Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 27. APRÍL 1990.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta á fasteigninni Auðbrekku 23, 2. haeð, þingl. eig. Sigurður
Ólason, Svanur Jónatansson og Guðmundur F. Jónsson, fer fram á eign-
inni sjálfri mánud. 30. apríl nk. kl. 14.15. Uppboðsbeiðendur eru Vátrygg-
ingafélag íslands og Steingrímur Eiríksson hdl.
Bæjarfógetinn í Kópavogi
Nauðungaruppboð
Eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík, banka og lögmanna fer fram opin-
bert uppboð á neðangreindu lausafé og hefst það í dómsal borgarfógeta-
embættisins að Skógarhlíð 6 föstudaginn 4. maí 1990 kl. 10.30 og verður
fram haldið þar sem lausaféð er sem selja skal.
Vauuum-pökkunarvél af gerðinni Super-Vac, Zanussi blástursofn, diskahita-
borð Garland, vatnsböð 3 stk. Garland, kæliborð, Sharp peningakassi-
tölvu, IBM tölva advanced m/hörðum diski, skjá, lyklaborði og prentara,
tal. eign Arnarhóls, vélhnífur, tal. eign Breiðfjörðsblikksmiðjunnar hf., bygg-
ingakrani af teg. Liebherr-Werk, Biberach BMBH 1974, tal. eign Bygginga-
félagsins hf„ plastmót 33 fet. GBP 30.000, tal. eign Guðlaugs K. Jónsson-
ar, Zanussi eldunarsamstæða í 4 einingum, Zanussi blástursofn og Zan-
ussi salamandra, tal. eign Gunnlaugs Ragnarssonar, plasmaskurðarvél og
rennibekkur, tal. eign Hansvéla, Sinclair sellófanvél, tal. eign Hörpu Hannib-
alsdóttur, Maxima Front prentvél, Cleveland brotvél, Tempo pappírsskurðar-
hnífur, tal. eign Heimis B. Jóhannssonar, IWO frystiborð, Levin kæliborð,
byggingarmót (kerfismót fyrir krana), vinnuskúr, 35 Hönebeck flekamót,
tal. eign Hraðverks hf„ afgreiðsluskenkur, 3 Omron peningakassar, Sams-
ung örbylgjuofn, Zoppas tvöfaldur kæliskápur, Insinger uppþottavél, Zopp-
as eldavél, veitingaborð og stólar, afgreiðslubarir, ísvél Taylor, expresso-
kaffivél Ferma, bakaraofn, gaseldavél, rafmagnseldavél, grill, afgreiðslukass-
ar, tal. eign Kaffi-Hressó hf„ 6800 metrar af Elax-beltum, tal. eign Iðnvéla
hf„ loftræstikerfi, Rodina loftpressa, tal. eign Innréttinga- og húsgagna-
sprautunar, saumavélar, efni o.fl., tal. eign Islenskra fata hf„ þurrkofn, tal.
eign Völundar hf„ loftpressa, réttingargálgi, tal. eign Kerrunnar sf„ billjard-
borð, Hobart hrærivél, Kopal eldavél, Garland eldavél, tölva af gerðinni
Victor ásamt prentara, skjá, lyklaborði, borði, 2 skrifborð og 2 stólar, 2
reiknivélar (Sharp og Ómic), marmaraborð , tal. eign i Kvosinni, DI-ACRO
Press nr. 20-72, serial nr. 1-1011, tal. eign Lampa sf„ offsetprentvél, tal.
eign Litbrár hf„ vinnuskúr og byggingarefni (uppistöður, timbur, plötur
o.fl.) tal. eign. Marteins Reynissonar, sorppressa, tal. eign Mikligarðs sf„
frystiklefar, tal. eign Milós hf„ sælgætisgerðarvél, tal. eign Opal hf. sælgæt-
isgerðar, Istobal bílalyfta, tal. eign Pústþjónustunnar sf„ tölvubúnaður af
gerðinni VAX, tal. eign Rafmagnsveitna ríkisins, kaldsvampssteypuvél, tal.
eign Selsvarar sf„ Kempi 250 tigsuðuvél, tal. eign Sigurðar Kristinssonar,
24 iðnaðan/élar, 2 Union Special strengvélar nr. 1412732, nr. 54200,
Union Sp samans vél, nr. 39800, strauborð ásamt fylgihlutum 2911, Ph.
beinsaumsvél 489811, tal. eign Skyggnis hf„ SCM M 287 fjölblaðasög,
Dankert þykktarpússvél, spónlagningarpressa, sogkerfi, spónakerfi m/ blás-
ara, kílvél, 79 Haller Jun nr. 3007, tal. eign Smiðshúss hf„ plastsprauta,
steypuvél, tal. eign Stálvinnslunnar hf„ borð, stólar o.fl., tal. eign Veitinga-
hússins Laugavegar 22 hf„ Electra tölvusamstæða, tal. eign Þjónustumið-
stöðvar fataiðnaðarins hf„ kæli- og frystisamstæða, tal. eign Veitingahúss-
ins Álfabakka 8 hf„ prentvél, brotvél, Compugraphic setningartölva, tal.
eign Þórlaugar Guðmundsdóttur, þrískeri, tal. eign Arkarinnar hf.
Greiðsla við hamarshögg.
Ávísanir ekki teknar gildar sem greiðsla nema með samþykki uppboðs-
haldara éða gjaldkera.
Uppboöshaldarinn í Reykjavík
Útlönd
Lafontaine
á batavegi
Oskar Lafontalne verður áfram
kanslaraefni vestur-þýska jafnaðar-
mannaflokksins í desember þrátt
fyrir að reynt hafi verið að stytta
honum aldur á miðvikudagskvöld.
Hann er nú óðum að ná sér.
Hans-Jochen Vogel, leiðtogi stjórn-
arandstöðunnar og formaður jafnað-
armannaflokksins, sagði að Lafon-
taine myndi einbeita sér að því næstu
vikur að reyna að ná fullum bata og
ekki væri vaíi á að hann myndi upp-
fylla þær vonir sem flokkurinn gerir
til hans. Yfirlýsing Vogel batt enda á
getgátur um að Lafontaine myndi
draga sig í hlé.
Ekki mun enn vera ljóst hver
ástæðan fyrir morðtilrauninni við
Lafontaine er. Tilræðismaðurinn,
Adelheid Streidel, mun þó hafa sagt
að hún hefði framið verknaðinn til
að hún kæmist í blöðin. Talið er að
hún sé veik á geði og þar með ekki
sakhæf. Reuter
Oskar Lafontaine mun áfram verða kanslaraefni vestur-þýska jafnaðar-
mannaflokksins.
GEHL kynning að Faxafeni 14 (Nútíð)
laugardaginn 28. apríl kl. 10-16
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
Israels. Simamynd Reuter
Shamir reynir
stjórnar-
myndun
Yitzhak Shamir, forsætisráðherra
bráðabirgðastjórnarinnar í ísrael,
mun í dag hefja stjórnarmyndun en
þá mun hann fá í hendur umboð til
stjórnarmyndunar í kjölfar þess að
Shimon Peres, leiðtogi Verkamanna-
flokksins, hefur gefist upp við að
setja saman stjóm eftir fimm vikna
árangurslausar tilraunir. Shamir
kveðst fullviss um að honum muni
takast að setja saman stjórn innan
örfárra daga.
Margir fréttaskýrendur telja að
verði sett á laggirnar hægri stjórn í
ísrael muni það reynast banabiti
friðartillagna Bandaríkjanna á her-
teknu svæðunum. Síðasta stjórn i
ísrael, sem bæði Verkamannaflokk-
urinn og Likud-flokkur Shamirs áttu
aðild að, féll vegna ágreinings um
þær tillögur. Heimildarmenn í ísrael
segja að Shamir hafi ekki breytt af-
stöðu sinni til tillagna Bandaríkj-
anna en þær miða að þvi að koma á
viðræðum fulltrúa Palestínumanna
og ísraelsstjórnar.
Reuter
Þjóðarand-
stöðufylkingin
liðast í sundur
smá verkefni. Sýnum vélarnar að störfum og bjóðum mönnum að prófa þær.
Sölustjóri GEHL verksmiðjanna verður á staðnum og svarar fyrirspurnum.
Athafnamenn komið og kynnið ykkur fjölbreytta valkosti GEHL vinnuvélanna.
Bjóðum gestum kaffi og gos. Verið velkomin.
G.Á. PÉTURSSON HF.
NÚTÍÐ FAXAFENI 14
SÍMI685580
Þjóðarandstöðufylkingin í Nic-
aragua, bandalag 14 flokka sem
komu Violeta Chamorro, forseta
landsins, til valda er að hruni komin.
Aðeins degi eftir að Chamorro tók
við embætti forseta.
Eh Altamirano, formaður komm-
únistaflokksins í Nicaragua sem er í
fylkingunni, sagði í gær að hún væri
að klofna í sex til átta flokka. Hann
sagði að klofninguriny hefði orðið í
þinginu þegar kom að kosningu þing-
forseta og við yfirlýsingu Chamorro
um að hún myndi áfram hafa sandin-
istann Humberto Ortega sem yfir-
mann hersins.
Altamirano sagði að það væru eng-
ar líkur á að sættir tækjust í málinu,
því að átta flokkar fylkingarinnar
væru í andstöðu við að semja við
sandinista. Þeir hefðu verið eindreg-
ið á móti því að Humberto Ortega
yrði áfram yfirmaður hersins. AI-
timaro sagði að flokkarnir 14 myndu
áfram styðja Chamorro og stefnu
hennar, en varaði við því að klofn-
ingurinn gæti haft áhrif á skiptingu
atkvæða í þinginu, þar sem fylkingin
hefur 51 sæti en sandinistar 39.
Alfredo Cesar í jafnaöarmanna-
flokknum neitaði að fylkingin væri
að klofna. Hann sagði að ákvörðun
Chamorro um að hafa Ortega áfram
sem yfirmann hersins hefði engin
áhrif á viðræður flokkanna.
Kontraskæruliðar börðust í átta ár
til að reyna að bola sandinistum frá
völdum. Á miðvikudaginn undirrit-
uðu þeir samning þess efnis að þeir
myndu vera búnir að leysa upp sam-
tökin þann 10. júní, en Israel Gale-
ano, einn leiðtoga þeirra sagði að
hann myndi ekki hvetja menn sína
til að leggja niður vopn.
Reuter