Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Page 7
FÖSTUDAGUR 27. APRlL 1990. 7 x>v „Go-Cart“ bílabraut í Hrafnagili Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Við erum auðvitað óánægðir með undirtektir bæjaryfirvalda á Akureyri við umsókn okkar en höfum ekki hug á að gera það að neinu stórmáli heldur fómm með þetta inn i Hrafnagil og ætlum okkur að opna þar bilabraut í næsta mánuði ef allt gengur uppsegir Sigurpáll Björnsson á Akureyri en hann er einn að þeim sem standa að fyrirtækinu Millj- ón hf. Fyrirtækið sótti um land á Aku- eyri undir „Go-Cart" bílabraut i bænum og vildi fá piáss nærri miðbænum. Bæjaryfirvöld vildu hins vegar ekki láta það land undir brautina en bentu hins veg- ar á svæði sunnan Hlíðarfjalls- vegar efst í bænum. „Við gátum ekki tekið þetta iand því það er allt of mikið út úr þeirri leið sem ferðamenn fara hér í bænum. Því ákváðum við að fara með þessa starfsemi inn í Hrafnagil," segir Sigurpáil. Þar verður steypt 240 metra löng og 3 metra breið braut fyrir bílana en fyrirtækið hefur ijóra bíla til umráða. Þeir sem hafa áhuga á að reyna sig í þessum bílum geta því iagt leið sína í Hrafnagil í sumar. D-lisHnn á Þingeyri Hlynur Þór Magnússan, Vestfiörðum: Á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Dýratjarðar 21. apríl var gengið frá framboðslista til sveitar- stjórnarkosninganna í Þingeyr- arhreppi. Listinn er þannig skip- aður: 1. Jónas Ólafsson sveitarstjóri, 2. Þórhallur Gunnlaugsson, 3. Edda Hafdís Ársælsdóttir, 4. Borgný Gunnarsdóttir, 5. Gróa Bjarnadóttir, 6. Sigríður Helga- dóttir, 7. Vigfús Hjartarson, 8. Tómas Jónsson, 9. Kristín Þó- runn Helgadóttir, 10. Leifur Þor- bergsson. SÖfnun um helgina: Með græna greiná87þús- und heimili Um helgina verðurfarið á hvert heimili í landinu með beiðni um stuðning við Landgræðsluskóga - átak 1990, Seld verður græn grein sem kostar 500 krónur. Tilgang- urinn er að afla tjár til mesta átaks i landgræðslu og skógrækt frá upphafi vega. Margir hópar leggja þessu máli lið, svo takast megi að koma grænu greininni á framíæri við þjóðina. Meðal þeirra sem vinna við sölu hennar eru félagar þjón- ustuklúbbanna þriggja, Kiwanis, Lions og Rotóry, félagar í Ung- mennafélagi íslands, skáta og fé- laga íþróttafélaga um allt land. Þessir aðilar hafa skipulagt göngusveitir í öllum sveitum landsins og verða þær á ferðinni nú um helgina. Ef allt gengur upp verður komið á 87 þúsund heim- ili um helgina. -GK Lýst eftir R-29 Aðafaranótt laugardagsins 21. apríl var bifreiðinni R-29, sem er ljósblá Volkswagen-bjalla, árgerð 1972, stolið á LjósvaÚagötu. Þeir sem gefið gætu upplýsingar um bíhnn eru beðnir að snúa sér til lögreglunnar í síma 10200. Fréttir Gas- og súrkútar geymdir inni í miöju iðnaðarhverfi á Akureyri: Má segja að við sitj- um á tímasprengju - segir eigandi fyrirtækis 1 næsta húsi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Þetta er nauðsynlegt og gott fyrir- tæki en það er ófært aö árum saman skuli gas- og súrkútar vera geymdir í húsnæði fyrirtækisins inni í miðju iðnaðarhverfi, það á auðvitað að fmna þessu fyrirtæki stað annars staðar. Það má segja að við sem erum hér í næstu húsum sitjum á tíma- sprengju," segir Sigurður Högnason sem rekur fyrirtæki við Draupnis- götu á Akureyri en í húsi við götuna er fyrirtækið ísaga til húsa og geym- ir þar gas- og súrkúta. „Ég man þegar ísaga-verksmiðjan í Reykjavík sprakk í loft upp um árið og það er ekki þægileg tilhugsun að hafa þessa hættu við dyrnar hjá sér. í húsinu eru um 10 fyrirtæki og í næsta bili við hliðina er járnsmíða- verkstæði, þar sem m.a. er unnið við logsuðu og það er mikil hætta af þessu. Það gæti oröið hér alvarlegt slys og mannslíf veriö í hættu ef óhapp ætti sér staö,“ segir Sigurður Högnason. „Við höfum reynt að koma þessu fyrirtæki þarna út en án árangurs. Fyrirtækið hefur ekki leyfi til að starfa þarna en þrátt fyrir bréfa- skriftir okkar til eiganda fyrirtækis- ins hefur ekkert gerst. Við teljum alls ekki forsvaranlegt aö fyrirtækið starfi þarna,“ segir Tómas Búi Böð- varsson slökkviliðsstjóri. „Ég læt ekkert hafa eftir mér um Draupnisgata 7 á Akureyri þar sem ísaga er til húsa meðal annarra fyrirtækja. DV-mynd gk. þetta mál, ég þarf þess ekki, enda er Eggertsson, sem rekur ísaga á Akur- ásökunum sem fram koma' hér að þetta ekki svaravert," sagði Eggert eyri, er DV leitaði álits hans á þeim framan. Sæfari kemur til Hriseyjar. Minna DV-mynd Geir Nýrri ferju fagnað Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvflc Ný ferja, sem fyrst og fremst mun þjóna Hríseyingum og Grímseying- um, kom til Hríseyjar á dögunum. Fjöldi fólks var viðstatt er sóknar- presturinn, sr. Hulda Hrönn Helga- dóttir, gaf skipinu nafnið Sæfari, Sveitarstjórinn, Guðjón Björnsson, og samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, fluttu ávörp. Skipið mun hefja áætlunarferðir milli Grímseyjar, Hríseyjar og Dal- víkur með varning og farþega innan tíðar en einnig mun verða farið til Akureyrar þegar tilefni gefst. Skipið er 367 brúttótonn, 40,17 metra langt, 9,30 metra breitt og lest- arrými 916 rúmmetrar. Sæfari er hefðbundið strandferðaskip þar sem hleðsla og losun fer að mestu fram með lyfturum. Unnt er að aka um skut skipsins um borð með því að breyta afturrampi eða ef hafnarað- staða er fyrir hendi. Gestum var boðið upp á veitingar og síðan hélt skipið síðan til Gríms- eyjar ásamt fjölda farþega. Þar bauð kvenfélagið á staðnum til kafFiveislu eftir móttökuathöfnina. Vetrarvertíð sjaldan verið lélegri 1 Breiðafirði: Stóru bátarnir hættir og farnir suður fyrir - aflanum ekið frá Þorlákshöfn á Snæfellsnes „Ég var skipstjóri í 29 ár og ég þori að fullyrða að þetta er með allra lélegustu vetrarvertíðum sem hér hafa komið. Þótt ástandið sé einna skást hér í Rifi af löndunar- stöðum við Breiðafjörð erum við með um 600 tonna minni afla nú en á sama tíma í fyrra og var sú vertíð þó í slakari kantinum," sagði Ríkharður Magnússon á hafnar- voginni á Rifi í samtali við DV í gær. Hann sagði að að þetta væri þriðja vetrarvertíðin í röð sem bregst. Nú væri svo komið að stóru bátarnir, sem róið hafa frá ver- stöðvum á Snæfellsnesi í vetur, væru allir farnir suður fyrir land. Þeir landa síðan í Þorlákshöfn og þaðan er svo aflanum ekið til fisk- vinnslustöðva á Snæfellsnesi. Þetta aflaleysi hefur að vonum haft mikil áhrif á atvinnulífið vestr'a. Það hefur komið fyrir að engin vinna hefur verið í fisk- vinnslustöðvunum í miðri viku. „Einhvern tímann hefði það þótt fréttnæmt að vinna félli niður í fiskvinnslustöðvum á Snæfellsnesi á miðri vetrarvertíð," sagði Rík- harður. Hann sagði að menn hefðu að vonum mikið spáð í ástæður þess að fiskur gengi ekki í Breiðafjörð- inn. Menn segja að hér áður fyrr hefði alltaf eitthvað af loðnu komist inn á Breiðafjörð og þorskurinn fylgt á eftir. Nú síöari ár væri búið að veiða alla loðnu áöur en hún kemst vestur fyrir. Þessu vildu menn kenna um fiskleysið í firðin- um. Jóhannes Ragnarsson á haf' ar- voginni í Ólafsvík sagði að vertíðin hefði verið ein sú lélegasta sem menn muna eftir. Heildaraflinn nú væri 2.800 tonnum minni en á sama tíma í fyrra og hefði sú vertíð þó verið talin léleg. Hann sagði að stóru bátarnir frá Ólafsvík væru farnir til veiða fyrir Suðurlandi þar sem ekkert hefði veiðst í netin að undanförnu. Aðeins hefði verið kropp hjá minni bátum sem eru með línu. Um og fyrir páska hefði aflinn verið sæmilegur hjá netabát- um en síðan hefði alveg tekið fyrir hann. -S.dór

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.