Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 3
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990.
3
dv Fréttir
Kostnaður hjá sjúkrahúsunum færður yfir á Tryggingastofnun:
Ríkið er að færa úr
einum vasa í annan
- um 20% ódýrara aö gera hjartaaðgerðir hér en að senda sjúklinga utan
Svo virðist sem gleymst hafi að gera ráð fyrir aukningu hjartaskurðaðgerða
hér á landi við fjárlagagerðina þannig að henni hefur verið frestað. Sömu
sögu má segja um glasafrjóvganir en þeim hefur nú verið frestað. Hvort
tveggja átti að framkvæma á Landspítalanum.
Fasteigna-
gjöld Hafn-
firðinga
fóru í Aðaldal
Vegna mistaka á gíróseðlura
fóru greiðslur fasteignagjalda i
Hafnarfirði ekki inn á hlaupa-
reikninghæjarsjóðs við Sparisjóð
Hafnarfjarðar heldur voru pen-
ingamir lagðir inn í Sparisjóð
Aðaldæla í Suöur-Þingeyjar-
sýslu.
Vegna þessara mistaka
streyradu peningar, sem aldrei
fyrr, til hins litla sparisjóðs. Að
sjálfsögðu stoppuðu þeir stutt við
þar. Færslumar vora leiðréttar
og Bæjarsjóður Hafnarfjarðar
naut góös af þó taíir hafi orðið
þar á.
Það sem gerði þessi mistök var
að á gíróseðlunum, sem sendir
voru til greiðenda, var rangt
bankanúmer. Sparisjóður Hafn-
arfjarðar hefur bankanúmerið
1101 en Sparisjóður Aðaldæla
1110.
Tölvubókhald Sparisjóðs Aðal-
dæla er i Sparisjóði Reykdæla og
það var starfsfólk þess sparisjóðs
sem haföi mest óþægindi af bak-
færslunum. -sme
Nokkrum sinnum á síðustu
mánuðum hefur verið haft sam-
band við fréttamenn DV og skýrt
frá þvi aö smábarn, sem skiliö
hafi verið eftir í bífreið i bíla-
geymslu Kringlunnar, hafi látist
vegna mengunar af útblæstri
bíla, í síðustu viku var haft sam-
band við fréttamann og tilkynnt
um slíkt tilfelli og það fylgdi sög-
unni að um væri að ræða fimmta
tilfeUið.
Að sjálfsögðu var málið kannað
hveiju sinn en læknar og lögregla
ekki kannast við málið. Vegna
síðustu sögunnar var rætt við
lækna á sjúkrahúsum borgarinn-
ar, Ólaf Ólafsson landlækni og
Skúla Johnsen borgarlækni, auk
rannsóknarlögreglu. Enginn
þessara aðila kannaðist við aö
slíkt dauösfall hefði átt sér stað.
Landlæknir gerði ítarlega könn-
un á málinu en enginn kannast
við tilfelli af þessu tagi.
Ólafur Ólafsson landlæknir
benti á að ef dauðsfall hefði átt
sér stað með þessum hætti hefði
lögregla að sjálfsögðu verið köU-
uð til og einnig hefði farið fram
krufning. En þessir aðilar kann-
ast ekki við málið.
Hitt þótti fréttamönnum DV
merkilegra að flestir þeir sem
spurðir voru um málið höfðu
heyrt þessar sögur. Þær eru þvi
ótrúlega útbreíddar og lífseigar.
Vissulega era margar og marg-
víslegar kjaftasögur í gangi sem
ekki þykir ástæða til að greina frá
i íjölmiðlum enda sjaldnast fótur
fyrir þeim. En þessi saga er svo
útbreidd meðal almennings að
ástæða þótti til að kanna máliö.
Og niðurstaðan er sú að þær séu
meðöUutilhæfulausar. -S.dór
Byggingarkostnaðiir:
14,6 prósent
verðbólga
Byggingarkostnaður hækkaöi
um 1,1 prósent frá'mars til apríl
samkvæmt útreikningum Hag-
stofunnar.
Að stærstum hluta má rekja
þessa hækkun til verðhækkunar
á sementi og steypu. Þessi hækk-
un jafngjldir um 14,6 prósent
hækkun á ársgrundvelh. Bygg-
ingarvísitalan, sem gildir fVrír
næsta mánuð, verður 169,3 stig.
Þá hefur Hagstofan gefið út
launavísitölu fyrir aprUmánuð og
er hún óbreytt frá fyrra mánuöi,
-gse
„Það sem viö fengum við ijárlaga-
gerðina var skorið við nögl þannig
að það má gera ráð fyrir að við þurf-
um að taka upp fjárhagshliðina aftur
vegna þessara breytinga. Mér sýnist
að þarna sé ríkið bara að flytja úr
einum vasa í annan,“ sagði Kristján
Guðjónsson, deildarstjóri hjá Trygg-
ingastofnun ríkisins, en nú hefur
verið ákveðið að draga úr hjartaað-
gerðum hér á landi og fresta glasa-
frjóvgunum. Er þetta gert til að ná
spamaði fram hjá Ríkisspítulunum
og þá sérstaklega Landspítalanum.
Við gerð fjáraukalaga, sem fjárveit-
inganefnd Alþingis vinnur nú að,
hefur komið í ljós að um 170 milljón-
ir vantaði til Ríkisspítalanna til að
þeir gætu sinnt verkefnum sínum.
Ekki verða veittar nema tæplega 150
mtiljónir til spítalanna þannig að
niðurskurður er óhjákvæmilegur.
Að sögn Grétars Ólafssonar, yfir-
læknis brjóstholsdeildar Landspítal-
ans, virðist þarna gert ráð fyrir að
um 60 aðgeröir (af 160 til 180) verði
áfram gerðar í Englandi en ekki hér
heima eins og þó var ætlunin. Sagði
Grétar að það kæmi honum ein-
kennilega fyrir sjónir því það væri
mun dýrara að senda sjúklinga úr
landi. Þar að auki sagði hann að
ásókn væri í að komast í aðgerðir
hér heima því ígerðarhætta væri
mun minni hér en eftir aðgerðir úti.
Grétar sagðist geta fullyrt að það
væri ódýrara að gera þessar aðgerðir
hér á landi.
Um kostnaðinn við hjartaaðgerð
eru reyndar skiptar skoðanir en
Grétar sagði að munurinn á aðgerð-
um hér og erlendis væri um 300.000
til 400.000 krónur en hann sagði að
aðgerð í Englandi kostaði hátt í millj-
ón, auk þess sem kostnaður vegna
aðgerðanna erlendis lenti á sjúkra-
húsunum hér vegna þess að sjúkling-
ar dveldust oft á sjúkrahúsi hér áður
en farið er út. Þá sagði hann að ferða-
lög ættingja væra oft ekki reiknuö
með en fyrir þjóðfélagið í heild þyrfti
að sjálfsögðu að hugsa fyrir því.
„Þessi ákvöröun stjórnvalda spar-
ar útgjöld Ríkisspítalanna en er varla
þjóðhagslega hagkvæm," sagði Dav-
íð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspít-
alanna, en hann sagði að þaö væri
að minnsta kosti 20% ódýrara að
gera þessar hjartaaðgerðir hér á
landi.
Þá er fullyrt að kostnaður vegna
glasafrjóvgana verði mun minni hér
á landi vegna þess að álagning
bresku einkasjúkrahúsanna sé mjög
há. Alveg verður hætt við glasa-
frjóvganir hér á landi en að sögn
Kristjáns er óljóst hvaö verður með
glasafrjóvganir erlendis. í fyrra fóru
128 pör í yfir 150 ferðir til glasafrjóvg-
unar. Lætur nærri að kostnaður við
hveija ferð sé um 200.000 krónur fyr-
ir utan ferðakostnað og uppihald sem
fólkið verður sjálft að greiða. Það var
fyrst og fremst næsta ár sem glasa-
frjóvganir áttu að hefjast.
-SMJ