Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.04.1990, Blaðsíða 12
12 FÖSTUÐAGUR 27. APRÍL 1990. Spumingin Finnst þér vöruverð hafa hækkað í kjölfar kjarasamninganna? Brynhildur Auðbjarnardóttir tón- menntakennari: Eg versla alltaf í Fjarðakaupum og hef ekki tekið eftir hækkunum þar. Sigríður Ólafsdóttir húsmóðir: Já, og ég er mjög óhress yfir þeim. Ég hafði vonast eftir stöðugra verðlagi í kjöl- far samninganna. Ragnhildur Guðmundsdóttir ganga- vörður: Ég hef ekki oröið vör við það. Þröstur Jónsson nemi og Thelma Rut: Ég fylgist töluvert vel með vöru- verði og verð var við hækkanir. Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistar- kona: Það hækkar allt jafnt og þétt, hvort sem kjarasamningar eru gerð- ir eður ei. Ólafur Gunnlaugsson, flugmaður í Lúxemborg: Ég hef ekki hugmynd um það. Hins vegar sé ég að mai’gt sem kallast lúxus hér, eins og svína- kjöt og kjúklingar, er hversdagsmat- ur í Lúxemborg. Lesendur Misskilningur leiðréttur Skrifstofumaður ~ Starfsmaður óskast til skrifstofustarfa hjá Starfsmannafélagi ríkisstofriana. Skriflegár umsóknir sendist til SFR, Grettisgötu 89, fyrir 1. maí. - Á Sigríður Kristinsdóttir, formaður SFR, skrifar: í þriðjudagsblaði DV birtist undar- leg grein á lesendasíðu blaðsins frá aðila sem ekki lætur nafns síns getið en kveðst vera félagi í Starfsmanna- félagi ríkisstofnana. í greininni segir að SFR hafl aug- lýst eftir framkvæmdastjóra, þó ekki undir nafni samtakanna. í auglýsing- unni sé meðal annars kveðiö á um aldursmörk og aðrar kröfur nefndar. Þekkt atvinnumiðlun annist ráðn- inguna fyrir hönd félagsins og finnst greinarhöfundi þetta í meira lagi vafasöm vinnubrögð. Fleira er tínt til í greininni sem á að sýna fram á pukur og ólýðræðisleg vinnubrögð af hálfu nýkjörinnar stjórnar SFR. Mér er það ljúft að leiðrétta þann misskilning og þær rangfærslur sem þetta bréf byggist á. í fyrsta lagi hef- ur ekki verið auglýst eftir nýjum framkvæmdastjóra SFR þégar þetta er ritaö, því síður að atvinnumiðlun hafl verið falið að sjá um það verk- efni. Á hinn bóginn var birt í helg- arblöðunum auglýsing þar sem ósk- að var eftir umsóknum um skrif- stofustarf hjá SFR. Félagið sér sjálft um auglýsinguna en ekki atvinnu- burði í kjölfarið. í besta falli er hér verið að rugla félagasamtökum sam- an því ekki getur þetta átt við um SFR. Það er nú fyrst nú sem fyrstu umsóknir um skrifstofustarf hjá SFR mann í SFR, jafnvel þótt honum kunni að hafa mislíkað úrslit nýaf- staðinna kosninga í samtökunum, að hann vilji þeim svo illt, eða öllu held- ur okkur sem valist höfum til for- Sigríður Kristinsdóttir, (ormaður Starfsmannafélags rikisstofnana. miðlun eins og greinarhöfundur staðhæfir. Reyndar eru aðrar full- yrðingar hans um þessa auglýsingu ekki sannleikanum samkvæmar. Umræddur greinarhöfundur kveð- ur kunningja sinn hafa sótt um fram- kvæmdastjórastarf hjá SFR sam- kvæmt áðurnefndri auglýsingu og hafi hann orðið fyrir aðkasti og sögu- Auglýsingin sem birtist í helgarblöðum dagblaðanna. eru að berast og hafa þær enn ekki verið opnaðar. Við skulum vona að hér sé einhver ruglingur á ferðinni því að öðrum kosti er vísvitandi ver- ið að reyna að koma óorði á Starfs- mannafélag ríkisstofnana og forystu þess. Ég verð að játa að ég á erfitt með að trúa því upp á nokkurn félags- Gróðurverndarmaður vill kenna „sporthrossum" um gróðureyðingu. Sleggjudómar í umhverfismálum Gróðurverndarmaður skrifar: Grein um umhverfismál í DV fóstu- daginn 20 þ.m. er dæmigerð um þann tvískinnung og þá fáfræði sem veður uppi í þjóðfélaginu. Það er rétt eins og sauðkindur landsmanna hafi étið allan skóginn og kjarrið sem ku hafa verið hér á landnámsöld. Þetta er vitanlega regindella. Það var fólkið í landinu sem reif upp all- an skóginn, notaði hann til eldiviðar og kolagerðar. Það voru gerðir út heilir flokkar manna til þess að „rífa hrís“, eins og það var kallað. Það þurfti ekki sauðkindina til að rífa upp gróðurinn. Menn virðast gleyma því að yfir 15.000 hross eru hér á Reykjanesinu, sporthross skulum við láta þau heita réttu nafni. Þau rótnaga svo að líkast er sem eldur hafi sviðið jörðina þar sem þau hafa verið. Á vorin og í bleytutíð á sumrin traðka þau svo landiö að það verður eins og flag eft- ir. Þetta forðast menn að tala um, einkanlega þeir sem láta hrossin sín naga hvert strá sem fyrirfinnst á þessu gróðarlitla Reykjanesi. Já, þaö er ljótt að sjá hrossnagaða jörð, sú sjón nálgast að vera sorgleg. En sporthrossin mega rótnaga all- an gróður, þau mega reyta upp þau fáu strá sem ekki hafa verið tætt upp af tryllitækjum sem vaða yfir öræfin og eru að tortíma þeim fáu gróður- vinjum sem eftir eru. Útlendingar eru þar eftirlitslausir á hálfgerðum skriðdrekum og skilja eftir rusl uppi um allar heiðar. Já, það er ekki sauðkindin sem er að eyðileggja landið, því fer víðs- fjarri. Hinu ber ekki að mótmæla að á viðkvæmum stöðum ætti að tak- marka beit eða jafnvel friða með öllu. En fyrst ætti að útiloka sínagandi sporthross af þeim svæðum sem þau skemma mest. Þar ætti að byrja á Reykjanesinu og heiðunum þar aust- ur af. Hringið í síma 27022 milli kl. 14 og 16, eða skrifið, ATH. Nafn og sími verður að fylgja bréfum. ystu, að bera út ósannindi af þessu tagi. Það er einlægur ásetningur nýkjör- innar stjórnar að starfa í þágu allra félagsmanna á opinn og lýðræðisleg- an hátt. Þetta munum við gera og látum ekki koma okkur úr jafnvægi þótt einhverjir reyni að bregða fyrir okkur fæti. Ein sem kýs að velja skrifar: Fyrir nokkru þótti það tíðind- um sæta að Ásgeir Hannes Ei- ríksson kom myndbandsspólum fyrír í pósthólfum félaga sinna á Aiþingi. Efni myndbandanna var bandarísk mynd um fóstureyð- ingar. Fóstureyðingar hafa lengi verið mikið lútamál í Bandarikjunum og hafa þeir sem eru gegn fóstu- reyðingum oft verið ansi öfgafuli- ir í aðgerðum sínum. Og ekki skirrast þeir við að beita öllum brögðum til að fá fólk til að snú- ast á sveif með sér. Um það leyti sem hæstiréttur Bandaríkjanna tók Roe v. Wade til endurskoðun- ar var t.d. mikil auglýsingaher- ferð í gangi á vegum þeirra sem berjast gegn fóstureyðingum. En það var einmitt Roe v. Wade sem árið 1973 gerði fóstureyöingar löglegar í Bandaríkjunum. Skemmst er að minnast þess að hæstiréttur Bandarikjanna úr- skurðaði að hverju ríki skyldi í sjáifsvald sett hvort það leyföi fóstureyðingar eöa ekki. Þetta hefur valdið siíkum úlfaþyt þar í landi að ekki er lengur spurt hvort menn séu repúblikanar eöa, demókratar heldur hvort þeir séu með eöa móti fóstureyðingum. Þegar herferðin stóð sem hæst var einmitt sýnd mynd um fóstu- reyðingar i bandarísku sjón- varpi. Ekki veit ég hvort hér er á ferðinni sama mynd og Ásgeir Hannes iaumaði í pósthólfin en ég þykist nokk vita að myndin sé ekki sérlega geðsleg. Því spyr ég. Hvað ætlast Asgeir Hannes fyrir? Vill hann koma af stað sömu lát- um og hafa tröllriðið Bandaríkj- unum? Hví skyldi nokkur kona leggja þaö á sig að ganga með bam í níu mánuði sem hún viil ekki eða getur ekki annast? Það er réttur hverrar konu að geta valið. Fóstureyðingar eru ekki getnað- arvörn en fjöldamargt getur vald- ið því að kona kýs að eyöa því lífi sem kviknað hefur inni í henni. Sem betur fer hafa íslen- skar konur möguleika til að velja og það má aldrei gerast að menn eins og Ásgeir Hannes reyni að breyta því.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.