Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Side 4
4 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Sljómmál Spurt í Ólafsvík: Hver verða úrslit kosninganna? Páll Matthíasson nemi: Ég er ekkert farinn aö spá í þaö. Jón Þór Lúðvíksson bakarameistari: Þetta veröur tvísýnt. Það eru svo margir nýir menn. Marteinn Karlsson útgerðarmaður: Ég er ekkert farinn aö spá í þessar kosningar ennþá. Halldór Björgvinsson sjómaður: Ég á eftir að kynna mér framboðin. Marís M. Gilsíjörð verslunarmaður: Ætli L-listinn nái ekki tveimur mönnum. Kommarnir þurrkast úr. Ég held aö A-listinn haldi sínum tveimur mönnum, B-listinn fái tvo og Sjálfstæðisflokkurinn einn. Rúnar Fríðþjófsson vélstjóri: Þaö veit enginn hvemig þetta fer. Ólafsvik: Sprengihætta í listasamstarfi Fimm listar bjóöa fram í Ólafsvík. Þaö eru A-listi Alþýöuflokks og óháðra, B-listi Framsóknarfélags Ól- afsvíkur, D-listi Sjálfstæðisflokks, G-listi Alþýöubandalags og L-listi Samtaka lýöræöissinna. Þetta kjörtímabil hefur veriö róstu- samt í meira lagi hvað meirihluta- samstarf listanna varðar og óhætt að segja að sprengiþráðurinn hafi verið afar stuttur. Eftir kosning- amar 1986 mynduöu Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur meirihluta. Sá meirililuti sprakk eftir 13 daga. Þá tók við meirihluti Lýðræðissinna, Alþýðuflokks og Alþýöubandalags. Sá meirihluti entist öllu lengur eða í 13 mánuði, fram í október 1987. Þá slitu alþýðubandalagsmenn meiri- hlutasamstarfinu, að sögn vegna of mikill framkvæmda. I desember sama ár myndaðist meirihluti fram- sóknarmanna, sjálfstæðismanna og Kristján Pálsson bæjarstjóri skipar efsta sæti á lista Samtaka lýðræðis- sinna Kristján Pálsson: Atvinnumálin hafa forgang „Atvinnumálin hafa algeran for- gang. Það þarf aö styrkja útgerðina og fá meiri fisk til bæjarins. Það má gera með stofnun aflamiðlunar og bættri aðstöðu fyrir útgerð þannig að bærinn verði áhugaverðari fyrir útgerðaraðila,“ sagði Kristján Páls- son bæjarstjóri og efsti maöur á L- lista, Samtaka lýðræðissinna. „Bæta þarf stööu bæjarsjóðs sem var mjög slæm þegar þessi bæjar- stjórn tók við. Við þurfum 2-3 ár til að staðan verði eðlileg. Þá fyrst er hægt að huga að framkvæmdum eins og að klára gatnaframkvæmdir og byggja íþróttahús. Við þurfum mark- vissan ferðamannaiðnað, aukningu á straumi ferðamanna með auglýsing- um og uppbyggingu aðstöðu. Um- hverfismál, fegrun bæjarins og æskulýðs- og íþróttamál eru ofarlega á baugi. Vinna þarf aðalskipulag eft- ir að Fróðárhreppur sameinaöist Ól- afsvík. Síðan þarf að styrkja vatns- veituna, ganga frá holræsum og lækka raforkuverð." -hlh alþýðubandalagsmanna. Sá meiri- hluti náði ekki einu sinni að starfa þar sem hann sprakk eftir aðeins þrjá daga. Var framsóknarmönnum kennt um. í febrúar var síðan mynd- aður meirihluti allra lista nema Sjálfstæðisflokks og hefur hann haldið síðan. Þó mun hafa komið upp töluverð sprengihætta vegna mikilla sparnaðar- og samdráttaraðgerða í Olafsvík. Skuldastaða Ólafsvíkur er slæm. Síðustu tvö ár hafa framkvæmdir því verið nánast engar og verða ekki miklar næstu tvö árin. Atvinnumál eru Ólafsvíkingum ofarlega í huga. Atvinnulífið byggist nær eingöngu á sjávarútvegi en síðustu þrjár vertíðir hafa brugðist. Um 1200 manns búa í Ólafsvík. Á kjörskrá eru 810, 432 karlar og 378 konur. -hlh Atli Alexandersson: Vinna verður aflann heima „Það þarf fyrst og fremst að laga stöðu bæjarsjóðs. Það þarf að ná skuldunum niður og gæta aðhalds. í hafnarmálum þarf, auk dýpkunar hafnarinnar, að ganga frá Norður- tangagarðinum og bæta aðstöðu smábáta. Endurbæta þarf vatnsveit- una svo tryggt sé að fyrirtæki fái nægilegt vatn,“ sagði Atli Alexand- ersson kennari sem skipar efsta sæti á lista Framsóknarfélags Ólafsvíkur. „Það þarf að leysa málefni Útvegs hf. þar sem bærinn er með miklar ábyrgðir. Með minnkandi aflaheim- ildum í hefðbundnum veiðum þurfa fiskvinnslufyrirtæki að sameinast um að vinna afla sem best hér heima. Bæjarstjóm þarf, í samvinnu viö nágrannasveitarfélögin á utanverðu Nesinu og fyrirtæki, að stofna ferða- málafélag sem skipuleggi ferða- mannaþjónustu. Undirbúa þarf stækkun á húsnæði grunnskólans og byggja þarf íþróttahús. Það era verk- efni sem bíða betri stöðu bæjar- sjóðs.“ -hlh Atli Alexandersson kennari skipar efsta sæti á lista Framsóknarfélags Ólafsvíkur. Árni E. Albertsson skrifstofumaður skipar efsta sæti á lista Alþýðu- bandalc. sins. Arni E. Albertsson: Stofnun fisk- markaðar „Við leggjum megináherslu á að laga skuldastöðu bæjarsjóðs en hún gefur ekki ráðrúm til neinna stór- framkvæmda. Atvinnumál eru ofar- lega á baugi þar sem breytingar eru að verða. Sífellt meira af flski er að fara úr byggðarlaginu en flskur er aðalatriði fyrir okkur. Stofnun fisk- markaðar gæti aukið fiskframboð í Ólafsvík," sagði Ámi E. Albertsson skrifstofumaður sem skipar efsta sæti á lista Alþýðubandalagsins. „Höfnin er lífæð Ólafsvíkur. Klára þarf verkefni sem hafin eru þar og bæta aðstöðu smábátanna. Vatns- veitumál er aðkallandi þar sem vatnsskorts er farið að gæta. Mark- vissa ferðaþjónustu vantar. Stuðla þarf að samstarfi þeirra sem þar starfa. Kostnaður við stjómun og rekstur bæjarins gefur tilefni til end- urskoðunar á yfirstjórn bæjarins. Félagsleg þjónusta er hér ekki að marki. Hana þarf að bæta. Bæta þarf tveimur framhaldsbekkjum við grunnskólan -hlh Sveinn Þór Elinbergsson: Gott atvinnulíf forsenda hagsældar „Atvinnumálin eru númer eitt. Þar þurfum við að halda jafnvægi og vera á varðbergi gagnvart öllum ögrunum eins og óvissu í sjávarútvegsmálum. Miklar breytingar eru að ganga yfir og mikið af fiski fer hjá garði hér. Gölluðu kvótakerfi er þar um að kenna. Bæjarstjórn á að hafa frum- kvæðisskyldu í atvinnumálmn Ól- afsvíkur en gott atvinnulíf er for- senda hagsældar," sagði Sveinn Þór Elínbergsson, yfirkennari og forseti bæjarstjómar. Sveinn skipar efsta sæti á lista Alþýðuflokksins. „Við viljum standa vörð um þá ávinninga sem okkur hafa hlotnast á þessu kjörtímabili og koma meðal annars fram í rekstri og aukinni þjónustu bæjarfélagsins. Styrkja þarf stöðu bæjarsjóðs með áfram- haldandi aðhaldi og sparnaði svo að við verðum í stakk búin til að takast á við ný verkefni þótt síðar verði.“ -hlh Sveinn Þór Elínbergsson yfirkennari skipar efsta sæti á lista Alþýðu- flokksins. Bjöm Amaldsson Sjálfstæðisflokki: Áhersla á f jármál bæjarins Björn Arnaldsson vélstjóri skipar efsta sæti á lista Sjálfstæðisflokks- ins. „Við leggjum áherslu á fjármál bæjarins. Bæjarsjóður hefur verið rekinn með miklum halla undanfar- in ár. Sjálfstæðismenn hafa setið í minnihluta þetta kjörtímabil en við sefjum sem aðalmarkmið að ná utan- úm fjármál bæjarins. Það gengur ekki að reka bæjarsjóð með halla,“ sagði Bjöm Amaldsson vélstjóri sem skipar efsta sæti á lista Sjálfstæöis- flokks. „Vegna fjárhagsstöðunnar mega ekki verða nýjar framkvæmdir á vegum bæjarins nema brýna nauð- syn beri tÚ. Skuldir era um 200 millj- ónir sem er alltof mikið fyrir 1200 manna bæjarfélag. Vegna þeirra þýðir ekkert að vera með langa lof- orðahsta. Slíkt er blekking ein. Við sjálfstæðismenn erum stöðugt afl í bæjarstjórn og ætlum að styrkja starfið enn frekar. Við höfum ekki átt þátt í úlfúðinni í bæjarstjórn á þessu kjörtímabili. Viö viljum stuðla að öflugu atvinnulífi á staðnum. Út- gerð og fiskvinnsla verður að geta gengið eðlilega þar sem við lifum af þeirri atvinnustarfsemi. Annars bíða ótal verkefni sem hægt verður að framkvæma þegar fjárhagurinn leyf- ir.“ -hlh (II f ( c’.K'.Í í i j li fi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.