Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 5
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990.
5
A-listi Alþýðuflokks
og óháðra
1. Sveinn Þór Elínbergsson, for-
seti bæjarstjórnar og y firkennari.
2. Guönmndur Karl Snæbjörns-
son heilsugæslulæknir.
3. Gústaf Geir Egilsson pípulagn-
ingameistari.
4. Ágúst Sigurðsson kaupmaður.
5. Kristín Guðmundsdóttir hús-
móðir.
6. Þorbjörg Gísladóttir læknarit-
ari.
7. Trausti Magnússon rafmagns-
eftirlitsmaðiu-.
B-listi F.ramsóknar-
félags Olafsvíkur
1. Atli Alexandersson kennari.
2. Stefán Jóh. Sigurðsson svæðis-
stjóri.
3. Kristján Guðmundsson, for-
maður verkalfélagsins Jökuls.
4. Kristín Vigfúsdóttir útgerðar-
maður.
5. Sígtryggur S. Þráinsson stýri-
maður.
6. Maggý Hrönn Hermannsdóttir
kennari.
7. Pétur Steinar Jóiiannsson
verkstjóri.
D-listi Sjálfstæðisflokks
1. Björn Arnaldsson vélstjóri.
2. Margrét Vigfúsdóttir póstaf-
greiðslumaður.
3. Páll Ingólfsson framkvæmda-
stjóri.
4. Helgi Kristjánsson verkstjóri.
5. Sjöfn Sölvadóttir skrifstofu-
maður.
6. Jónas Kristófersson bygginga-
meistari.
7. Birgir Ingvason bifreiðastjóri.
G-listi Alþýuðbandalags
1. Árni E. Albertsson skrifstofu-
maður.
2. Heiðar Friðriksson matsmað-
ur.
3. Margrét S. Birgisdóttir verka-
kona.
4. Herbert Hjelm veitingamaður.
5. Sigríður Þóra Eggertsdóttir
kaupkona.
6. Jóhanncs Ragnarsson hafnar-
vörður.
7. Margrét Jónasdóttir húsmóðir.
L-listi Samtaka
lýðræðissinna
1. Kristján Pálsson bæjarstjóri.
2. Emanúel Ragnarsson banka-
starfsmaður.
3. Sigurlaug Jónsdóttir kennari.
4. Ragnheiöur Helgadóttir kenn-
ari.
5. Kristján Helgason hafnarvörð-
ur.
6. Amdís Þórðardóttir verka-
kona.
KOSNINGAR 1990
Haukur L. Hauksson og Sigurjón Egilsson
ÓLAFSVÍK
D
Úrslitin 1986
Fimm listar buðu fram í Ólafsvík
1986. Alþýðuflokkur (A) fékk 164 at-
kvæði og tvo fulltrúa. Framsóknar-
flokkur (B) fékk 158 atkvæði og einn
fulltrúa. Sjálfstæðisflokkur (D) fékk
184 atkvæði og tvo fulltrúa, fékk tvo
1982. Alþýðubandalag (G) fékk 98 at-
kvæði og einn fuiltrúa og Samtök
lýðræðissinna (L) fengu 90 atkvæði
og einn fulltrúa, fengu tvo 1982.1982
buðu Samtök lýðræðissinna, Sjálf-
stæðisflokkur og Almennir borgarar
fram í Ólafsvík.
Þessi voru kjörin í bæjarstjórn Ól-
afsvíkur 1986: Sveinn Þór Elínbergs-
son (A), Trausti Magnússon (A), Stef-
án Jóhann Sigurðsson (B), Kristófer
Þorleifsson (D), Björn Arnaldsson
(D), Herbert Guðmundsson (G) og
Kristján Pálsson (L).
Fréttir
Lífeyrissjóður Sláturfélags Suðurlands:
Leitað leiða til að
leggja sjóðinn niður
- fyrirsjáanleg skerðing réttinda sjóðsfélaga
Fyrir nokkru var boðað til fundar
þeirra sem réttindi eiga í Eftirlauna-
sjóði Sláturfélags Suðurlands þar
sem tilkynnt var að sjóðurinn yrði
lagður niður. Ljóst er að sjóðurinn
mundi eiga í miklum erfiðleikum
með að standa við skuldbindingar
sínar eftir nokkur ár ef ekkert verður
að gert. Sem dæmi má nefna að þeg-
ar flest var starfaði á milli 500 og 600
manns hjá Sláturfélaginu en nú er
það um eða innan við 200 manns.
Steinþór Skúlason, forstjóri Slátur-
félagsins,. sagði að það hefði verið
vilji fyrir því síöastliðin 2 ár að hætta
sjálfstæðum rekstri sjóðsins. Því,
hefðu verið hafnar viðræður við
Söfnunarsjóð lífeyrisréttinda um að
hann yfirtaki eigur sjóðsins. Þær eru
nú á milli 200 og 300 milljónir króna.
■ Þeir sem nú starfa hjá Sláturfélaginu
myndu þá greiða lífeyrisgreiðslur til
sjóða þeirra verkalýðsfélaga sem
- þeir tilheyra.
Sláturfélagið hefur fengið allmikið
fé að láni úr sjóðnum. Að sögn Stein-
þórs eru fullar tryggingar til fyrir
þessu fé.
Hann sagði að þeir væru mjög
margir, skipta þúsundum, sem eiga
einhvern lífeyrisrétt í sjóðnum, en
aftur á móti eru þeir ekki margir sem
eiga full lífeyrisréttindi.
Ljóst þykir að þeir sem eiga fullan
lífeyrisrétt missi eitthvað við það að
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda yfir-
taki Eftirlaunasjóð SS. Það liggur þó
ekki fyrir hve mikið það tap verður.
Fyrir Alþingi liggur nú frumvarp
til laga, sem eiga að auðvelda fyrir-
tækjasjóðum sem standa illa að sam-
einast öðrum lífeyrissjóðum. Frum-
varpið liggur frammi til kynningar
en vonast er til að það veröi flutt og
samþykkt á næsta þingi.
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Sambands almennra lífeyris-
sjóða, sagði að ef þetta frumvarp
verður að lögum, sé gert ráð fyrir að
félagar lítilla lífeyrissjóða, sem ganga
í Söfnunarsjóðinn missi ekki réttindi
eða alla vegna að leitað verði leiða
til þess að skerðingin verði eins lítil
og hugsanlegt er. Hann sagði að til
væru allmargir fyrirtækjalífeyris-
sjóðir, sem án vafa muni leita eftir
því að sameinast Söfnunarsjóði líf-
eyrisréttinda í framtíðinni.
-S.dór
Elinborg VS-7 í Vík. DV-mynd Páll
Trilla í bílskúr
á haf nlausum stað
Páll Pétursson, DV, Vík í Mýrdal:
Þeir sem hafa ekið hringveg númer
1 í gegnum Vík í Mýrdal nýlega hafa
trúlega tekið eftir því að það stendur
trilla út úr bílskúrsdyrunum við
húsið Austurveg 6. Eigandi er Ragn-
ar Anton Reynisson, búsettur í Vík.
Ragnar keypti bátinn á Vopnafirði
og hefur verið að dytta að honum í
vetur og gera hann sjókláran. Hann
telur að báturinn beri tvö tonn af
fiski með góðu móti og til veiöanna
hefur Ragnar þrjár handfærarúllur
um borð, þar af eina tölvurúllu.
En hvað er hægt að gera við trillu
í Vík þar sem engin höfn er?
Jú, Ragnar mun gera út frá Vík og
ætlar hann að leysa þetta vandmál
með hafnleysið á skemmtilegan hátt.
Notuð verður nokkurs konar flot-
bryggja á hjólum sem trillan er sett
í og þá er bryggjan fest aftan i hjóla-
bát og hann dregur hana síðan með
trillunni í út fyrir brimgarðinn. Þar
er síðan hægt að sigla út úr vagnin-
um. Sami háttur yrði hafður á þegar
komið er að á kvöldin.
Síðastliðið sumar voru margar
trillur frá Vestmannaeyjum að veiða
rétt fyrir utan Vík. Var aflinn oft
seldur til Mýrdælings hf., sem gerir
út hjólabátana, og var aflinn sóttur
á þeim.
„Ég verð tilbúinn með bátinn eftir
nokkra daga og þá er bara að sjá til
hvernig verður í. sjóinn til þess að
hægt sé að komast út!“ sagði Ragnar
að lokum.
FUNDIR MEÐ FJÁRMÁLARÁÐHERRA UM LANDIÐ
-- -.....■'"^MÓIi-WSFJÁMÁl
ÁRANGURINN
FRAMTIÐIN
SSSwST* h* í ísmm tmm
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra heldur
fund um árangurinn sem náðst hefur í
efnahagsmálum og um ný viðhorf í íslenskum
þjóðmálum. Fjallað verður um framtíðarhorfur í
fjármálum, atvinnulífi og lífskjörum. Fyrirspurnum
svarað um nútíð og framtíð.
SAUÐÁRKRÓKUR DALVÍK AKUREYRI ÓLAFSVÍK
LAUGARDAGINN28.APRÍLKL. 14:00 SUNNUDAGINN29.APRÍLKL. 14:00 SUNNUDAGINN29.APRÍLkl.20:30 MÁNUDAGINN30.APRlLKL.20:30
í SAFNAÐARHEIMILINU ÍVÍKURRÖST ÍALÞÝÐUHÚSINU í FÉLAGSHEIMILINU
Allirvelkomnir
FJÁRMÁLARÁÐUNEYTIÐ