Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990. Viðskipti _______________________________________ Þess vegna kom tilboðið í Stöð 2: Minnihlutmn í Stöð 2 telur sig gróflega sniðgenginn - er afstaða bankans dæmi um frjálsa verslun með hlutabréf? Frá stjórnarfundi i Eignarhaldsfélagi Verslunarbankans. Þeir hluthafar sem eru í minnihluta i Stöð 2 ætluðu sér að ná meirihlutanum fyrst og fremst til að bjarga þeim peningum sem þeir eiga fyrir í Stöðinni, samkvæmt áreiðan- legum heimildum DV. Þeir Hörður Jónsson, umsvifamik- ill í byggingariðnaðinum og Gunn- steinn Skúlason, aðaleigandi Sóln- ingar hf., sem báðir eru í minnihluta- hópi hluthafa í Stöð 2, gerðu tilboð í 100 milljóna króna hlut Eignarhalds- félags Verslunarbankans í Stöð 2, ásamt Gunnari Jóhannssyni, for- stjóra Fóðurblöndunnar, vegna þess að þeir telja að meirihlutinn hafi gróflega sniðgengið minnihlutann viö stjórnun Stöðvarinnar. Jafn- framt óttast þeir að endurreisnar- starf Stöðvar 2 skili ekki þeim gróða sem áætlaður var, ekki síst vegna harðnandi samkeppni á sjónvarps- markaðnum með tilkomu Sýnar. Og það þykir mönnum sem hafa lagt tugi milljóna króna í fyrirtækið til að hagnast á því ekki vera góður bis- ness. Minnihlutinn í Stöð 2, þeir félagar sem lögðu fram 150 milljónir króna í hlutafé eftir að ljóst var að kominn var fram meirihluti undir forystu formanna samtaka verslunarinnar, þeirra Haralds Haraldssonar, Jó- hanns J. Ólafssonar og Guðjóns Oddssonar, lögðu fram þetta fé fyrst og fremst til að græða á því. Þeir telja sig nú svikna. Loforð hafi verið gefin um að hluthafar ynnu allir sem einn að því að rétta fyrirtækið við, ná fram hagnaði á rekstrinum og gera þar með hlutabréfin verðmætari. Einn hluthafinn í minnihlutahópn- um orðar það svo að mönnum hafi verið tahn trú um þegar þeir settu milljónir í fyrirtækið að það ætti að ræða saman reglulega og vinna kröftuglega að sameiginlegu mark- miði. Þess í stað hafi verið sambands- leysi á milli minnihlutans og meiri- hlutans og að jafnvel megi orða það sem svo að meirihlutinn hafi snúið baki við minnihlutanum. Bjarga þeim peningum sem þeir eiga fyrir Keppnin á milli hluthafa Stöðvar 2 um meirihlutann í fyrirtækinu snýst fyrst og fremst um það hvemig hægt sé að ná sem mestum hagnaði út úr Stöðinni og gera þannig hlutaféð sem verðmætast. Keppnin um meirihlut- ann er leiðin að því að hrinda mark- miðum í framkvæmd. Markmið pen- ingamannanna eru augljóslega þau að Stöðin sé rekin með hagnaði. Þeir óttast að þetta takist ekki. Með til- boðinu, sem heíði gefið þeim meiri- hluta, var því ætlun þeirra að bjarga þeim peningum sem þeir voru búnir að leggja í dæmið. Þegar hefur einn þeirra sem stóðu Fréttaljós Jón G. Hauksson að tilboðinu, Gunnsteinn Skúlason, forstjóri Sólningar hf., lýst því yfir að ætlunin hafi verið að ná meiri- hlutanúm til að opna félagið og gera það að almenningshlutafélagi. Ef þetta er skoðað betur er ljóst að almenningur kemur ekki og leggur fram hlutafé nema hann hafi trú á að fyrirtækið beri sig. Hins vegar má ætla að eftir að ný sjónvarpsstöð, Sýn hfi, kemur til sögunnar í haust verði róðurinn erfiðari fyrir Stöð 2 og minni líkur eru á að hagnaður náist. Minnihlutinn óttast því núna að peningarnir sem voru lagðir fram skili sér ekki til baka og hvað þá að þeir ávaxtist sem skyldi. Þess vegna er sú skoðun innan minnihlutans að hiklaust eigi að taka upp viðræður við Sýnarmenn um samstarf. Hugs- un peningamannanna í minnihlut- anum er sú að vart sé rými á mark- aðnum fyrir sterkt Ríkissjónvarp og bæði Stöð 2 og Sýn. Á það hefur hins vegar ekki reynt ennþá. Á hinn bóg- inn hlýtur sú stöð að lifa af markaðs- stríðið sem hefur betri hugmyndir og betra sjónvarpsefni. Svo einfalt - og kalt - er það. Afstaða bankans frjáis verslun með hlutabréf? Nokkra athygli hefur vakið að Eignarhaldsfélag Verslunarbankans skyldi hafna tilboðinu í 100 milljóna króna hlut sinn í Stöð 2. Tilboðið var lagt fram á miðvikudaginn í síðustu viku og félagið hafði viku til að svara því. Tilboðið var einfalt; 100 milljónir út í hönd, greitt í júní. Þeir sem eru undrandi á að Eignar- haldsfélagið skyldi segja nei takk hafa haldið því fram félagið hljóti að meta það sem svo að þessi skráði 100 milljóna króna hlutur sé meira virði en 100 milljónir. Að hægt sé að fá hærra verð seinna. En það er yfirlýst stefna Eignarhaldsfélagsins að selja þennan hlut sinn. Þegar haft er í huga að minni möguleikar hljóta að vera á hagnaði af rekstri Stöðvar 2 eftirað Sýn kem- ur á vettvang í haust mætti ætla að erfiðara verði fyrir Eignarhaldsfé- lagið að selja hlut sinn. Endanlegt svar fæst auðvitað ekki fyrr en á hólminn er komið á markaðnum og sjónvarpsáhorfendur velja og hafna. Þá hefur annað atriði vakið upp spurningar vegna afstöðu Verslun- arbankans um að hafna tilboðinu. Þetta er spurningin um það hvort banki sem kennt hefur sig við frjálsa verslun og frjáls viðskipti hafi með höfnun tilboðsins gengið á skjön við þetta markmið sitt. Þetta eru enn skemmtilegri vangaveltur vegna þess að meirihlutinn, sem hefði misst meirihlutavöldin ef sala hlutabréf- anna hefði farið fram, er formenn samtaka verslunarinnar í landinu. Löglegt en siðlaust? í þessu sambandi er vert að minna á að Eignarhaldsfélagið var í nokk- urri úlfakreppu vegna Stöðvar 2 um áramótin og leitaði til formanna sam- taka verslunarinnar um að koma til hjálpar og finna hluthafa. Gerður var samstarfssamningur við meirihlut- ann um samstarf hans við Eignar- haldsfélagið til ársins 1992. Svona samningur hlýtur að vega þungt og að minnsta kosti að vekja upp þá spurningu hvort það sé ekki löglegt en siðlaust að hlaupa frá svona samningi og snúa bakinu við mönnum sem komu félaginu til hjálpar. Áfram má hins vegar spyrja hvort það sé ekki einnig siðlaust að frysta úti hluthafa sem líka komu félaginu til hjálpar, þó í minnihluta væru, og neita að selja þeim. Eigendur myndlykla kaupi stöðina Sú hugmynd hefur komið fram á meðal fjármálamannanna í minni- hlutanum um að styrkja Stöðina í sessi sem almenningshlutafélag vegna harðnandi samkeppni við Sýn með því að bjóða eigendum mynd- lykla að gerast hluthafar. Dæmið er hugsað þannig að búið sé að selja hátt í 50 þúsund myndlykla að Stöð 2. Sé hverjum myndlyklaeiganda boðið að gerast hluthafi, eignast stöð- ina, þurfi hver og einn að leggja fram um 10 þúsund krónur í hlutafé. Sam- tals gerði þetta 500 milljónir króna. Fylgismenn þessarar hugmyndar segja að eigi eigendur myndlyklanna stöðina megi ætla að þeir haldi meiri tryggð við hana þegar að stríðinu við Sýn kemur. Spurningamar sem hafa vaknað vegna tilboðsins í 100 milljóna króna hlut Stöðvar 2 eru margar og marg- víslegar. Eitt er hins vegar víst, hið margumtalaða tilboð þeirra Harðar, Gunnsteins og Gunnars er úr sög- unni. Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 3 Allir Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 3-6 Ib 6mán. uppsögn 4-7 Ib 12mán. uppsögn 4-8 íb 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema ib Sértékkareikningar 3 Allir Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5 Allir 6mán.uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Sb Innlánmeð sérkjörum 2,5-3 Lb.Bb,- Sb Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,25 Sb Sterlingspund 13,6-14,25 Sb Vestur-þýskmörk 6,75-7,25 Sb Danskar krónur 10,5-11 Sp ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 13,0-13,75 Sb Viðskiptavixlar(forv) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 14 Allir Viðskiptaskuldabréf(1) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 16,5-17,5 Bb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,5-8,25 Lb.Bb Útlán til framleiðslu Isl. krónur 13,75-14,25 Bb SDR 10,95-11 Bb Bandaríkjadalir 10,15-10,25 Bb Sterlingspund 15,85-17 Bb Vestur-þýsk mörk 10-10,25 Allir nema Íb Húsnæðislán 4,0 Lifeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 26 MEÐALVEXTIR óverðtr. apríl 90 18,7 Verðtr. april 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitala apríl 2859 stig Lánskjaravísitala mars 2844 stig Byggingavisitala apríl 535 stig Byggingavísitala apríl 167,4 stig Húsaleiguvisitala 1,8% hækkaði 1. april. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,832 Einingabréf 2 2,644 Einingabréf 3 3,179 Skammtímabréf 1,641 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,115 Kjarabréf 4.781 Markbréf 2.548 Tekjubréf 1,959 Skyndibréf 1,432 Fjölþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,325 Sjóðsbréf 2 1,744 Sjóðsbréf 3 1,625 Sjóðsbréf 4 1,377 Vaxtasjóðsbréf 1,6430 Valsjóðsbréf 1,5460 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 500 kr. Eimskip 420 kr. Flugleiðir 145 kr. Hampiðjan 152 kr. Hlutabréfasjóður 178 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 152 kr. Skagstrendingur hf. 320 kr. Islandsbanki hf. 163 kr. Eignfél. Verslunarb. 170 kr. Olíufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 164 kr. Tollvörugeymslan hf. 102 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast í DV á fimmtudögum. Sitt er hvað Borg og Kringlan: Fermetrinn í Hótel Borg kostar 35 þúsund krónur - fermetrinn 1 Kringlunni selst á 254 þúsund krónur Sitt er hvað verð fasteigna í Kringl- unni og miðbænum. Eitt glæsilegasta húsið í miðbænum, Hótel Borg við Austurvöll, er falt á 120 milljónir króna eða um 35 þúsund krónur fer- metrinn. Það er sjö sinnum lægra fermetraverð en í Kringlunni. Nýlegt dæmi um verð í Kringlunni er þegar húsnæði Rönnings var selt á 254 þús- und krónur fermetrinn, nettó. Það er hæsta verð á verslunarhúsnæði á landinu. Vissulega er erfitt að bera saman húsnæði Hótel Borgar og verslunar- húsnæði í Kringlunni. Við höfum þó fermetra og við höfum krónur. Lát- um duga að bera þessa þætti saman. Hótel Borg er sérhæft hús við Aust- urvöll. Það er komið til ára sinna. Það var byggt árið 1929 og því rúm- lega sextugt. Það er gamalt og við- haldsfrekt. Nokkurt fé þarf til að breyta því í skrifstofuhúsnæði. Sá sem ætlar að kaupa það undir hótel- rekstur þarf aftur að spyrja sig hvort hótel á þessum stað beri sig. Kringlan er hins vegar nýtt húsnæði þar sem viðskipti eru mest á hvern fermetrá á landinu. Brunabótamat Hótel Borgar er 236 milljónir króna. Fermetrarnir eru 3.429 talsins. Fasteignamat Hótel Borgar er ekki nema um 41 milljón króna. Lóðarmatið er um 50 milljón- ir. Fasteignamatið í heild er þvi um 91 milljón. -JGH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.