Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Lesendur Kona i Garðabænum kvartar yfir ólátum í Regnboganum Ólæti og rusl í bíó Kona í Garðabænum hringdi: Fyrir nokkrum dögum fór ég í bíó með þrjú börn. Nánar tiltekið fórum við að sjá Ski Patrol í Regnboganum á flmmsýningu. I stuttu máli sagt hafði ég litla ánægju af myndinni því ég hvorki sá né heyrði vegna sælgætisausturs, poppkornsdrullu og látanna í börn- unum. Þetta var hreinasti viðbjóður. Þarna vantaði alveg manneskju sem gæti haft hemil á börnunum þvi þaö er alveg nauðsynlegt að hafa eft- irlit þar sem svo mörg börn eru sam- an komin. Þegar ég var sjálf yngri, í smábæ úti á landi, var alltaf eftirlitsmann- eskja í bíó sem sá til þess að bíógest- ir héldu sér á mottunni og ef einhver var með ólæti var sá hinn sami sett- ur í bíóbindindi. Barnavemdaryfirvöld: Ætlar Mbl. að hylma yfir vondu verkin? Formaður framkvæmdanefndar Fjölskylduverndar skrifar: Á undanfornum vikum og mánuð- um hefur nokkuð verið fjallað um barnaverndarmál og meðferö þeirra út frá sjónvarmiði þeirra foreldra sem standa í útistöðum við barna- verndaryfirvöld. Þeir foreldrar, sem lýst hafa harmi sínum og vanmætti gagnvart þessum aðilum, staðfesta að þrátt fyrir hvers konar möguleg mótmæli hafa börn verið íjarlægð frá heimilum sínum. Oft og iðulega er það yfirlýst skoðun viðkomandi yfir- valda aö mótmæli foreldranna séu óviöunandi og til varnaðar við áformum þeirra sem starfa að for- sjársviptingum. Engin lagaákvæði í barnaverndar- lögunum takmarka algjört vald barnaverndarstarfsfólks, því geta þessir aðilar eftir eigin dómgreind og með samkomulagi hvorir við aðra ákveðið hverjir skuh taldir hæfir for- eldrar og hverjir ekki. Dómstólar dæma ekki um réttmæti úrskurðar barnaverndaryfirvalda. Ef gildismat þeirra sem stjórna og ráða hefur brenglast í mannlegum samskiptum er það okkar að spyrna við fótum og sjá til þess að réttlætinu verði framfylgt. Sá harkalegi verkn- aður að taka börn af heimilum sínum í svo stórum stíl sem nú hefur verið gert getur ekki leitt neitt gott af sér, en það hins vegar getur orsakað sundrung og meiri spillingu og ekki síst vanvirðu barna gagnvart hinum fullorðnu almennt, og skömm á for- eldrum sínum. Er þetta þjóðfélagið sem bíður barnanna okkar? Flest höfum við okkar vonir um hamingjusama framtið þó svo sum okkar eigi erfitt eitthvert tímabil lífs okkar. Samt sem áður einkennist umíjöllun þessa forræðishyggjufólks af vandamálafælni í garð foreldra og eru þeir vissir um að hagsmunir barna og foreldra þeirra fari ekki saman. „Og væri það oft að þannig væri því varið“, las égeitt sinni í Mbl. Morgunblaðið hefur ekki látið sitt eftir liggja að fjalla um barnavernd- armál er snúa að bamaverndaraðil- um sjálfum og fögrum yfirlýsingum þessara aðila er haldið á lofti eins og: „Brúa verður bilið milli mannrétt- inda fullorðinna og barna“ sem var reyndar yfirlýsing núverandi for- manns barnaverndarnefndar Reykjavíkur eitt sinn á Alþingi er hún hélt ræðu um barnaverndarmál. En hins vegar hefur blaðið vísað á bug fjölda greina er snúa aö fórn- arlömbunum sjálfum sem standa í útistöðum við barnaverndaryfirvöld. Þetta stangast á við þá staðreynd að Morgunblaðið á að vera málgagn sjálfstæðisstefnunnar, en hins vegar starfa barnaverndaraðilar í anda kommúnista og taka ei gilda hina gömlu hugsjón óháðs manns. Ætlar Mbl. einungis að halda á lofti málstað barnaverndaryfirvalda? Getur það verið að það sé vegna þess að eiginkona aðalritstjóra Mbl. situr í Barnaverndarnefnd Reykjavíkur? Eða getur það verið vegna þess að fjölskylda eiginmanns formanns Barnaverndarnefndar Reykjavíkur er aðaleigandi Mbl. og lögmaður Mbl. á einnig sæti í Barnaverndar- nefnd Reykjavíkur? Ætlar Mbl. að breiða yfir hin vondu verk barna- verndaryfirvalda vegna þessa? Er mögulegt að treysta öðru efni í Morg- unblaðinu þegar tekið er mið af þessu? Veiðifélag k Elliðavatns Stangaveiði á vatnasvæði Elliðavatns hefst 1. maí. Veiðileyfi eru seld á Vatnsenda og Elliðavatni. Á sömu stöðum geta félagar úr Sjálfsbjörg, unglingar (12-16 ára) og ellilífeyris- þegar úr Reykjavík og Kópavogi feng- ið afhent veiðileyfi án greiðslu. Veiðifélag Elliðavatns fá 15% afslátt eins og þeir sem greiða smaau^ hönd með peningum hringja verður Það er gamla Þú hringir, við birtum það ber árangur! Augjýsingadeild DV er opin: VrrkVóaga kl. 9.00-22.00 báugardaga kl. 9.00-14.00 Sunnudaqa kl. 18.00-22.00 Athugið: Auglýsing f helgarblað®DV þarf að berast fyrir kl. 17.00 á fostudag. AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTHNA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR.100 00 1983- 2. fl. 1984- 3. fl. 01.05.90-01.11.90 12.05.90-12.11.90 kr. 45.613,34 kr. 46.769,59 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, apríl 1990 SEÐLAB ANKIÍSLANDS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.