttir, gift Jóhanni Kjartanssyni verslunarmanni. Foreldrar EgUs voru Bjarni Guð- mundsson, vinnumaður að Hjalta- bakka, og Soffía Eggertsdóttir, síðar húsfreyja að Kóngsstöðum í Svarf- aðardal. Soffía giftist síðar Stefáni Árna- syni frá Atlastöðum í Svarfaðardal og var hann fósturfaðir Egils. Bjarni var sonur Guðmundar Semingssonar, húsmanns á Tind- um, Semingssonar, b. í Hraunkoti, Jónssonar. Soffía var dóttir Hólmfríðar Bjarnadóttur úr Fljótum, vinnu- konu í Hreiðarsstaðakoti og á Tungufelh, og Eggerts, b. í Hreiðars- staðakoti, Jónssonar, þ. í Brekk- ukoti, Einarssonar, b. á Miðhúsum í Óslandshlíð, Bjömssonar. Móðir Jóns var Þorbjörg Jóns- dóttir. Móðir Eggerts var Ásgerður Þorvaldsdóttir, b. á Veigastöðum, Þorvaldssonar, og Ásgerðar Rögn- Egill Bjarnason. valdsdóttur, b. á Hóli, Jónssonar. Ásmundur Pálsson Asmundur Pálsson. Ásmundur Pálsson bílamálara- meistari, Dalbraut 18, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Ásmundur er fæddur að Syðri- Steinsmýri í Meðallandi í Vestur- Skaftafellssýslu. Hann fór að heim- an 1932 eða sautján ára gamall og vann við ýmis störf, m.a. var hann á átta vertíðum hjá Gunnari Ólafs- syni í Vestmannaeyjum. Árið 1940 flutti hann til Reykjavíkur og vann næstu tvö árin við trésmíðar og múrverk hjá setuliðinu. Árið 1942 fór hann að vinna við yfirbygging- ar í Bílasmiðjunni hf. en 1947 keypti hann hús og bílaverkstæði að Laugarnesvegi 48. Hafði verið starfrækt bílaverkstæði þar frá ár- inu 1928. Ásmundur rak þar al- mennar bílaviðgerðir í 40 ár eða til ársins 1988. Stækkaði hann verk- stæðiö 1953 en 1955 seldi hann íbúð- arhúsiö til flutnings og byggði hús það er þar stendur nú og bjó þar til 1988 er hann keypti íbúð við Dalbraut 18. Ásmundur starfaði lengi í Skaftfellingafélaginu í Reykjavík, m.a. sem formaður. AUKABLAÐ - Helgarferðir og útivist - Á MORGUN 12 síðna aukablað um helgarferðir og útivist fylgir DV á morgun. Meðal efnis verður umfjöllun um vélsleðaakstur og jeppaakstur um óbyggðir að vetrarlagi. Akureyri, ísafjörður, Húsavík og Mývatn eru heimsótt og skíðastaðir í nágrenni Reykjavíkur skoðaðir. Hann hefur verið í Félagi bílamál- ara frá stofnun þess 1956 og sat um árabilístjórnþess. Ásmundur kvæntist þann 1.11. 1947 Jónínu Ágústsdóttur, f. 21.1. 1923, frá Sauðholti í Ásahreppi í Rangárvallasýslu. Foreldrar henn- ar voru Ágúst Jónsson, b. að Sauð- holti, og kona hans, María Jó- hannsdóttir. Börn Ásmundar og Jónínu eru: María, f. 19.4.1947, skrifstofu- maður, gift Steindóri Ingimundar- syni og eiga þau tvö börn: Jónu Dís ogóskarórn. Ragnhildur, f. 20.3.1948, banka- maður, gift Árna Arnþórssyni og eiga þau tvö börn: Ásmund Hrafn og Helgu Þóru. Óskar Már, f. 17.4.1959, skrif- stofumaður, kvæntur Ástríði Hólm Traustadóttur og eiga þau tvö börn: Margréti og Bjarka Má. Þráinn Örn, f. 17.4.1959, rekstrar- tæknifræðingur, kvæntur Guð- björgu Árnadóttur og eiga þau þrjú börn: Eddu Hrund, Snædísi og Árna Fannar. Systkini Ásmundar eru: Jón, tré- smíðameistari í Keflavík; Halldór verslunarmaður í Reykjavík; Jón- ína, húsmóðir í Reykjavík; Ingi- björg, húsmóðir í Björk í Gríms- nesi; Magnús, b. að Syðri-Steins- mýri í Meðallandi; Sigrún, hús- móðir í Reykjavík; Jóhanna, hús- móðir í Reykjavík; Þorsteinn, verslunarmaður í Reykjavík, og Haraldur, bílamálarameistari í Reykjavík. Foreldrar Ásmundar voru Páll Jónsson, b. að Syðri-Steinsmýri, f. 1877, d. 1963, og kona hans, Ragn- hildur Ásmundsdóttir, f. 1888, d. 1954. Páll var sonur Jóns, b. á Hunku- bökkum á Síðu, Pálssonar, Þor- steinssonar, b. á Hunkubökkum, Salómonssonar. Ragnhildur var dóttir Ásmundar, ráðsmanns á Syðri-Steinsmýri, Hjörleifssonar og Halldóru Magn- úsdóttir, b. á Syðri-Steinsmýri. Til hamingju með afmælið 85 ára Hreinn Sigurðsson, Engihh'ö 14, Reykjavík. Ámý Anna Jónsdóttir, Meðalholti 12, Reykjavík. Vilhjálmur Guðnason, Litlu-Breiðuvík, Eskifirði. Þóra Guðnadóttir, . Kirkjustíg 4, Eskifirði. 80 ára 50ára Helga Bjarnadóttir, Hliðarbyggð37, Garöabæ. Karl Símonarson, Túngötu 8, Eskifiröi. Gunnlaug Jakobsdóttir, Lindarflöt40, Garðabæ. 70ára 40ára Erlendur Stefánsson, Vallargötu 6, Vestmannaeyjum. Geir Björnsson, Víðimel 32, Reykjavik. Guðfinna Hinriksdóttir, Gmndarstíg2, Flateyri. Hildur Kristjánsdóttir, Furulundi 6, Seyluhreppi. Jóhann Valdórsson, Þrándarstöðum, Eiðahreppi. Jón Snorri Bjarnason, Hlíðarvegi 5, ísafiröi. Aldís Guðmundsdóttir, Birkihlíð 10, Reykjavik. Ásgerður Haraldsdóttir, Hólabraut 10, Höfn í Hornafirði. Einar Sigurbjörnsson, Hvammabraut 6, Hafnarfirði. Friðbjörn Valtýsson, Smáragötu 2, Vestmanneyjum. Friðrik Sigurðsson, Heiðarbrún 46, Hveragerði. Jóhann Þórisson, Réttarholti 7, Selfossi. María Stefánsdóttir, Hrafnagilsstræti 32, Akureyri. Oddný Þórormsdóttir, Skólavegi 46A, Fáskrúðsfiröi. Fífubarði 10, Eskifirði. ÓskarTryggvason, Nesbakka 19, Neskaupstað. Sigurbjörn Svcinsson, Hæðarseli 28 Revkiavík 60ára Steinunn Geirsdóttir, Breiðabólstað, Reykholtsdals- Helga GröndalBjörnsson, hreppi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.